Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 Fréttir Þorvaldur Hreinsson skipstjóri bjargaöi sex skútusjómönnum suður af Ástraliu: Áhöfnin magnþrota og yfirbuguð af hræðslu - fólkið orðið svo illa haldið að það virtist vart hirða um að verða bjargað „Þegar við komum á vettvang var snarvitlaust veður og það braut yfir skútuna sem var oröin mjög þung á sjónum. Við reyndum að senda spotta yfir til áhafnarinnar. En fólk- ið var orðið svo uppgefið að það ætl- aði ekki að megna að ná honum. Loks náði það tauginni en svo slitln- aði hún. Hræöslan hafði greinilega yfírbugað fólkið sem vissi ekkert hvað það átti að gera,“ sagði Þor- valdur Hreinsson, skipstjóri á áströlskum trollbáti, en hann var svo gæfusamur að ná að bjarga sex áströlskum skútusiglingamönnum, fjórum körlum og tveimur konum, í Sydney-Hobart siglingakeppninni í miklu óveðri suðaustur af Ástralíu milli jóla og nýárs. Þorvaldur, gjarnan kallaður Olli, er frá Sauðárkróki og hefur dvalið i Ástralíu í 9 ár. Hann býr í Eden, mitt á milli Sydney og Melboume. Einn þingmanna í New South Wa- les-ríki afhenti honum viðurkenn- ingu eftir björgunina sem þótti af- rek. Seglin eins og þvottur á snuru „Við fórum á veiðar eins og venjulega og vorum rétt utan við Eden þegar komið var kolvitlaust veður. Við heyrðum að neyðarköll voru að koma frá skútum úr öllum áttum í keppninni - flest frá stöðum fyrir sunnan okkur. En það voru ekki miklir möguleikar á að komast til þeirra í þessu veðri. Klukkan sex um kvöldið kom neyðarkall frá skútunni Nitanda frá Sydney. Þetta var ósköp ruglings- legt. Staðarákvörðunin var of ná- lægt landi og passaði ekki. Um síðir náðum við beinu sambandi við áhöfnina sem gaf okkur rétta stað- arákvörðun. Við sigldum áleiðis að staðnum og létum mennina senda upp neyðarblys sem flutningaskip kom auga á og lét okkur vita um. Við komum að skútunni klukkan tvö um nóttina. Veðrið var snarvit- laust og brot riðu yfír skútuna. Maður sá strax að hún var orðin mjög þung á vatninu. Seglin voru eins og þvottur á snúru, hangandi í allar áttir rifin og tætt. Ég var ekki viss um hvað hefði eiginlega gerst þama. Ástandið var svo slæmt.“ Hræðslan yfirbugaði fólkið „Þegar viö reyndum að senda fólkinu spotta var það orðið svo uppgefið að það ætlaði ekki að megna að bera sig eftir að ná hon- um. Á endanum tókst það en þá slitnaði línan,“ sagði Þorvaldur. Með honum í áhöfn voru tveir Ástr- alir, 19 og 25 ára: „Eftir langa mæðu náðum við að koma öðrum spotta yfir. Þá voru all- ir á skútunni orðnir svo gjörsam- lega búnir að það þýddi ekkert. Lensidælur höfðu stöðvast og skút- an tók mikinn sjó inn á sig. Hræðsl- an hafði yfirbugað fólkið. Það vissi ekkert hvað til bragðs átti að taka. í rauninni virtist fólkið hafa misst þrek til að hirða um að láta bjarga sér. Það var helst eigandinn, karl- ræfill um sextugt, sem virtist hafa einhvern áhuga á að láta bjarga sjálfum sér og skútunni. Mér fannst hinir bara búnir að gefast upp. Við ákváðum að henda gúmbjörg- unarbát í sjóinn og láta hann reka yfir til fólksins. Það fór um borð og við náðum því við illan leik upp að skipshlið hjá okkur. Þegar við náðum fólkinu loks um borð sá maður eins og skot að það var vitauppgefið. Þaö stakk sér nán- Þorvaldur Hreinsson skipstjóri er frá Sauðárkróki en hefur búið í Ástralíu i nfu ár. Hann fékk viðurkenningu fyrir að bjarga fjórum aðframkomnum körium og tveimur konum. DV-mynd KÁ ast hljóðalaust beint niður í lúkar og þar steinsofnaði það. Einn af mönnunum var með 'Uarákaða eða brotna öxl.“ Sigldi hugsanlega á hval Skipbrotsmaður af áströlsku skútunni Stand Aside dreginn upp í björgunarþyrlu eftir að skútunni hlekkt- ist á í kappsiglingunni milli Sydney og Hobart. Þorvaldur segir að þó veðrið hafi verið kolvitlaust hafi fólkið í áhöfninni ekki verið orðið algjörlega magn- þrota af vosbúð eins og fólk þekkir frá sjónum hér heima og víðar, heldur gríðarlegri þreytu og svefnleysi: „Það var hlýtt og sjór heitur, um 20 stig. Eftir að við náð- um fólkinu létum við skútuna eiga sig, í raun bara til að sökkva. Við reyndum að bjarga henni en það gekk ekki. Hún valt og hentist til og frá. „Ég vissi ekki hvort skútan hafði siglt á hval. Eitthvað voru menn að tala um það. En kjölurinn hefur brotnað þannig að það fór að leka og vélin var bOuð. Þaö er alveg furðu- legt með þessa skútukarla, þeir vita gjaman ekkert hvað þeir eru að gera. Um síðustu jól dró ég tvo um borð til okkar. Fólk sem var að slæpast - var orðið villt og á vélar- vana skútu,“ sagði Þorvaldur. Þessi keppni var óskapleg enda- leysa og rugl. Veðurspáin var slæm og orðið spólvitlaust þegar komið var fyrir suðausturhomið. Skútu- siglingamennirnir óðu út í þetta hver á fætur öðmm. Ég held að það hafi verið sex sem fórust í keppn- inni og fjölda fólks var bjargað við illlan leik.“ Bandaríska skútan Sayonara sigraði f kappsiglingunni milli Sydney og Hobart milli jóla og nýárs. Fárviðri gerði mörgum keppendum lífið leitt. Fiskurinn sólbrennur Þegar DV náði sambandi við Þor- vald klukkan sjö að morgni að stað- artíma (11 klukkustundum á undan íslenskum tima), var hann úti á sjó. Hann er skipstjóri á 70 tonna óyfir- byggðum trollbáti. Hann segir að áhöfn hans verði að hafa snör hand- tök þegar aflinn liggur spriklandi á dekkinu. Þar er nú hásumar. „Við verðum að vera snöggir að koma fiskinum ofan í lest því ann- ars sólbrennur hann. Það er hvöss norðaustanátt núna, hitinn 25-27 gráður. Þegar líður á daginn á hit- inn eftir að verða 30-35 stig. Annars er ágætt að búa við ströndina. Þar er alltaf vindur. Þegar maður ekur 50-60 km inn í land verður hitinn hins vegar óþolandi." Þorvaldur býr meö ástralskri konu og líkar vel ytra: „Það er ósköp gott að vera hér og veðrið yfirleitt gott. En það er hér eins og annars staðar - alltaf ein- hverjar brekkur í lífinu og flestar upp i móti.“ Þorvaldur biður fyrir kærar kveðjur til allra heima á íslandi. -Ótt mmm - m orit Framkvæmdamaður Enn hafa mál Hrannars B. Am- arssonar fyrir skattinum ekki verið útkljáð. Hrannar er því utan borgar- stjómar og bíður niðurstöðu skatt- rannsóknar. Félagi hans Helgi Hjörvar sem rak með honum hið þjóðkunna fyrir- tæki Amarsson og Hjörvar hf. er aftur á móti á fullu í borgar- stjóminni og þá sér- staklega f því að snúa sig út úr kosn- ingaloforðum um að hækka ekki álögur á borgarbúa. Fleira dundar hann væntanlega við því í síma- skránni era skráð undir hans nafni þijú fyrirtæki: Hjörvar hf., Hjörvar ehf. og Tvö ehf. Hvergi er lengur að finna Amarsson og Hjörvar hf. Kosningaritskoðun Jafnréttisnefnd Sivjar Friðleifs- dóttur hefúr gert víðreist undanfar- ið, farið í kjördæmin til að ýta undir og styðja stjórnmálaþátttöku kvenna nú þegar prófkjör era í algleymingi. Siv og félagar voru á Austurlandi á dögunum þar sem Ambjörg Sveins- dóttir etur kappi við sex karla í próf- kjöri sjálfstæðismanna. Svæðisút- varpið á Austurlandi fylgdist með ferðum nefndarimiar og tók Siv tali. Siv fagnaði hugrekki Arnbjarg- ar að fara í sex karla og bætti við að Ambjörg hefði staðið sig vel á Al- þingi og gætt hagsmuna kjör- dæmis síns. Þegar við- talinu var útvarpað var hins vegar búið að klippa hrós Sivjar um starfs- systurina út. Kunnugir segja Siv hafa brugðist ókvæða við og þótt kosn- ingaritskoðun RÚV vera komin út yfir heima og geima. Mætti ekki einu sinni hrósa þingmann úr öðrum flokki þá sjaldan það gerðist... Byrjendabragur Nokkur byrjendabragur er á spurningakeppni framhaldsskóla, Gettu betur, í ár að sumra mati. Hinn hárprúði rithöfundur og dómari keppninnar, Hlugi Jökulsson, þykir hafa farið heldur klaufalegaafstaðiár en nokkuð hefúr borið á mistökum af hans völdum. Þetta svíður Austfirðing- um séstaklega að því er fram kemur í héraðsfréttablað- inu Austra sem grætur brottfall Hornfirð- inga í keppninni. Bíða margir spenntir eftir liði Menntaskólans við Hamrahlíð í keppnina, en skólinn er ekki sá alvinsælasti vegna kæm- áráttu. Nú era deilur MH inn á við og einn sterkasti keppandinn frá síð- asta ári mun hafa hætt í fússi. Er talið að meiri vinátta verði milli hðs- ins og spyrilsins, Loga Bergmanns Eiðssonar, sem þykir annálað prúð- menni... Drífa háeff Á dögunum var landbúnaðarnefnd Sjálfstæðisflokksins á ferð til að kynna sér búskap og búskaparhætti í landinu. Farið var um hin ýmsu kjör- dæmi. Drífa Hjartardóttir, bóndi á Keldum i Rangárvallasýslu og for- maður nefndarinnar, fór fyrir liðinu en henni á hægri hönd var Hjálmar Jóns- son , alþingismaður og skáld. Nokkuð var háeffun sveita- býla til umræðu og varð til eftirfarandi vísa Hjálmars sem tileinkuð var Jónasi Jóhannssyni for- manni kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins á Austurlandi og Drifú. Að gefnu tilefni vill sandkom undir- strika að Drifa, sem sækist eftir öðra sæti á lista Sjálfstæðismanna á Suð- urlandi, er Rangæingur sem ekki var haldið til haga á þessum vettvangi. Jónas minnir mig á ref og meira en viö héldum. Hann er aó kaupa hlutabréf í háeffDrífu á Keldum. Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.