Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1999, Blaðsíða 10
10 enmng MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 Sjókindafans Ástarsena í Salnum Tónlistarhópurinn Camerarctica - lék hvort tveggja jafn vel, martraðar- kennda músík og kurrandi ástarbríma. Tvö tónverk voru frumilutt á tónleikum í Salnum á Myrk- um músíkdögum síðastliðið sunnudagskvöld. Þetta voru Englabörnin eftir John Speight og Utan hringsins eft- ir Oliver Kentish. Báðar tón- smíðarnar eiga það sammerkt að vera ortar við ljóð, í hinni fyrri er textinn sunginn en þeirri síðari er ljóðið lesið upp á undan og það síðan túlkað með hljóðfæraleik. Hvort tveggja eru snotur verk þótt þau séu býsna ólík og er Utan hringsins á marg- an hátt lýrískara, þó að þar sé hvergi sungið. Englabömin er á hinn bóginn óaðgengilegt verk á köflum og laglínurnar ekki beint af þeirri gerðinni sem maður á eftir að raula fyrir munni sér á Laugavegin- um. Þar úir allt og grúir af torveldum tónbilum, og í þokkabót er hljóð- færaleikurinn ómstríður og óumhverfis- vænn. í fullkominni mótsögn við þessa lýs- ingu er þó miöljóðið, þjóðkvæðið Sofi, sofi, sonur minn, sem byggist meira og minna upp á einföldu lagferli með barnslegum undirleik frá slagverkinu; það er ansi fal- legt. Verkið var flutt af Sverri Guðjónssyni og nokkrum meðlimum Camerarctica. Sverrir stóð sig prýðilega og sömu sögu er að segja um hljóðfæraleikarana. Utan hringsins eftir Oliver Kentish er hugleiðing um samnefnt ljóð Steins Stein- arrs. Þetta er ástarljóð og kom það berlega fram í tónlistinni sem samin er fyrir flautu, klarinett og strengjakvartett. Á viðkvæmu Tónlist Jónas Sen augnabliki í miðkaflanum sneru strengja- leikararnir baki í turtildúfumar, klar- ínettuleikarann Ármann Helgason og flautuleikarann Hallfríði Ólafsdóttur, enda ekki annað við hæfi því kurrað var í gegn- um hljóðpípurnar af sjóðheitum ástar- bríma. Utan hringsins er einkar snyrtilega samið verk, strengjaleikurinn flnlega ofinn utan um annarsheimslegar laglínur og er ekki annað hægt en að óska Oliver Kentish til hamingju með frumflutninginn. Annað áhugavert á þess- um tónleikum var Quin- tetto op. 50 eftir Jón Leifs. Kvintettinn er auðvitað þunglyndislegur eins og allt annað eftir Jón, en sannfær- andi og vel saminn. Þess má geta að ef Jón virkilega ætl- aði sér að vera drungalegur þá komst enginn annar með tæmar þar sem hann hafði hælana. Annar kaiflinn ber yfirskriftina Funébre, og það er svona tónlist sem gæti komið viðkvæmu fólki í sjálfsmorðshugleiðingar. Allt saman var vel leikið af Camerarctica. Auðvitað var þetta ekki skemmtileg tón- list - en áhrifamikil. Eftir hlé voru flutt Sept- ett frá 1953 eftir Stravinsky og Sonate fúr sechs Spieler eftir Henze. Bæði voru myrk og erfið áheyrnar, sérstaklega var sónata Henzes tónlist af þeirri gerðinni sem mað- ur fær martröð af. Vel hefði mátt sleppa öðru hvoru verkinu; það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að bjóða manni af óyndis- legum tónbilum, taugaveiklaðri hrynjandi og hreint og beint ljótum laglinum. Myrkir músíkdagar. Camerarctica í Saln- um, Kópavogi sunnudag 17. janúar. Á efn- isskrá, Jón Leifs: Quintetto op. 50, Oliver Kentish: Utan hringsins, John Speight: Englabörnin, Stravinsky: Septett, Henze: Sonate fur sechs Spieler. Megn fjöruangan mætir leikhúsgestum á sýningunni Hafrúnu í Möguleikhúsinu enda er sviðsmyndin meira og minna lifræn - þang hangir á spýtum og gólflð er furðunáttúrleg fjara. Þetta á vel við því þjóðsögumar sem sýningin byggist á fjalla um sjókindur og eru góð dæmi um hugmyndaflug þjóðar sem lifði hálfa til- veru sína í myrkri og sá það stundum líkamnast i skelf- ingu sinni. Sögurnar eru teknar hver úr sínu þjóð- sagnasafninu en Vala Þórs- dóttir tengir þær saman til hægðarauka fyrir unga áhorfendur þannig að ein söguhetja, Þorflnnur, geng- ur gegnum þær allar, er aukapersóna í fyrstu sög- unni, hetja í miðsögunni og drepinn í þeirri síðustu. Leiklist Silja Aðalsteinsdóttir Aðalástæðan fyrir vin- sældum einleikja nú á tím- um er sjálfsagt fjárhagsleg, en líka getur léikari litið á það sem ómetanlegt tæki- færi að fá að ráða sviðinu einn og skapa í einni sýn- ingu margar persónur. Það gildir áreiðanlega um Völu sem hefur lært hjá sjálfum Dario Fo og er hæflleikarík- ur látbragðsleikari. Með ör- litlum hreyflngum - strokið ímyndað yfirskegg, gripið i klof - , svipbrigðum eða talshætti var ný manneskja lifandi komin. Kannski er þetta eina leiðin til að sviðsetja furðusögur á borð við þessar. Fleiri leikarar myndu bara auka á fáránleika þeirra og gera hann jafnvel hlægilegan. Fyrsta sagan - af selkonunni sem átti sjö börn í sjó og eignaðist sjö börn á landi - Vala Þórsdóttir les sig hér á kaðli niður eftir skessunni sem orðin í fjörunni. í baksýn er Kristján Eldjárn. DV-mynd var áhrifamest að mínu mati. Stóru, skæru augun hennar Völu urðu svo óendanlega hrygg þegar selkonan hennar horfir á eftir félögum sínum synda burt en kemst ekki með af því hún hefur glatað haminum sín- um. Svo tekur hún gleði sína aftur smám saman eftir því sem böm- unum fjölgar - og „fæð- ingarnar" voru eitt skemmtilegasta atriði sýningarinnar. Það er þegar hún er að eltast við lítinn óþekktaranga sem hún finnur haminn óvænt og hlýtur að nota hann til að komast yfir í „hina tilver- una“ aftur. Römm er sú taug... Leikur Völu var sterkur, stundum svo að skar í hjartað. Þó að mörg atriði í seinni sögunum væru mögnuð, til dæmis mannát hafskessunnar í miðsögunni, jafnaðist ekkert á við þá fyrstu. Tónlistin var lika einna frumlegust þar. Kristján Eld- járn hafði gert sérstök stef sem hjálpuðu Völu og áhorf- endum að greina á milli ólíkra persóna; til dæmis gaf stef Hallvarðs bónda vel til kynna hvers konar maður hann er. Áhrifshljóð voru sniðug, til dæmis þótti félaga mínrnn 8 ára afar gaman þegar Kristján framleiddi svo mörg „hamarshögg" á rafmagnsgítarinn sinn að Vala hafði ekki við að þykj- ast berja naglann. Þarna eins og í sýningunni allri er verið öðrum þræði að sýna bömum hvemig maður ger- ir í látbragðsleikhúsi. Leður- og þanggalli Krist- jáns var töff og grár búning- ur Völu smekklegur og þægi- legur. Fallegastur var þó hamur selkonunnar. Möguleikhúsið við Hlemm sýnir: Hafrún. Leikverk eftir Pétur Eggerz, Völu Þórsdóttur, Katrínu Þorvaldsdóttur og Kristján Eldjárn. Tónlist: Kristján Eldjárn. Leikmynd og búningar: Katrín Þorvalds- dóttir. Lýsing: Ólafur Pétur Georgsson. Leikstjórn: Pétur Eggerz. er að steini Hilmar Þór Flaututónleikar Næstir á Myrkum músíkdögum em flaututón- leikar í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20.30. Þar verða leikin fjögur verk eftir Atla Heimi Sveinsson: Handanheimar f Grand Dou Concertante I fyrir tvær flautur, Lete fyrir bassaflautú, Xanties fyrir flautu og píanó og Flautumínútur, frumflutt útgáfa fyr- ir fjóra flautuleikara. Flytjendur á tónleikunum em Guðrún Birgisdóttir, Martial Nar- yj deau, Kolbeinn Bjamason og Áshild- ur Haraldsdóttir, öll flautuleikarar og þeir ekki af verri endanum, og tónskáldið sjálft, Atli Heimir. Djass í Kaffileikhúsinu Annað kvöld verða tónleikar í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum sem djassgeggjarar ættu ekki að missa af. Þar leiða saman hesta sína Hilmar Odds- son gítarleikari, Eyþór Gunnarsson píanóleikari, Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Matthías Hemstock trommuieikari. Þessi hópur hefur nýlokið hljóðritun á geisla- diski sem ber heitið Krefill og er hinn fjórði í djassdiskaröð Smekkleysu. Sérstaklega er gaman að sjá í honum Brydísi Höllu Gylfadóttur sem lengi hefur verið einn fremsti sellóleikari lands- ins en kveður sér nú hljóðs í fyrsta sinn með djass- og spunaleikurum. Eins og þetta landslið sé ekki nóg þá berst því liðsauki frá New York þar sem er altsaxófónleik- arinn Andrew D’Angelo sem hingað er kominn til að hljóðrita geisladisk. Þar mun íslenski hópur- inn einnig leika með honum. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Miðapantanir era allan sólarhringinn i síma 551 9055. Siðfræði umhverfis og náttúru Háskólaútgáfan hefur gefið út bókina Umhverf- ing. Um siðfræði umhverfis og náttúru eftir Pál Skúlason heimspekiprófessor og háskólarektor. Meðal viðfangsefna hans er spurningin hvort maðurinn sé í þann mund að skapa sér umhverfi sem smám saman muni spilla öllum lífsskilyrðum á jörðinni eða hvort hann læri að laga um- hverfi sitt eftir lögmálum sem nátt- úran sjálf setji öllu lífi. Hver er munurinn á umhverfi og náttúru, i umhverfisvernd og náttúmvernd? J Hverjir eru andstæðingar um- M hverfis- og náttúruverndar- ^ manna? Bók Páls er fyrsta tilraun sem gerð hefur"^® verið hérlendis til að greina helstu viðhorf og rök í umræðum um vemdun umhverfis og náttúm. Hann hefur áður sent frá sér greinasöfn um mál- efni sem brenna á almenningi og hafa þau mörg hver orðið vinsæl og víðlesin. Geðlækningar og bókmenntir í bókinni Útisetur. Samband geðlækninga, bók- mennta og siðmenningar er íslensk þýðing á rit- deilu frönsku heimspekinganna Michels Foucault og Jacques Derrida um gildi sturlunar í menn- ingu Vesturlanda. í þeirri deilu er tekist á um for- sendur vestrænnar skynsemi, tengsl listar og brjálsemi, stöðu geðlækninga og ystu mörk tungu- málsins. Birtir eru þrír kaflar úr þekktustu bók Foucaults, Sturlun og óskynsemi. Saga sturlunar á skynsemisöld, frá 1961, óvægin gagnrýni Derrida á hana og svargrein Foucaults sem hann skrif- aði furðu seint. Einnig eru greinar eftir Soshana Felman og René Descartes. Höfundar gremanna em allir heimskunnir fræðimenn og er ótvíræður fengur að því að fá verk þeirra á íslensku. Þýðendur era Ólöf Pétursdóttir, Garðar Baldvinsson og Þorsteinn Gylfason en ritstjóri bókarinnar er Matthías Við- ar Sæmundsson dósent. Hann skrifar formála að bókinni og einnig ítarlegan eftirmála, „Blendin köllun postulans“, þar sem hann fjallar um heim- spekilegar tilraunir Foucaults í ljósi deilunnar við Derrida. Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands og Há- skólaútgáfan gefa út. Tölvur og myndlist 25. janúar hefst námskeið ætlað fólki sem starfar að sjónlistum og langar að kynnast tölvu- vinnu. Skýrður er munur á „Bitmap" og „Vektor“ hugbúnaði, myndhugbúnaður kynntur og unnið með hann. Kennari er Leifur Þorsteinsson ljós- myndari og umsjónarmaðiu- tölvuvers Myndlista- og handíðaskóla íslands sem heldur námskeiðið. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.