Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Síða 20
24
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999
Iþróttir unglinga
Ósigraðar hjá Val í vetur
- unnu síðast FH-stúlkur og hafa unnið alla átta leiki sína í vetur í 2. flokki
Það slær enginn Valsstúlkum við í 2. flokki
kvenna í vetur, eða allavega enn þá. Áttundi
sigurinn i átta leikjum kom gegn FH á
dögunum, 21-20, og hafa Valsstúlkur nú unnið
báða leikina gegn FH í vetur. FH er þeirra
helsti keppunautur ásamt Gróttu/KR en það
má segja að þessi þrjú lið skeri sig nokkuð úr.
Þannig eru liðin sem spiluðu til úrslita í
fyrra hvergi sjáanleg nú, Stjaman situr á
botninum og íslandsmeistarar Víkinga eru
ekki með lið. Þaö er því ljóst aö þeir verja
ekki titilinn í vetur og Valsstúlkur eru núna
líklegastar til að taka við krúnunni.
Leikur Vals og FH var vel leikinn og bauð
upp á flestallt sem handboltinn hefur upp á að
bjóða. Heimamenn í Val höfðu frumkvæðið
aílan leikinn og leiddu 12-6 í háifleik.
Valsstúllur urðu samt fyrir miklu áfalli í
fyrri hálfleik er lykilmaður þeirra og
byrjunarmaður í meistaraflokki, Hafrún
Kristjánsadóttir, meiddist á ökkla. Hún gat
ekki verið meira með í leiknum. Valur komst
síðan í 16-8 en þá var sem FH-stúlkur færu að
taka viö sér og á næstu 20 mínútum skoruðu
þær 11 mörk gegn 3 og náðu að jafna leikinn í
19-19. Sigurmark Vals skoraði síðan Marín
Sörens, sem er enn í 3. flokki en kom mjög
sterk inn í lok þessa leiks og skoraði markið
á síðustu sekúndum leiksins. Önnur sem er
enn í 3. flokki en átti einnig stórleik var
markvörðurinn Berglind Hansdóttir en
annars má segja að frábær vörn beri Val
langt. Valur hefur aðeins fengið á sig 132
mörk í 8 leikjum sem eru 16,5 mörk að
meðaltali á sig í leik. Mörk FH komu þannig
eiginlega öll úr hraðaupphlaupum eða
vítaköstum en fá gegn fullskipaðri vöm Vals.
Mörk Vals: Sigurlaug Rúnarsdóttir 7, Bjarney
Bjamadóttir 3, Marin Sörens 3, Eygló Jónsdóttir 2,
Ama Grímsdóttir 2, Þóra Helgadóttir 2, Hafrún
Kristjánsdóttir 1. Berglind Hansdóttir varði 16 skot.
Mörk FH: Þórdís Brynjólfsdóttir 7, Drífa Skúladóttir
3, Dagný Skúladóttir 3, Harpa Vífilsdóttir 3, Katrin
Gunnarsdóttir 2, Guðrún Hólmgeirsdóttir 1. Nancy
Jóhansdóttir varði 8 skot. -ÓÓJ
Hið sterka 2. flokks lið Vals sem er enn ósigrað í vetur. Liðið er þannig skipað. Efri röð frá vinstri: Marín Sörens, Kolbrún Franklín, Kristfn Geirarðsdóttir,
Heiður Baldursdóttir, Eva Dögg Benediktsdóttir, Þóra Helgadóttir og Bjarney Bjarnadóttir. Neðrr röð frá vinstri: Eygló Jónsdóttir, Anna M. Guðmunsdóttir,
Sigurlaug Rúnarsdóttir og Arna Grímsdóttir, fyrirliði og stjórnandi sigursöngva. Á myndina vantar Hafrúnu Kristjánsdóttur. Þjálfari er Boris Abkachev.
Úrslit leikja í 2.
flokki kvenna
Stjaman-Fram................0-10
Grótta/KR-ÍR...............24-11
Valur-Fjölnir..............23-11
Grótta/KR-Fram.............28-15
FH-Valur...................19-24
Fjölnir-Stjaman.............10-0
Stjaman-FH.................15-42
Völsungur-Stjaman .........14-13
FH-Grótta/KR ..............25-26
Fram-Fjölnir ..............11-10
Grótta/KR-Fjölnir .........41-14
FH-Völsungur ..............28-15
Valur-Völsungur ...........26-15
FH-Fram ...................34-18
Valur-Stjaman..............32-22
Grótta/KR-Valur ...........17-18
Fjölnir-FH .............FH vann
Stjaman-Grótta/KR .........19-30
Völsungur-Fjölnir..........24-11
Fram-Valur ................11-39
Fjölnir-Valur..............18-36
Fram-Stjaman...............22-26
Valur-FH...................20-19
Staðan
Valur 8 8 0 0 16
Grótta/KR 5 4 0 1 8
FH 7 4 0 2 8
Völsungur 4 2 0 2 4
Fram 6 2 0 4 4
Fjölnir 6 10 5 2
Stjarnan 7 10 6 2
Umsjón
ÓskarÓ.Jónsson
Myndir frá hinum æsispanndi leik Vals og FH f 2. flokki
kvenna sem fram fór á dögunum.
Lengst til vinstri reynir Marín Sörens að brjótast fram
hjá þeim Katrínu Gunnarsdóttur og Drífu Skúladóttur,
varnarmönnum FH.
Marín sést hér síðan skora sigurmark sitt í leiknum
aðeins nokkrum sekúndum fyrir leikslok með góðu
gegnumbroti.
Lengst til hægri skoraði markahæsti lelkmaður Vals,
Siguriaug Rúnarsdóttir, eitt af sjö mörkum sínum en
Sigurlaug lék mjög vel í leiknum.
DV-myndir ÓÓJ
Samstarf HK og Víkings:
Sameinaðar
stöndum vér
Það er farið að aukast að félög
vinni saman að ýmsum góðum mál-
efnum og eitt skemmtilegt dæmi um
það er samstarf Víkings og HK í að
gera út sameiginlegt lið félaganna í
3. flokki kvenna i knattspymu.
Þegar ljóst var að ekki næðist í
nægilega margar stelpur til að æfa
fyrir næsta sumar hjá báðum
félögum var haft samband yfir Foss-
vogslækinn en eins og menn vita
eru félögin staðsett bæði í Fossvogs-
dalnum, Víkingur Reykjavíkurmeg-
in og HK Kópavogsmegin.
Það að þessi lið séu hvort í sínu
bæjarfélaginu gerir þessa samein-
ingu enn þá skemmtilegri þar sem
hið nýja lið í 3. flokki er löglegt í öll
mót á höfuðborgarsvæðinu, bæði
Reykjavíkurmót og Faxaflóamót.
Kostur þessarar sameiningar er
sá að þessar stelpur fá vettvang til
að æfa og keppa á og enn fremur fá
þær úr nógu af mótum að moða á
þessu sumri.
Ef ekki hefði orðið af þessari sam-
einingu mætti telja víst aö hvoragt
félagið hefði haldið úti liði næsta
sumar en þess í stað fá stelpurnar
nóg að gera í sumar.
Hér má sjá hið nýja lið HK/Víkings í 3. flokki kvenna í knattspyrnu. Félögin hafa gert með sér eins árs samning um
að halda úti sameiginlegum flokki. Á þessarri mynd má enn fremur sjá hinn nýja búning hins sameiginlega liðs.