Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1999
Neytendur
i>v
Bragöprófun DV:
Misjöfn gæði
hangikjötsáleggs
Úrval alls kyns hangikjötsáleggs
hefur aukist mjög á síðustu árum.
Áleggið er hins vegar bæði misjafnt
að gæðum og verði enda t.d. hægt að
fá birkireykt álegg, taðreykt álegg,
fitulítið álegg, sparnaðarálegg og lúx-
usálegg. Gera má ráð fyrir að svo-
kallað lúxusálegg sé í öllum tiifellum
mun dýrara en sparnaðaráleggið.
Það er hins vegar álitamál hvort
bragðið er í samræmi við verðmun-
inn, þ.e. hvort dýrara áleggið sé
miklu bragðbetra en það ódýrara.
Neytendasíðan fékk því matgæð-
ingana Sigmar B. Hauksson, Dröfn
Farestveit og Úifar Eysteinsson til
að smakka á nokkrum gerðum af
hangikjötsáleggi og meta gæði þess.
Mat matgæðinganna er að sjáif-
sögðu huglægt mat þeirra sem fyrst
og fremst er byggt á bragði áleggs-
ins en einnig er tekið tillit til lykt-
ar, lits, áferðar o.s.frv.
Hver matgæðingur gefur síðan
einkunn frá einni stjörnu, sem þýð-
ir mjög vont, og upp í
fimm stjömur sem þyk-
ir mjög gott.
Matgæðingamir
meta matinn hver fyrir
sig og skila séráliti að
lokinni prófun.
Rétt er að taka fram
að um svokallaða biind-
prófun er að ræða þar
sem matgæðingamir
vita ekki frá hvaða fyrir-
tækjum áleggið kemur.
Einnig er rétt að taka
fram að hér er einungis
um úrtak að ræða og
því sjáifsagt til fleiri
gerðir af hangikjötsá-
leggi.
Lúxusinn góður
Hæstu einkunnina í
þessari bragðkönnun
fékk svokallað lúxus
hangkjötsálegg frá Goða
eða alls 14 stjörnur af 15
mögulegum.
Dröfn, sem gaf álegg-
inu fimm stjörnur,
sagði m.a: „Virðist vera
eina alvömáleggið í
þessum flokki. Ágætis-
reykbragð og hæfílega
fltusprengt.“
Sigmar gaf álegginu
fjórar stjömur og sagði
það vera hæfilega feitt og salt með
ágætu reykbragði.
Fast á hæla Goða kom KEA-
hangikjötsálegg sem telst ekki
lúxusálegg heldur venjulegt og
er því ódýrara en Goða-áleggið.
KEA-áleggið fékk samtals 13
stjömur.
Úlfar sagði m.a. um það: „Fal-
leg sneið, bragðgott og alvöru-
kjöt.“ Og Dröfn bætti við: „Þetta
bragðast eins og alvöruhangiá-
legg.“
Vont eftirbragð
Þar á eftir kom taðreykt álegg
frá íslensk-frönsku eldhúsi með
8 stjörnur samtals.
Sigmar, sem gaf álegginu
þrjár stjörnur, sagði m.a: „Vart
sjáanleg nein flta, liturinn ágæt-
ur, bragðið frekar lítið og sneið-
in einkennileg undir tönn.“
Úlfar var ekki jafnörlátur og
gaf álegginu aðeins tvær stjöm-
ur og sagði: „Vont og eitthvert
torkennilegt eftirbragð."
Þeir sem eru að hugsa um lín-
Sigmar og Úlfar voru þungt hugsi er þeir mátu
hangikjötið.
urnar velja sér e.t.v. fltuminna
hangikjöt á brauöið. Bæði Goði og
SS bjóða fituminna létthangikjöt og
Hangikjötsálegg
Dröfn Úlfar Slgmar Samt.l
Goði flúxus)___________fcfcfcfc'fc' lál;
IKEA -iríririr& 'ir£rfr£rk 'iriri? 131
íslenst-franskt____________'irirk___________fcfcfc_______________________§]
SS (létthangikjöt) iririt -jrk -irirí? s]
Goði (fituminna) -irirt? fcfc fcfcfc 8l
1 Búrfell (sparnaðar) írirk 'iri? 'trii ___Tj
Ésa
Dröfn fannst lúxus-áleggið frá Goða vera hæfilega fitusprengt og ágætlega
reykt. DV-myndir ÞÖK
fékk það álegg átta stjömur í báðum
tilvikum.
Um SS áleggið var m.a. sagt:
„Einkennilega sterkur litur. Bragð-
ið þó sæmilegt." og: „Þetta líkist nú
ekki kjötáleggi. Pressað mauk sem
skreið í sneiðar."
Goða-áleggið fékk m.a. þessa um-
sögn: „Vond hangikæfa." og „Falleg
sneið og bragð sem ég kannast við
en torkennilegt gervibragð."
Að lokum kom svo spamaðará-
legg frá Búrfelli sem er ódýrasta
áleggið í könnuninni en jafiiframt
það sem fær fæstar stjömur eða sjö
stjömur samtals.
Dröfn sagði að þetta gæti varla
flokkast sem hangikjöt. Sigmari
fannst sneiðarnar fallegar en kjötið
þó bragðdauft og óspennandi og Úlf-
ar sagði áleggið vera „Vont kæfu-
hangikjöt." -GLM
Spagettí með
ólífum og salami
Þessi kröftugi pastaréttur er til-
valinn sem léttur hádegisverður eða
notalegur kvöldverður.
Uppskrift:
300 g spagettí
400 g niðursoðnir tómatar
150 g salamipylsa
200 g grænar ólífur, steinhreins-
aðar og saxaðar
1 pressa hvítlauksrif
2 msk. ólífuolía
1/2 msk. oregano
60 g bragðsterkur rifrnn ostur
salt og pipar.
Aðferö:
1) Maukið tómatana og þrýstið í
gegnum sigti yfir pottinum.
2) Bætið oregano, salami og ólíf-
um saman við.
3) Kryddið með salti og pipar
4) Sjóðið spaghettíið í nægu létt-
söltuðu vatni í um 10 mínútur. Síið
síðan vandlega allt vatn frá.
5) Hitið olíuna og setjið hvítlauks-
Þessi kröftugi pastaréttur er tilval-
inn sem léttur hádegisverður eða
notalegur kvöldverður.
rifið og nýmalaðan svartan pipar út
í pottinn sem spagettiið var soðið í.
6) Setjið spagettiið nú í pottinn
aftur, hellið sósunni yfir og blandið
saman. Stráið rifnum osti yfir og
beriö fram sjóðandi heitt.
(Litlu matreiðslubækurnar).
Sjálfboðaliðar óskast
Rauðakrosshúsið, sem er neyðarathvarf og
trúnaðarsími fyrir böm og unglinga og Vinalína
Rauða krossins, sem er símaþjónusta fyrirl8 ára og
eldri óska eftir sjálfboðaliðum. Hlutverk sjálfboðaliða
Rauðakrosshússins er að svara í trúnaðarsímann
og starfa með unglingum í húsinu.
Hlutverk sjálfboðaliða Vinalínunnar er að vera til
staðar, hlusta og gera sitt besta í að liðsinna þeim
sem hringja.
---7— ----------------— -----------N.
Kynningarfundir verða haldnir sunnudaginn
7. febrúar kl. 14.00 og kl. 20.00
^ f Sjálfboðamiðstöð að Hverfisgötu 105. ^
Nánari upplýsingar í síma 561 6720 og 551 8800
Nokkrir góðir dagar án...
Nú er ljóst að Guðný Guð-
björnsdóttir hefur jafnað sig eftir
að hafa lotið í lægra haldi fyrir
Guðrúnu Ögmundsdóttur í próf-
kjöri samfylkingarinnar um síðustu
helgi. Hún virðist
eiimig hafa náð átt-
um yfir áttunda
sætinu. Og um leið
hefur hún fengið
inngöngu í klúbb
stjómmálamanna
sem tekið hafa
ákvörðun um að
hætta við að
hætta. Eftir
fjölda áskorana, auðvitað. Guðrún
Ögmundsdóttir var víst hætt í
póhtík en sneri aftur og er væntan-
leg þingkona. Kristín Halldórs-
dóttir hætti við að hætta og Gunn-
laugur M. Sigmundsson einnig.
Og fleiri mætti eflaust tína til. En
Gunnlaugur hafði ekki langa við-
dvöl í klúbbnum góða, gekk skref-
inu lengra og hætti við að hætta við
að hætta. Hann hætti sem sagt.
Hvort framhald verður á Guðnýjar
sögu áttundu í þessum efnum er
óvíst...
Skjááhrif
Þeir sem fylgjast með hlutabréfa-
markaðnum og horfa á sjónvarp á
þriðjudögum hafa tekið eftir því að
Kári Stefánsson og fyrirtæki hon-
um tengd koma nokkuð við sögu í
þáttaröðinni Hver
lífsins þraut á Stöð
2, enda verið að
segja frá uppgötv-
unum og tíma-
mótaáföngum í
rannsóknum á erf-
iðum sjúkdómum.
Sömu menn hafa
einnig tekið eftir
því að gengi hluta-
bréfa í fyrirtæki, tengdu nefhdum
Kára, deCode, heftu gjarnan hækk-
að á miðvikudögum, daginn eftir
þættina. Vilji menn fara í spákaup-
mennsku væri kannski ráð að
kaupa í fyrirtækinu á þriðjudögum
og selja á miðvikudögum...
Allir flytja
Ógöngur tengdar tbúðalánasjóði
ætla engan enda að taka. Skemmst
er að minnast fréttar um einstæða
móður sem fékk ekki afgreiðslu láns
vegna klúðurs. Enn er nokkuð í að
ráðinn forstjóri, Guðmundur
Bjarnason ,um-
hverfís- og landbún-
aðrráðherra, komi
til starfa en vist er
að hann fær nóg að
gera við að koma
starfseminni al-
mennilega í gang.
Vera má að ves-
enið eigi rætur
að rekja til breytinga
á húsnæði sjóðsins. Smiðir hafa ver-
ið þar að störfum meira og minna
frá ármótum svo færa mætti gömlu
starfsmenn Húsnæðisstofnunar og
koma hinum nýju fyrir. Mottóið var
víst að allir ættu að flytja sig um set,
hvort sem þeim líkaði betur eða
verr. Mun kostnaður viö þessar
breytingar á húsnæðinu víst kom-
inn í á aðra milljón króna...
Eidhætta
Fréttamaður Sjónvarps, Logi
Bergmann Eiðsson, lenti í útistöð-
um við lögregluna á vettvangi þeg-
ar eldur kom upp í málningarverk-
smiðjunni Hörpu. Það er auðvitað
hið alvarlegasta mál
þegar verið er að
hringla með reglur
er varða aðgang
blaðamanna að
vettvangi atburða
eða þegar geð-
þótti einstakra
laganna varða
ræður hverju
sinni. En gárungamir láta
það litlu varða, segja augljóst að
mikil eldhætta hafi stafað af nær-
veru Loga. Það mat hljóti að hafa
ráðiö ákvörðun löggumanns...
Umsjón Haukur L. Hauksson
Netfang: sandkorn @ff. is