Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Blaðsíða 28
&>
w.
Fimmtaldur
i. vinningur
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú Sbendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í slma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1999
Stofnfundur:
Engin slagsmál
um foringjann
„Við höfum verið ákaflega lítið
upptekin af því að hugleiða hver
verður leiðtoginn, leyfi ég mér að
segja. Ég geri ráð fyrir því að það
verði verkefni uppstillingamefndar
á fundinum að gera tillögur um fólk
til stjómarstarfa,“ sagði Steingrím-
ur J. Sigfússon alþingismaður.
Htmn og fjölmargir félagar hans,
þar á meðal þrír aðrir þingmenn,
stofna rauð-græna stjórnmálahreyf-
ingu í dag, Vinstrihreyflnguna -
grænt framboð.
Samtökin verða stofnuð í kvöld í
Borgartúni 6 og hefst stofnfundur
með menningarlegum atriðum og
ávarpi fufltrúa sænska vinstri
flokksins. Fjórir þingmenn standa í
stafni í þessum nýju samtökum:
Hjörleifur Guttormsson og Stein-
grímur J. Sigfússon, sem koma frá
t Alþýðubandalaginu, Kristín Hall-
dórsdóttir frá Kvennalistanum og
Ögmundur Jónasson sem situr á
þingi sem óháður. -JBP
Heiðursgestur
Stones
Nemendamót Verzlunarskólanema náði hámarki í gærkvöld með gleðskap í kjölfar frumsýningar á Dirty Dancing í fslensku óperunni. Þessir knáu sveinar
voru á ballinu í gærkvöld og eru allt að því tilbúnir til að leggja undir sig heiminn eins og sjá má.
DV-mynd Teitur
E-töfluvitni féfletti
menntskælinga
- stakk af til Benidorm með peningana
Helgarblað DV:
Sýslumaðurinn
og Stones
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu-
maður fsflrðinga, er án efa frægasti
* aðdáandi Rofling Stones á íslandi.
Hann hefur farið á fjölda tónleika með
þeim og nú síðast sl. þriðjudag í Den-
ver þar sem hann hitti Steinana. DV
var á tónleikunum og ræddi við Ólaf
Helga, auk þess sem birtar verða
myndir af honum í hita leiksins.
Rætt er við Reinholt Greve sem var
hermaður Þjóðverja í seinni heims-
styijöldinni en hefur búið á íslandi.
Virtir fræðimenn svara spuming-
um um hvað þeir óttist mest í vísind-
um framtíðarinnar og hvað sé mesta
tilhlökkunarefnið, fjallað er um
manninn Glenn Hoddle og nýja von
fyrir einhverfa.
í fréttaljósum er fjallað um prófkjör
Samfylkingar á Reykjanesi og kyn-
ferðislegt aðdráttarafl Camillu Park-
er-Bowles. -sm/-þhs
„Menntaskólanemamir fá pening-
ana aftur þegar ég kem heim um miðj-
an mánuðinn. Þetta er ekkert mál,“
sagði aðalvitnið í e-töflumálinu, í
simtali við DV frá Benidorm í gær.
Maðurinn gerði samning við skóla-
félag Menntaskólans í Reykjavík um
dansleik á skemmtistaðnum Infemo, í
kjallara Kringlunnar, síðastliðinn
fóstudag. Þegar menntskælingamir
ætluðu á ballið var ekkert ball og
maðurinn floginn til Benidorm. Var
hann þá búinn að selja miða fyrir
mörg hundruð þúsund.
„Þetta var bara 200 þúsund kall og
það þurfti að aflýsa ballinu vegna ein-
hverra framkvæmda þama fyrir utan
staðinn," sagði hann. „Ég þurfti að
fara í flýti og gat ekki látið krakkana
vita.“
Bima Þórarinsdóttir, inspector
scholae í MR, sem sá um samningana
við manninn, hafði þetta um sam-
skipti sín við e-töfluvitnið að segja:
„Málið er hjá lögfræðingi og óleyst."
Maður þessi stóð einnig fyrir komu
poppstjömunnar Boy George til ís-
lands í fyrra, þá í umboði nemendafé-
lags Menntaskólans við Sund. Nem-
endafélagið greiddi honum þá nokkur
hundrað þúsund krónur sem trygg-
ingu, en Boy George lét aldrei sjá sig.
Nú stundar vitnið viðskipti á sólar-
ströndum við Benidorm:
„Ég rek þrjá íslendingabari hér um
þessar mundir og það gengur bara vel.
Allavega er veðrið gott,“ sagði
maðurinn, sem einnig rak hinn víð-
fræga Saga-Bar á Benidorm sumarið
1997. Sá bar var seldur í fyrra.
Eftirfor í morgun:
Unglingar á
ofsahraða
Lögreglan í Reykjavík veitti í
morgun eftirfor bifreið sem tveir
unglingspiltar óku um á. Piltamir
tveir, sem eru 14 og 15 ára, sinntu
ekki merkjum lögreglu um að
stöðva bifreið sína á Laugavegin-
um. Þess í stað juku þeir hraðann
og lögreglan hélt á eftir. Eftirförin
hófst á Laugavegi um Rauðarár-
stíg, Miklubraut og endaði á
Hringbraut við Hljómskálagarð-
inn þar sem piltarnir reyndu svo
að hlaupa i burtu en voru gripnir.
Ökumaðurinn ók greitt og mældist
ökuhraði bifreiðarinnar allt að 120
km á klukkustund. Piltarnir eru
grunaðir um að hafa tekið bílinn
ófrjálsri hendi og em að sjálfsögðu
báðir án ökuréttinda. í tilfellum
sem þessum eru unglingar undan-
tekningarlaust yfírheyrðir hjá lög-
reglu ásamt foreldrum og félags-
málayfírvöldum.
_____________________-hb
Skeiðará róleg
„Ætli við verðum ekki hér í dag
og föram svo heim ef svo heldur
fram sem horfír,“ sagði Sverrir Elef-
sen vatnamælingamaður í morgun,
staddur í Öræfum. „Rennslið í
Þverá fer stöðugt minnkandi -
Skeiðará er róleg.“ -EIR
jplgig Ingvar
Helgason hf.
krmrltojúa 2
Umi :>2:i HOOO
'iou ih is
-EIR
Ekið var á gangandi vegfaranda á mótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitis-
brautar í gærdag. Hann var fluttur á slysadeild. DV-mynd HH
-4° (3-6?
.. ,(lh4s 4
'j ' (J V i
-4° -12 -10°(J
t-r, /
y
Veðrið á morgun:
Léttskýjað
víðast hvar
Á morgun verður norðangola
eða kaldi en stinningskaldi eða
allhvasst við norðaustur- og aust-
urströndina. É1 verða norðaust-
anlands, einkum við ströndina,
en léttskýjað í öðram landshlut-
um. Frost verður á bilinu 4 til 10
stig, kaldast inn til landsins.
Veðrið í dag er á bls. 29.
K