Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Side 17
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1999 17 Fréttir Ólafur Halldórsson hjá Vestra hf. og Ágúst Gíslason, framkvæmdastjóri Ágústs og Flosa ehf., undirrita verksamn- ing um uppsetningu þróunarseturs. DV-mynd Hörður 50 ára frystihús á ísafirði loks tekið í fulla notkun: Verður þróunarsetur DV ísafirði: Nýlega var undirritaður samning- ur um innréttingu á Þróunarsetri í Vestrahúsinu á ísafírði. Ólafur Hall- dórsson undirritaði samninginn fyrir hönd Vestra hf. en Ágúst Gíslason fyr- ir hönd verktakans, Ágústs og Flosa ehf. Ráðgert er að verkinu ljúki i byij- un júní og vonast menn til að geta vígt þróunarsetrið 17. júni. Þrír aðilar buðu í verkið en tilboð Ágústs og Flosa ehf. var lægst og hljóðaði upp á 44.942.939 krónur sem er 93,4% af kostnaðaráætlun. Þama er um merkilegt ffamtak að ræða sem mun stuðla að því að ýmsir rannsóknar- og þjónustuaðilar í at- vinnuþróunarmálum á Vestfjörðum komist undir sama þak. Fjórðungs- samband Vestfirðinga og síðan Þróun- arfélag Vestfjarða höfðu verið með hugmyndir á pijónunum um langt skeið um að reyna að koma starfsemi eins og Þróunarfélaginu, Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins, Hafrann- sóknastofhun og fleiri aðilum undir sama þak til að samnýta megi krafta. Stjóm Vestra hf. ákvað síðan að láta hanna í húsakynnum sínum (ísfirð- ingshúsinu á ísafirði) þróunarsetur á sinn kostnað. Vestri hf. hefur gert leigusamning við notendur Þróunarmiðstöðvar til 10 ára. Elísabet Gunnarsdóttir, arki- tekt á ísafirði, hefúr hannað setrið í samvinnu við Tækniþjónustu Vest- flarða og þá sem koma til með að nota það. Hluti þess húsnæðis sem nú er haf- ist handa við að innrétta hefúr aldrei verið í raunverulegri notkun síðan húsið var tekið i gagnið sem stærsta fiskvinnsluhús á Vestfiörðum árið 1957. Það var togarafélagið ísfirðingur sem lét reisa húsið en félagið gerði út togarana Isborgu og Sólborgu. Hlutafélagið Vestri keypti húsið af ríkissjóði nokkrum árum eftir að starfsemi togarafélagsins lagðist af á sjöunda áratugnum. Síðan hefúr hús- ið verið leigt til ýmissar starfsemi, svo sem iðnskóla. Þá hefúr húsið líka verið leigt undir heildsölu, skipaaf- greiðslu, rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins, Rauða krossinn, saltfisk- vinnslu, frystigeymslur og ýmsa aðra starfsemi. -HKr. ísing og óþægindi DV, Hólmavík: Um áramótin urðu verulegar raf- magnstruflanir á veitusvæði Orkubús Vestfiarða í nágrenni Hólmavíkur. Ekkert stórtjón varð en óþægindi tals- verð. Einkum voru það íbúar Ámes- hrepps sem lentu í rafmagnsleysi. Þessu olii norðaustan bálviðri sem gerði þann 30. desember með frost- leysu en lítilli úrkomu á láglendi en ísingarveðri þegar hærra dró í landið. Telja starfsmenn að sums staðar hafi línur verið 20 sm í þvermál og jafnvel meira á stöku stað. Á Trékyliisheiði fór línan niður úr mörgum staurum af þessum sökum. Á Tröllatunguheiði milli Tungusveit- ar og Geiradals byijaði ísingin rétt ofan við Múlann skammt frá bænum Tröllatungu og var samfelld nokkurra kílómetra leið suður fyrir Laugavatn. Einnig varð bilun sunnan fiaila. Mikið mæddi á starfsmönnum eins og oft er undir svipuðum kringum- stæðum og fengu sumir um sólar- hringstöm við viðgerðir. Það óvenju- lega gerðist að þessu sinni eftir að komið var bhðveður og straum hafði verið hleypt á að starfsmenn á heim- leið í myrkri á véifákum sinum eftir Tröllatunguheiði sáu þegar lina slitn- aði. Að sögn þeirra sem næstir vom var bláleitur blossinn svo mikill að hann lýsti upp stórt svæði. Sá sem næstur var sagði að þetta væri mesta birta sem hann hefði nokkru sinni séð. „Það var flott að sjá þetta,“ sagði hann. Vom þá áramótin um garð gengin. -Guðfinnur ejFSjn • cjBSjn • Hjusjn • ujBSjp • cjBSjn * Bjnsjn Bicsjn • Bynsjn • upjsjn BiBSjn • BfBsjn • Epjsjn * Biusjn Útsalan -0* by'l",d*s u af öllum skóm 13 2 skórinn Póstsendum Álfheimum 74, sími 581 2966 samdægurs J útsala . útsala . útsala . útsala. útsala . útsala. útsala. útsala . útsala . útsala . útsala . útsala .útsala Þriðjudagur 19. janúar ^VlSíV Stjörnubíó The Ugly (enskt tal) Regnboginn Kl. 5 Kl. 5 Kl. 6:45 Kl. 7 Kl. 9 Kl. 9 Kl. 11 Kl. 11:10 Out of the Present (enskur texti) Funny Games (enskur texti) Karakter (enskur texti) The Mighty (enskttal) Gabbeh (enskur texti) Karakter The General (enskttal) Karakter (enskur texti) Bioborgin Kl. 4:50 Kl. 4.50 Kl. 6.55 Kl. 6:55 Kl. 9 Kl. 9 Kl. 11:10 Kl. 11:10 Eve's Bayou (enskttal) Butcher Boy (enskttal) Eve's Bayou (enskttal) Butcher Boy (enskttal) Eve's Bayou (enskttal) Butcher Boy (enskttal) Eve's Bayou (enskttal) Butcher Boy (enskttal) Haskolabio Kl. 5 Kl. 5 Kl. 5 Kl. 7 Kl. 7 Kl. 7 Kl. 9 Kl. 11 Kl. 11:10 Welcome to the Dollhouse (ísl. texti) Festen (ísl. texti) Tango Lessons (enskttal) Festen (ísl. texti) Welcome to the Dollhouse (ísl. texti) My Son the Fanatic (enskt tal) Men With Guns (enskur texti) Festen (ísl. texti) Four Days in September (danskur texti)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.