Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1999 13 Washington er á villigötum Hið raunverulega hneyksli sem nú tröll- ríður Washington er ekki frygðarsamband Clintons forseta við Móniku, heldur til- raunir erkifjenda hans til að ógilda tvennar forsetakosningar og svipta hann emhætti í trássi við vilja almenn- ings. Það hefur verið ljóst lengi að öldunga- deildin hefur ekki þá tvo þriðju atkvæða sem þarf til að dæma hann frá embætti. Til hvers er þá að halda áfram, öllum til skammar og andskot- anum til athlægis? “ Þessu gæti lokið á ein- um degi með sýknu ef atkvæði væru greidd. Fyrir þessu standa svo hatrammir hatursmenn Clint- Kjallarinn Þetta fólk hefur frá upphafi, með aðstoð fjársterkra hægri öfgasamtaka, lagt Clinton í einelti. Hann leyfir fóstur- eyðingar, styður rétt samkynhneigðra, og er orðlagður kvennamaður, og þar með hefur guð á honum vanþóknum. Vandlætaramir eru hinir réttlátu. Það er ekki tilvilj- un að Starr rann- sóknardómari er tengdur slíkum sam- tökum, og það voru menn af þessu tagi “ sem völdu hann í embætti. Aldrei í sögunni hefur öllu lögreglu- og dómsvaldi ríkisins, ásamt póli- tískri og trúarlegri öfgastefnu með ____________' ómældu fjár- Gunnar Eyþórsson blaðamaður „Mesta hneykslið af öllu er ákæra fulltrúadeildarinnar. Hún er marklaus, því að atkvæði féllu eftir flokkum. Þetta mál hefði aldrei átt að koma fyrir öldunga- deildina. Réttarhöld eru mark- laus nema báðir flokkar standi að þeim. Annað er tilraun til valdaráns meirih!utans.u ons að með ólíkindum má telja. Hvað veldur þessu hatri? Heilagsandahopparar Þess er að leita meðal öfga- fyllstu fylgismanna repúblíkana, þess þriðjungs kjósenda sem er í hinu svokallaða kristilega banda- lagi og starfar einkum í suðurrikj- unum. Þessi þriðjungur er kjami hinna virku kjósenda flokksins. magni verið beint svo óvægi- lega gegn einni persónu. Tæpast fyrirfinnst sá maður, allra síst þingmaður, sem stæði flekklaus eftir slíkan rann- ■ sóknarrétt. Ofsóknir Enginn nema Starr skilur sam- hengið í rann- sókninni, sem upphaflega snerist um fasteigna- viðskipti I Arkansas. En útkoman er sú að þingið telur það stjómar- skrárbrot að segja ekki allt af létta um Móníku, þegar hann var spurður um hana í sambandi við mál Paulu Jones, sem var ekkert annað en pólitískar ofsóknir, fjár- magnaðar af anstæðingum Clint- ons, þeirra á meðal góðkunning- um Starrs. Ætlun andstæðinga Enginn nema Starr skilur samhengið í rannsókninni, segir Gunnar m.a. í greininni. - Kenneth Starr saksóknari. Clintons var að eyðileggja mann- orð hans og hæfni til að stjórna. Þess í stað hafa þeir stórskaðað Repúblíkanaflokkinn og orðstír þingsins sjálfs. Réttvísi Mesta hneykslið af öllu er ákæra fulltrúadeildarinnar. Hún er marklaus, því að atkvæði féllu eftir flokkum. Þetta mál hefði aldei átt að koma fyrir öldunga- deildina. Réttarhöld em marklaus nema báðir flokkar standi að þeim. Annað er tilraun til valda- ráns meirihlutans. Það var aug- ljóst öllum að meint brot Clintons vegna Móníku vom ekki glæpur gegn ríkinu sem varðaði embætt- ismissi. Það hefur heldur ekki ver- ið sannað, hvorki fyrir fulltrúa- né öldungadeild, að hann hafi logið eiðsvarinn eða reynt að hindra framgang réttvísinnar. Hvað hefur réttvísi að gera með frygðarsamband? Þetta skilur al- menningur, eins og sést á yfir- burðavinsældum Clintons. Bob Woodward, einn virtasti blaða- maður Bandaríkjanna, hefur sagt að ársins 1998 verði minnst sem ársins þegar Washinton glataði glórunni. Fleiri eru sama sinnis. Öldungadeildin mun að öllum lík- indum samþykkja einhvers konar vitur á Clinton til að bjarga andlit- inu. En arfleifð þessara málaferla verður ekki sú að eyðileggja mannorð Clintons. Þvert á móti eru það fjandmenn hans sem hafa eyðilagt trúverðugleika sinn í póli- tík og sett varanlegan blett á bandarískt þingræði og réttarfar. Gunnar Eyþórsson Þreytandi umræða Stundum þegar minnihlutahóp- ar tæpa á baráttumálum sínum er eins og ljónum á vegi þeirra fjölgi við það eitt. Þannig virðast homm- ar og lesbíur kveikja hjá fólki löngun til að grafa upp einhvem óhroða sem það geymir falinn í hugskotunum - og notar ef til kastanna kemur. Þeir sem hnýta í samkyn- hneigða tjá sig fæstir á opinberum vettvangi. Það kemur þó fyrir. Öðmvísi, en minnihlutahópum einnig til trafcda, er þögnin og vandamálaleiðinn. Lifsbarátta þeirra hljómar nefni- lega í eyrum meirihlut- ans eins og yfirþyrm- andi vandamál sem best væri að loka úti. Vanda- málaleiðinn er eins konar síþreyta í brjóst- um sem að geta fundið til. Með tímanum getur farið svo að leiðinn nálgist fælni (fóbíu). Þreytt Umræðan um homma og lesbíur hefur löngum snert fóbíska strengi í hugum manna, til dæmis þegar viðmð hafa verið þau gmndvallarmann- réttindi að fá að vera til. Sú krafa fer einkum fyrir brjóstið á þeim sem vilja gera samkynhneigða ósýnilega. Og i kjölfar nýlegrar umijöllunar um þá tilvistarkreppu sem flestir samkynhneigðir lenda í sögðu sumir mér þreytulega að þeir væm húnir að fá nóg af vandamálum homma og lesbía, bara afsakið. Ég viðurkenni að þreytan getur hellst yfir mig líka. Það era tak- mörk fyrir því hvað hægt er að innbyrða af upplýsingum um fót- um troðin mannréttindi, niður- lægjandi lífsskilyrði, grimmd og siðleysi. Án þess að beita blinda auganu mætti bera okkur fleiri góðar fréttir, já takk. En fullkom- inn tilfinningadoði og uppgjöf má þó ekki verða gagnvart vondu tíð- indunum. Þreyttari Það getur komið flatt upp á fá- vísa að fordómar lifi eins góðu lífi og raun ber vitni. Þrátt fyrir upplýsingu og mennt- un og bærilegan að- gang að fróðleik af öllum toga þá er enn til fólk sem kallar samkynhneigð „kyn- villu“ og „læknan- lega geðveilu" eða jafnvel einhvers kon- ar „smitandi rang- hugmyndir". Benda á „fjölgun" samkyn- hneigðra því til stuðnings. Ég veit að hér segja margir: „Þetta þarf nú ekki að ræða!“ Enda ná þeir sem telja sig víðsýna og rétt- sýna oft aðeins að ræða um réttu hlutina, við rétta fólkið, í sínum rétta hópi. En þá vísa ég máli mínu til hinna. Ætti ef til vill að kalla örvhent fólk „handvillinga"? Það er víst í minnihluta og því hefur fjölgað sýnilega eftir að hætt var að binda hendur við stólbök og láta bömin skrifa með „réttu“ höndinni. Ann- ars treysti ég öðrum betur til að upplýsa og fjalla fræðilega um samkynhneigð. En ég, eins og margir aðrir, hélt ranglega að nóg væri að gert. Svo er greini- lega ekki. Þreyttust Freistandi er að láta hendur fallast, því rök virðast lítið hafa að segja gegn hroka og fordómum, sem stundum eru studdir af trúarlegum kredd- um. Það væri auð- veldast að láta sig málið engu varða. En hvemig vildum við láta koma fram við samkynhneigðan bróður, systur, son eða dóttur? Hvernig viljum við koma fram við þá sem eru ekki endilega eins og fjöldinn? Er það óhagganlegt náttúrulög- mál að þeirra bíði aðeins útskúfun og fordæming? Hvaða orð látum við falla um fólk sem sker sig úr hópnum, hvort sem er vegna með- fæddra eða áunninna eiginleika, hæfileika eða fötlunar? Hvaða við- horf emm við að kenna börnum okkar? Era það bara HINIR sem hrasa í gryfjur fordómanna, hvorki ÞÚ né ÉG? Áslaug Jónsdóttir „Ætti ef til vill að kalla örvhent fólk „handvillinga“? Það er víst í minnihluta og því hefur fjölgað sýn'Hega eftir að hætt var að binda hendur við stólbök og láta börnin skrifa með „réttu“ hönd- inni.u Kjallarinn Áslaug Jónsdóttir rithöfundur og myndlistamaður Með og á móti Er rétt að bæta við tveim- ur fuiltrúum í borgarráð? Arni Þór Sigurös- son, aðstoóarmað- ur borgarstjóra. Tryggir skil- virka stjórn- sýslu „Borgarráði hefur allt frá upp- hafi verið stýrt af borgarstjóra með undantekningu á einu kjör- tímabili en það tryggir m.a. skil- virka stjórn- sýslu. Borgar- stjóri hefur óumdeilt um- boð til að stjórna borg- inni og því ætti fundar- stjórn borgar- stjóra á borgar- ráðsfundum ekki að vera sérstakt tilefni til pólitískra átaka þótt Sjálf- stæðisflokkurinn kjósi að gera það að aðalatriði í veikburða stjórnarandstöðu. Meirihlutinn á hverjum tíma hefur ávallt haft 3 borgarráðsfulltrúa auk borgar- stjóra og það stendur ekki til að breyta þeirri hefð þótt lögum hafi verið breytt og ný ákvæði sett inn um fundarstjóm í borg- arráði. Allan þann tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn var í meirihluta hafði hann 4 fulltrúa í borgarráði en þáverandi minni- hluti aðeins tvo. Núverandi meirihluti mun nú eftir sem áður hafa 4 fulltrúa en minni- hlutinn fær nú þrjá í stað tveggja áður. Það er nú öll breytingin og spurning hvort oddviti D-listans hefði ekki átt að koma sér beint að efninu og heimta að Sjálfstæð- isflokkurinn fengi 3 fulltrúa í borgarráð því það er auðvitað það sem er niðurstaða málsins." Dýr fundar- sljórn Ingibjargar „Núverandi borgarstjóri komst í pínleg vandræði þar sem það var staðfest að henni er óheimilt að stjórna fundum borgarráðs án þess að vera þar kjörinn fulltrúi. í stað þess að skipta út einum full- trúa R-listans er nú stungið upp á að bæta tveimur til við- bótar. Borgar- ráð er þá orðið að sjö manna nefnd. Kostnaður við þessa ráðstöfun gæti numið um 10 miUjónum króna á einu kjörtimabili þar sem hver borg- arráðsmaður kostar borgarsjóð yfir 155 þúsund krónur á mán- uði. Þetta er dæmigerð ráöstöfun R-listans þar sem „lausnin“ felst i viðbót og nýjum útgjöldum. - Aldrei má víst skera niður. R- listinn þarf síðan að halda öUum góðum innan listans og bæta við bitlingum. Að auki er þama fólk úr mörgum flokkum með sínar kröfur. Þetta gerist samhliða því sem úgjöld hækka tU aUra mála- flokka. Útkoman er þyngra stjórnkerfi og stóraukinn kostn- aður á öUum sviðum sem ein- faldlega leggst á skattborgar- ana.“ -hb Eyþór Arnalds borgarfulltrúl. Kjallarahöfundar Athygli kjaUarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.