Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1999 Spurmngin Lesendur Ertu búin/n að borða þorramat? Kristín Markúsdóttir: Ég boröa ekki þorramat. Friðrik Sigurðsson sjómaður: Ég fæ þorramat í kvöld. Gunnar Hólm: Ég er aðeins byrjað- ur. Haukur Erlingsson nemi: Nei. Sigurður Dan nemi: Já, ég borða alltaf þorramat á þorranum. Tölvuupplýsingar í bílum um umferðina Bréfritari tekur dæmi af nýjum þýskum skutbílum með nýjasta tölvubúnað fyrir móttöku upplýsinga um umferð og ástand vega. - Hvenær kemur tækn- in í bíla hér? Skarphéðinn Einarsson skrifar: Nýlega leigði ég bílaleigubíl af Opel Astra-gerð í Glasgow. Þetta var nýr bíll af „Station Wagon“ gerð. Það sem vakti athygli mína var að í bíinurn var móttökuútbúnaður stað- settur í útvarpi (hljómtækjunum). Hægt var að stilla inn á upplýsing- ar á 15 eða 30 mínútna fresti þannig að útvarpssending rofnaði og kom þá inn elskuleg kvenmannsrödd sem las upplýsingar um allt er snerti umferðina - umferðarþunga, færð og annað sem máli skipti á hraðbrautinni. Ég ók sem leið lá til Englands og var á um 120 km hraða mestalla leiðina sem tók mig um 4 sólar- hringa með góðum hvíldum. Þessi búnaður átti eftir að koma að góð- um notum, sérstaklega er ekið var að kvöld- eða næturlagi. Tölvan kom inn með upplýsingar eins og þessar: Þú ekur nú á hraðbraut M 62, það er þung umferð vöruflutn- ingabíla, akstursskilyrði eru góð. - Eða: þú ekur nú á hraðbraut J 6, umferð er þung, þoka til staðar víð- ast - kveikið ökuljós og þokuljós að aftan. Og enn aftur: Þú ekur nú á hraðbraut A 74, hálka á hálendi, dragið úr hraða við mætingar, vega- framkvæmdir fram undan eftir 3 mílur, aðeins 2 akreinar í hvora átt af 5 venjulega. Vegakerfið þarna er mjög gott eins og víðast í Bretlandi. Yfirleitt eru 5 eða 6 akreinar í hvora átt, upplýsingaskilti eru stór og upplýst og birtast talsvert löngu áður en komið er að viðkomandi stað. Hrað- inn er vel á annað hundrað km. Það er enginn vafi að svona út- búnaður auðveldar akstur og það er mikið öryggi með honum. Útbúnað- ur þessi er í öllum dýrari bílum, sérstaklega þeim þýsku. Þess vegna hlýtur hann að vera í öllum slíkum bílum á íslandi núna. Er ekki hugs- anlegt að koma svona útbúnaði við vegi á landinu? Með því mætti koma upplýsingum til ökumanna i gegnum útvarpsstöðvar, t.d.eitthvað á þessa leið: Þú ert nú að leggja á Hellisheiði, hálka er í Svínahrauni, farið gætilega - og svo færi geisla- spilarinn aftur í gang með ljúfri og þægilegri tónlist. Já, það er af mörgu að taka í tækninni nú á dögum og öll á hún að berast til íslands, m.a. í nýjum bílum sem hafa áðumefndan stað- alútbúnað. GÓ5 skipti á EES og NAFTA Eyþór hringdi: Nú berast fréttir um það hingað til lands úr ferð forsætisráðherra okkar til Mexíkó, að þarlendur for- seti bjóði okkur gull og græna skóga varðandi markaðssetningu framleiðslu okkar í NAFTA-ríkjun- um í gegnum Mexíkó. í Mexíkó gætum við hafið fram- leiðslu við bestu kjör að því er varðar framleiðslukostnað og selt hana síðan í Bandaríkjunum eða Kanada. Ég tel að hér eigum við ekki að hika og taka þessu boði um- svifalaust. Það er okkur íslendingum mikil- vægt að komast inn á markað NAFTA-landanna og miklu mikil- vægara en að hanga aftan í Evrópu- löndunum með þeirra takmarkanir og hömlur sem bundnar eru við inn- flutning þangað. í tollfrjálsa banda- laginu, með Bandaríkin fremst í flokki, værum við íslendingar best settir og þar gætum við sem best selt allar okkar afurðir ef vel tekst til um samninga þar að lútandi. - Ég sé ekki annað en að það séu góð skipti á EES-bundna samningnum og NAFTA-tollabandalaginu. Komi for- sætisráðherra heim með svona nokkuð í farteskinu - opnar dyr i a.m.k. hálfa gátt inn á NAETA- markaðinn - þá höfum við fengið í hendur eins konar fjöregg sem ekki má kasta brott með deilum og mál- þófi hér heima. NAFTA-tollabanda- lagið í Vesturheimi er gulls ígildi fyrir okkur íslendinga. Fæðingarorlof aðeins fyrir suma? A.S. skrifar: Ég er ófrísk kona og auk þess fox- ill - sem er nú kannski ekki stórmál - en mig langar til að vera heima hjá barni mínu í 12 mánuði á hálfu fæðingarorlofi vegna þess að þetta er mitt fyrsta barn og ég hlakka til að fylgjast með vextinum og kynn- ast því. En þegar ég fór að leita upp- lýsinga og kynna mér orlofið, þá kom í ljós að ég hef engan rétt til að fá þetta orlof. Ég spyr: Hvers vegna hef ég engan rétt? Ég veit að kyn- systur mínar hjá hinu opinbera hafa rétt til að fara á hálft orlof, þess vegna skil ég ekki hvers vegna ég hef ekki rétt á þessu líka. Ég sem borga mína skatta og skyldur til hins opinbera. Er ég eitthvað öðru- vísi en kynsystur mínar þar? Ég varð verulega reið þegar mér var sagt þetta, því það er ekki rétt- lætanlegt á nokkurn hátt. Mér finnst konum vera mismunað eftir því hvaða stéttarfélagi þær tilheyra. Hvers vegna í ósköpunum er verið (UlÍiIÍÍPGM þjónusta allan sólarhringinn - eoa nringio i sima 5000 milli kl. 14 og 16 að mismuna konum með því að sumar konur geti verið heima hjá sínu barni í 12 mán- uði, en aðrar ekki? Þar sen ég verð heima í 6 mánuði, en langar til að vera heima í 12, þá kemur það niður á tekjum heim- ilisins. Er virkilega engra breyt- inga vænta á þessum ójöfn- uði? Ég veit að alþingismenn hafa komið í gegn málum á mettíma þegar þau snerta þá sjálfa. En nú kemur senn að kosningum og maður heyrir ekki um annað en að koma kon- um á þing. Þetta ætti að vera eitt helsta kosningalof- orð þeirra. - Já, sannið ykkur nú þingkonur, snúið ofan af þessu óréttlæti. „Hvers vegna í ósköpunum er verið að mismuna konum með því að sumar konur geti verið heima hjá sínu barni í 12 mánuði en aðrar ekki? - Já, sann- ið ykkur nú, þingkonur, snúið ofan af þessu óréttlæti." DV Jörðin okkar er ein heild N.E.S. skrifar: Jörðin okkar er ein heild, hörmungar eins lands kalla á aö- stoð annarra landa. Jarðskjáiftar í Kólumbíu skilja tvö þorp eftir í rúst, 900 manneskjur hafa farist og mörg þúsund manns stórslasast. Heimili jafnast við jörðu og ekki berst nægilega skjót læknishjálp. Hér á landi er verið að rífast um 50 milljónir króna sem hafa verið „frystar", en söfn- uðust til að aðstoða íbúa á svæð- um sem urðu fyrir náttúruham- förum fyrir nokkrum árum. Væri ekki lausnin sú að senda hluta þessara peninga til Kólumbíu, frá íslensku þjóðinni til hjálpar með- bræðrum sem eiga í gífurlegum erfiðleikum núna. Jörðin er jú ein heild, ekki satt? Fagna ályktun SUS-ara Kjartan skrifar: Ég las um ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna þar sem þeir gagnrýna harðlega og lýsa óánægju sinni vegna áforma rík- isstjórnarinnar (og trúi ég þó ekki að þar séu allir sammála um þetta sérstaka framtak) um að eyða mörgum milljónum til að fjármagna ásamt Reykjavíkur- borg tónlistarhöll í borginni. Ég held að stjómmálamenn ættu að gæta að sér að fara ekki offari í loforðum um alls kyns fjárfest- ingar á meðan slagorðið um spamað hins opinbera er enn í fullu gildi. Þótt borgarstjómin vilji bmðla og eyða skattfé okkar svo að segja samdægurs, þá á rík- isvaldið að fara sér hægt. Það á margt ógert enn, m.a. að lækka tekjuskattinn niður i núllið. Sameinast ASÍ og VSÍ? Guðjón P. skrifar: Nú er að koma í ljós, að ASÍ (þ.e.a.s. forusta launþegabákns- ins mikla) sé orðið mun sterkara félag fyrir atvinnurekendur (þ.e. VSÍ) en fyrir sína eigin félags- menn. Þetta er haft eftir konu einni, Herdísi Dröfn Baldvins- dóttur, sem hefur rannsakað svo- kallað „tengslanet" milli verka- lýðsfélaga og atvinnurekenda á íslandi. Þar kemur m.a. fram að arðsemissjónarmið kunni að ýta verulega undir láglaunastefnu! Og alla vega séu þessi tvö stóru sambönd, ASÍ og VSÍ, orðin svo sterk pólitískt að stjórnmála- flokkamir hafi ekki roð við áhrif- um þeirra. - En þetta er nú ekki annað en margir hafa séð að orð- ið er. Röng braut að vísu, en má vera að þetta lini tak stjómmála- manna á þjóðfélaginu. Verst er ef þetta leiðir til þess að bræður muni berjast, og það á tvennum vigstöðvum. En er ekki hægt að stefna að sameingu ASÍ og VSÍ til framdráttar vinnumarkaðinum og öllum launþegum þar? Úrval-Útsýn á Kanarí - þakkir til starfsfólks Sveinn Valtýsson og Kristín S. Jónasdóttir skrifa: Við viljum koma á framfæri þakklæti okkar fyrir mjög góða þjónustu starfsfólks og farar- stjóra á Kanaríeyjum. Við fórum þangað 5. jan. sl. og vorum þar í 14 daga á góðu hóteli, Las Camel- ías á ensku ströndinni. Við vor- um samt svo óheppin að Kristín þurfti á sjúkrahús í tvo daga og kom sér þá vel að Úrval-Útsýn hefur íslenskan hjúkranarfræð- ing, sem Guðrún heitir, á staðn- um. Reyndist hún okkur sérstak- lega vel. Enn fremur viljum við senda Þórhalli fararstjóra sér- stakar þakkir fyrir hans miklu greiðasemi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.