Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Page 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 IXSiF nn Ummæli Tek ekki aftur þátt í skrípaleik „Ég mun aldrei skrifa undir kjarasamninga oftar án þess . að í þeim sé skýrt opnunarákvæði stormi aðrir þjóð- ! félagshópar fram úr okkur eins og ; ' hefur gerst. Það sem kallað var opnunarákvæði í gildandi samning- um var bara rugl og slíkum skrípaleik tek ég ekki þátt í aftur. Aðalsteinn Baldursson, verkalýðsforingi á Húsavík, í Degi. Ekki einn í ráðum „Ég þekki ekkert til þessa manns en ég held, eins og í æv-1 intýrinu um Búkollu, að hann | sé ekki einn í ráðum.“ Kári Stefánsson, um prófess- or sem skrifaði grein í New York Times, gegn gagna- grunninum, í DV. Útfararstjórar Dagsbrúnar „Við hjónin fengum áfall 1 þegar við heyrðum þetta nafn og þá menn sem gera þetta kalla ég útfararstjóra Dagsbrúnar." I Pétur Pétursson, fyrrv. þulur, um nafnið Efling - stéttarfélag, í Degi. Tilgangslausustu fyrirbærin \ „Unglingar á íslandi eru til- J gangslausustu fyrirbærin sem f draga andann. Allir vilja eiga barn. Enginn vill eiga ungling. ) í rauninni ættu miklu fleiri að fá sér gæludýr en að standa í barneignum." Friðrik Erlingsson rithöfund- ur, í Morgunblaðinu. Hélt að Jón væri að styðja Leif „Ja, héma. Ég sem hélt að Jón Baldvín væri að styðja Leif Eiríksson heppna í Vestur- heimi." Mörður Árnason prófkjörsþátttak- andi um óvæntan stuðnings Jóns Baldvins Hanni- balssonar við f einn prófkjörsþátttakanda, í DV." Vænlegur kostur „Ef Samfylkingarfólkið still-1 ir sig um að tala eins og það hafi í hyggju að leggja niður I góðærið gæti því tekist að búa til mjög vænlegan valkost... Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, í DV. Aðalheiður Héðinsdóttir, maður ársins 1998 á Suðurnesjum: •að er ódýr munaður að drekka eott kaffi DV, Suöumesjum: „Hugmyndin að kaffibrennslu kvikn- aði þegar við fjölskyldan bjuggum í Bandaríkjunum í nokkur ár,“ segir Að- alheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs, en hún var valin maður ársins 1998 á Suðumesjum af blaðinu Víkurfréttum. „Þetta byijaði hægt en fyrirtækiö hefur vaxið og það er komið til að vera, Kaffi- tár verður tíu ára á næsta ári. Hug- myndin að fyrirtækinu kviknaði þegar við bjuggum i Madison í Visconsin og ég fór að versla í kaffibúðum og fann þá mikinn gæðamun á kaffi. Ég hafði síðan samband við kaffimeistara og réð mig í vinnu hjá honum. Ég hafði ekki græna kortið sem er nauðsynlegt til að geta unnið löglega fyrir kaupi í Bandaríkjun- um. Ég samdi því við kaffimeistara um að ég ynni fyrir hann kauplaust og á móti kenndi hann mér allt sem ég þurfti að vita til að geta rekið kaffibrennslu og kaffibúðir. Það má því segja að ég hafi verið á samningi hjá honum.“ Eftir heimkomuna ætlaði Aðalheiður að opna kaffiverslun en fyrst varð hún að hefja rekstur kaffibrennslu svo hún gæti boðið upp á gæðakaffi í verslun- inni. „Ég hóf reksturinn í 400 fm hús- næði sem faðir minn á en starfsemin er núna búin að sprengja það utan af sér. Verslanir á Suðumesjum tóku okkm- strax mjög vel og sama má segja um mörg fyrirtæki hérna en markaðurinn suður frá er lítill og hjólin fóru ekki að snúast fyrir alvöru fyrr en markaðurinn á Reykjavikur- sér. Við framleiðum ekki aðeins fyrir smásöluverslanir heldur einnig fýrir veitingahús. Mörg þeirra eru með sínar eigin blöndur sem henta þeirra mat- seðli. Kaffið er ferskvara og því skipu- leggjum við starfsemina eins og bakarí, Maður dagsins varan þarf alltaf að vera ný og það er ódýr munaður að drekka gott kaffi." Fyrirtækiö er alltaf að auka markaðs- hlutdeild sina og salan hefúr auk- ist jafht og þétt M því það var stofnað, á síðasta ári varð söluaukning 39%. Aðalheiður lét draum- inn um kaffibúð þó verða að veruleika síðar því fyrir fjórum árúm opnaði hún eina slíka í Kringl- unni og á síðasta ári var opnað kaffihús í Bankastræti þar sem hægt er að kaupa veit- ingar. „Næsta verkefni okkar er að taka á hús- næðismálunum og síðan erum við að láta gera fyrir okkur nýjar umbúðir sem verða teknar í notkun á þessu ári svo það eru alitaf ein- hveij- svæðinu tók við DV-mynd Arnheiður ar breytingar í gangi. Það hefur aldrei hvarflað að mér að færast of mikið í fang, ég held aö ég sé frekar varkár og hugsi hlutina vel út áður en ég hefst handa. Við höfum mjög gott starfsfólk og það vinna eingöngu konur í fyrirtækinu.“ Aðalheiður segir áhugamálin og vinnuna fléttast nokkuð saman. „Ég hef voðalega gaman af að ferðast til kaffiræktunarlanda og hef farið í nokkrar slíkar ferðir og það er engu líkt. Þá erum við hjónin í dansskóla. Síðan hef ég gaman af útiveru og ferðalögum innanlands með fjölskyldunni. Viljinn til að ferð- ast er mikill en tíminn er oft naumur hjá fólki í fyrirtækja- rekstri. Þá eig- um við gamalt hús sem við höf- um verið að gera upp síðastliðin 18 ár.“ Eiginmaður Aðalheiðar er Ei- ríkur Hilmarsson aðstoðarhagstofu- stjóri og eiga þau þrjú böm, Andreu, 18 ára, Héðin, 12 ára, og Bergþóra, 10 ára. -AG Samavikan í Norræna húsinu Á Samavikunni í Nor- ræna húsinu verður í dag, á morgun og fimmtudag nám- skeið í samisku handverki kl. 18 alla dagana. Leiðbein- andi: Bima Halldórsdóttir. í kvöld kl. 20 verður fúndur sem hefur yfirskriftina Húsagerð Sama. KjeU 0ksendal sendikennari og Óli Hilmar Jónsson arki- tekt fjalla um hvað var sam- eiginlegt með Sömum og Is- lendingum í húsagerð en þeir notuðu torf sem bygg- ingarefni allt frá sögulegum tíma. Sýningar Sýningin Geadit - Sjón- hverfingar, með verkum eft- ir listakonumar Maj Lis Skaltje, Maija Helander, Britta Marakatt Labba, Merja- Aletta Ranttila og Ingunn Utsi stendur yfir í sýningar- sölum Norræna hússins. Sýningin er á vegum Si- ida-Samasafhsins í Inari og Náttúmstofiiunar Norður-Lapplands. Sýn- ingin stendur til 14. febrúar. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2312: ■evpa r- Sóknarfæri EVÞon.- Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Loftur Er- lingssson baríton syngurá Poulenc-há- tiðinni í Iðnó í kvöld. Fjórðu Poulenc- tónleikarnir Fjórðu og síðustu Poulenc-tón- leikamir verða í Iðnó i kvöld kl. 20.30. Á tónleikaskránni eru fimm verk: Sónata fyrir tvö klarínett, Sónata fyrir selló og píanó, Le bastieire fyrir baritón og píanó, Sónata fyrir fiðlu og píanó, Sónata fyrir klarínett og píanó og Mou- vements Perpétuels fyrir flautu, óbó, klarinett, fagott, hom, fiðlu, víólu, selló og kontrabassa. Tónleikar Einsöngvari í Le bastieire laga- flokknum er Loftur Erlingsson og við píanóið er Gerrit Schuill. Þar bregða þeir upp á snilldarmáta lögum Poulencs um úlfalda, tí- betska geit, engisprettu, höfinmg og vatnakrabba. Verkið er afar lit- ríkt og skemmtilegt og nýtist í því reynsla Lofts af óperusviðinu. Lokaverk tónleikanna, Mouvem- ents Perpétuels, er lokaverkið. Verkið samdi Poulenc fyrir ein- leiks píanó árið 1918 en gerði síð- ar hina smellnu útsetningu fyrir nónett sem hér verður leikin. Flytjendur í þessu verki em Kol- beinn Bjamason, flauta, Eydís Franzdóttir, óbó, Ármann Helga- son, klarínett, Kristín Mjöll Jak- obsdóttir, fagott, Anna Sigur- bjömsdóttir, hom, Gréta Guðna- dóttir, fiðla, Herdís Jónsdóttir, víóla, Bryndís Björgvinsdóttir, selló og Hávarður Tryggvason, kontrabassi. Bridge Bandaríkjamaðurinn Steve Robinson fékk nýlega topp í tví- menningskeppni á skemmtilegan hátt. Samningurinn var fjórir spað- ar og yfirslagimir vom gulls ígildi. Honum tókst að fá 12 slagi í þeim samningi en hið sérkennilega við spilið var að tólfti slagurinn kom á lauflitinn. Sagnir gengu þannig, norður gjafari og a-v á hættu: 4 ÁKG98532 4» ÁG10 ♦ 9 * D * D * 74 * KDG7 * K106432 N * 10 * K9853 * 1042 * Á875 * 764 * D62 * Á8653 * G9 Norður 2 * 4 4 Austur pass p/h Suöur 2 * * •* Vestur pass Tvö lauf var alkrafa og tvö hjörtu sýndu tvö kontról (Ás=2, K=l). Út- spil austurs var lítið hjarta sem Robinson tók á drottningu 1 blind- um. Hann spilaði nú spaða á ás, tók tígulásinn, tromp- aöi tígul, spilaði spaða á sjöuna, trompaði aftur tígul, spaða á sex- una og trompaði tígul þriðja sinni. Robinson renndi síðan niður trompum sínum þar til staðan var þessi: «4 ÁG 4 - * D 4 - •* 7 4 - * K106 N V A S 4 - 4» K9 4 - * Á8 4 - •* 6 4 8 * G9 Þegar Robinson spilaði síðasta trompi sínu varð austur að henda laufásnum til að koma í veg fyrir að vera endaspilaður í hjarta. Robin- son gat þá tekið slag á hjartaásinn og spilað laufdrottningu. Laufgosi blinds var tólfti slagurinn. ísak öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.