Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1999 19 Arnar Gunnlaugsson klæðist væntanlega hinum bláa búningi Leicester í fyrsta skipti á morgun. Arnar Gunnlaugsson seldur: Dýrastur - Leicester kaupir hann á 230 milljónir Arnar Gunn- laugsson er orðinn dýrasti knatt- spyrnumaður ís- lands frá upphafi. Eins og Visir.is skýrði frá í gær, fyrst- ur íslenskra fjölmiðla, samþykkti Bolton tilboð frá Leicester sem bauð 230 milljón- ir króna í Amar. Það er jöfnun á félagsmeti hjá Leicester sem keypti Frank Sinclair frá Chel- sea fyrir sömu upphæð á síðasta ári. Amar kostaði Bolton aðeins 11,5 milljónir króna fyrir hálfu öðm ári. Hermann Hreiðarsson var áður dýrasti íslenski leikmaður- inn eftir að Brentford keypti hann frá Crystal Palace í haust fyrir 90 milljónir. Amar skrifar væntanlega í dag undir samning við Leicester til hálfs fjórða árs, eða til vors- ins 2002. Gangi það hratt fyrir sig er líklegt að Amar fari beint í lið Leicester sem mætir Sheff- ield Wednesday í ensku A-deild- inni á morgun. „Amar fær gullið tækifæri til að sýna hvað hann getur í efstu deild,“ sagði Martin O’Neill, framkvæmdastjóri Leicester, við Daily Mail í morgun. Arnar hefur skorað 14 mörk fyrir Bolton í vetur, 13 í B-deild- inni og eitt í deildabikarnum. -VS ir ind í poka Gunnar Andrésson er orð- inn þriðji markahæsti leik- maðurinn í úrslitakeppninni um svissneska meistaratitilinn í hand- bolta. Gunnar gerði 7 mörk i vikunni þegar lið hans, Amicitia, tapaði, 25-19, fyrir Suhr og er með 26 mörk. Sjálfur Marc Baumgartner hjá Winterthur er markahæstur með 33 mörk, Harald Johnson hjá Grass- hoppers er með 27 og síðan kemur Gunnar. Július Jónasson hjá St. Ot- mar er síðan i 18. sæti á listanum með 13 mörk. Stefán Þ. Þóróarson, knattspymu- maöur hjá Brann i Noregi, fær mikið hrós fyrir leik sinn gegn Croatia Za- greb á Spáni i vikunni. Eins og fram kom i DV skoraði Stefán eitt marka Brann 1 3-3 jafntefli, með glæsilegu langskoti, en auk þess krækti hann i vitaspymu á lokamínútunni og þótti eiga stórgóðan leik en honum var skipt inn á í hálfleik. Jóhanna Rósa Ágástsdóttir úr Gerplu hafnaði i niunda sæti á opna hollenska meistaramótinu í þolfimi um síð- ustu helgi. Kepp- endur voru á þriðja tuginn frá níu Evrópulönd- um. Jóhanna fékk 14,10 stig en sigurvegarinn, Chrystelle Soulie frá Frakklandi, fékk 15,45 stig. -VS Körfuknattleiksliðin bæta við sig útlendingum: Tveir nýir komnir - til KFÍ og Hauka og Grindavík fær einn í dag * Tvö úrvalsdeildarlið í körfuknatt- leik, KFÍ og Haukar, hafa styrkt leikmannahópa sína með erlendum leikmönnum og það þriðja, Grinda- vík, fær leikmann til reynslu í dag. Allt eru þetta Evrópubúar með sömu réttindi og innlendir leik- menn, og hafa því ekki áhrif á útlendingamál liðanna. Ray Carter, 26 ára enskur lands- liðsbakvörður, kom til KFÍ á ísa- firði í gær. Hann kemur frá Oberwart í Austurríki þar sem hann varð bikarmeistari. „Mér líst mjög vel á þennan leikmann sem verður tilbúinn til að spila með okk- ur gegn Njarðvík og KR um næstu helgi. Það verður okkur mikilvægt því Ósvaldur Knudsen verður frá vegna meiðsla í 3-4 leiki í viðbót," sagði Guðjón Þorsteinsson, for- svarsmaður KFÍ, við DV í gærkvöld. Nýi Haukamaðurinn heitir Jim- my Stellato. Hann er 1,97 metrar á hæð, 27 ára gamall og getur leikið bæði stöðu bakvarðar og framherja. Stellato er með ítalskt ríkisfang. „Hann hefur æft með okkur í nokkra daga og hefur spjarað sig vel. Hann er góður skotmaður og er í líkamlega mjög góðu ástandi. Með tilkomu Stellato styrkist og stækkar hópur okkar. Það hafa verið miklar breytingar hjá okkur en við gerum ráð fyrir að vera á toppnum þegar úrslitakeppnin byrjar," sagði Jón Amar Ingvarsson, þjálfari Hauka, í samtali við DV í gær. Grindvíkingar hafa verið að svip- ast um eftir miðherja frá því upp- stokkunin vairð í liði þeirra fyrir jól- in. „Við höfum farið okkur hægt í þessu máli, en haft augun opin og verið í sambandi við umboðsmenn," sagði Guðfinnur Friðjónsson, stjórnarmaður í körfuknattleiks- deild UMFG. Nú er deildin komin í samband við 19 ára portúgalskan leikmann, Gilberto Darcio Dias Baptista, og er hann væntanlegur til landsins í dag. Gilberto er 2,05 á hæð og kemur til Grindavíkur til reynslu. Samkvæmt heimildum DV er ekki mikið vitað um getu leik- mannsins, en hann fær tækifæri til að sýna sig og sanna. -GH/bb/VS Víkingur í úrslitin Víkingur sigraði Þrótt úr Reykjavík, 3-1, í undan- úrslitmn bikarkeppni kvenna í blaki í Víkinni í gær- kvöld og mætir því ÍS í úrslitaleik. Þróttur vann fyrstu hrinuna, 22-25, en Víkingur hinar, 25-12, 25-14 og 25-10. -VS 1. DEILD KVENNA Stjarnan 14 12 1 1 403-299 25 Fram 15 12 1 2 395-332 25 Haukar 14 9 2 3 327-300 20 Valur 14 9 1 4 313-270 19 Vlkingur 14 7 4 3 320-297 18 FH 14 5 2 7 318-286 12 ÍBV 14 5 1 8 315-329 11 Grótta/KR 14 4 2 8 296-311 10 KA 15 1 0 14 258-387 2 ÍR 14 0 0 14 232-366 0 Frey gengur vel Freyr Bragason komst í gær í 16 manna úrslit í keppni einstaklinga á Norðurlandamótinu í keilu í Kaupmannahöfn. Sólveig Guðmundsdóttir og Ásgeir Þórðarson náðu lengst í parakeppni, 11. sæti, og Ás- geir og Jón H. Bragason urðu 9. í tvímenningi. -VS Nyjar leikaðferðir gengu vel hja Stjornunni Stjaman byrjaði vel án Herdísar Sigurbergsdóttur og endurheimti efsta sætið í deildinni er liðið vann ÍBV mjög auðveldlega, 30-18, í gær- kvöld í Garðabæ. Stjarnan hafði mikla yfirburði í leiknum sem Aðalsteinn Jónsson nýtti til að prófa nýjar leikaðferðir til að leysa fjarveru Herdísar. Fimm leikmenn reyndu sig i stöðu Herdís- ar í gær. Ragnheiður Stephensen (6 mín.), Inga Fríða Tryggvadóttir (22 mín.), Nína K. Björnsdóttir (15 mín.), Anna Blöndal (10 mín.) og Margrét Theódórsdóttir (7 mín.) fengu að reyna að stíga í fótspor fyr- irliðans. Eyjaliðið, sem var án Andreu Atladóttur, var afar slakt. Markvörðurinn Lukrecija Bokan var best en hún varði alls 19 skot þar af 3 víti. Best á vellinum var þó Sóley Halldórsdóttir, markvörður Stjömunnar sem varði 26 skot og átti 4 stoðsendingar fram í hraða- upphlaup. Ragnheiður var líka öfl- ug og gerði 10 mörk og átti 5 stoðsendingar á 48 mínútum. Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Stephensen 10/3, Nína K. Björnsdóttir 5/2, Inga Friða Tryggvadóttir 4, Inga Björgvinsdóttir 4, Margrét Vilhjálmsdótt- ir 2, Anna Blöndal 2, Margrét Theódórs- dóttir 1, Hrund Grétarsdóttir 1, Guðný Gunnsteinsdóttir 1. Mörk ÍBV: Amela Hegic 7/3, Ingibjörg Jónsdóttir 4/1, EUsa Sigurðardóttir 3, Eyrún Sigmjónsdóttir 2, Anna Hallgríms- dóttir 1, Jennie Martinsson 1. -ÓÓJ Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari og leikmaöur Hauka: Tippa á Njarðvíkinga - liðið sem spilar betri vörn vinnur leikinn, segir Jón Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari og leikmaður Hauka, þekkir vel til Njarðvikinga og Keflvíkinga sem bítast munu um sigur i bikar- keppninni í körfuknattleik á mog- un. Jón var beðinn um velta leikn- um fyrir sér og spá fyrir um hvort liðið hefði betur. „Þetta verður hörkuleikur milli liða sem spila nánast sömu gerð af körfúbolta. Þau spila hraðan sókn- arleik, skjóta mikið og skora grimmt og oft þegar þessi lið leika verður vamarleikurinn svolítið út undan. Ég lít svo á að það lið sem nær að spila betri vamarleik muni standa uppi sem sigurvegari.“ Lykilatriði fyrir Njarðvík að stöðva Damon Johnson „Keflvíkingar hafa verið á mik- illi siglingu að undanfomu en Njarövíkingar hafa aðeins verið að hiksta. Leikur Keflvíkinga hefúr samt mest byggst á að Damon Johnson hefur verið að spila á allt öðm plani en aðrir í síðustu leikj- um og því hefur kannski ekki reynt mikið á hina mennina í lið- inu. Damon hefur einfaldlega klárað leikina upp á eigin spýtur, með allri virðingu fyrir meðspilur- um hans. Það er því lykilatriði fyr- ir Njarðvíkinga að stöðva Damon ætli þeir að vinna." Njarðvík með betra varnarlið „Keflvíkingar hafa yfir að ráða betri skyttum en Njarðvíkingar hafa meiri hæð og ég tel þá vera með betra varnarlið. Það er mjög erfítt að spá fyrir um úrslitin en ég tippa samt á að Njarðvíkingar hafi þetta. Þeir era líklegri til að geta spilaö betri vöm sem ég tel vera lykilinn að sigri í svona leik. Ég hef ekki trú á að Damon Johnson geti haldið áfram að spila eins og hann hefur verið að gera og það verður þvi gaman að sjá hvemig félagar hans bregðast við ef hann nær sér ekki á strik," sagði Jón Amar. -GH íþróttir Bikarúrslit i körfu S99 Karlar. Keflavfk-Niarðvfk: Þetta er 30. bikarúrslitaleikurin frá upphafi en af þessum 29 hafa KR-ing- ar leikið flesta (14) og unnið flesta (9) en Njarðvíkingar tapað flestum, sex. Keflavík og Njarðvik eru sigursæl- ustu félög íslenska körfuboltans und- anfarna 2 áratugi en þessi tvö félög hafa tekið 18 af 25 titlum frá 1989. Sigurganga Suðurnesjaliða hefur verið mikil í bikarkeppninni á undan- fdmum árum en þetta verður ellefti titilinn af síðustu 13 sem fer suður með sjó. Stuðningsmenn félaganna leggja ör- ugglega áherslu á að skapa sem besta heimaleikjastemningu en hvorugt lið- ið hefur tapað heima í rúmt ár, Kefla- vlk hefrn- unnið 23. heimaleiki I röð en Njarðvík 22. leiki í röð heima. Keflavíkurliðið sem nú leikur sinn sjötta bikarúrslitaleik hefur unnið 25 leiki í röð I vetur og aðeins tapaö fjór- um sinnum í slðustu 32 leikjum, I öll fjögur skiptin fyrir Njarðvik. Hvorugur þjálfara liðanna hefur stjómað tapliði í bikarúrslitaleik, Friörik Ingi Rúnarsson 1 tveimur sigurleikjum en Sigurður Ingimund- arson í einum. Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson er stigahæsti leikmaður bikarúrslita- leiks karla frá upphafi með 157 stig 18 leikjum, Valur Ingimundarson hefur gert 111 stig og Guðjón Skúlason er þriði með 104 stig en Guðjón hefur unnið í síðustu fjórum úrslitaleikjum sem hann hefur spilað. Konur. KR-ÍS: Þetta er 25. bikarúrslitaleikur kvenna frá upphafi en í ár setur KR met er það spilar sinn 12. úrslitaleik en sigursælast er Keflavík sem hefur unnið sína 9 titla í 11 úrslitaleikjum. Keflvíkingurinn Anna María Sveins- dóttir er sá leikmaður sem hefur gert flest stig í bikarúrslitaleikjum eða 164 stig í 10 leikjum. I öðru sæti er félagi hennar Björg Hafsteinsdóttir sem hefur gert sin 115 stig í 10 leikjum en hún hefur oftast allra lyft bikamum eða 8 sinnum. Guðbjörg Norðfjörð er reyndasti leikmaður í úrslitaleikjum af leik- mönnum á morgun. Guðbjörg er I 5. sæti með 69 stig í 6 leikjum. Alls hafa KR-ingarnir, Guðbjörg Norðfjörð (5), Linda Stefánsdóttir (3), og Helga Þorvaldsdóttir (3) tapað samtals 11 bikarúrslitaleikjum. Félagi þeirra nú, Hanna Kjartans- dóttir, hefur aftur á móti unnið alla þrjá sína og vinni hún með KR nú verður hún bikarmeistari með sínu þriðja félagi en áður hefur hún unnið með Haukum ‘92 og Keflavík ‘93 og ‘94. ÍS er sjöunda liðið sem kemst aftur I bikarúrslitin eftir að hafa tapað árið á undan. í 5 af 7 skiptum hefur það lið sem kemur reynslunni ríkara unnið bikarinn I annarri tilraun. Þegar ÍS vann tvöfalt 1978, léku for- eldrar eins leikmanns ÍS í dag, Öldu Leifar Jónsdóttur, með báöum lið- um. Jón Guðni Óskarsson og Kol- brún Leifsdóttir urðu bikarmeistarar meö stúdentum 30. mars 1978, eða rúmu einu ári áður en Alda Leif fædd- ist. -ÓÓJ Öll félögin í úrslitum Renault-bikarnum á laugardag nota Leppin sport sportdrykki og fæðubótarefni. Við óskum beim öllum góðs gengís. Þeir bestu nota Leppin sport: Körfubolti - úrvalsdeild karla /1999 Keflavík 11 10 0 1 1002-862 20 Njarðvík 11 9 0 2 1030-839 18 KR 11 8 0 3 987-924 16 Grindavflc 11 6 0 5 983-945 12 KFÍ 11 6 0 5 942-935 12 Snæfeil 11 6 0 5 910-926 12 Tindastóll 11 5 0 6 921-933 10 Haukar 11 5 0 6 893-933 10 ÍA 11 5 0 6 831-872 10 Þór A. 11 4 0 7 825-910 8 Skallagrímur 11 1 0 10 857-979 2 Valur 11 1 0 10 839-962 2 Alvöruorka Ekkert koffein og enginn hvítur sykur Hollusta alla leið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.