Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Page 22
30
Michael Jordan
Körfuknattleiksdýrlingurinn
Michael Jordan tilkynnti í síð-
ustu viku að hann ætlaði að
leggja Nike-skóna sína á hill-
una. Svekktir aðdáendur geta
heimsótt opinbera heimasíðu
kappans, http://jord-
an.sportsline.com/ og rifjað
upp helstu afrek Mikjáls.
Netlist
Ungur listamaður hefur sett
upp heimasíðu þar sem búin
eru til netlistaverk með því að
skeyta saman myndum sem
teknar eru með netmyndavél-
um. Slóðin er
http://emsh.calar-
ts.edu/~alex/recycler.html
Klósettsafn
Klósett eiga sér langa hefð í
, mannkynssögunni.
Vefsíðan
http://www.sula-
bhtoiletmuse-
jj' um.org/ rekur
sögu klósettsins
frá árinu 2.500
fyrir Krist og
allt fram á okk-
' ar daga.
Tölvubráfsefni
Mörgum finnst gaman að
búa til einskonar bréfsefni fyr-
ir tölvupóstinn sem þeir
senda. í því felst að láta neð-
anmálsgreinar með speki af
ýmsu tagi fylgja bréfunum.
Safh slíkrar neðanmálsspeki
er að fmna á slóðinni
http://www.coolsig.com/
Ástarsögur
Ýmsum finnst gaman að
góðum ástarsögum og ekki
sakar ef þær eru sannar. Slík-
ar ástarsögur er einmitt að
finna á heimasíöunni
http://www.ember.org/
Jarðskjálftar
Jarðskjálftar eru íslending-
um hugleiknir, en fyrirbærin
hrella fleiri en okkur hér uppi
á klakanum. Á heimasíðunni
http://quake.wr.usgs.gov/ er
hægt að sjá hvar í heiminum
jarðskjálftar hafa átt sér stað
að undanfomu.
Larry Flynt
Klámkóngurinn Larry Flynt
hefur verið
svo frægur
að endem-
um að gerð
var kvik-
mynd um
fyrirbærið
á sínum
tíma. Nú er
hann enn í
fréttum
vegna herferðar gegn þing-
mönnum repúblikana. Safn
greina og annarra upplýsinga
um Larry er að finna á slóð-
inni http://www.flyn-
treport.com/
Leikur ársins 1998:
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1999
Tölvuleikur ársins 1998 var án
efa leikurinn Half-life, sem hannaö-
ur var af Valve og gefinn út af Si-
erra. Leikurinn fékk gríðarlega
góða dóma í hveiju einasta tímariti
sem tók hann til kosta og í kjölfarið
varð hann einn söluhæsti leikur
ársins.
Leikurinn er fyrstu persónu
skotleikur í ætt við Quake og Unr-
eal. Fyrr á árinu hafði mikil um-
ræða átt sér stað um það hvor væri
betri Quake n eða Unreal, en um
leið og Half-life kom út varð öll slík
umræða hjóm eitt. Óumdeilanlegur
oflarl beggja leikjanna var kominn
fram á sjónarsviðið.
Skotleikur með
söguþræði
En hvað er það sem gerir þennan
leik svo sérstakan? í sjálfu sér er
það ekkert eitt sem lætur hann bera
af keppinautunum, heldur er það
heildarmyndin sem er svo góð sem
raun ber vitni. Fyrir það fyrsta er
Half-life með skemmtilegum sögu-
þræði, en slíkt hefur sárlega vantað
í skotleikina hingað til.
í Half-life er ekki nóg að hlaupa
og drepa allt sem á vegi manns
verður. Maður hittir nefnilega
flölda persóna sem geta hjálpað
manni á ýmsan hátt, t.d. með því aö
opna hurðir eða skjóta niður óvini.
Jafnframt spjalla þeir stundum við
mann og veita manni innsýn í verk-
efnin sem maður á að leysa.
Eitt það alflottasta við leikinn er
að ótal sinnum gengur maður inn í
fyrirfram skrifaða atburðarás sem
hægt er að fylgjast með eða jafnvel
taka þátt í. Sem dæmi gengur mað-
ur á einum stað inn í herbergi þar
sem lafhræddur vísindamaður
hleypur um. Skömmu síðar áttar
maður sig á því hvað vakti skelf-
ingu hans þegar risavaxin geimvera
seilist inn um glugga og rífur hann
til sín. Á öðrum gengur vinveittur
hermaður til manns og segist þm-fa
að vara mann við dálitlu. í sömu
mund er hann skotinn í bakið og
viðvörunin kemst ekki til skila.
Nokkrum mínútum síðar áttar mað-
ur sig á því hvað vesalings maður-
inn hafði ætlað að segja, en þá er
það um seinan.
í raun má því segja að upplifun
manns við spilun Half-life sé svipuð
því að vera staddur í bíómynd -
sem sjálf aðalsöguhetjan.
Ný kynslóð örgjörva:
Pentium III á
markað í mars
í síðustu viku tilkynnti Intel vél-
búnaðarframleiðandinn, sem er
leiðandi framleiðandi örgjörva fyrir
PC-tölvur i heiminum, að ný kyn-
slóð örgjörva frá fyrirtækinu kæmi
á markaðinn í byijun mars á þessu
ári. Pentium III mun gripurinn
heita og að sögn Intel-manna mun
hann hafa talsverðar breytingcir í
fór með sér.
Fyrstu útgáfur örgjörvans verða
450 og 500 megariða en áður en árið
endar er áætlað að útgáfur sem
verða yfir 600 megariða verði komn-
ar á markað. Auk þess að verða öfl-
ugri en þeir örgjörvar sem fyrir eru,
verður Pentium III búinn um 70
auka margmiðlunarskipunum sem
munu bæta frammistöðu hans við
grafíkvinnslu og gera tölvunni
kleift að sýna mun fleiri ramma á
sekúndu en hægt er með þeim ör-
gjörvum sem til eru í dag.
Eftir að Pentium III kemur á
markaðinn mun fyrirtækið byrja að
fjarlægja Pentium II af markaðnum
hægt og rólega.
Talsmenn Intel sögðu jafnframt
að fyrirtækið myndi passa sig á að
nóg verði til af hugbúnaði sem geti
nýtt sér þær nýjungar sem ör-
gjörvinn býr yfir, um leið og hann
kemur á markaðinn. Sú var ekki
raunin þegar fyrirtækið kynnti
Pentium MMX og Pentium II og ætl-
ar Intel ekki að brenna sig á slíku
aftur.
Dæmi um frábært atriði í Half-iife: Þú kemur út úr klettagöngum og sérð þyrlu sprengja upp
hluta af brú til að drepa geimveru sem reynir að fiýja í ofboði. Eftir að hafa murkað lífið úr
geimverunni verða flugmenn þyrlunnar þín varir og þá ertu í vondum málum!
Krefjandi andstæðingar
Andstæðingum manns í Half-life
má skipta í tvo hópa. Annars vegar
eru geimverur af ýmsu tagi sem eru
frekar vitgrannar en margar hverj-
ar hafa yfir mjög skæðum vopnum
að ráða. Hinn hópinn skipa hins
vegar mennskir bandarískir her-
menn sem vilja ráða þig af dögum
vegna þess að þú veist of mikið.
Hermennimir eru sennilega
skæðustu og jafnframt skemmtileg-
ustu andstæðingar sem hafa verið
þróaðir í fyrstu persónu skotleik.
Þeir eru oftast 2 til 4 saman í hóp og
hegða sér ótrúlega skynsamlega.
Þeir dreifa sér og reyna aö koma
aftan að þér, skýla sér bak við hluti
og veggi og forða sér ef hand-
sprengjum er kastað í áttina að
þeim. Jafhframt geta þeir kastað
handsprengjum að þér og því er
vonlaust að ætla að beijast við þá
úr felum. Ákveðin herkænska er
því nauðsynleg ef maður ætlar að
lifa af stefnumót við hermennina.
grafikina, en hún er mjög góð. Leik-
urinn er byggður á Quake II grafík-
vélinni, sem hefur verið verulega
endurbætt og gerð mun flottari en í
Quake II. Ekki nær leikurinn hins
vegar mikilfenglegri grafík Unreal
að gæðum, þó ekki muni miklu þar
á.
En er Half-life þá gallalaus? Ekki
er alveg hægt að segja það. Undirrit-
aður varð fyrir nokkrum vonbrigð-
um með síðasta hluta leiksins sem
gerist eftir að spil-
arinn hefur verið
sendur inn í aðra
vídd til að klára
verkefnið. Þar er að
finna ógrynni af
stökkþrautum sem
minna mann frekar
á Super Mario Bros
heldur en þann
stórkostlega leik
sem maður hafði
verið að spila
nokkrum mínútum
áður. í raun langaði
mann bara aftur
heim í gömlu góðu
víddina til að stúta
fleiri hermönnum.
Jafnframt er leik-
urinn alls ekki
nægilega góður fyr-
ir fjölspilun á Net-
inu. Valve vinnur
þó baki brotnu að
því þessa dagana að
bæta úr því og er
von á skráarviðbót-
um frá þeim á
næstu dögum.
En þetta eru litlir
gallar á annars frá-
bærum leik. Það er
nefnilega ljóst að þeir Valve-menn
hafa hér búið til leik sem allir leik-
ir sem á eftir koma verða bomir
saman við. Þeir hafa fært fyrstu
persónu skotleikina upp á nýtt plan
þar sem söguþráður, áhugaverðir
andstæðingar og gagnvirkt um-
hverfi skipta meira máli en blóðsút-
hellingcirnar einar og sér. Þeir eiga
skilinn stóran, votcm koss á kinnina
frá öllum leikjaunnendum.
-KJA
Koss á kinnina
Enn hefur ekki verið minnst á
Disney mætir á svæðið
í síðustu viku var opnuö netmiðstöö-
in Go en það er Disney-fyrirtækiö
sem á veg og vanda að henni. Tals-
menn Disney segja
aö fyrirtækið sé
með þessu komið
af fullum krafti í
slaginn um netmiö-
stöðvarnar. Vegna
tengingar viö net-
miöstööina Infos-
eek, sem er aö
stórum hluta í eigu
Disney, hóf Go í
raun starfsemi
sína meö átta millj-
ón skráöum meö-
limum. Þaö þýöir
aö Go er þegar orö-
in ein af fimm
stærstu netmið-
stöövum heims og
á góöa möguleika
á aö skjóta þeirri
vinsælustu, Ya-
hool, ref fyrir rass í framtíöinni.
Sony ekki skemmt
Forsvarsmenn Sony hafa ekki verið
mjög hressir eftir aö smáfyrirtækið
Connectix kynnti PlayStation-hermi
fyrir Macintosh fyrk skömmu. Hermir-
inn mun gera mönnum kleift aö spila
PlayStation leiki á Macintosh tölvum
án þess aö þeir þurfi aö kaupa
PlayStation leikjatölvuna sem Sony
hefur einkaleyfi á aðframleiða. Heyrst
hafa sögusagnir um aö Sony muni
láta máliö fara fyrir dómstóla en enn
hafa talsmenn fýrirtækisins ekki vilj-
aö tilkynna neitt um máliö opinber-
lega. Þeir sem til þekkja telja þó lík-
legra aö fyrirtækin komist aö ein-
hvers konar samkomulagi um fram-
haldiö.
ESi
Táningur slær í gegn
Sextán ára írskri stúlku, Söru Flann-
ery, hefur veriö hampaö sem snill-
ingi eftir aö hafa þróaö leið til aö
dulkóöa upplýsing-
ar á Netinu allt að
10 sinnum hraöar
en þau kerfi sem
notuð eru í dag.
Líklegt þykir að ný-
stárleg aöferð
hennar veröi kom-
in í almenna notk-
un innan örfárra
mánaöa. í kjölfar
mikillar umfjöllun-
ar um Söru hefur
hún fengið fjölda
bitastæöra at-
vinnutilboða auk
tilboöa frá háskól-
um. Hún hyggst
hins vegar ekki
hagnast fjárhags-
lega á uppfinningu
sinni. „Það er gott
aö deila hugmyndum sínum meö vís-
indasamfélaginu. Ef ég myndi fá
einkaleyfi á hugmyndinni væri ég aö
hindra slíkt samstarf," segir Sarah.
Tölvur gefa einkunnir
í nokkrum bandarískum háskólum
er byrjaö aö gera tilraunir með að
láta tölvur fara yfir próf og ritgerðir
nemenda. Hönnuöir sérstaks mats-
forrits segja aö forritið sé mjög áreiö-
anlegt og ýmsir kennarar sem hafa
prófaö þaö hafa komist aö þeirri niö-
urstööu aö það virki mjög vel í flest-
um tilvikum. Aöalkostur slíkra forrita
er aö sjálfsögöu gríðarlegur tíma-
sparnaöur fyrir prófessora og aöstoö-
armenn þeirra.