Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1999, Blaðsíða 8
8 r MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 Nýkomnar / \ gúmmí- og snjó- mottur í bíla. V___________) Hagstætt verð. GSvarahlutir Hamarshöfða 1 Sími 567 6744, fax 567 3703 terméi :=swed TVÆR FLIKUR IEINNL HEVTUR THERMO varmanærtötin eru í raun tvær flíkur í einni. Tveggja laga spunatækni flytur rakann frá líkamanum og heldur þér heitum og þurrum. Notaðu Thermo nærfötin í næsta ferðalag, þú sérð ekki eftir því. Sportvörugerðin Heildsala-smásala Mávahlíö 41, Rvík, sími 562-8383 Utlönd Clinton uppfullur af hugmyndum í stefnuræðunni í nótt: Ekki minnst á réttar- höldin aukateknu orði Ekki var annað að sjá en Bill Clinton Bandaríkjaforseti væri rósemin og öryggið uppmáluð þegar hann flutti stefnuræðu sína í nótt. Þingheimur stóð upp og settist meira en fimmtíu sinnum á meðan forsetinn var í ræðustól og í heilar 77 mínútur voru réttarhöldin yfir honum ekki nefnd aukateknu orði. Clinton gerði almannatrygginga- kerfið og leiðir til að bjarga því frá hruni að þungamiðju ræðu sinnar. Svo vel leist þingmönnum á, eink- um þó flokksbræðrum og systrum forsetans, að þeir stöðvuðu ræðuna eitt hundrað sinnum með lófataki. Fyrir kom að repúblikanar tækju undir og klöppuðu líka. Fyrstu viðbrögð við ræðunni benda til þess að forsetinn hafi styrkt stöðu sína meðal almennings. Forsetinn lagði til að á næstu fimmtán árum yrðu lagðar til hliðar um 200 billjónir króna til að standa vörð um sjúkratryggingar aldraðra. Gífurlegur fögn- uður við heim- komu konungs Hussein Jórdaníukonungur flaug sjálfur flugvél sinni heim til Jórdan- íu í gær eftir hálfs árs dvöl í Banda- rikjunum vegna meðferðar við krabbameini. Á flugvellinu í Amm- an laut konungur að fósturjörðunni og faömaði síðan ættingja og emb- ættismenn. Þúsundir Jórdana fögn- uðu konungi sínum er hann ók síð- an um götur Amman í opinni límósínu. Talið er að Hussein vilji tilnefna son sinn ríkisarfa en ekki yngri bróður sinn eins og ákveðið var fyrir rúmum þremur áratugum. Sumir vestrænir stjómarerindrekar hafa áhyggjur af því að bróðirinn, sem haft hefur eftirlit með efna- hagsþróun Jórdaníu í áratugi, verði sniðgenginn. Gripdeildarmenn önnum kafnir í Freetown Þrátt fyrir að herlið V-Afríkju- ríkja undir stjórn Nígeríumanna hafi hrakið uppreisnarmenn frá Freetown í Sierra Leone virtust gripdeildarmenn ráða lögum og lof- um í borginni. Stolið var matvæl- um, drykkjarföngum og öllu sem hægt var að festa hönd á í borginni. Flesta íbúa Freetown skortir mat- væli, vatn og lyf eftir þrettán daga harða bardaga í borginni. Uppreisnarmenn hafa lýst yfir vopnahléi en heyra mátti í skotvopnum og sprengjum í gær. Bill Clinton Bandaríkjaforseti tekur í höndina á þingsveinum á leið sinni út úr þinghúsinu eftir stefnuræðuna í nótt. Clinton minntist ekkert á réttar- höldin yfir sér sem fara nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Bæði demókratar og repúblikanar klöppuðu þó óspart fyrir honum þegar hann minnti nýjan forseta fulltrúadeildarinnar, Dennis Hastert, á orðin sem hann lét falla við embættistökuna. „Herra forseti, þegar þú sórst embættiseiðinn baðstu okkur alla um að vinna saman af kurteisi og láta flokkadrætti ekki ráða,“ sagði Clinton. „Við skulum einmitt gera það, herra forseti." Clinton fjallaði einnig um utan- ríkismál í ræðu sinni. Þar hvatti hann til þess að þjóðir heims tækju á ný upp viðræður um viðskipti og hann varaði Japani við að gera bandarískum fyrirtækjum erfitt fyr- ir að komast inn á japanska mark- aði. Clinton flutti stefnuræðu sína að kvöldi fyrsta dags málflutnings lög- fræðinga sinna fyrir rikisréttinum i öldungadeildinni. Lögmennirnir gagnrýndu málatilbúnaðinn á hend- ur forsetanum og sögðu að ákæruat- riðin tvö, meinsæri og hindrun á framgangi réttvísinnar, réttlættu ekki embættismissi. „William Jefferson Clinton er ekki sekur af þeim ákærum sem hafa verið lagðar fram gegn honum. Hann framdi ekki meinsæri. Hann hindraði ekki framgang réttvísinn- ar. Það má ekki víkja honum úr embætti," sagði Charles Ruff, lög- maður Clintons, við öldungadeildar- þingmennina eitt hundrað sem eru kviðdómendur í málinu. Lögmaðurinn dró í efa sanngimi rannsóknar dómsmálanefhdar full- trúadeildarinnar og reyndi að gera tortryggilegt það ofurkapp sem sak- sóknarar leggja á að kalla vitni fyr- ir öldungadeildina. Hann benti á að það hefði ekki verið gert þegar mál- ið var fyrir fulltrúadeildinni. George Bush tekur við emb- ætti ríkisstjóra George W. Bush sór í gær emb- ættiseið sem ríkisstjóri Texas í annað sinn. Við athöfnina hvatti hann til sátta kynþáttanna og eflingar sið- gilda. Gert er ráð fyrir að þau mál verði meðal kosn- ingamálanna fyrir forseta- kosningarnar árið 2000. Viðstadd- ir voru meðal annars foreldrar ríkisstjórans, George Bush, fyrr- verandi forseti Bandaríkjanna, og Barbara Bush. Bretar orðnir sparsamari Bretar eru orðnir sparsamir á ný eftir að hafa losað um sultar- ólina undanfarin tvö ár. Þeir vilja heldur leggja fé til hliðar en sólunda því í ferðalög og ann- að sem mikill kostnaður fylgir. Þetta kemur fram í nýrri skoð- anakönnun sem birt var í morg- un. í stað þess aö stækka við sig húsnæöi láta Bretar sér nægja aö kaupa sér tölvur, fjallahjól, ný föt auk þess sem þeir leyfa sér að fara í bíó og kaupa tilbú- inn mat. Fjöldi þeirra sem legg- ur mesta áherslu á að greiða skuldir sínar hefur einnig vax- ið. Biskupinn í Eritrea blessaði brunn á þrettándanum þeirra í rétttrúnaðarkirkj- unni f gær. Hundruð Erítreumanna söfnuðust saman við brunninn snemma dags til að fylgjast með athöfninni. Strax að henni iokinni þusti fólk að til að væta sig með hinu vígða vatni. Erítreumenn minnast þess þennan dag er Jó- hannes skírari skírði Krist. SKATTAROG Þann 27. janúar mun aukablað um skatta og fjármál fylgja DV. Þar verður fjallað um flest það sem viðkemur sköttum og fjármálum FJARMAL Umsjón efnis: Auglýsendur athugið! Síðasti skiiadagur auglýsinga Jóhanna A. H. Jóhannsdóttir er f,mmtudagurinn 21. janúarl í síma 550 5930, netfang dvritst@ff.is heimila og einstaklinga. Umsjón auglýsinga hefur Gústaf Kristinsson í síma 550 5731

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.