Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Blaðsíða 14
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1999 JjV
>4 * menning
■ * ★ i
„Tjáningin er svo margs
konar að það er erfítt að
fínna einhver orð sem lýsa
sýningunni í heild,“ sagði
Ulrika Levén, forstöðu-
maður málverkasýningar-
innar Carnegie Art Award
sem verður opnuð almenn-
ingi í Listasafni Islands kl.
14 á sunnudaginn. Rétt er
að geta þess þegar í stað að
kl. 15 sama dag verður
ókeypis leiðsögn um sýn-
inguna.
Sem dæmi um fjöl-
breytileikann i norrænni
samtímamálaralist sýndi
Ulrika fjölmiðlungum
ýmsar ólíkar greinar af
meiði hins hefðbundna
norræna landslagsmál-
verks á sýningunni, ljóð-
rænar smámyndir eftir
Peter Frie, svart-hvíta
þverskurði af jörð eftir
Mari Johanne Slaattelid
og texta Birgis Andrésson-
ar sem framkalla sínar eig-
in sérstæðu myndir i huga
hvers áhorfanda. Tveir
aðrir íslendingar eiga verk
á sýningunni, Kristján
Davíðsson og Georg
Guðni.
Ulrik Samuelsson: De smá bádarna. Ein af myndunum hans þremur sem hlutu fyrstu
verðlaun.
Folke, sem kynnti fyrirhug-
aða sýningu og verðlaun á
blaðamannafundi í Lista-
safninu fyrir tæpu ári, „og
þið getið ekki ímyndað ykk-
ur hvað það er gaman að
koma núna með þessa
glæsilegu sýningu. Hún
sýnir vel norrænan sam-
starfsvilja." .
Sýningin hefur þegar
hangið uppi í fjórum nor-
rænum höfuðborgum,
Stokkhólmi, Ósió, Kaup-
mannahöfn og Helsinki.
Reykjavík er síðasti við-
komustaðurinn. Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrverandi
forseti íslands, hefur opnað
sýninguna í öll skiptin og
opnar hana einnig nú. Sýn-
ingunni hefur verið vel tek-
ið þó að auðvitað hafi hún
fengið misjafna gagnrýni.
„Sumir hafa fundið að því
að á henni skuli eingöngu
vera málverk," sagði Ulrika
Levén, „öðrum hefur aftur
fundist það helsti kostur
hennar!" Öll málverkin á
sýningunni voru til sölu og
eru nú aðeins 19 óseld af 53
málverkum.
Carnegie-sýningin verð-
Norræn málverk
! lok hraðferðar um sýninguna kynnti
Ulrika verðlaunahafa Camegie Art
Award 1998 sem einnig eru ákaflega ólík-
ir innbyrðis. Svíinn Ulrik Samuelsson
fékk fýrstu verðlaun (tæpar fimm milljón-
ir ísl. kr.) fyrir rómantískar náttúru-
myndir sem minna sláandi á Edvard
Munch. Finninn Nina Roos fékk önnur
verðlaun fyrir sérkennilegar loftkenndar
myndir sem erfitt er að lýsa með orðum,
málaðar á þykkar og gagnsæjar akrýlplöt-
ur. Þriðju verðlaun fékk Svíinn Torsten
Andersson fyrir harðar og kaldar myndir,
málverk sem er „fjarri því að vera gætt
ísmeygilegri fegurð“, eins og segir í áliti
dómnefndar. Á alþýðumáli þýðir það lík-
lega að myndimar þyki ljótar en hafi í sér
kraft sem fleyti þeim á verðlaunapall.
Auk verðlauna er einum ungum málcu-a
veittur sérstakur styrkur árlega. Hann
hlaut að þessu sinni Finninn Jussi Niva
sem einnig á myndir á sýningunni.
Málverk eftir Kristján Davi'ðsson. Löndum hans á OpnHT sýninglina
blaðamannafundinum fannst að hann hefði átt að fá
fyrstu verðlaun.
,Eg kom hingað í fyrra með orðin tóm í
farteskinu," sagði verkefnisstjórinn Anne
ur árviss viðburður í norrænu menningarlífi
og undirbúningur er þegar hafinn fyrir þá
næstu sem verður opnuð í Ósló í október. Þeg-
ar hefur 96 listamönnum
verið sent boð um að senda
myndir af verkum sínum
til dómnefndar, þar af eru
15 íslendingar. Sama dóm-
nefnd velur svo úr þeim
verkum og valdi á þessa
sýningu og tilkynnir val
sitt í júní í sumar. í henni
sitja Tuula Arkio, Olle
Granath, Lars Nittve, for-
maður, Bera Nordal og
Ásmund Thorkildsen.
Carnegie-fj árfestingar-
bankinn, sem stendur að
sýningunni, greiðir að-
gangseyrinn að henni í öll-
um borgunum fimm þannig
að það er ókeypis inn. Leið-
sögnin um hana, sem verður ki. 15 þá þrjá
sunnudaga sem hún hangir uppi, er einnig
ókeypis. Sýningunni lýkur 21. febrúar svo að
menn mega ekki draga lengi að sjá hana.
Listrænn viðburður
Að njóta leiklistar
Fjóröa námskeiðið á vegum Félags ís-
lenskra háskólakvenna undir stjóm dr.
Jóns Viðars Jónssonar hefst á þriðjudag-
inn kemur kl. 20.30 í stofu 201 í Odda.
Þátttakendur sjá saman nokkrar leiksýn-
ingar sem í boði eru og auk þess verður
fjallað um þær með þátttöku leikstjóra
eða annarra aðstandenda sýningarinnar.
Námskeiðið er öllum opið. Skráið ykk-
ur hjá Geirlaugu Þorvaldsdóttur (568
5897/899 3746) eða Jóni Viðari (557 4342).
Tímamótasamningur
Bókaútgáfan Leifur Eiríksson gaf sem
kunnugt er út vandaða og glæsilega heild-
arútgáfú af íslendingasögum og íslend-
ingaþáttum í nýjum þýðingum á ensku
fyrir rúmu ári: The Complete Sagas of
Icelanders I-V. Ritstjóri útgáfunnar er
Viðar Hreinsson en með honum í ritnefhd
var úrvalslið fræðimanna og þýðenda.
Undanfama mánuði hafa staðið yfir
viðræður milli útgáfúnnar og bresk-
bandaríska forlagsins Penguin Press um
útgáfu á nýju þýðingunum í safnriti og
ritröðinni Penguin Classics. Þeim viðræð-
um lyktaði á þriðjudaginn með viðamikl-
um samningi sem felur meðal annars í
sér að Penguin gefur á næstu fjórum
árum út tíu bækur með sögum úr heildar-
útgáfunni. Ritstjórn þessarar útgáfú verð-
ur í höndum Bókaútgáfunnar Leifs Ei-
rikssonar en í því felst mikil viðurkenn-
ing fyrir íslenska bókaútgáfu og íslensk
fræði. Þessi samningur mun vera sá
stærsti sem íslenskt forlag hefur gert við
erlenda bókaútgáfu.
Ekki þarf að orðlengja hvað það þýðir
fyrir útbreiðslu íslenskra fornsagna þegar
öflugt forlag eins og Penguin Press tekur
að sér að gefa þær út í handhægum bók-
um og dreifa þeim um allan hinn ensku-
mælandi heim. Penguin hefur lengi verið
með fáeinar íslendingasögur á útgáfulista
í þýðingu Her-
manns Pálsson-
ar, Magnúsar
Magnússonar
og fleiri, meðal
annars Njálu,
Laxdælu og
Eglu, og gefið
þær út í stóru
upplagi. Nú
ættu minna
þekktar sögur
að eignast nýja
lesendur í stór-
um stíl.
Útgáfa
Penguin hefst í
haust með úr-
vali íslendinga-
Forseti íslands, Ólafur sagna í stórbók
Ragnar Grímsson, tekur á sem verður inn-
móti Alastair Rolfe, útgáfu- bundin; SÚ bók
®,!ór_a..!®n?u,n Press’ á kemur ári síðar
i kilju. Á næsta
ári koma svo
þrjár bækur í Penguin Classics kiljum,
þrjár enn 2001 og enn tvær 2002. Útbúin
veröur sérstök heimasíða á Netinu þar
sem útgáfan verður kynnt auk þess sem
hún mun skipa heiðurssess í kynningar-
efni útgáfunnar á prenti..
Kunningi minn sagði við mig nýlega að það
væri allt í lagi að koma of seint á tónleika í Hall-
grímskirkju, bergmálið væri svo mikið að mað-
ur heyrði samt fyrstu tónana. Óneitanlega er
endurómunin ríkuleg í kirkjunni, en það kom
ekki að sök í verkunum sem flutt voru fyrir hlé
á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í gær-
kvöld. Og fæstir komu of seint; fólk var farið að
streyma að klukkutíma áður en tónleikarnir
hófust, því orgelkonsert Jóns Leifs var aðalatrið-
ið á efnisskránni. Það er verk sem nýtur sín full-
komlega í miklu bergmáli, stórbrotin tónsmíð
sem salurinn þarf helst að magna upp úr öllu
valdi.
Orgelkonsertinn var frumfluttur árið 1935 í
Wiesbaden, sex árum síðar var hann leikinn í
Berlín og fékk svo hrikalegar viðtökur að hann
var ekki spilaður aftur fyrr en árið 1988 í Sví-
þjóð. Skemmst er frá því að segja að tónleikam-
ir í gær voru listrænn viðburður, því orgel-
konsertinn er án efa með allra bestu verkum
Jóns Leifs. Slæmu viðtökumar í Berlín hafa þar
ekkert með að gera, enda svo sem ekki í fyrsta
sinn sem ódauðlegt tónverk fær vonda útreið í
upphafi.
Að formi til er konsertinn tiltölulega einfald-
ur. Hann hefst á ærandi dimmhljómaklasa frá
orgelinu, og augnabliki síðar eru pákumar barð-
ar hressilega. Siðan taka við mikil læti uns ró-
leg passacaglia hefst, sem stigmagnast upp í
fomeskjulegan dans, æ ógnvænlegri uns allt fer
úr böndunum, desíbelaskalinn sprengdur og
sjálfsagt einhverjar hljóðhimnur með. Tilþrifin
eru víða mikil í rödd orgelsins, sem er flma erf-
ið og aðeins á færi flinkustu organista, sumt þar
flokkast undir hrein og klár áhættuatriði eins og
glissando með báðum fótum niður og glissando
Björn Steinar Sólbergsson lék áhættuatriði orgel-
konsertsins frábærlega vel. DV-mynd ÞÖK
upp um leið með höndunum. Björn Steinar Sól-
bergsson stóð sig frábærlega vel, enda í hópi
allra bestu orgelleikara landsins. Sinfóníuhljóm-
sveit íslands undir stjóm En Shao var líka í ess-
inu sínu og vafði sig utan um orgelið af mikilli
list.
Önnur tónsmíð eftir Jón Leifs var flutt á tón-
leikunum, Requiem op. 33b, sálumessa fyrir kór
eingöngu. Þetta er örstutt verk, ljóðrænn leikur
að dúr og moll þríundum sitt á hvað sem gefur
því sérkennilegan blæ. Það er ekki þunglyndis-
legt, þvert á móti er eins og maður sé að hlýða á
söng úr öðrum heimi - einhvern veginn skynjar
maður ljós á bak við það. Mótettukórinn undir
stjóm Harðar Áskelssonar söng sálumessuna
einstaklega fallega og lyfti henni i hæstu hæðir.
Tónlist
Jónas Sen
Lokaverkið á tónleikunum var sinfónía nr. 6
eftir Bruckner. Hún er ógnarlega löng og tignar-
leg, gegnsýrð af gegndarlausri rómantík og ekki
fyrir hvem sem er. „Eins og við má búast hjá
Bruckner þyrlast hlustendur með í miklum
darraðardansi ómsterkra blásara, slagverks og
strengja og eru skildir eftir á ystu nöf í lokin,“
segir í efnisskránni. Á ystu nöf af leiðindum
gæti ég bætt við, mér fmnst Bruckner teygja
lopann óþarflega mikið. En Sinfóníuhljómsveit
íslands lék þetta verk prýðilega, enda ágætlega
sijómað af En Shao og margir voru greinilega
hrifnir.
í heild voru þetta stórmerkilegir tónleikar og
flutningurinn á Jóni Leifs með því besta sem
heyrst hefur á sinfóníutónleikum í langan tíma.
Sinfóníuhljómsveit íslands og Mótettukórinn
í Hallgrímskirkju 4.2. Á efnisskrá Jón Leifs:
Requiem op. 33b og Orgelkonsert op. 7,
Bruckner: Sinfónía nr. 6. Einleikari: Björn
Steinar Sólbergsson, kórstjóri Hörður Ás-
kelsson, hljómsveitarstjóri: En Shao.
Leikaraskipti
í Hafnarijarðarleikhúsinu sýnir Stopp-
leikhópurinn háðsádeiluna Vírus eftir Ár-
5 mann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirs-
son og Þorgeir Tryggvason í samvinnu
: við Hermóð og Háðvöra við góðar tmdir-
| tektir áhorfenda. Fyrir skömmu tók Mar-
! ía Reyndal, sem er
nýkomin frá leiklist-
I amámi í Bretlandi,
við hlutverki Erlu af
: Katrínu Þorkelsdótt-
ur, og um þessa helgi
verða enn manna-
skipti þegar Jón St.
Kristjánsson hverfur
til nýrra starfa norð-
an heiða og skilur
eiganda tölvufyrirtækisins, Agnar, eftir
sig í Hafnarílrði. Við því hlutverki tekur
| enginn minni maður en Gunnar Helgason
sem einnig leikstýrði verkinu.
Þeir sem ekki vilja missa af að sjá
I Gunnar í sýningunni geta drifið sig ann-
I að kvöld kl. 20 eða á miðvikudagskvöldið
kemur á sama tíma.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir