Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Side 11
213 \J ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999
{imenning
‘ ***
Fílabeinsturn
kenninganna
Seint komast
rýnendur til botns
í því hvað í sálar-
djúpunum leynist.
Ótcd kenninga-
smiðir hafa
spreytt sig á að
finna lykil að lífs-
hamingju með
ýmsum aðferðum
sálgreiningar eða
í það minnsta að
létta mannfólkinu
lífið með því að
vísa því veg til
sjálfshjálpar. í
leikriti Nicholas
Wright um sál-
könnuðinn frú
Klein, sem starf-
aði í London á ár-
unum upp úr 1930,
er ekki gefin ýkja
uppörvandi mynd
af því hvert leitin leiddi frumkvöðla vís-
indagreinarinnar.
Frúin hafði að þvi er sagt er kynnst
kenningum Freuds þegar hún var sjálf í
sálgreiningu í heimaborg sinni Búdapest
og.fór upp úr því að mennta sig í sálkönn-
un - einkum bama. Hún greip til þess sem
nærtækast var og fylgdist grannt með eigin
afkvæmum, syni og dóttm-. Þau voru skoð-
uð og skilgreind, viðbrögð þeirra vandlega
skrásett og kenningar smíðaðar út frá því
sem frúin taldi sig verða áskynja um sálar-
líf þeirra. Þetta hafði auðvitað djúpstæð
áhrif á blessuð börnin sem vissu ekki hvort
þau ættu að hata sálkönnuðinn eða elska
móðurina.
rækt við að þróa og lýsa í verkinu. Út-
lit hennar smellpassaði við týpuna.
Steinunn fer vel með hlutverk
Melittu, sýnir heftingu og innibyrgð-
ar sálarflækjur sem í mörgum tilfell-
um má rekja til „meðferðar" móður-
innar.
Paula stendur aðeins til hliöar i fiam-
vindunni, þó að hlutverk hennar sé mikil-
vægt. Hún verður óbeint hvatinn að því að
uppgjör fer ffam og eins konar niðurstaða
fæst. Guðbjörg vinnur vel og hófsamlega úr
persónulýsingunni, svo langt sem hún nær
og flytur textaim vel.
Leikritið Frú Klein er stofudrama þar
sem allt byggist á samspili persónanna og
Inga Bjarnason leikstjóri velur hófsama
leið með þungri undiröldu til að koma til-
finningum og samskiptaflækjum til skila.
Frú Klein skoðaði eigin afkvæmi í þágu vísindanna.
Margrét Ákadóttir í hlutverki sínu.
ákvað sonur hennar að
hann gæti ekki lifað leng-
ur? Ástæðan hlýtur að finn-
ast ef lífshlaup hans og
sambandið við móðurina
eru krufin með réttrnn
hætti. Þessi sára reynsla
skal með góðu eða illu nýtt
í þágu vísindanna. Nóttin Dóttirin og aðstoðarkonan eru leiknar af Steinunni Olafsdótt-
er vettvangur átaka og upp- ur °9 Guðbjörgu Thoroddsen. DV-myndir E.ÓI.
gjörs og það er ekki fyrr en
Leiklist
Auður Eydal
Þegar leikritið gerist árið 1934 hafa frú
Klein borist fréttir af því að sonurinn Hans
hafi látist í Ungverjalandi, sennilega
framið sjálfsmorð. Hún situr sem endranær
innilokuð í filabeinstumi kenninga sinna
og gefur sjálfri sér engin grið. Hvers vegna
upplýsist að dauði sonarins hafi verið slys
sem sú gamla bognar og getur gefið sorg-
inni eðlilega útrás. Þó fer það hryllilega í
taugamar á henni því að slys gerast af til-
viljun og tilviljanir er ekki hægt að setja í
skema.
Margrét Ákadóttir leikur frú Klein,
Steinunn Ólafsdóttir leikur Melittu og Guð-
björg Thoroddsen aðstoðarkonuna Paulu. Á
frumsýningu var textameðferð ekki orðin
nógu ömgg og setti það hik á framvinduna
sérstaklega framan af. Margrét nær annars
góðum tökum á ólíkindatólinu frú Klein,
sem er svarkur hinn mesti inn á milli er
slær þess utan ýmist úr eða í. Persónan er
í miðdepli allan tímann - hvort sem hún er
á sviðinu eða ekki - enda óvenjulegur
karakter sem höfundur leggur sýnu mesta
Fræðilegur þáttur verksins höfðar ef til vill
mismikið til áhorfenda og ýmislegt í „kenn-
ingunum" virkar hálf hlálega í dag. Spurn-
ing er hvort umræðan um þær heldur uppi
svo löngu verki þó að fróðlegt sé
að fá innsýn i starf frumkvöðl-
anna. Sýningin tekur sig vel út á
sviði Iðnós og allur sviðsbúnaður
svo og búningar era vel við hæfi.
Hvunndagsleikhúsið sýnir í Iðnó:
Frú Klein
Höfundur: Nicholas Wright
Þýðing: Sverrir Hólmarsson
Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson
Búningar: Áslaug Leifsdóttir
Leikstjórn og hönnun sviðsmynd-
ar: Inga Bjarnason
Frumflutningur hérlendis á verki
eftir Mozart
Wolfgang Amadeus Mozart á afmæli á morgun og
í tilefni af því verða haldnir kammertónleikar í
hliðarsal Hallgrímskirkju með verk-
um hans kl. 20.30 annað kvöld. Þar
verður meðal annars fluttur þáttur
fyrir strengi og blásara úr verki sem
Mozart lauk ekki viö að semja og
hefur ekki verið leikið hér á landi
fyrr.
Einnig verður flutt sónata fyrir pí-
anó og fiðlu K 301, píanótríó K 502 og
divertimento fyrir blásara. Flytjend-
ur eru Brjánn Ingason, Kjartan Ósk-
arsson, Krystyna Cortes, Laufey Sig-
urðardóttir, Richard Talkowsky, Sig-
urður Snorrason og Þórunn Marín-
ósdóttir.
Trúarbrögð Sama
Odd Mathis Hætta, þjóðfélagsfræðingur og dósent
við háskólann í Finnmörku, heldur fyrirlestur í
Norræna húsinu annað kvöld um trúarbrögð og siði
Sama. Fyrirlesturinn er í tengslum viö Samaviku
sem nú stendur yfn- í Norræna húsinu og hefst kl.
20.
Á föstudagskvöldið heldrn-
Odd annan fyrirlestur og talar
þá um pólitíska stöðu Sama og
; stofnanir sem þeir hafa sett á
laggimar til að styrkja stöðu
sína og kynna menningu sína
og þjóðhætti. Á eftir þeim fyr-
irlestri verða umræður þar
sem rætt verður um réttinn til
hálendisins, sem einnig er hitamál meðal Sama.
Haraldur Ólafsson prófessor situr við pallborðið
ásamt fyrirlesara en Kjell Gksendal sendikennari
stýrir umræðum.
Við minnum lika á myndlistarsýningamar í hús-
inu í tilefni af Samaviku, Forboðnar myndir Maj
Lis Skaltje og ljósmyndasýninguna Samískar mynd-
ir í anddyri hússins. í sýningarsölum stendur yfir
sýningin Sjónhverfingar með verkum eftir listakon-
umar Maj Lis Skaltje, Marju Helander, Brittu
Marakat Labba, Merju-Alettu Ranttila og Ingunni
Utsi. Á kaffistofunni er boöið upp á samíska rétti.
Færeysk samtímalist á Akureyri
Sýning á færeyskri samtímalist var
opnuð í Listasafninu á Akureyri á laug-
ardaginn, sama sýning og var á Kjar-
valsstöðum fyrir jól. 13 færeyskir lista-
menn sýna þar verk sín undfr yfirskrift-
inni „Framsýning: Feroysk nútíðarlist“.
Þar má sjá mörg framúrskarandi verk,
m.a. eftir Astrid Andreasen, Bárð
Jákupsson, Hans Pauli Olsen sem á með-
fylgjandi mynd, „Hjördísi og skuggann",
Torbjörn Olsen og Ingálv av Reyni.
Sýningin stendur tfl 28. febrúar og
safnið er opið daglega nema mán. kl.
14-18.
Framúrstefnudjass
Hilmar Jensson, gítar-
leikari og tónhöfundur,
hefur verið iðinn við að
kenna íslenskum eyram
að taka við óheföbund-
inni tónlist. í þvi skyni
hefúr hann iðulega flutt
vini sína frá New York
hingað og einn þeirra,
Andrew D’Angelo, alt-
saxisti og bassaklar-
ínettuleikari, lék með
Hilmari og félögum í
Kaffileikhúsinu síðast-
liðið fimmtudagskvöld.
D’Angelo var ekki að
koma hingað í fyrsta
sinn. Hann lék á plötu
Hilmars, Dofinn, sem
kom út 1995, og markar
sú plata innreið framúr-
stefiiudjassins í íslenskt
tónlistarlíf. Aðrir með-
leikarar Hilmars í þetta
sinn vora þeir Matthías
M. D. Hemstock slag-
verksleikari og Óskar
Guðjónsson tenóristi Hilmar Jensson.
sem báðir era hagvanir í
þessari tegund tónlistar.
Eftir hlé bættust þau Eyþór Gunnarsson pí-
anisti og Bryndís HaOa Gylfadóttir selló-
leikari í hópinn. Þótt Eyþór sé ekki fasta-
maður í þessum hópi er hann ýmsu vanur
í djassi og rútíneraður spunamaður. Öðru
máli hygg ég að gegni um Bryndísi HöOu
sem ég hef ekki heyrt spyrta við djass eða
spuna fyrr og er þekkt fyrir aðra nálgun að
tónlistinni.
Það fór vel á að leika íslenskan framúrstefnudjass meðan Myrkir músíkdagar stóðu yfir
og áhorfendur sátu dolfallnir meðan þau splluðu: Eyþór Gunnarsson, Bryndís Halla
Gylfadóttir, Matthfas Hemstock, Andrew D’Angelo, Óskar Guðjónsson og tónskáldið,
Djass
Ársæll Másson
Efnisskráin var einföld. Fyrir hlé vora
fjögur styttri lög leikin, fyrst „Andrew’s
Ditty“, stutt stef í
tveimur myndiun, og
síðan tvö lög af plötu
Hilmars, „Dofinn" og
„Von“. Búlgarskt
þjóðlag rak endahnút-
inn á fyrri part dag-
skrárinnar.
Eftir hléð kom síð-
an aðalverk tónleik-
anna, „KerfOT eftir
Hilmar Jensson.
Verkið er byggt upp
af niðumegldum,
taktföstum stefium
sem ramma inn
spunakaflana.
Hljóðfærin skiptast
þá oft í tvo hópa
sem spOa hvor sitt
stef. Iðulega skap-
aðist dramatísk
spenna í spunanum
og afltaf var eitt-
hvað að gerast -
áheyrendur fylgd-
ust með dolfallnir á
DV-mynd GVA meðan bjórinn hitn-
aði og kaffið kólnaði
á borðinu. Hljóðfæra-
samsetningin var vel heppnuð og áhöfnin
skflaði öflu sínu framúrskarandi vel. Von
er á þessu verki Hilmars á plötu von bráð-
ar í útgáfuröð þeirra Smekkleysumanna,
„Frjálst er í fiallasal". Miðað við þann
flutning verksins sem heyrðist í Kaffileik-
húsinu verður sú plata eiguleg.
Setningafræði
Mál og menning hefur gefið út Hefð-
bundna setningafræði handa fram-
haldsskólum eftir Ragnheiði Briem í
tveimur bókum, lesbók og verkefna
hefti. í lesbókinni era lykOhugtök
setningafræðinnar skýrð með fiöl-
mörgum dæmum og gefm hagnýt
ráð tfl að greina setningahluta. í
; verkefnahefti era fiölbreyttar æf-
! ingar og verkefni við hvem kafla
lesbókarinnar.
Woody verri en haldið var
Ný ævisaga Woodys Allen eftir John Baxter (gef-
in út af Harper Collins) reynir aö grafast fyrir um
sambandið milli ævi söguefnisins og listar og þykir
velta við flestum steinum I lífi hans.
Og skyldi þá vera einhver munur á Woody vera-
leikans og Woody bíómyndanna?
Baxter segir að Woody sé ekki nærri því eins
feiminn og klemmdur í alvöranni og
á tjaldinu, en hann sé í staðinn mun
leiðinlegri og ógeöfelldari persóna í
veruleikanum. í bíómyndunum er
hann sjálfhverfur en i veruleikanum
gengur sjálfselska hans út yfir allan
þjófabálk. Hann er snöggur að reka
leikara ef eitthvað kemur upp á og
kemur illa fram við ástkonur sínar og
sambýliskonur sem era orðnar þó
nokkrar síðan hann gifti sig fyrst Harlene Rosen
1956, þá 21 árs gamall. Hann laðast að unglingsstúlk-
um og Baxter gerir því skóna að hann geti í raun og
vera ekki upplifaö þá ást milli fólks sem hann fiall-
ar þó stundum svo fallega um i myndunum sínum.
Eftirlikingin er sem sagt betri en frammyndin.
Umsjón
Sllja Aðalsteinsdóttir