Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Síða 36
I
■3
s ld
<
s
v> O
FRÉTTASKOTIO
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá I slma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999
Grunnskóli Borgamess:
Ógnaði kenn-
ara með hnífi
Nemandi í Grunnskólanum í
Borgarnesi ógnaöi kennara með
vasahnífi í lok kennslustundcir í
gær. Nemandanum var vísaö tíma-
bundiö úr skóla og mætir því ekki í
dag. Samkvæmt upplýsingum DV
varð fjöldi einstaklinga vitni að ógn-
uninni, sem þó er ekki talin hafa at-
vikast með þeim hætti að ætlun
nemandans hafi beinlínis verið að
beita vopninu. Engu að síður dró
nemandinn upp hníf og beindi að
kennara sínum.
Kristján Gíslason skólastjóri
sagði við DV í morgun að verið
væri að vinna í málinu. -Ótt
Bensínverð:
Frekari lækkun
Geir Magnússon, forstjóri Olíufé-
lagsins hf„ sagði í morgun að frekari
bensínlækkun væri
hugsanleg á næst-
tmni til viðbótar við
þá 3,3% lækkun sem
varð í ársbyrjun.
Breytingar á heims-
markaðsverði gæfu
þó ekki tilefni til
meiri lækkana en um
nokkra aura á lítr-
ann.
Síðustu 12 mánuðina hefur útsölu-
verð á bensíni lækkað um 9%. Sú
mikla lækkun sem varð á heimsmark-
aðsverði bensíns í nóvember hefur að
mestu haldist. -SÁ
Geir Magnús-
son.
Um 80 kg af pósti voru í pokunum
sem fundust í bíl annars „bréfber-
ans“.
" „Bréfberarn-
ir“ lögsóttir
DV, Akureyri:
„Það hlýtur að vera að mennimir
verði lögsóttir," segir Guðlaugur
Baldursson, stöðvarstjóri íslands-
pósts á Akureyri, vegna máls mann-
anna tveggja sem voru ráðnir til að
bera út póst í bænum í desember en
söfnuðu um 80 kg af pósti í bíl ann-
ars mannsins eins og DV skýrði frá
í gær. Guðlaugur sagðist eldd vita
hvort íslandspóstur fengi á sig kær-
ur vegna málsins. Pósturinn sem
^innihélt m.a. jólakort var borinn út
í gær og fólk beðið afsökunar. -gk
Umskipti urðu í gær í máli Bretans Kios Briggs, sem flutti 2030 e-töflur til íslands í september, þegar vitni, Islending-
ur sem hefur rekið bar á Benidorm, sagðist hafa vitað um efnin áður en þau fóru til íslands og samið við lögregluna
- um að eigin mál yrðu látin niður falla ef hann kjaftaði frá Bretanum. Sjá umfjöllun um það sem gerðist í dómsaln-
um á blaðsíðu 4. DV-mynd Hilmar Þór
íslenskur læknir:
Fær milljarð i
rannsóknarstyrk
„Maður veit það aldrei hvort maður
fer aftur heim, það yrði erfitt fyrir
mig að vinna við
svona stórverkefni á
íslandi. Maður verð-
ur ekki virkur alþjóð-
lega séð nema með
því að hafa þetta
svona stórt,“ sagði
Karl Tryggvason
læknir í Kaupmanna-
höfn í morgun. í gær
tók hann við verð-
launum Novo Nordisk sjóðsins, rúm-
um eitt þúsund milljónum íslenskra
króna, úr hendi Margrétar Þórhildar
Danadrottningar. Þetta mun vera
stærsti styrkur sem nokkur sjóður
veitir til læknavísinda í heiminum
nú.
„Það er alveg klárt að upplýsingar
úr íslenska gagnagrunninum munu í
framtíðinni leysa ýmsar gátur sem
læknavísindin glíma við í dag. Það er
alveg sérstakt tækifæri fyrir ísland að
koma sér fyrir sem stór aðili í vís-
indasamfélagi heimsins," sagði Karl í
morgun.
Karl stjórnar 32 manna liði við
Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi
og stundar rannsóknir á sykursýki,
sem þegar hafa leitt til umtalsverðrar
niðurstöðu. -JBP
Kolsvört skýrsla um aögerðaleysiö í málefnum Flateyringa:
Nauðungaruppboðið
fékk flýtimeðferð
- svik bæjarstjórnar, segir Magnús Björgvinsson sem missti hús sitt
„Við, fjölskylda mín og ég, fór-
um mjög illa út úr þessu aðgerðar-
leysi. Það var sama við hvern
maður talaði, enginn gat svarað
neinu,“ segir Magnús Björgvins-
son sjómaður á Flateyri. Magnús
er einn fómarlamba aðgerðaleysis
opinberra aðila eftir snjóflóðið á
Flateyri. Hús hans varð fyrir flóð-
inu og eyðilagðist en hékk þó uppi.
Hann hefúr síðan gengið þrauta-
göngu milli Heródesar og Pílatus-
ar í kerfínu og verið vísað fram og
til baka án þess að fá neina niður-
stöðu, hvað þá úrlausn.
Svo fór að Húsnæðisstjórn hót-
aði honum uppboði árið 1997. Þá
sneri hann sér til bæjarstjóra ísa-
fjarðarbæjar. „Hann vissi þá ekk-
ert um málið né einusinni hvar
eignin er,“ segir Magnús. Hann
segist hafa æ ofan f æ leitað svara
Magnús Björgvinsson ásamt Magn-
úsi syni sínum. DV-mynd GS
en verið vísað frá einum til annars
innan félagsmálaráðuneytisins,
þaðan í umhverfisráðuneytið þar
sem sama sagan endurtók sig og
koll af kolli. „Þetta var bara hring-
ur og maður endaði að lokum á
sama kallinum og maður byrjaði
á, sem þá var kominn í sumarfrí.
Það fór því svo að húsið fór á upp-
boð án þess að við fengjum rönd
við reist. Þeir meira að segja flýttu
fyrir eins og þeir gátu svo uppboð-
ið gæti farið fram. Bæjarstjómin
gerði ekkert í málinu og því fór
sem fór. Kristján Þór Júlíusson
bæjarstjóri lofaði okkru að ganga í
málið og flýta því að við fengjum
bætur en han sveik það gjörsam-
lega,“ segir Magnús.
Aðspurður hvort sú gagnrýni á
þessa framkomu gagnvart honum
og öðrum Flateyringum í sömu
Veðrið á morgun:
Stormur fyrir
sunnan og
vestan
Á morgun verður suðaustan
hvassviðri eða stormur um landið
sunnan- og vestanvert framan af
degi en annars stinningskaldi eða
allhvasst. Rigning eða slydda verð-
ur sunnanlands og vestan á lág-
lendi en dálitil slydda eða snjó-
koma norðanlands og austan þegar
líður á daginn. Hlánar á láglendi
um mestallt land á morgun.
Veðrið í dag er á bls. 37.
stöðu sem vænta má í skýrslu Guð-
jóns Petersens verði honum ein-
hver hjálp í þessum þæfingi öllum
svarar Magnús: „Veistu það að ég
hef ekki lengur neina trú á kerfínu.
Ég er búinn að tala við svo marga
innan þess og reka mig á að það er
ekki að marka orð af því sem þeir
segja. Þeir lofa að hafa samband
við mann, eins og t.d. ráðuneytis-
stjóri forsætisráðuneytisins í febr-
úar í fyrra. Hann hefur nú ekki «
haft samband ennþá og það er að
koma nýr febrúar. Maður er oft bú-
inn að vera oft andvaka yfir þessu,
en það er Það er ekki bara verald-
legi þátturinn í þessu sem farið hef-
ur illa með mann, heldur hefur
þetta líka legið þungt á sálartetr-
inu,“ segir Magnús Björgvinsson.
Viðbrögð bæjarstjóra á bls. 2
-SÁ
Maggí
-gœði, úrval og gott verð
MERKILEGA MERKIVELIN
bíOther PT-550 ný vél
tengjanleg við tölvu
8 leturgeröir,
8 stærðir, 15 leturútlit
úrval strikamerkja
6 til 36 mm boröar
prentar í 7 linur
Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport