Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Page 16
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1999
16
menning
Gömlu, góðu dagar
Segja má að dulúð
liðinna tlma svífi yfir
vötnum í Gerðarsafni í
Kópavogi um þessar
mundir en listamenn-
irnir sem þar sýna,
Haukur Harðarson,
Nobuyasu Yamagata og
Sigríður Rut Hreins-
dóttir, leita öll með ein-
hverjum hætti til for-
tíðarinnar í sköpun
sfnni.
Haukur sýnir dular-
fullar „fornminjar" í
austursalnum - kistur
og krukkur fullar af
ljósum sandi. Lág-
myndir af goðsagna-
kenndum mönnum og
dýrum prýða kistulok-
in sem liggja á gólfinu.
Upp úr sandinum gægj-
ast sömuleiðis fuglar,
skáldfákar og aðrar
kynjaskepnur. Yflrskrift sýningarinnar, Frelsi
og ijötrar, gefur ýmislegt í skyn en ég átta mig
ekki alveg á boðskapnum. Ef til vill má líta á
hina mörg þúsund ára gömlu hefð sem listin
hvílir á sem fjötra en þar sem þetta eru forn-
aldarverk í nútímaútgáfu er ólíklegt að Hauk-
ur sé að reyna að brjóta þá af sér. Kannski
hann vilji endurvekja frelsi löngu liðins tíma
sem liggi graflnn í þessum steinkistum. Lýs-
ingin í salnum er takmörkuð, minnir mjög á
sótt aftur í aldir - myndskreyt-
ingar handrita voru kallaðar lýs-
ingar - og því til áréttingar er
eitt verkið málað á bókfell.
Listamanninum liggur mikið
á hjarta. í texta með sýningunni
kemur fram að hann líti á bók-
stafinn sem tákn fyrir menning-
una. Hann virðist upptekinn af
sjálfseyðingarhvöt mannskepn-
unnar því í myndunum eru aug-
ljós tákn um græðgi, eiturlyija-
neyslu, striðsrekstur, mengun
og fleira því líkt. f textanum seg-
ir ennffemur að orðið lýsing
þýði líka ljós sem feli í sér lífs-
von og trú til framtíðar. Hún
birtist til dæmis í myndinni af
Kristi sem gengur ofar skýjum á
grannri linu með manninn í
fanginu, en þar má ekki miklu
skeika ef vel á að fara.
Verk eftir Hauk Harðarson.
fornminjasafn, aðeins daufir
ljóskastarar sem lýsa upp verk-
in.
Þetta eru áferðarfaUeg og vel
unnin verk sem gaman er að
skoða. Þau jaðra við að vera
kítsuð, myndu sjálfsagt slá í
gegn í blómabúðum. En það svo
sem er ekkert slæmt.
Súrrealískur blær
Á neðri hæð safnsins sýnir
Sigríður Rut þrettán myndir,
nostursamlega málaðar með
mikilli olíu í djúpum litum.
Þær hafa eitthvað mikið við sig,
einhvern gamaldags ljóðrænan
og súrrealískan ævintýrablæ.
Konuandlit gægist út úr trjá-
stofni, búklaus barnshönd
snertir hauslausan konulík-
ama, fiflar teikna andlit og fólk
með leggnum. Það er gróður af
einhverju tagi í öllum myndun-
um, blóm, tré og lauf en einnig
bregður fyrir flugum, fuglum og konum. Nátt-
úran hefur sál, hún er fúll af ljósálfum og
blómálfum og það búa góðir _____________
andar í trjám, stokkum og
steinum.
Þetta eru fallegar og hljóð-
látar myndir, fullar af hlýju
og notalegri nálægð.
Nobuyasu Yamagata: Úr Lýsingu.
Myndlist
Áslaug Thorlacius
Sigríður Rut Hreinsdóttir: í eigin heimi.
Bókstafur tákn menningar
Yamagata sýnir oliumálverk í vestursaln-
um. Sýningin ber heitið „Lýsing" en þá yfir-
skrift hefur hann haft á sýningum sínum frá
árinu 1992 og er þessi sú fimmta. Nafnið er
Þetta er skrýtin sýning sem ber það svolítið
með sér að vera máluð á löngum tíma. Elstu
myndimar eru ffá 1992-93 og
þær yngstu varla þornaðar og
því eru þær nokkuð ólíkar inn-
byrðis. Ekki eru þær beinlínis
fallegar en ég býst heldur ekki
við að það sé meiningin.
í einu homi salarins er gler-
skápur sem stingur dálítið í stúf. Þar hanga
tvær „kven“-fiðlur sem listamaðurinn hefur
smíðað, sannkölluð dvergasmíði. Guðný Guð-
mundsdóttir mun hafa leikið verk eftir Atla
Heimi á aðra þeirra á opnunardaginn. Synd að
missa af því.
Væn og græn
Gunnlaugur Guðmundsson bassaleikari hef-
ur ekki setið auðum höndum frá því að hann
hélt út til Hollands fyrir nokkrum árum. Árið
1996 kom hann hingaö á
RúRek-hátíð með píanó-
tríói Wolfert Brederode,
sem gaf svo stuttu seinna
út plötu sem hefur fengið
ótrúlega litla kynningu í
fjölmiðlum hérlendis. Og
nú síðastliðið haust kom
út plata með annarri
hljómsveit sem Gunn-
laugur spilar með, Flori-
an Zenker/Christian
Kappe 4tet. Hana skipa
fjórir ungir menn, Flori-
an Zenker gítarleikari,
Christian Kappe trompet-
leikari, „Gulli Gud-
mundsson" bassaleikari
og Eddy Lammerding
trommuleikari. Þessi
hljómsveit hefur verið að
gera garðinn frægan í
Hollandi og Þýskalandi,
hefur spflað á djasshátíð-
um víða í Evrópu, m. a. á
Gunnlaugur Guðmundsson bassaleikari
Norðursjávarhátíðinni í Haag. Árið 1997 vann
hljómsveitin bæði djasssamkeppni Hollands og
Þýskalands. Á nýliðnu ári kynntu þeir síðan
plötu sína, It's Green, á
alþjóðlegu djasshátiðinni
í Bogotá.
Gítarleikarinn Florian
Zenker á flest lögin á
plötunni, 6 lög af 8, en
þeir Gunnlaugur og
trompetistinn Christian
Kappe eiga hvor sitt lag.
Platan hefst á titiflaginu
„It’s Green“, sem er all-
hraður ópus í 7/8 takti.
Næst er svo lag Gunn-
laugs, „Dextrot---------
estrone“, fallegt lag
í rólegri kantinum.
Tónlist þeirra er -------
nútímaleg, angi af
bebop-meiðinum
eins og raunar mik-
ið af djasstónlist samtím-
ans. En þrátt fyrir nú-
tímalegt yfirbragð er hún
engan veginn það sem
kalla mætti „framúr-
stefnuleg“, þ. e. tónlistin inniheldur laglínu,
hljóma og takt og stendur að því leyti föstum
fótum í hefðinni.
Ég veit vitaskuld ekki hvað þeir félagar
myndu segja sjálfir um sína tónlist, en ég held
að flestir spilarar nú til dags séu yfirleitt ekki
mikið að spekúlera hvaðan hitt og þetta er
komið, heldur spila bara sína músík. Flest sem
spilað er á sínar rætur hér og þar, og er þess
vegna núorðið hægt að vísa í Ornette Coleman
eða Cecil Taylor rétt eins og Charlie Parker, og
vera með því hluti af þeirri hefð sem djassinn
hefur áunnið sér. En greinilegt er að þeir félag-
amir leggja áherslu á samspilið, þótt þeir
skiptist á sólóum. Eins er spil þeirra allt mjög
fágað og tæknilega vel útfært, og sköpunar-
------------------------- kraftinn vantar ekki.
Þetta er i fáum orð-
um sagt tónlist í
háum gæðaflokki,
eins og reyndar mátti
búast við af verð-
launasveit eins og
þessari. Ég ætla að vona að þessi plata fái þá
athygli hér heima sem hún á skilið - það geng-
ur ekki að við skulum varla vita af því þegar
landar okkar eru að vekja eftirtekt erlendis fyr-
ir að gera góða hluti.
Hljómplötur
Ársæll Másson
Útvarp nýrrar aldar
Útvarpsstöðin Bylgjan efnir til hæfi-
leikakeppni um gerð útvarpsþátta í sam-
vinnu við Fjárfestingarbanka atvinnulífs-
ins og íslenska erfðagreiningu. Leitað er
að efnilegu fólki sem vill spreyta sig á að
búa til efni fyrir útvarp og er meiningin að
keppendur skili til Bylgjunnar handriti að
klukkustundarlöngum útvarpsþætti, frum-
legum og metnaðarfullum. Dómnefnd fer
yfir allar umsóknir og velur úr þau hand-
rit sem uppfyfla kröfumar.
Skilafrestur er til 8. febrúar næstkom-
andi.
Meiri Poulenc
Ekkert lát er á spennandi tónleikum í
höfuðborginni. Þriðju tónleikar Poulenc-
hátíðarinnar verða annað kvöld kl. 20.30 í
Iðnó. Þá verður flutt Sónata fyrir flautu og
píanó, FiancaiUes pour rire fyrir sópran
og píanó - og sópransöng-
kona kvöldsins er engin
önnur en Þóra Einars-
dóttir - Sónata fyrir óbó
og píanó, VillaneUe fyrir
pikkolóflautu og píanó,
J Sónata fyrir píanó, flór-
Ihent, og Sextett fyrir
flautu, óbó, klarínett,
fagott, hom og pianó.
Francis Poulenc er
vinsælasta tónskáld Frakka á þessari
öld. Hann vann fyrir sér með því að leika
á píanó á kaffihúsum Parísarborgar og var
lengi vel ekki tekinn alvarlega sem tón-
skáld - verkin þóttu of léttvæg og fyndin.
Nú þykja verk hans hin merkustu en það
breytir því ekki að þau era ennþá létt og
afar skemmtUeg.
Úr hverju dóu forn-
menn?
Okkur fmnst sjálfsagt flestum að svariö
við spumingunni í fyrirsögninni sé: þeir
vora drepnir. En tilfeUið er að sumir fengu
næði til að látast á sóttarsæng og Sigurður
Samúelsson læknir hefur um margra ára
skeið rýnt i fornsögumar tU að komast að
því hvaða sjúkdómar hrjáðu hetjumar. Nú
er komin út eftir hann bókin Sjúkdómar
og dánarmein íslenskra fommanna þar
sem í fyrsta sinn er gerð tilraun á prenti
tU læknisfræðflegrar greiningar á sögu-
persónum fomsagna eftir nútímaþekk-
ingu. í frétt frá útgefanda er bent á að sum-
ar lýsingar íslenskra fomrita á sjúkdóm-
um og dánarmeinum
megi telja þær fyrstu
sem skrásettar era í
heimsbókmenntunum.
Sigurður segir aö
hann hafi af tílviljun
fariö að lesa fomritin
með tiUiti tU sjúkdóms-
lýsinga og hafi bisk-
upasögumar fljótlega
orðið mestu og bestu
uppsprettumar, „sérlega hvað varðar lýs-
ingu á sjúkdómseinkennum, svo og um
helgidóma og helgiathaftiir sem um hönd
vora hafðar tU lækninga". Sigurður varð
fyrstur til að benda á að líkindi væra til
þess að veirur hefðu borist meö landnáms-
mönnum hingað tU lands. „Þessa skoðun
styður frásögn um þá sjúkdóma af veira-
kyni sem greint er frá í þessu riti,“ segir
Sigurður.
Háskólaútgáfan gefur bókina út.
Kveikjur
Kristinn Snævar Jónsson hefur gefið út
geisladiskinn Kveikjur með eigin lögum
og textum. Tónlistin er blanda af stílteg-
undum og efni text-
anna tilfinningarík-
ar hugsýnir og
hvatningar til að
huga að náttúr-
unni og virða
mannlegar til-
finningar.
Flytjendur
era Ari Jóns-
son, Arnar Freyr
Gunnarsson, Birgir Haralds-
son, Ásgeir Óskarsson, Jóhann Ás-
mundsson, Kristinn Svavarsson og Vil-
hjálmur Guðjónsson sem einnig útsetti
lögin og stjómaði upptöku. Japis dreifir.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir