Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999
13
Einstæðir foreldrar
þurfa líka að lifa
„Fram hefur komið að fylgni er milli þjóðfélagsstöðu foreldra og heilsu-
fars barna þeirra.“ - Myndin er úr myndasafni DV.
skortir til þess pólitískan vilja.
Við í samfylkingunni erum reiðu-
búin að framkvæma slíka stefhu.
Einstæðir foreldrar eiga skilið
betri stjómarstefnu, en þá sem
þeir búa við í dag. Ailir eiga rétt á
að geta lifað með reisn.
Jóhanna Sigurðardóttir
Nýverið var vakin at-
hygli á því að fjöldi ein-
stæðra foreldra sem
leita þarf fjárhagsað-
stoðar hefur aukist
verulega á sl. árum og
er nú um þriðjungur
þeirra sem leita sér
framfærsluaðstoðar hjá
Reykjavíkurborg. Á
sama tima hefur fækk-
að í öðram hópum sem
þurfa aðstoð.
Tekjur og
framfærsla
Framfærslukostnað-
ur vegna bama 16 ára
og eldri er mjög mikill.
Könnun sem Félag ein-
stæðra foreldra lét gera
fyrir nokkrum árum
sýndi að framfærslukostnaður
barna á aldrinum 13-15 ára var þá
áætlaður um 500 þús. kr. árlega.
Algengar árstekjur einstæðra for-
eldra eru 800 þúsund til ein millj-
ón á ári. Einnig hefur verið bent á
að einstæðir foreldrar fengu
minni launahækkun á sl. ári en
aðrir á vinnumarkaði.
Hækkun atvinnutekna milli ár-
anna 1996 og 1997 hjá einstæðum
foreldrum var um 5% meðan
hækkun annarra var um 7%.
Fram hefur komið að fylgni er
milli þjóðfélagsstöðu foreldra og
heilsufars barna þeirra. Líka í því
samhengi hlýtur
það að vera alvar-
legt umhugsunar-
efni, að einstæðir
foreldrar eru að
stórum hluta lág-
launafólk.
Húsaleigubæt-
ur og persónu-
afsláttur
Undirrituð hefur
lagt fram á Alþingi
tvö brýn mál sem
verulega munu
bæta hag einstæðra
foreldra. Um er að
ræða skattfrelsi
húsaleigubóta og
að einstæðum for-
eldrum verði heim-
ilt að nýta óráðstaf-
aðan persónuafslátt barna sinna.
Undirrituð ásamt fleiri þingmönn-
um stjómarandstöðunnar hefur
einnig óskað eftir að félagsmála-
ráðherra flytji
Alþingi skýrslu
um kjör og að-
búnað einstæðra
foreldra, sem
auðvelda á alla
ákvarðantöku til
að bæta hag
þeirra.
Áætla má að
börn einstæðra
foreldra á aldrin-
um 16-19 ára séu
um 5 þúsund og
að kostnaður rík-
issjóðs við að
heimila einstæðum foreldrum að
millifæra ónýttan persónuafslátt
bama sinna kosti ríkissjóð um
400-500 m. kr.
Með því að breyta útfærslu fjár-
magnstekjuskatts, þannig að fjár-
sterkir aðilar og stóreignamenn
verði hinir raunverulegu greið-
endur hans mætti auðveldlega ná í
fjármagn til að tryggja þessar
brýnu aðgerðir í þágu einstæðra
foreldra. Núverandi ríkisstjórn
Kjallarinn
Jóhanna
Sigurðardóttir
alþingismaður
Undirrituð hefur lagt fram á Al-
þingi tvö brýn mál sem verulega
munu bæta hag einstæðra for-
eldra. Um er að ræða skattfrelsi
húsaleigubóta og að einstæðum
foreldrum verði heimilt að nýta
óráðstafaðan persónuafslátt
barna sinna.“
Refsingar við
fíkniefnabrotum
Ég hef ásamt Gísli Einarssyni
lagt fram á Alþingi frumvarp um
að herða refsingar við fikniefna-
brotum sem eru eitt alvarlegasta
vandamál nútímans. Við leggjum
til að taka upp tveggja ára fang-
elsi sem lágmarksrefsingu fyrir
alvarleg flknefnabrot eins og stór-
fellt smygl og sölu á eiturlyfjum. í
núgildandi lögum er engin lág-
marksrefsing. Við leggjum einnig
til að hámarksrefsing
fyrir alvarleg fíkni-
efnabrot verði hækk-
uð úr 10 árum í 12 ár.
brot hérlendis er 6 ára fangelsi.
Erlendis eru víða mun þyngri
dómar við sölu og smygli á fíkni-
efnum.
Með frumvarpinu er vilji lög-
gjafans gerður skýr fyrir dóm-
stóla og almenning. Vitaskuld
þarf að efla önnur úrræði eins og
aukna fræðslu, forvarnir og með-
ferðarúrræði ungmenna sem hafa
ánetjast eiturlyfjum. Einnig er
Vilji löggjafans
gerður skýr
Almenningur vill
aðgerðir. Kannanir
vísindamanna sýna að
almenningur telur að
fíkniefnabrot séu al-
varlegust allra af-
brota. Yfir 80% fólks
telur að refsingar séu
of vægar. Þjófnaðir og
líkamsárásir hafa aukist verulega
en refsingar hafa lítið breyst í 50
ár. Þyngsti dómur fyrir fikniefna-
„Það á að svæla út stjórnendur
og peningamennina á bak við eit-
urlyfjaviðskiptin. Það þarf að
taka forustu í baráttunni gegn
þessum ófögnuði. Hertar refsing-
argegn alvarlegum fíkniefnabrot-
um eru hluti af árangursríkum að-
gerðum.u
brýnt að styrkja starf lögreglu,
m.a. með auknu fjármagni til að
berjast gegn eiturlyfjum. Auknar
refsingar eru ekki
alltaf besta úrræðið
gegn glæpsamlegu at-
hæfi en gagnvart
fíknefnabrotum þarf
að herða refsingar
eins og gert er hjá
öðrum þjóðum.
Ungt fólk deyr
Eiturlyfin verða sí-
fellt hættulegri og
brýnt er að grípa í
taumana. Við
bendum einnig á
einfalda leið í
frumvarpinu sem
lið í baráttunni,
þ.e. að á Keflavik-
urflugvelli ætti að
vekja sérstaka at-
hygli á þungmn dómum við
fíknefhasmygli en sambærileg-
ar aðvaranir eru víða erlendis
með góðum árangri. Margir
þekkja áhrif eiturlyfja. Flestir
unglingar þekkja afleiðingar
þessa og sögur af félögunum.
Margar fjölskyldur eiga um sárt
aö binda. Fíölmargir íslendingar,
Kjallarínn
Agúst Einarsson
alþingismaður
einkum ungt fólk,
hafa látið lifið af
völdum eiturlyfja.
Skipulagður at-
vinnuvegur neð-
anjarðar
Velta íslenska eitur-
lyfjamarkaðarins er
1 til 1,5 milljarðar
kr. á ári. Það er
meira en forseta-
embættið, Hæstirétt-
ur, Alþingi og for-
sætisráðuneytið
kosta samanlagt.
Hér er um umfangs-
mikinn og skipu-
lagðan atvinnuveg
að ræða og hann er
allur neðanjarðar.
Það á að svæla út stjómendur
og peningamennina á bak við eit-
urlyfjaviðskiptin. Það þarf að
taka forustu í baráttunni gegn
þessum ófögnuði. Hertar refsing-
ar gegn alvarlegum fikniefnabrot-
um eru hluti af árangursríkum
aðgerðum.
Ágúst Einarsson
Með og
á móti
Er ávöxtun á verðbréfa-
markaði að hrapa niður í
3-5%? Gera fjárfestar sig
ánægða með slíka ávöxtun?
Menn hafa
ekkert val
„Það er eiginlega ekki spurning
um það hvað menn eru ánægðir
með. Þetta er bara svona, og menn
hafa ekkert val.
Vextir eru að
lækka. Ég held
að jafnvel þessi
5% sem menn
hafa reiknað
með að verði
lægst sé of hátt.
Menn eru að
tala um örugga
ávÖXtun, ekki Þlnglsmaöur.
áhættuávöxtun
heldur eitthvað sem á að sitja eftir.
Ég er ekkert endilega á því að
ávöxtunin fari niður fyrir 5% en
hins vegar er ég hlynntur auknum
sparnaði. Fólk á að skoða það að
spara meira. Sparnaöur hefur
miklu meira gildi en bara það að
gefa vexti. Fólk sem sparar verður
svo miklu öruggara í lífi stnu - hjá
þeim sem eru alltaf á núllinu má
ekkert bregða út af. Málið er að
það er afar hæpið að reikna með
svona hárri ávöxtun eins og verið
hefur undanfarin ár. Það gerist
ekki yfir langan tíma og reynslan
sýnir það að slíkt er mjög erfitt.
Vextir eru að lækka á Verðbréfa-
þingi. Á næstu árum verður gífur-
lega mikið framboð af peningum.
Lífeyrissjóðirnir einir og sér eru
með 80 milljarða króna og það er
gefið mál að það þrýstir vöxtunum
niður.“
Sér hærri
ávöxtunartölur
„Menn tala um ávöxtunartölur á
bilinu 3 til 5% á næstunni. Það eru
tölur sem ég tel ótrúlegt að sjáist á
næstu 5 árum.
Ég sé að þær
verða hærri.
Fjárfestingar-
kostum er skipt
í þrjá flokka:
innlend skulda-
bréf, hlutabréf
og erlend verð-
bréf. Við VOram nnan nveinsson
auövitað að sjá Vlösklptafræölngur.
meðaltal upp á
20% á síðustu sex árum á hluta-
bréfamarkaði en það gat ekki stað-
ist til lengdar á meðan arðsemi fyr-
irtækjanna var 5-10% og vöxtur
lítill. Ávöxtunarkrafa skuldabréfa
er komin niður í 4% raunvexti og
minni breytingar þar fram undan
en verið hafa. Erlendir verðbréfa-
markaðir bjóða áhugaverð tæki-
færi en áhættan getur verið mikil.
Ég tel meðalarðsemi fara lækkandi
en fyrirtækin á markaðnum eru
fleiri og þar með aukast tækifærin.
Alltaf eru til fyrirtæki sem skila
viðunandí arðsemi. Menn þurfa að
spekúlera í hlutabréfamarkaði og
hlutabréfasjóðirnir eru í því að
kanna þann markað. En svarið við
spumingunni getur allt eins verið
hvort fjárfestar eigi að leggjast í
botnlausa neyslu í stað þess að
spara, bara út af þvi að þeir sætta
sig ekki við nokkra lækkun ávöxt-
unar. Slíkt getur ekki talist hyggi-
legt til langframa. Með skynsam-
legri dreifingu fjárfestinga tel ég
að menn nái mun hærri ávöxtun
en 3-5%. Og skoði maður milljón
sem er á 5% ávöxtun i 30 ár þá
jýðir það 4,3 milljónir sem er
hreint ekki slæm ávöxtun. Og
menn ættu líka að skoða að ef vext-
irair lækka þá vinnst margt.
Minni verðbólga hefur fært okkur
lægra verð á raftækjum, bílum og
fleiru. Ávöxtunartalan ein og sér
segir ekki alla söguna. Ég held að
menn haldi áfram að spara. Hér er
í raun um að ræða finan lífeyris-
sjóð fyrir fólk.“ -JBP