Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Blaðsíða 20
¥‘24 FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1999 Sviðsljós DV Sophie Rhys-Jones og Játvarður prins er þau opinberuðu trúlofun sína í byrjun janúar. Símamynd Reuter Með áhyggjur af mjaðmaspikinu Elísabet Englandsdrottning: Öskureið út í Karl og Camillu Sophie Rhys-Jones, unnusta Ját- varðar prins, sýndi í vikunni á sér hnén þegar hún gekk um götur London. Bresku slúðurblöðin telja víst að Sophie hafl lagt buxnadragt- imar, sem hún klæðist venjulega, til hliðar til að sýna hversu vel henni hefði tekist i megruninni. Sophie, sem er orðin 34 ára, á að hafa greint vinum sínum frá því að hún væri í megrun. Henni hefði fundist hún hrikalega mjaðmamikil á myndunum sem teknar voru af henni og Játvarði þegar þau opin- beruðu trúlofun sína. Hún hataði auk þess bústna og stutta leggi sína. Sophie stefnir sem sé að því að verða glæsileg brúður í sumar. Elísabet Englandsdrottning var öskureið yfir ákvörðun Karls prins að láta mynda sig með ástkonu sinni, CamÚlu Parker Bowles. Þetta fullyrðir að minnsta kosti breska blaðið The Express. Segir blaðið að sambandið milli mæðginanna, sem er frekar stirt, hafi ekki batnað þegar í ljós kom að fjölmiðlar höfðu fengið vitneskju um að Karl og Camilla væru reiðubúin að koma fram opin- berlega saman áður en drottn- ingunni var tilkynnt um það. Sagt Eiginkonan er að gera Mel Gibson vitlausan Eiginkona kvikmyndaleikarans Mels Gibsons gengur nú með sjö- unda bam þeirra hjóna. En það ríkir ekki eintóm hamingja í hjónabandinu þessa dagana. Mel Gibson stynur og viðurkennir í viðtali að hann þurfi að sætta sig við geðsveiflur frúarinnar sem fylgja öllum hormónabreytingun- um. Það sem fari þó allra mest í taugamar á honum sé það þegar hún stingur upp í sig klakamola og fer að bryðja hann. „Hún hagar sér eins og dýr. Hljóðin em eins og þegar dýr eru að bryðja. Þetta er að gera mig vitlausan," segir Mel Gibson. Hann bætir því þó við að konan hafl leyfi til að láta svona í því ástandi sem hún er. Honum dett- ur ekki í hug að fara að gera eitt- hvað mál út af þessu. Þetta sé ein- faldlega ágætispróf á karl- mennsku hans. er að drottningin hafi fengið vitneskju mn áætlun prinsins eftir að ráðgjafar hennar höfðu lesið um það í dagblöðum. Haft er eftir einum ráðgjafanum að drottningin hafi verið bálreið þar sem hún óttist um áhrifin af öllu saman á framtíð Karls. Talið er að ágreiningurinn milli drottningar og elsta sonar hennar eigi enn eftir að versna eftir því sem nær dregur brúðkaupi Játvarðar, yngsta sonarins, og Sophie Rhys-Jones. Drottningin hefur aldrei viljað sækja samkomur þar sem Camilla hefur verið viðstödd og ekkert hefur komið í ljós sem sýnir að hún hafi skipt um skoðun. Er því talið líklegt að Játvarður neyðist til að ráðgast við móður sína um hvort bjóða eigi Camillu í brúðkaupið. Reyndar hafa sumir fjölmiðlar velt því fyrir sér að drottningin muni samþykkja nærveru Camillu í brúðkaupinu. Og til þess að undirbúa það muni hún bjóða henni heim um páskana. yinningar eru 10 leikhúsmiðar sem gilda fyrir tvo á leikritið Pétur Pan og geisladiskurinn Pétur Pan. Bárður Hilmarsson nr. 11784 Ólafur Þ. Unnarsson nr. 14750 Þórlaug A. Gunnarsdóttir nr. 8592 Þórarinn Sigþórsson nr. 14885 Sigurður Böðvarson nr. 14553 Róbert K. Ragnarsson nr. 6920 Sylvía Björgvinsdóttir nr. 12360 Guðmundur Ó. Scheving nr. 10113 Gunnhildur Þórðardóttir nr. 4798 Ólöf Svafarsdóttir nr. 12615 Krakkaklúbbur DV og Borgarleikhúsið þakka öllum kærlega fyrir þátttökuna og óska vinningshöfum til hamingju. Vinningshafar fá vinningana senda í pósti næstu daga. Victoria Secret í New York sýndi nýjustu línuna f undirfötum nú í vikunni. Hér má sjá hina fögru Laetitiu Casta í brjóstahaldara úr silki og satíni. Neðri hlutinn er úr vírneti sem er ef til vill ekki mjög þægilegt. Sfmamynd Reuter Vörubílar og vinnuvélar 9ð Miðvikudaginn 17. febmar mun veglegt aukablað um vörubíla og vinnuvélar fýlgja DV. Blaðið verður fjölbreytt og efnismikið að vanda. Meðal efnis verður fjallað um nýjungar á vörubíla- og vinnuvélamarkaðinum. Framtíðarhorfur í greininni o.fl. Umsjón efnis: Þórir Traustason í síma 899 9393 Umsjón auglýsinga: Gústaf Kristinsson í síma 550 5731, netfang gk@ff.is Auglýsendur athugið! Síðasti skiladagur auglýsinga fimmtudagurinn 11. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.