Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999
7
Fréttir
300 milljóna snjóflóöavarnargaröur kynntur á ísafirði:
16 metra hár og ætlað
að verjast aftakaflóði
Frá borgarafundinum á ísafirði á laugardag. Halldór Halldórsson bæjarstjóri heldur ræðu.
DV-mynd Hörður
Á laugardag var haldinn almenn-
ur borgarafundur á Hótel Ísafírði og
kynning á hugmyndum að snjó-
flóðavömum í Seljalandsmúlanum
við Skutulsfjörð. Áætlaður kostnað-
ur við leiðigarð er um 300 milljónir
króna og þar af yrði hlutur ísafjarð-
arbæjar um 30 miiijónir. Einn helsti
sérfræðingur við hönnun þessa
mannvirkis er Ámi Jónsson hjá
Hniti og sagði hann í samtali við
blaðið að við hönnun þessa garðs
væri verið að ganga út frá vömum
gegn mögulegu aftakaflóði. Sagði
hann þekkt að minnsta kosti tvö
snjóflóð sem farið hefðu niður að
Seljalandi, annað um aldamót en
hitt féll þar árið 1947 og fór inn í
húsið og skemmdi það.
Garður sem hannaður hefur ver-
ið fyrir Seljalandsmúlann yrði um
700 metrar að lengd. Gert er ráð fyr-
ir að hann nái frá Seljalandi og yrði
lagður í mjúkum sveig upp hlíðina
og eftir öxlinni á Seljalandsmúlan-
um og upp að bílaplaninu við Skíð-
heima. Áð sögn Áma yrði garður-
inn 16 metrar að hæð fyrir ofan
Seljaland og upp undir núverandi
skíðaveg, en hann færi niður í 13
metra hæð uppi við bílastæðin. Til
samanburðar era vamargarðar fyr-
ir ofan Flateyri hæstir um 20 metr-
ar. Varðandi mat á raunverulegri
hættu á snjóflóðum á svæðinu vitn-
aði Ámi til orða Magnúsar Más veð-
urfræðings sem sagði eitt sinn: Það
sem aldrei hefur gerst, getur alltaf
gerst aftur.
Harðar gagnrýnisraddir komu
fram á fundinum um fyrirhugaðan
vamargarð, sér í lagi frá ábúandan-
um á Seljalandi, Magna Guðmunds-
syni, sem taldi slíkan garð ekki rétt-
lætanlegan. Kristján B. Guðmunds-
son, sem mikið hefur starfað að
björgunarmálum á svæðinu, setti
ofan í við ísfirðinga fyrir að gera lít-
ið úr hættu á snjóflóðum í ljósi
þriggja stórslysa af völdum snjó-
flóða á liðnum árum. Ólafur Helgi
Kjartansson sýslumaður tók nokk-
uð í sama streng er hann benti fund-
armönnum á að hafa það í huga þeg-
ar þeir gagnrýndu vamaraðgerðir
að langstærsti hluti banaslysa af
völdum snjóflóða á íslandi á síðustu
áratugum hefði einmitt orðið á
Vestfiörðum þar sem um 40 manns
hafa farist. Halldór Halldórsson
bæjarstjóri segist finna fyrir skipt-
um skoðunum fólks á gerð garðsins.
Halldór sagði að byggð á Tungu-
skeiði fyrir botni fiarðarins væri þó
algjörlega háð því að garðurinn yrði
að veruleika. Hann sagði varðandi
raddir um að bæjarstjóm ætti að
fara sér hægt í þessu máli að það
yrði gert en fiögur ár væra liðin á
þessu ári frá því bæjarstjóm sam-
þykkti að fara í þá vinnu sem verið
var að kynna á fundinum. Sagði
Halldór að litlar líkur væru á að
framkvæmdir við vamargarðinn
gætu hafist á þessu ári. Engin
ákvörðun hefði enn verið tekin og
bæjarfuiltrúar vildu skoða málið
mjög vel.
HKr.
Opel Astra '96, ek. 10 þús. km.
Ásett verð: 1.190.000.
Tilboðsverð: 1.090.000.
Opel Astra '97, ek. 44 þús. km.
Ásett verð: 1.190.000.
Tilboðsverð: 990.000.
Mazda 626 GLXi Luxus '98,
ek. 15 þús. km. Ásett verð: 2.100.000.
Tilboösverð: 1.890.000.
Nissan Sunny stw 4x4 '95, ek. 109
þús. km. Ásett verð: 1.090.000.
Tilboðsverð: 890.000.
Peugeot405 '91, ek. 151 þús.
Ásett verð: 590.000.
Tilboðsverð: 490.000.
Subaru Legacy stw '98, ek. 21 þús.
km. Ásett verð: 2.190.000.
Tilboðsverð: 1.950.000.
Chrysler Neon '95, ek. 70 þús. km.
Ásettverð: 1.190.000.
Tilboðsverð: 990.000.
Peugeot 306,4 d., '98, ek. 22 þús. km.
Ásett verð: 1.250.000.
Tilboðsverð: 1.100.000.
Peugeot405SRi,'91 st.,
ek. 127 þús. km. Ásett verð: 790.000.
Tilboðsverð: 650.000.
M. Benz 500 SE '91.
Ásettverð: 2.150.000.
Tilboösverð: 1.850.000.
VW Golf Variant st. '95.
Ásett verð: 1.050.000.
Tilboðsverð: 900.000.
Hyundai Elantra st., ssk.,
ek. 66 þús. km. Ásett verð: 1.280.000.
Tilboðsverð: 950.000.
Suzuki Baleno '96, ek. 50 þús. km.
Ásett verð: 980.000.
Tilboðsverð: 890.000.
Dodge Caravan '92, 7 manna,
ek. 150 þús. km. Ásett verð: 1.280.000.
Tilboðsverð: 1.090.000.
Grand Cherokee Limited '93,
ek. 160 þús. km. Ásett verð: 2.200.000.
Tilboðsverð: 1.990.000.
Grand Cherokee Limited Orvis '95,
ek. 83 þús. km. Ásett verð: 3.200.000.
Tilboðsverð: 2.900.000.
NÝBÝLAVEG U R 2 • SÍMI 554 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18
Bjóðum
hagstæð lán
til allt að
60 mán.
VEXTIR FRÁ 5%
Þú getur líka
fengið Visa-
eða Euro-
raðgreiðslur.
Opið
virka daga frá
kl. 9-18,
laugardaga
frá kl. 13-17.