Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Side 24
32 MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1999 UJJJjJiJj JJ Jj Á23j'<JJJ Lífsbaráttan getur stundum verið hörð: Fyrstu landnemar Ástralíu eyddu dýrum í kjarreldum (I Geðsjúkir ekki ofbeldishneigðari en aðrir menn Geðsjúkir eru ekkert líklegri en aðrir til að fremja ofbeldis- verk. Þetta kemur fram í yfir- lýsingu sem Rodrigo Munoz, forseti bandaríska geðlæknafé- lagsins, sendi frá sér fyrir skömmu. Munoz segir að fjölmargar rannsóknir hafi sýnt fram á að fólk með geðsjúkdóma sé ekk- ert ofbeldishneigðara en geng- ur og gerist. „Aðs'tæðurnar sem auka lík- umar á ofbeldi eru hinar sömu hvort sem menn eru heilbrigð- ir á geði eða ekki,“ segir Munoz. Tilefni yfirlýsingar Munoz er að geðsjúkur maður er sakaður um að hafa hrint konu fyrir að- vífandi lest í jarðlestakerfl New York borgar. Konan lést samstundis. Svo virðist sem fyrstu mennirnir sem settust að í Ástralíu hafi þurrk- að út margar tegundir stórra fugla sem þar lifðu, svo og önnur stór dýr, með miklum kjarreldum. Eldarnir ollu breytingum á vistkerfinu með þessum afleiðingum. Visindamenn segja að rannsóknir á leifum eins fugls sýni aö hann hafi orðið útdauður fyrir um 50 þúsund árum og að ekki séu neinar vísbend- ingar um að loftslagsbreytingum sé um að kenna og ekki heldur veiðum mannanna. Gifford Miller og félagar hans við Kóloradóháskóla í Boulder segja bestu skýringuna vera kjarrelda af manna völdum, elda sem komu í veg fyrir að dýrin fengju nægilegt æti. „Ástralía missti stóran hluta stórra og meðalstórra landdýra sinna á síðísöld," segja vísinda- mennirnir i grein í tímaritinu Sci- ence. „Öll pokadýr sem voru meira en 100 kíló, eða nítján tegundir, og 22 af 38 tegundum sem vógu milli 10 og 100 kíló dóu út, svo og þijú stór skriðdýr og fuglinn genyornis newtoni sem var á stærð við strút. Tveir aðrir ófleygir fuglar, emúinn og kasúinn, höfðu það af,“ segja vís- indamennirnir enn fremur í grein sinni. Rannsakaðar voru leifar eggja- skurns hins risavaxna genyomis og kom þá i ljós að fuglinn dó út á þremur stöðum í Ástralíu um það bil á sama tíma. Aðrar vísbendingcir gefa til kynna að loftslagsbreytingar á þessum tima hafi verið fremur litlar, að minnsta kosti ekki nægi- lega miklar til að útrýma genyornis- inum. Miller segir vísindamennina gruna að kjarreldamir sem fyrstu landnemar Ástralíu hafi kerfisbund- iö kveikt, til að tryggja sér fæðu, til að örva vöxt nýrra plöntutegunda og til að senda merki til annarra hópa manna, hafi verið nægilega frábragðnir eldum af náttúrannar völdum að vistkerfið hafi ekki náð sér á eftir. Rannsóknir á leifum fuglsins sýna að hann hafi lagt sér til munns ýmiss konar plöntur, þar á meðal lauf og kjarr, einmitt þær jurtir sem urðu eldinum að bráð í kjarreldun- um. Það varð til þess að fuglamir hurfu af sjónarsviðinu og síðan kjötætumar sem lifðu á þeim. Margar tegundir stórvaxinna dýra lifðu í Ástralíu áður en maður- inn kom þangað. Auk áðurnefnds fugls má nefna frænda vambans sem var á stærð við flóðhest, skjald- böku á stærð við Volkswagen-bif- reið og risasnák, átta metra langan og metra i þvermál. Mörg þessara dýra hurfu af sjón- arsviöinu skömmu eftir komu mannsins, rétt eins og mörg dýr- anna sem eitt sinn reikuðu um slétt- ur Norður-Ameríku. Afísingarvökvi drepur vatnalíf Vökvar sem notaðir era til að afisa flugvélar hafa svo mengað grunnvatn nærri flug- völlum í Bandaríkjunum að líf í vötnum er í stórhættu. Breska tímaritið New Scient- ist greindi nýlega frá því að vísindamenn frá Western Was- hington háskóla hefðu komist að raun um að sökudólgurinn væri efnablöndufjölskylda sem kallast tolytriazoles. Efni af þeirri fjölskyldu eru einnig notuð til afisingar í bflum. Vísindamaðurinn Devon Cancilla gerði tilraun í á einni sem tók við frárennsli frá flug- velli í borginni Milwaukee í Wisconsin. í ljós kom að í þrjú skipti drápust öll síli og vatnaflær sem höfðu verið sér- staklega sett í vatnið fyrir tU- raunina eftir mikla notkun af- ísingarvökva. Á sumrin komust hins vegar 80 prósent þessara lífvera af. Stofnfrumur í dýraheilum Sænskir vísindamenn segj- ast hafa fundið stofnfrumur, þaö er að segja ósérhæfðar frumur sem geta orðið að hvers kyns frumum, í heUum dýra. í grein í vísindaritinu Cell (Frama) segja þeir að uppgötv- unin geti leitt til þess að lækna megi sjúkdóma á borð við park- insons og alzheimer sem or- sakast af skemmdum í heUa. Þá er hugsanlegt að hægt verði að bæta skaða á heUa og mænu. Jonas Frisen við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi segir að hópur hans sé sá fyrsti sem hafi fundið stoðframur í heila fuUorðins dýrs. Stoðfrumur era æ meira not- aðar við meðferð á sjúkdómum. Blóðstofnfrumur sem er að finna í beinmerg era til dæmis notaðar við meðferð á hvít- blæði og öðram blóðsjúkdóm- um. Svona ímynda menn sér að tvö útdauðra dýra frá Ástralíu hafi litið út á sínum tíma. Annars vegar má sjá á teikning- unni átta metra langa eðlu og hins vegar ófleyga fuglinn genyornis sem var svipaðar strúti að stærð. Geimsjónaukinn Hubble uppgötvar nýjar stjörnuþokur: Nýliðarnir margir í laginu eins og dönsk vínarbrauð Eins og dönsk vínarbrauð með rúsínum. Þannig lýsir einn stjarn- vísindamaður lögun nýrra stjörnu- þoka sem hinn ógurlegi Hubble geimsjónauki hefur fundið á suður- himninum. Myndavél um borð i geim- sjónaukanum tók myndir af suður- himninum í október síðastliðnum. Á grandvelli þess sem þar sást áætla vísindamenn að allt að 125 milljarðar stjömuþoka séu í alheim- inum, um það bil 45 milljörðum fleiri en áður var talið. Hubble tók sams konar myndir af norðurhimninum árið 1995. Þá var fjöldinn áætlaður um 80 milljarðar. Harry Ferguson, einn þeirra stjamvísindamanna sem rannsaka myndir frá Hubble, segir að þegar suðurhiminninn hafi verið myndað- ur, hafi verið horft lengra aftur í tímann en þegar norðurhiminninn var skoðaður. Horft var 12 milljarða ljósára aftur í tímann. Þaö er um það bil einum milljarði ára eftir miklahvell sem margir telja að marki upphaf alheimsins. Ekki var það nú stór hluti him- insins sem var skoðaður þarna í október, eða sem svarar einu sand- komi sem haldið er með útréttum handlegg, eins og Ferguson lýsti því fyrir fréttamönnum á fundi banda- ríska stjarnfræðingafélagsins í Austin í Texas á dögunum. Á þessu agnarlitla bletti himsins reyndust vera 620 stjörnuþokur. Vísindmenn gera því þess vegna skóna að alls séu þær því 125 millj- arðar, eða þar um bil. Margar stjömuþokumar sem fundust á suðurhimninum eru und- arlegar í lögun, eða eins og dönsk vínarbrauð sem áður segir. Ekki samhverfar eins og Vetrarbrautin okkar, eða ellipsu- eða gormlaga eins og margar aðrar stjörnuþokur sem við þekkjum betur. Vín og hvítlaukur ir bakið. Danskir visindamenn hafa komist að raun um að hófleg víndrykkja og hvílauksát eru mjög heilsubætandi fyrir þá sem hafa þurft að gangast undir upp- skurð við brjósklosi. Sá sem stóð fyrir rannsókninni er Claus Rasmussen, aðstoðarlæknir við sjúkrahúsið í Álaborg. Rannsókn Rasmussens náði til 148 sjúklinga sem höfðu verið skomir upp við brjósklosi. Á fyrstu tveimur og hálfa árinu eftir aðgerðina voru fjórum sinni meiri likur á að þeir sem drukku hóflegt magn af víni næðu góðum bata en hinir sem drukku bjór eða alls ekki neitt. Fimm árum eftir aðgerðina var munurinn enn meiri. Þá voru batalikur víndrykkjumanna sex sinnum meiri. Við rannsóknina fimm árum eftir aðgerðina var einnig könn- uð naysla á hvítlauk, lýsi og ólífuolíu. Niðurstöðurnar voru ótvirætt þær að hvítlauksætur náðu betri bata en aðrir. Að ekki sé nú talað um þá sem drukku vin með hvítlauknum. „Líkumar á að sá hópur næði góðum bata vora átta sinnum meiri en hinna,“ segir Claus Rasmussen í viðtali við danska blaðið Politiken. Rasmussen telur skýringuna á þessu vera þá aö bæði vín og hvítlaukur koma í veg fyrir æðakölkun. Það hefur svo aftur áhrif á flutning blóðs til litlu brjóskplatnanna milli hryggjar- liðanna. Það kemur einnig ágætlega heim og saman við þá tilhneig- ingu sem sjá mátti í niðurstöð- unum að bati reykingamanna var ekki eins góður og annarra. Reykingai' auka jú líkurnar á æðakölkun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.