Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1999
*
33 *
Líkamsklukkan rannsökuð:
Skiptir miklu máli fyrir líkamann
Rannsóknum á innra tímaskyni
mannsins, líkamsklukkunni, fleygir
fram um þessar mundir. Vísinda-
menn við Massachusetts-spítala
hafa nú komist að því að „genakerf-
ið“ sem stjórnar innri hreyfmgum
líkamsklukkunnar stjórni sennilega
öllum helstu rytmum líkamans.
Þessir rytmar eru t.d. hækkun og
lækkun líkamshita og blóðþrýst-
ings, flæði hormóna og stjórnun á
svefni og vöku.
„Við höldum að við höfum nú átt-
að okkur í fyrsta sinn á því hvernig
líkamsklukkan notar frumur til að
hafa áhrif á starfsemi líkamans,"
segir Steven Reppert, einn þeirra
sem standa að rannsókninni.
Með þessu telja vísindamennirnir
jafnframt að þeir hafi fundið ein-
stakt fyrirbæri hjá frumum. „Við
erum vanir því að frumur vinni eft-
ir mjög stuttu tímaplani, sem
mælist oftast ekki lengra en í örfáar
sekúndur. Hérna erum við hins veg-
ar búin að finna frumur sem vinna
eftir 24 tíma plani,“ segir Reppert.
Með áframhaldandi rannsóknum
á þessu sviði telja vísindamennirnir
að þeir geti fundið leiðir til að
lækna ýmsa kvilla. Þar á meðal eru
svefnörðugleikar af ýmsu tagi, en
með því að átta sig betur á þvi
hvernig líkamsklukkan virkar er
liklegra að hægt verði að finna
lausnir á slíkum vandamálum.
Rami Ben-Moshe, forseti fyrirtækisins Sun-Mate Corp., heldur hér á Info-
Mate útvarpstæki sem fyrirtæki hans framleiðir. Útvarpstækið, sem var
til sýnis á raftækjaráðstefnu í Las Vegas í síðustu viku, er hægt að knýja
ýmist með innbyggðri sólarrafhlöðu, með því að trekkja það upp, með
því að tengja það við vindlingakveikjara bifreiðar eða með því að stinga
því í samband á „venjulegan" hátt. Ben-Moshe segir að áhugi á útvarp-
inu hafi aukist í kjölfar umfjöllunar um 2000-vandann í tölvum. Útvarpið
hefur verið til sölu síðan í nóvember og kostar það 99 Bandaríkjadali (um
7.000 íslenskar krónur).
Nanótækni er vísindagrein sem gengur m.a. út á að búa til örsmáar „vélar“
úr erfðaefni.
Merkur áfangi í nanótækni:
Búin til „vél"
úr erfðaefni
Vísindamönnum tókst fyrir
skömmu aö byggja hlut sem hreyfist
úr nokkrum einingum af erfðaefni
(DNA). Þar með tók mannkynið
skref í áttina að því að geta hannað
örsmáar „vélar" sem munu í fram-
tíðinni geta framkvæmt flókin verk-
efni eins og að byggja rafrásir fyrir
tölvur eða hreinsa stíflaðar æðar í
heilanum.
Hluturinn er eins og liðamót og
hann bognar þegar hann kemst í
snertingu við ákveðna efnalausn.
Ekki er hann fyrirferðarmikill þvi
stærð hans er einungis fjórir tíuþús-
undustu af breidd mannshárs. Þetta
er ekki í fyrsta sinn sem slík „vél“
hefur verið búin til, en hins vegar
er þessi DNA-vél mun betur úr
garði gerð en þær sem áður hafa
verið húnar til.
Rannsóknarfólkið sem stendur
að þessu verkefni vonast til að
byggja í framtíðinni fleiri hluti úr
erfðaefni. Þar á meðal er ætlunin
að búa til „hendur" og „fingur"
sem einhvern tímann væri hægt að
setja á örsmátt vélmenni.
Vísindagreinin sem hér um ræð-
ir kallast „nanótækni" en þar er
unnið að tækni með örsmáa hluti.
Að sögn Daniels T. Colbert, eins
þeirra sem stóðu að þróun DNA-
hlutarins, er vísindagreinin svo
ung að enn eru nokkrir áratugir í
það að hægt verði að byggja nyt-
samlegar vélar með tækninni.
„Eins og er má líkja okkur við
kornabörn sem eru að fá
legókubba í hendurnar í fyrsta
sinn,“ segir hann. „Við erum bara
að prófa að halda á þeim og athuga
hvort og hvernig hægt er að setja
þá saman.“
Með rannsóknum á virkni líkamsklukkunnar má e.t.v. í framtíðinni ráða bug á vandræðum fólks varðandi svefnleysi
eða óreglulegum svefni.
Ij'D/ujjí !]iiiu!tjuw u jjij JjJ vl J J.dJJjá
Hvervatnsbrúsi
kostar395»vsk
KtVMAVlli KftlAV'fk