Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Side 22
26 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 Hringiðan Hjónin Svavar Gests- son alþingismaður og Guðrún Ágústsdóttir borgarfulitrúi voru á frumsýningu leikrits- ins Horft frá brúnni á föstudaginn. Eskimo models kynntu ný námskeið í Kringlunni á laugardaginn. Stúlkur sem hafa verið á fyrri nám- skeiðunum örkuðu upp og niður pallana og sýndu hvað þær hafa lært. DV-myndir Hari Aiþingismaðurinn Árni Johnsen rabbar hér við Guðna Þ. Guð- mundsson org- anista í Sólarkaffi ís- firðinga sem haldið var á Broadway á laug- ardaginn. Þeir félagarnir hafa nú sjálfsagt rennt nið- ur fáeinum „sólarpönsum". Borgarleikhúsið frumsýndi á föstudaginn leikritið Horft frá brúnni eftir Arthur Miiier í nýrri þýðingu Sigurðar Pálssonar. Björgvin Gíslason og Ragnar Örn Blævarr voru á sýningunni. í tilefni af bóndadeginum var haldið karl- rembukvöld í Kaffileikhúsinu á föstudag- inn. Meðal þeirra sem komu fram voru rit- höfundurinn Auður Haralds og listamað- urinn Haraldur Jónsson. Markús Þór Andrésson og Þorlákur Einarsson eru mennirnir á bak við kvöldið og sáu til þess að menn fengju útrás fyrir rembuna. Leikrit Arthurs Millers, Horft frá brúnni, var frumsýnt í Borgarleikhúsinu á laugardag- inn. Rithöfundurinn Brian FitzGibbon, Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður, Elín Edda leikmyndahöfundur og tónlistarmaðurinn Sverrir Guðjónsson voru á frumsýningunni. Sveinbjörn Halidórs- son listamaður opnaði sýningu á verkum sín- um í Gallerí Horninu á laugardaginn. Svein- björn er hér ásamt Björgvini Andersen við opnun sýningarinnar sem listamaðurinn kallar Tré og upp- sprettur. Það má alltaf ganga að góðum tónleikum vísum í Geysi kakóbar síð- degis á föstudögum. Á föstudaginn spilaði rokkarinn „Gálan“ á þessum síðdegistónleikum Hins hússins og Rásar 2. Vel fór á með Þorsteini M. Jónssyni, framkvæmda- stjóra Vffiifells, og Finni Árnasyni, framkvæmda- stjóra Nýkaups, eftir að Þorsteinn hafði formlega opnað heimasíðu Coca Cola á íslandi. Vefurinn er í þrívíddarumhverfi og er eini slíki vefurinn sem OZ hefur hannað fyrir íslenskt fyrirtæki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.