Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Page 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999
Fréttir
Stuttar fréttir dv
íslendingur sem rak bar á Benidorm með óvæntan framburð í e-töflumáli Bretans:
Sagðist hafa samið
við lögregluna
- hún hefði lofað sér að láta eigin mál niður falla ef „eitthvað stórt kæmi í staðinn“
„Þetta er oröið allt annað
mál en við lögðum upp með,“
sagði Ragnheiður Harðar-
dóttir, sækjandi í réttarhöld-
um í gær í máli Bretans Kio
Alexander Briggs sem er
ákærður fyrir að flytja inn
2030 e-töflur sem voru inn-
pakkaðar í Nike-tösku, inn-
an um háskólaboli og jogg-
ing-buxur, þegar hann kom
til íslands í byijun septem-
ber.
Málið tók mjög óvænta
stefhu, svo ekki sé meira
sagt, þegar eitt aðalvitnið -
íslenskur karlmaður á þrí-
tugsaldri, sem rekið hefur
bar í diskótekinu KU í
Benidorm, sagði skyndilega
- þvert ofan í rannsóknar-
gögn málsins - að hann hefði
gert samning við íslensku
lögregluna í lok ágúst. Ef
hann hjálpaði lögreglunni í
þessu e-töflumáli myndi
verða „hægt að semja“ um
Fjórir lögreglumenn komu með Kio Briggs í réttarsalinn. Dagurinn í gær var ekki mjög óhag-
stæður Bretanum. Hins vegar hallaði mjög á vitni sem var grunað á fyrri stigum málsins en
ekki þóttu efni til að ákæra. DV-mynd Hilmar Þór
hún myndi hafa þetta í huga
í framtíðinni.
„Ertu þá að meina að þú
munir verða með fíkniefna-
mál í framtíðinni?“ spurði
sækjandinn þá, fremur
hvasst.
„Nei, nei,“ svaraði þá vitn-
ið.
Lögreglan mun að lík-
indum neita
Við þessi tíðindi gjör-
breyttist andrúmsloftið í rétt-
arsainum - að vitni hefði haft
vitneskju um fíkniefni ytra (í
höndum Briggs þegar hann
var að pakka niður til ís-
lands) og þannig nánast
stuðlað að því - með því að
lána Bretanum fyrir farmið-
anum - að þau kæmust til ís-
lands, aflt í þeim tflgangi að
koma sér í mjúkinn hjá lögg-
unni og fá eigin mál, í nútíð
að láta fikniefnamál sem hann átti
óafgreitt falla niður. Og reyndar
væri lögreglan tilbúin að semja við
hann um mál í framtíðinni.
Allir í réttarsalnum urðu mjög
undrandi að heyra þennan fram-
burð. Helgi Jóhannesson, verjandi
Briggs, tók þessi orð vitnisins
óstinnt upp og hélt því fram að með
þessu hefði myndast ásetningur hjá
vitninu um að stuðla að því að stór
sending af e-töflum yrði send til ís-
lands.
Lítum betur á málið.
„Sóló“ í vitnastúku
Þegar Kio Briggs var handtekinn
í Leifsstöð sagðist hann hafa verið
að koma hingaö sem ferðamaður.
Hjá lögreglu sagöi hann síðan að
hann hefði ætlað aö fá pláss á tog-
ara. „Mér var sagt að nóg væri að
fara niður á höfn og spyija um
pláss,“ sagði Briggs um þetta í gær.
- Spurður hvers vegna hann hefði
ekki komið betur undirbúinn til
landsins í þeim tilgangi að fara á
fiskibát eða togara - hvorki með
vinnuföt né peninga - örfáa peseta
og innan við eitt hoflenskt gyllini,
sagðist hann
hafa talið sig
vera með
greiðslukort sem
vinkona hans
hefði heimilað
honum að nota
en það fannst
ekki í fórum
hans.
Þrír ungir
menn voru í upphafi grunaðir um
að hafa staðið að innflutningnum
með Kio Briggs. Þegar rannsókn
lauk taldi ákæruvaldið hins vegar
ekki sannanir fyrir hendi til að
ákæra þá. Það var einn þessara
manna sem kom mjög á óvart í rétt-
arsalnum í gær.
Hann kvaðst hafa séð Kio pakka
e-töflunum niður, í húsnæði sem
hann leyfði Bretanum að dvelja í
áður en hann færi til Islands. Hann
kvaðst líka hafa lánað honum fyrir
farmiða. Síðan, kvöldið áður en Kio
fór til íslands frá Alicante, kvaðst
hann hafa hringt i
vin sinn í lögregl-
unni hér heima og
síðan komist í
samband við Ás-
geir Karlsson hjá
fikniefhadeUd-
inni. Þeir hafi
talið að hægt yrði
að semja um að
fikniefnamál á
hendur þessum umrædda íslendingi
yrði látið niöur faUa.
„Er það málið sem dómur gekk í
í seþtember,“ spurði þá sækjandinn.
„Já, það er það,“ svaraði maðurinn
og sagði jafnframt að lögreglan
hefði sagt sér, eftir að Kio var hand-
tekinn, að of seint hefði verið að
láta málið faUa niður. Síðan sagði
hann að lögreglan hefði lofað sér að
eða framtíð, feUd niður. Þetta
þýðir að leiða þarf ýmsa lögreglu-
menn fyrir dóminn. Einnig er lík-
legt að yfirheyra þurfi umrædda
þremenninga aftur - íslendingana
sem voru á Spáni þegar Briggs fór
heim tU íslands. Ef lögreglan neitar
að hafa samið við manninn mun
framburður hans standa eftir sem
mjög ótrúverðugur - kannski ekki
síst í ljósi þess að hann er fyrrum
grunaður maður í málinu.
Eftir því sem DV kemst næst mun
framburður lögreglumannanna
verða á þá leið að lögreglan hefði
ekki samið við íslendinginn eins og
hann sagði frá í dómsalnum í gær.
Vitnið mætti með lögmann sinn,
HaUvarð Einvarðsson, fyrrum ríkis-
saksóknara, í dómsalinn í gær. Mað-
urinn fór tvisvar í vitnastúkuna - í
síðara skiptið kom hann að eigin
ósk.
í ljósi þessara óvæntu atburða í
gær var réttarhöldunum frestað tU
3. febrúar.
Fá niðurgreitt vatn
Heitt vatn frá
NesjavaUaveitu
fer að mestu tfl
nágranna-
hyggða Reykja-
vikur og færa
má rök fyrir því
að Reykvíkingar
niðurgreiði
heitt vatn fyrir Hafnfirðinga.
Þetta segir borgarstjórinn í
ReykjavUc. Hann segir jafnframt
að færa megi rök fyrir því að
Reykvikingar hafi þannig niður-
greitt heitt vatn fyrir Hafhfirð-
inga frá því samningar um heita-
vatnssölu Hitaveitu Reykjavikur
voru undirritaðir árið 1973. Ríkis-
útvarpið greindi frá.
Ekið á hrossahóp
Ökumaður Lödu missti stjórn á
bifreið sinni í fyrradag á svokaU-
aðri Gaulveijabæjarleið með
þeim afleiðingum að hann keyrði
inn í hóp hrossa. Ökumaðurinn
meiddist ekki en aflífa þurfti tvö
hross sem slösuðust mikið. BíU-
inn er talinn mikið skemmdur
eða ónýtur.
Nýjungar í
kjarasamningum VR
Gunnar PáU Pálsson, forstöðu-
maður hagdeUdar Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur, leggur
tíl í erindi sem hann flutti á
kjaraþingi VR á laugardaginn að
famar verði nýjar leiðir í næstu
kjarasamningum verslunar-
manna. Hann leggur tíl að launa-
taxtar verði feUdir niður en
áhersla lögð á hlutdeUd starfs-
manna í hagnaði vegna fram-
leiðniaukningar fyrirtækja með
vinnustaðasamningum og launa-
hækkanir með starfsmati. Morg-
unblaöið greindi frá.
Grænt framboð
á Vestfjörðum
Stoftifundur
kjördæmisfé-
lags Vinstri-
hreyfingarinnar
- græns fram-
boðs í Vest-
fjarðakjördæmi,
var haldinn á
ísafirði á
sunnudaginn. Stoftifélagar eru
um 30 og var Gunnar Sigurðsson
í Bolungarvík kjörinn formaðm-
félagsins. í fyrrakvöld var hald-
inn almennur stjómmálafundur á
Hótel ísafiröi þar sem Steingrím-
ur J. Sigfússon og LUja Rafney
Magnúsdóttur sátu fyrir svörum.
Dótturfyrirtæki
Landsbankans
Landsbankinn hefur stofnað
dótturfyrirtækið Landsbankann-
Framtak. Því er meðal annars ætl-
að að leiða saman áhættufjárfesta
og fyrirtæki í leit að fjármunum.
Ríkisútvarpið greindi frá.
Harður árekstur
á Smiðjuvegi
Harður árekstur tveggja bUa
varð í Kópavogi um níuleytiö í
fyrrakvöld. Femt var flutt á slysa-
deUd tU aðhlynningar en meiðsli
vom ekki talin alvarleg. Flytja
þurfti báða bílana í burtu með
krana.
Sr. Karl í annað sæti
Sr. Karl V.
Matthíasson,
sóknarprestur í
Grundarfirði,
kemur tU með
að skipa annað
sæti framboðs-
lista Samfylk-
ingar vinstri
manna á Vestfjörðum í komandi
alþingiskosningum. Skessuhom
greindi frá.
Hraðakstur í göngunum
Lögreglan í Reykjavík tók
þrettán manns fyrir of hraðan
akstur í Hvalfjarðargöngum í
fyrrakvöld. Sá sem hraðast ók var
á 111 kUómetra hraða á klukku-
stimd en leyfilegur hámarkshraði
í göngunum er 70 kUómetrar. Rík-
isútvarpið greindi frá.
-SJ/ GLM/DVÓ
Sendiherrann
Nú er farið að fær-
ast fjör í pólitíkina.
Framsóknarílokkur-
inn í Reykjavík hélt
prófkjör um síðustu
helgi og rassskeUti
Finn Ingólfsson vara-
formann, þegar helm-
ingur kjósenda ákvað
að hafna varafor-
manninum. Hann
þakkaði fyrir sig með
því að fagna úrslitun-
um.
Sverrir Hermanns-
son stofnaði Frjáls-
lynda flokkinn um
helgina og þarf ekki á
prófkosningum að
halda. Sverri við-
hafði rússnesku aö-
ferðina og lét kjósa
sig með öUum atkvæðum. Svo hefur hann lækni
sem varaformann og dóttur sína sem ritara tU að
hafa gát á fótgönguliðunum.
í Samfylkingunni er fjörið að færast i aukana,
enda prófkjör í aösigi. Þar eru margir kaUaðir en
fáir útvaldir. Nema einn, sem bæði er kaUaður og
útvalinn. Það er Kobbi stuð, nánar tUtekið Jakob
Frímann Magnússon, sem Jón Baldvin sendi tU
London sem sérlegan listráðunaut og óopinberan
sendiherra og Kobbi sló í gegn með magabumbu-
Dagfarí
slætti konu sinnar eins og frægt varð.
Jakob telur Lundúnadvölina og stuðið á Stuð-
böUunum vera gott veganesti inn á þing, enda
hefur það sannast á Áma Johnsen að menn sem
hafa tóneyra eiga þangað erindi og eru í háveg-
um hafðir meðal kjósenda.
Sagt er að Kobbi sé arftaki Jóns Baldvins, sem
að vísu hafði aldrei tóneyra, en var góður samt.
Nú er Jón raunar fluttur tU Washington og orð-
inn önnum kafinn sendiherra, þannig að Jón er
farinn en Kobbi er kominn. Og kemur þá maður
í manns stað.
Jón Baldvin gerði hlé frá annasömum störfum
sinum þar vestra og skrifaði lítið lettersbréf tU
fyrri skjólstæðinga sinna í Alþýðuflokknum og
heitir á þá að styðja Kobba í fótspor sín.
Enda er Jakob stuðmaður upplagður sendi-
herra í Washington, þegar Jón Baldvin lætur af
störfum, sökum reynslu sinnar frá London.
En fyrst er það þingið og ugglaust má telja Jak-
ob öruggan með þingsæti, eftir að sjálfur sendi-
herrann í Washington lætur svo lítið að mæla
með honum, enda munar Jón ekki um að stýra
sínu liöi og gerast kosningasmali úr fjarlægum
löndum.
Aðrir prófkjörsframbjóðendur hafa amast við
þessum skrifum sendiherrans og haft er eftir
Merði Ámasyni að hann hafi haldið að Jón Bald-
vin væri upptekinn af því að styðja Leif heppna.
En Mörður misskflur stöðuna. Kobbi er nefni-
lega nokkurs konar Leifur heppni vorra daga.
Báðir fóru þeir Leifur og Jakob í víking og námu .
önnur lönd. En báðir sneru þeir heim, ekki satt!
Leifur frá Vínlandi og Kobbi frá London.
Og hvers vegna skyldi þá ekki sendiherrann í
Washington senda nokkrum vinum sínum bréf
um ágæti Jakobs og taka þátt í þeim stríðsdansi
sem háður er imdir bumbuslætti Stuðmanna?
Leif heppna á þing. Það eru skflaboðin að vest-
an.
Dagfari