Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Side 34
42
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1999
Afmæli_______________
Jens Pálsson
Jens R. Pálsson, biíreiöastjóri á
Bifreiðastöð Reykjavíkur, Sogavegi
94, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára
í dag.
Starfsferill
Jens fæddist á Stóru-Völlum í
Landsveit og ólst þar upp við
almenn sveitastörf. Hann stundaði
ýmis almenn störf í Landsveitinni
en fluttist til Reykjavíkur og hóf
leigubilaakstur hjá BSR 1945. Þar
hefur hann verið leigubílstjóri
síðan.
Jens sat í stjóm Frama um skeið
og hefur setið í stjóm Lánasjóðs
BSR.
Fjölskylda
Jens kvæntist 20.8. 1951 Kristínu
Jóhönnu Eiríksdóttur, f. 31.8. 1927,
stuðningsfulltrúa og húsmóður. For-
eldrar hennar: Eiríkur Magnússon,
f. 7.7.1899, d. 23.9. 1981, bókbindari í
Reykjavík, og k.h., Friðgerður Sig-
urðardóttir, f. 25.3.1900, d. 20.3.1960,
húsmóðir.
Böm Jens og Kristínar: Sigríður
Erla, f. 17.11. 1947, d. 22.4.
1980, búsett i Reykjavík
en hún eignaðist tvo syni,
Jens Reyni, f. 28.12. 1967,
og Orra Frey, f. 4.1. 1974
en þeir ólust upp hjá Jens
og Kristínu; Gerður, f.
28.11. 1948, tækniteiknari
hjá Landsvirkjun, búsett
í Reykjavík en maður
hennar er Böðvar Bald-
ursson verslunarmaður
hjá Brimborg og eiga þrjú
böm; Páll Reynir, f. 27.9.
1955, búsettur í Kaup-
mannahöfii; Anna Bima, f. 17.12.
1958, hjúkrunarforstjóri við
Landakotsspítala, búsett í
Reykjavík en maður hennar er Stef-
án S. Gunnarsson tæknifræðingur
hjá Heimilistækjum og eiga þrjú
böm; Eiríkur Bragi, f. 31.7. 1960,
húsasmíðameistari í Kópavogi, en
kona hans er Aðaiheiður Kjartans-
dóttir framkvæmdastjóri og eiga
þrjú böm.
Systkini Jens: Jón, f. 20.1.1925, d.
12.8. 1958, síðast húsvörður í
Reykjavík; Sigríður, f. 21.1. 1926,
fyrrv. húsfreyja í Hvammi í Holtum,
nú búsett á Hellu en
maður hennar er Elimar
Helgason og eiga þau
eina dóttur; Óðinn, f. 7.2.
1927, fyrrv. verkstjóri,
búsettur á Stóru-Völlum í
Landsveit; Þór, f. 7.2.
1927, bílstjóri, búsettur að
Rangá í Djúpárheppi;
Vallaður, f. 16.4. 1928,
sendibílstjóri í Reykja-
vik, en kona hans er Ólöf
Brandsdóttir og eignuð-
ust þau þrjár dætur;
Gunnur, f. 4.1. 1930,
húsfreyja í Holtsmúla í Skagafirði,
en maður hennar var Sigurður Ell-
ertsson, nú látinn, og eignuðust þau
fjögur böm; Þýðrún, f. 19.1. 1931,
húsmóðir og starfsmaður við
gæsluvelli í Reykjavík, en maður
hennar er Sigurður V. Gunnarsson,
þau eignuðust fjóra syni; Atli, f.
18.8. 1933, bílstjóri í Reykjavík, en
kona hans er Margrét S. Einarsdótt-
ir og eiga þau fióra syni; Ragnheið-
ur, f. 18.8. 1933, húsfreyja á Breið-
dalsvík, en maður hennar er Stefán
Stefánsson og eiga þau þrjú böm;
Ása, f. 19.1.1935, húsmóðir í Hafnar-
firði, en hennar maður er Gunnar
Gunnarsson og eiga þau fiögur
böm; Guðrún, f. 9.6. 1938, húsmóðir
á Hellu, en maður hennar er Stein-
þór Runólfsson og eiga þau fiögur
börn.
Foreldrar Jens: Páll Jónsson, f.
10.1. 1890, d. 29.10. 1943, bóndi á
Stóru-Völlum í Landsveit, og k.h.,
Sigriður Guðjónsdóttir, f. 9.8. 1900,
d. 26.2.1988, húsfreyja. Þau bjuggu á
Stóru-Völlum 1924-50 en Sigríður
bjó síðan í Reykjavík.
Ætt
Páll átti sjö systkini og komust
sex til fiúlorðinsára, Guðmundur,
Þuríður, Torfi, Þorgils, Ingibjörg og
Amgrímur. Páll var sonur Jóns
Guðmundssonar, ráðsmanns á Keld-
um og síðar b. á Ægisíðu, og Guð-
rúnar Pálsdóttur. Foreldrar Jóns
vom Guðmundur Brynjólfsson, b. á
Keldum, og Þuríður Jónsdóttir. For-
eldrar Guðrúnar voru Páll Guð-
mundsson, b. á Selalæk, og Þuríður
Þorgilsdóttir.
Jens er að heiman.
Jens R. Pálsson.
Kristinn Alexandersson
Kristinn R. Alexandersson, Ira-
bakka 10, Reykjavík, er fimmtugur i
dag.
Starfsferill
Kristinn fæddist í Reykjavik og
ólst þar upp í Miðbænum. Hann var
i Miðbæjarskólanum og Mela-
skólanum og stundaði síðan nám
við Gagnfræðaskóla Austurbæjar.
Kristinn var sendisveinn hjá
Pósti og sima á unglingsárunum og
stundaði síðan almenn verka-
mannastörf.
Kristinn hóf störf sem starfsmað-
ur við Sundlaugarnar í Laugardal
1960 og starfaði þar til 1972.
Jafnframt öðrum störfum var
Kristinn trommuleikari um árabil.
Hann lék með ýmsum dans-
hljómsveitum en lengst af með
Hljómsveit Þorsteins Guðmunds-
sonar frá Selfossi.
Þá hefur Kristinn stundað
listmálun frá unga aldri en hann
hefur sinnt því töluvert nú síðustu
árin að mála átthagamyndir eftir
ljósmyndum.
Fjölskylda
Kristinn kvæntist 27.3. 1970 Sig-
ríði Jónsdóttur, f. 27.11. 1932,
húsmóður. Hún er dóttir Jóns Hjör-
leifssonar, bónda, oddvita og sím-
stöðvarstjóra í Skarðshlíð undir
Austur-Eyjafiöllum, og Guðrúnar
Sveinsdóttur húsfreyju.
Böm Kristins og Sigríðar em
Heiðar Kristinsson, f. 20.1. 1970,
tölvufræöingur hjá Magnúsi Kjar-
an, búsettur í Reykjavík; Marta
Kristinsdóttir, f. 3.1. 1971, starfs-
maður hjá Dagvist bama, búsett í
Reykjavík, en sonur hennar er
Kristinn Þór Steingrfrns-
son, f. 1989.
Stjúpdóttir Kristins er
Guðrún Jóna og á hún
einn son, Sigurð Jón.
Kristinn er elstur fimm
systkina sem öll eru á lífi.
Systkini hans era: Ámi,
f. 14.1. 1942, búsettur í
Grímsnesi; Heiðar, f. 2.6.
1944, rafvirki á Selfossi;
Sigrún, f. 21.11. 1945,
starfsmaður hjá Sjálfs-
björg í Reykjavík.
Hálfbróðir Kristins er
Þorsteinn Jóhannsson, f. 10.10.1950,
starfsmaður hjá Mjólkurbúi Flóa-
manna á Selfossi.
Foreldrar Kristins era bæði látin
en þau vom Alexander Reinholt
Geirsson, f. í Litla-Lambhaga á
Akranesi, 21.8. 1911, bifreiðarstjóri
og síðar starfsmaður við Sogsvirkj-
un, og f. k. h., Gestheiður
Árnadóttir, f. í Reykja-
vík, 8.6. 1919, húsmóðir.
Ætt
Foreldrar Alexanders
voru Geir Jónsson,
verkamaður, sjómaður
og b. á Bjargi á Akranesi,
og kona hans, Gróa Hall-
dórsdóttir frá Reyni. Geir
var sonur Jóns Guð-
mundssonar skósmiðs og
konu hans, Sigríðar
Kristjánsdóttur. Foreldrar Gróu
voru Halldór Ólafsson á Reyni og
kona hans, Þorlaug Sigurðardóttir.
Gestheiðxn var dóttir Áma Áma-
sonar kirkjuvarðar og konu hans,
Elísabetar Árnadóttur.
Kristinn
Alexandersson.
Fréttir
Með vífið í lúkunum:
Lífleg sýning Leikfélags Selfoss
Að frumsýningu lokinni, leikendum fagnað.
allir leikendur hafi skilað sínu hlut-
verki frábærlega vel þannig að leik-
ritið sem heild var þannig að erfitt
var að gera upp á milli hæfni leik-
enda.
Leikur Davíðs Kristjánssonar
sem Stanley bar þó af öðrum að
dómi undirritaðrar. Hraðinn var
mikill og varð maður stundum að
„spenna eyrun“ til að heyra til leik-
aranna þegar hlátur gesta yfir-
gnæfði rödd þefrra. Hér er um frá-
bæra skemmtun að ræða sem ekki
aðeins kitlar hláturtaugamar held-
ur gengur mjög nærri því að kæfa
þær. Á það við um leikritið allt þótt
fyrri hlutinn hafi e.t.v. verið enn
hlægilegri en eins og oft í forsum
verður „vitleysan" meiri því lengra
sem dregur. Sviðsmynd var sérlega
vel útfærð og var greinilega gert
mikið úr þeirri aðstöðu sem leikfé-
lagið hefur í þessu fyrrverandi
skólahúsi.
-eh
Your Wife og er mörgum aðdáend-
um gamanleikrita kunnugt.
Hér er um að ræða dæmigerðan
farsa sem byggist á misskilningi á
misskilning ofan. Leikritið fiallar
um John Smith leigubílstjóra
(Eyjólfur Pálmason) sem er „óvart“
kvæntur tveimur konum og tilrarm-
ir hans til þess að koma sér hjá að
upp um hann komist. Söguþráður-
inn tekur á sig æ skrautlegri mynd-
ir eftir því sem yfirhylming vinar
hans, Stanleys (Davið Kristjánsson),
og lygi beggja eykst þegar þeir
reyna að koma í veg fyrir að eigin-
konumar viti hvor af annami.
Með hlutverk eiginkvennanna
fara þær Guðrún Halla Jónsdóttir
og Guðfinna Gunnarsdóttir og skila
þær hlutverkunum með prýði þótt í
farsanum hafi hlutur kvenna verið
óneitanlega minni en karla. Sigur-
geir Hilmar Friðþjófsson fór á kost-
um í hlutverki Porterhouse en Sig-
urgeir er kunnur leikari hér sunn-
anlands. Hvergerðingurinn Stein-
dór Gestsson lék tiltölulega lítið
hlutverk sem homminn í farsanum
en hann vakti einna mesta athygli
og hlátim leikhússgesta. Segja má að
DV, Hverageröi;
Föstudaginn 8. janúar framsýndi
Leikfélag Selfoss leikritið Með vífið
í lúkunum eftir Ray Cooney. Á
frummálinu nefnist leikritiðRun for
Davíð Kristjánsson í hlutverki sínu
sem Stanley í leikritinu Með vífið í
lúkunum. DV-myndir eh
Tll hamingju
með afmælið
18. janúar
90 ára
Kristján
Guðbjartsson,
Dvalarheimilinu
Höfða.
Akranesi.
85 ára
Þórður Tómasson,
Melabraut 24, Seltjarnamesi.
80 ára
Jakob G.
Pétursson
kennari
Silfúrgötu 6,
Stykkishólmi.
Sigurlaug
Sveinsdóttir,
Austurbyggð 17, Akureyri.
75 ára
Gísli
Auðunsson,
Lindarbraut 2,
Seltjamamesi.
Snorri
Guðlaugsson,
Starmýri 1, Djúpavogi.
70 ára
Guðsteinn Pálsson,
Víghólastíg 17, Kópavogi.
60 ára
Guðmundur Valdimarsson,
Austurgötu 26, Hafnarfirði.
50 ára
Ágúst Geirsson,
Melbæ 29, Reykjavik.
Ámi Skúli Gunnarsson,
Hrafiihólum 6, Reykjavík.
Guðrún Eyjólfsdóttir,
Fljótaseli 14, Reykjavík.
Ólöf Ólafsdóttir,
Norðurbrún 4, Reykjavík.
40 ára
Ármann Árnason,
Ásgarði 5, Keflavík.
Ámi Magnússon,
Túngötu 18, Patreksffrði.
Björk Baldursdóttir,
Brjánsstöðum, Selfossi.
Drtfa Áraadóttir,
Uppsölum, Varmahlið.
Haukur Geirmundsson,
Barðaströnd 39,
Seltjamamesi.
Ingunn Anna Helgadóttir,
Holtsgötu 6, Reykjavík.
Oddrún Hulda Einarsdóttir,
Fífuseli 39, Reykjavík.
Ólafur Magnússon,
Einholti 2 C, Akureyri.
Sigríður Guðný
Sverrisdóttir,
Dvergabakka 14, Reykjavík.
fs.
www.visir.is
FYRSTUR MEO FRETTIRNAR