Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. JANUAR 1999 Spurningin Borðar þú þorramat? Rúnar Sighvatsson flugvirki: Já, en ekki súrmat. Erla Grétarsdóttir nemi: Já, ég borða allan þorramat. Sylvía Þórarinsdóttir húsmóðir: Voða lítið. Emma Jónsdóttir: Já. Hákon Sigurðsson rafvirki: Já. Ragnar Lýðsson smiður: Já. Lesendur A5 Ijúga með prósentum „Lækkun gjalda og verðlags vegur meira fyrir launþega heldur en nokkur pró- sentuhækkun, því þá hækkun er ekki hægt að skattleggja", segir hér m.a. Torfi Geirmundsson skrifar: Ráðamenn og fræðimenn, sérstak- lega viðskiptafræðingar, kunna vel þá list að ljúga með prósentum. Þórbergur Þórðarson segir í smásögunni Upp- skera lyginnar: „Djöfullinn fann upp prósentumar til að koma guðs bömum í hár saman". - Þetta er hverju orði sannara. Ekki er rifist jafn mikið um neitt í þjóðfélaginu og prósentur. Ætíð er þess gætt að nota prósentur þannig að vel komi út fyrir ráðamenn og þá sem betur mega sín. Aldrei eru raun- gildi hækkana sýnd í krónutölum, hvort sem um er að ræða hækkun launa, þjónustu eða vöru. Tökum dæmi: Bankastjóri sem hef- ur 1.000.000 kr. á mánuði fær bara 4 % hækkun á laun en kennari sem hefur 100.000 kr. fær 10% hækkun. Þar með hækkar bankastjórinn um 40.000 á mánuði í krónum en kennarinn um 10.000 kr. á mánuði, þrátt fyrir að það muni 6 prósentustigum á þeirri hækk- un sem þeir fá kennaranum í „hag“. Meðaltal þessara hækkana er þá 7% og ef útgjöld þeirra væru 50.000 á mán- uði og réttlætanlega hækkuðu um 7%, þá gerir það 3500 kr. - Það gerir 35% af launahækkun kennarans, en ekki nema tæp 9 % af launahækkun banka- stjórans. Ef við höldum áfram að tala í prósentum þá eru 35% tekin aftur af launahækkun kennarans, en ekki nema 9% af launahækkun bankastjór- ans. Yfirvöld bæta svo ímyndina með því að gefa okkur upp meðaltalið því það hljómar betur og dregur úr órétt- lætinu. Þetta verður að stöðva, það gengur ekki að hinir ríkari verði ríkari, vegna þess að prósentuhækkun er krafan. Lækkun gjalda og verðlags vegur meira fyrir launþega heldur en nokkur prósentuhækkun, því þá hækkun er ekki hægt að skattleggja. - Það er þessi mismunun sem veldur því að það búa tvær þjóðir í þessu landi. Ríkisvald og sveitafélög eru nánast einu aðilarnir í samfélaginu sem hafa nýtt sér að fullu hækkanir á undan- gengnum árum. Þjónusta og matvörur hafa annaðhvort staðið í stað eða lækk- að. í sumum tilfellum hefur í raun orð- ið umtalsverð verðlækkun matvara, og er það fyrst og fremst samkeppni að þakka en ekki stjórnvaldsaðgerðum. Yfirvöld hafa aldrei staðið við gefin lof- orð um að koma til móts við almenn- ing eða launþega, þau hafa seilst æ dýpra í vasa þeirra sem minna mega sín. Brandari viðskiptafræðinga á því vel við. - Maöur stendur með fætur í tveimur vatnsfótum, önnur fatan er full af sjóðandi heitu vatni og hin er full af ísköldu vatni. Að meðaltali líður samt manninum mjög vel. Þannig er einnig ástand íslensku þjóðarinnar. Með prósentum eru sumir búnir að tryggja sig sem næst kjötkötlunum á meðan flestir eru út í kuldanum. Með prósentum skal land byggja og bölinu eyða. Ef marka má Þórberg þá vitum við hvers lærisveinar prósentumenn- irnir eru. Jólagjöf R-listans Guðjón Sigurðsson skrifar: Enn og aftur gaf R-listinn okkur Reykvikingum jólagjöf en hana ætla ég að afþakka eins og í fyrra. Fyrir ári skrifaði ég grein í dagblað um jólagjöf R-listans sem var boðun á hækkun leiguíbúða borgarinnar um helming. í ár kemur enn ein „gjöfin" og nú er hún stærri en í fyrra enda höfðingjar þar á ferð. Jólagjafir R-listans í ár eru þessar: Hækkun á útsvari - hækkun í sund- laugar - hækkun á dagvistargjöldum - hækkun á leigu sorptunna - hækkun á heilsdagsskóla og hækkun heilbrigðis- gjalda. Ekki veit ég hver sendi R-listanum óskalistann í þetta sinn en grunur minn er að R-listinn hafi sent sér hann sjálfur. Skoði maður þessar boðuðu hækkanir má sjá að þær koma mest niður á barnafólki. Sagðist R-listinn ekki vera með fjöl- skyldustefnu í fyrirrúmi? Höfðinginn númer eitt sagði í apríl á Lækjartorgi: Lækkun á gjöldum Reykvíkinga. En hvar er sú lækkun? - Þetta heitir nú einfaldlega svik við kjósendur í Reykjavík. Bygging barnaspítala Hringsins - athugasemd vegna fréttar Þorsteinn Ólafsson, framkvstj. SKB, skrifar: Miðvikudaginn 13. janúar síðast- liöinn birtist á bls. 7 í DV frétt undir fyrirsögninni „íbúar í grennd við Landspítalann mótmæla byggingu bamaspítala Hringsins". - Reyndar verður að draga þá ályktun við lest- ur fréttarinnar að einungis sé verið að krefjast frestunar á byggingar- framkvæmdum. Tveir íbúar eru nafngreindir í fréttinni, hjónin Ólaf- ur ísleifsson og Dögg Pálsdóttir. Eílaust hafa margir sem vita að Dögg Pálsdóttir er formaður Um- hyggju, félags til stuðnings langveik- um börnum, rekið upp stór augu við lestur umræddrar fréttar. Ástæðan yMÍiEM þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mínútan eða hringið í síma 550 5000 milli kl. 14 og 16 Heilbrigðisráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að byggingu barnadeildar Landspítalans í nóv. sl. þá líklega sú að Umhyggja er m.a. samnefnari foreldrahópa langveikra barna sem, eftir því er næst verður komist, allir hafa lagt blessun sína yfir byggingu hins nýja barnaspítala í kjölfar viðræðna og skoðanaskipta við byggingarnefnd mannvirkisins. Styrktarfélag krabbameinssjúkra bama (SKB) er einn af aðildarhópum Umhyggju. Þótt forsvarsmenn félags- ins hefðu gjama viljað sjá stærri byggingu en þá sem hafnar eru fram- kvæmdir að og jafnframt betri að- stöðu að ýmsu leyti styðja þeir tafar- lausa byggingu hins nýja bamaspít- ala að forsendum og kringumstæðum óbreyttum. Til að fyrirbyggja hugs- anlegan misskilning vilja forsvars- menn SKB því undirstrika með þessu greinarkorni að skoðanir Daggar Pálsdóttur og aögerðir hennar skv. áðumefndri frétt eru hennar einka- mál en fiarlægt á vegum Umhyggju. DV Landsbankinn á laugardegi Karl Guðmundsson hringdi: Ég heyrði tilkynningu í út- varpi sl. laugardag þar sem fólk var hvatt til að koma í Lands- bankann sem væri opinn þennan dag. - Nú væri kominn timi til að taka ákvörðun um lífeyris- sparnaðinn. Ég hélt sannarlega að þama væri brotið blað í bankaþjónstu hér á landi með því að opna bankana almennt á laugardögum. En ónei, aldeilis ekki. Þetta var bara kænsku- bragð vegna lífeyrisspamaðar- ins. Engin önnur þjónusta! En hvers vegna geta bankar ekki haft opið á laugardögum eins og aðrar þjónustustofnanir? Á sumrin má m.a. sjá erlenda ferðamenn í miöborg Reykjavík- ur skáskjóta augunum eftir skilti sem vísar á opinn banka. Þetta er auðvitað óviðunandi og engan veginn bjóðandi neinum, ekki einu sinni íslendingum sjálfum. Hver vill nor- rænt sjónvarp? Eysteinn hringdi: Norrænt sjónvarp í Breiðvarp- inu var yfirskrift fréttar í blaði um norrænt sjónvarp sem nú hefði bæst i Breiðvarp Lands- símans. En hver hefur óskað eft- ir norrænu sjónvarpi? Er ekki nóg að hafa okkar eigið norræna sjónvarp sem kvelur heimasitj- andi fólk sem ekki á annars úr- kosti en greiða ríkinu fyrir það sem það lætur falla af borði sínu á skjá landsmanna? Norrænar sjónvarpsrásir auka ekki baun fiölbreytni sjónvarpsefnis á ís- landi. Eina úrræði okkar sem kveljumst af nauðungaráskrift RÚV er að fá sjónvarpsmóttöku- loftnet á þakið, svalirnar eða á lóðina, til að ná sendingum frá gervihnöttum erlendra stööva. Þar er ótrúlegt framboð efnis, menningarlegs og afþreyingar- eftiis. Og ókeypis fyrir alla. Ekkert veður á Vestfjörðum Þorlákur skrifar: Mig furðaði stórlega sL laugar- dagskvöld (og hringdi reyndar í sjónvarpsstöðvarnar og útvarp- ið) að heyra veðurlýsingar og tU- kynningar um færð og annað þessu skylt frá öllum landshlut- um nema Vestfiörðum. Ég veit að margir hafa hugsað sem svo: hvernig er ástatt nú á Vestfiörð- um þar sem kannski er nú mesta snjóflóðahættan eins og dæmin hafa illilega sannaö? En ekki orð um Vestfirði, ekki einu sinni að þess væri þá getið að allt væri með felldu á þeim slóðum. Ég veit samt með vissu að. þar féll snjóflóð, þótt lítið væri. En hver skyldi vera ástæða ljósvakamiðl- anna að sleppa alveg Vestfiörð- um í veðurlýsingunum? Hæfileikafólk sækir á þing L.K.Á. hringdi: Mér finnast ummæli forseta sameinaðs Alþingis ekki mjög trausvekjandi er hann staðhæfir að nú sé svo komið, vegna lág- launa alþingismanna, að hæfi- leikafólk skirrist við að sækja eftir setu á Alþingi. Ég veit ekki betur en nú sé slík aðsókn í próf- kjör flokkanna að út úr flói á alla kanta. Og væri prófkjör viö- haft hjá Sjálfstæðisflokknum væri áreiðanlega sama upp á teningnum? Nei, það er af og frá að laun þingmanna séu eitthvað sérstaklega í lægri kantinum Uppbætur, fríðindi, ferðalög og dagpeningar eru með þeim hætti að sérhverjum landsmanni þætti hann hólpinn að vera starfsfé- lagi þingmanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.