Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Blaðsíða 22
26 FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1999 Messur Arbæjarkirkja: Guösþjónusta kl. 11 árdegis. Biblíu- dagurinn. Sr. Magnús Guöjónsson, fyrrum biskupsrit- ari, annast guðsþjónustuna. Organleikari Pavel Smid. Tekið verður á móti framlögum til Biblíufélagsins eft- ir guösþjónustuna. Bamaguðsþjónusta kl. 13. Foreldr- ar og aðrir vandamenn boðnir hjartanlega velkomnir meö bömum sínum. Prestamir. Áskirkja: Bamaguðsþjónusta ki. 11. Guðsþjónusta kl. 14 meö þátttöku Arnfirðingafélagsins. Sr. Sigurjón Einarsson, fyrrverandi prófastur, prédikar. Sólarkaffi Amfmðinga. Ámi Bergur Sigurbjömsson. Breiöholtskirkja: Biblíudagurinn. Bamaguðsþjón- usta kl. 11. Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Sigurjón Ámi Eyjólfsson messar. Organisti Daníel Jónasson. Tekiö við gjöfum til Hins íslenska Biblíufélags. Bústaöakirkja: Bamastarfið fer 1 heimsókn í Lang- holtskirkju. Mæting við Bústaðakirkju kl. 10.40 og far- iö með hópferöabíl í Langholtskirkju. Biblíudagurinn. Guösþjónusta kl. 11. Prestur sr. Pálmi Matthíasson. Amfríður Einarsdóttir, stjómarmaður í HÍB, prédik- ar. Saftiað verður til kaupa á Nýja testamentum fyrir Konsó. Organisti Guðni Þ. Guömundsson. Biblían og leikhúsiö kl. 15.30. Dagskrá í umsjón Sveins Einars- sonar. Fjallað um helgileikjahefö og sýnd dæmi. Les- arar: Amar Jónsson og Ragnheiöur Elva Amardóttir. Ársfundur Hins íslenska Biblíufélags kl. 17. Fundur- inn hefst meö kaffidrykkju í boði sóknamefndar Bú- staöakirkju. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Digraneskirkja: Fjölskyldumessa kl. 11 með þátttöku sunnudagaskólans. Sunnudagaskólinn er í umsjá Steinunnar Leifsdóttur og Berglindar H. Ámadóttur. Organisti Kjartan Siguijónsson. Léttar veitingar eftir messu. Dómkirkjan: Djáknavígsla kl. 11. Biskup íslands, hr. Karl Sigurbjömsson, vígir. Vígöir veröa: Guðrún Kristín Þórsdóttir til starfa á vegum Félags aöstand- enda altsheimersjúklinga og þjónustu í Áskirkju í Reykjavík, Lilja Hallgrímsdóttir til þjónustu í Kefla- víkursókn, Ragnhildur Ásgeirsdóttir til starfa á veg- uin kristilegu skólahreyfmgarinnar og Valgerður Hjartardóttir til starfa á vegum hjúkmnarþjónustunn- ar Caritas og þjónustu í Árbæjarkirkju í Reykjavík. Vígsluvottar: Sr. Guölaug Helga Ásgeirsdóttir, sr. Gísli Jónasson, Sr. Guömundur Þorsteinsson, sr. Ólaf- ur Oddur Jónsson, Ragnheiður Sverrisdóttir djákni og Svala Thomsen djákni. Sr. Hjalti Guðmundsson dóm- kirkjuprestur þjónar fyrir altari ásamt biskupi. Dóm- k irinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10.15. Org- anisti Kjartan Ólafsson. Sr. Halldór Gröndal. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Valgeir Ástráðsson. Organisti Lenka Mátévoá. Bama- guösþjónusta á sama tíma. Umsjón Hanna Þórey Guð- mundsdóttir og Ragnar Schram. Prestamir. Gaulverjabæjarkirkja: Messa kl. 14. Sóknarprestur. Grafarvogskirkja: Sunnudagaskóli í Grafarvogs- kirkju kl. 11. Sr. Vigfús Þór Árnason. Umsjón Hjörtur og Rúna. Fjölskylduguösþjónusta í Engjaskóla kl. 11. S*\ Siguröur Amarson. Umsjón Ágúst og Signý. Guös- þjónusta kl. 14. Sr. Vigfús Þór Áraason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Hörður Bragason. Kór Grafarvogskirkju syngur. ETestamir. Grensáskirkja: Bamastarf kl. 11. Munið kirkjubíl- irm! Messa kl. 11. Altarisganga. Tekið við framlögum til starfs Hins íslenska Biblíufélags. Kirkjukór Grensás- kirkju syngur. Organisti Ámi Arinbjamarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. Hafnarfjarðarkirkja: Bamastarf í Setbergsskóla, Hvaleyrarskóla og safnaðarheimilinu kl. 11. Guðsþjón- uúta kl. 11. Kór kirkjunnar leiöir almennan safnaöar- söng undir stjóm Natalíu Chow. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Áður auglýst tónlistarguösþjónusta fellur niður vegna aukahéraösfúndar Kjalamesprófasts- dæmis sem haldinn verður í safnaöarheimilinu Strandbergi og hefst kl. 16.30. Hallgrimskirkja: Fræðslumorgunn kl. 10. Dr. Gunn- laugur A. Jonsson flytur fyrirlestur um áhrif Davíös- sfima á íslenskar bókmenntir og listir. Messa og bamastarf kl. 11. Félagar úr Mótettukór Hallgríms- kirkju syngja. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Tekiö á móti gjöfum til Biblíufé- lagsins. Kvöldmessa kl. 20.30. Schola cantorum syng- ur. Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir alt- a» i ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Háteigskirkja: Bamaguösþjónusta kl. 11. Bryndís Valbjömsdóttir. Messa kl. 14. Organisti Jakob Hall- grímsson. Sr. Tómas Sveinsson. H*allakirkja: Poppmessa kl. 11. Sr. íris Krisfjánsdótt- ir þjónar. Poppband Hjallakirkju leikur létta og skemmtilega tónlist. Bamaguðsþjónusta kl. 13. Yngri kór Hjallaskóla kemur í heimsókn. Stjórnandi Guðrún Magnúsdóttir. Viö minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriöjudag, kl. 18. Prestamir. Kópavogskirkja: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Bamakór Kársnesskóla syngur undir stjóm Þórunnar Bjömsdóttur. Einnig syngja böm úr bamastarfi kirkj- unnar. Organisti Kári Þonnar. Ægir Fr. Sigurgeirs- son. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Ingileif Malmberg. Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands biskups: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Stund fyrir unga sem aldna. Kór yngstu bamanna syngur. Hljóðfæraleikur. Bamastarf Bústaðakirkju heimur í heimsókn. Tekiö viö samskotum til Biblíukaupa fyrir íbúa Konsó. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stef- ánsson. KafFisopi eftir messu. Laugarneskirkja: Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prédikunarefni á Biblíudegi: „Kynhneigö og kristin trú“. Kór Laugarneskirkju syngur. Prestur sr. Bjarni Karlsson. Organisti Gunnar Gunnarsson. Lágafellskirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Biblíudagur- inn. Ræðumaður Jón Pálsson, framkvæmdastjóri Biblíufélagsins. Tekið á móti framlögum til Biblíufé- lagsins. Bamastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Bíll frá Mosfellsleið fer venjulegan hring. Jón Þorsteinsson. Neskirkja: Bamasamkoma kl. 11. 5 ára böm fá bóka- gjöf. Starf fyrir 8-9 ára á sama tíma. Opiö hús frá kl. 10. Biblíudagurinn. Messa kl. 14. Organisti Reynir Jónasson. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Við kirkju- dyr veröur tekiö við samskotum vegna Biblíugjafa til Konsó. Kvöldmessa meö léttri sveiflu kl. 20.30. Tónlist lclkin frá kl. 20. Reynir Jónasson á harmoníku, Sveinn Óli Jónsson á trommur, Edwin Kaaber á gítar og Ómar Axelsson á bassa, ásamt sönghóp. Prestur sr. Halldór Reynisson. Njarövíkurkirkja: Guösþjónusta kl. 14. Bam bor- iö til skírnar. Kirkjukór Njarövíkur syngur undir stjóm Steinars Guömundssonar organista. Sunnu- dagaskóli kl. 11. Foreldrar hvattir til aö mæta meö börnum sínum. Ásta, Sara og Steinar aðstoða ásamt fermingarbömum. Baldur Rafn Sigurös- son. Seljakirkja: Biblíudagurinn. Krakkaguðsþjónusta kl. 11. Töfrabrögö, fræðsla og mikill söngur. Guðsþjón- usta kl. 14. Helgi Elíasson, fyrrum útibússtjóri, pré- dikar. Organisti Gróa Hreinsdóttir. Sóknarprestur. Seltjaraarneskirkja: Messa kl. 11. Organisti Viera Manasek. Prestur sr. Guðný Hallgrímsdóttir. Bama- starf á sama tíma. Stokkseyrarkirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Úlfar Guðmundsson. Ytri-Njarövíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11. Fer fram í Njarðvíkurkirkju. Bílferð frá kirkjunni kl. 10.50. Baldur Rafn Sigurösson. Þorlákskirkja: Sunnudagaskóli kl. 11. Tónlistar- og menningarkvöld kl. 20.30. Biskup íslands, hr. Karl Sig- urbjömsson, flytur hugvekju. Skólakór Kámesskóla syngur undir sftóm Þómnnar Bjömsdóttur. Marteinn Hunger dómorganisti leikur orgelverk. Söngfélag Þor- lákshafnar syngur undir stjóm Róberts Darlings. Fólk í fréttum Hörður Ágústsson Hörður Agústsson, listmálari, fræðimaður og kennari, Grænu- hlíð 12, Reykjavík, er ásamt Thor Vilhjálmssyni handhafi íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár. Hörður fékk verðlaunin fyrir rit- ið íslensk byggingararfleifð 1750- 1940. Starfsferill Hörður fæddist í Reykjavík 4.2. 1922. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1941, stundaði nám í verk- fræðideild HÍ 1941^42, í Fagur- listaskólanum í Kaupmannahöfn 1945-46, við Academie de la Grande Chaumiére í París 1947- 50, auk þess sem hann fór í náms- ferð til Ítalíu 1948 og var við nám í London 1946. Hörður hefur verið listmálari og hefur stundað fræðistörf. Hann hefur haldið fjölda mynd- listarsýninga hér á landi og er- lendis. Hann stundaði auglýs- ingateiknun 1956-63, var kennari við Myndlistarskólann i Reykja- vík 1953-61, við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1962-68, var skólastjóri þar 1968-75 og síðan kennari til 1989. Hörður var formaður Félags ís- lenskrar listiðnar 1971-73, sat í stjórn Húsfriðunarnefndar frá stofnun 1970, í stjórn Torfusam- takanna frá stofnun 1972 og var formaður Hins íslenska fornleifa- félags frá 1982. Hörður hefur staðið að og samið greinargerð um könnun gamalla húsa víðs vegar um land, m.a. Húsakönnun í Reykjavík, gamii borgarhlutinn (ásamt Þor- steini Gunnarssyni) 1967-70; Húsakönnun á Seyðisfirði, 1976; Húsakönnun á Sauðárkróki, 1977; Húsakönnun í Stykkishólmi, 1978; og Húsakönnun á Eskifirði, 1980. Hann var stofnandi og ritstjóri tímaritanna Vaka, 1952-53, og Birtings, 1955-68, og skrifaði í þau greinar og viðtöl. Hann hefur samið mikinn fjölda greina, greinaflokka og ritgerða um myndlist, listiðn, byggingarlist og íslenska byggingasögu, í dagblöð og íslensk og erlend tímarit. Hann ritaði grein um íslenska torfbæinn í bókaflokknum ís- lensk þjóðmenning, og grein um íslenska miðaldabyggingarlist í Sögu íslands, IV. bindi. Rit Harð- ar: Dómsdagur og helgir menn á Hól- um, útg. 1989; Skál- holtskirkjur, útg. 1990; Skálholtsskrúði og áhöld, útg. 1992; ís- lensk byggingararf- leifð I, ágrip af ís- lenskri húsagerð 1750-1940, Útg. 1998. Fjölskylda Hörður kvæntist 23.6. 1952, Sigríði Magnúsdóttur, f. 23.11. 1924, menntaskólakenn- ara. Foreldrar hennar voru Magnús Skaftfjeld, bifreiðastjóri í Reykjavík, og k.h., Steinunn Kristjánsdóttir húsmóðir. Böm Harðar og Sigríðar era Gunnar Ágúst, f. 15.9. 1954, heim- spekingur og dósent við HÍ, kvæntur Guðbjörgu Benjamíns- dóttur deildarstjóra; Steinunn, f. 19.9. 1956, líffræðingur í Reykja- vík, en maður hennar er Magnús Ólafsson hagfræðingur; Guðrún, f. 5.3. 1966, BA sagnfræðingur við mastemám í sagnfræði við HÍ, gift Árna Svan Daníelssyni guð- fræðinema. Systkini Harðar eru Jóhann Ágústsson bankastjóri, Kristín Ágústsdóttir, húsmóðir í Banda- ríkjunum og Erla Ágústsdóttir, starfsmaður hjá Flugleiðum í Reykjavík. Foreldrar Harðar: Ágúst Mark- ússon, f. 30.7. 1891, d. 30.12. 1965, veggfóðrarameistari 1 Reykjavík, og k.h., Guðrún Guðmundsdóttir, f. 4.7.1893, d. 27.9.1947, húsmóðir. Ætt Föðurbróðir Harðar var Karl, afi Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra. Ágúst var sonur Markúsar, söðlasmiðs í Reykja- vík, bróður Guðlaugs, afa Óskars Jónssonar fræðimanns. Markús var sonur Þorsteins, b. í Gröf í Hrunamannahreppi, bróður Jóns, langafa Þorsteins Einars- sonar íþróttafulltrúa. Þorsteinn var sonur Jóns, ættfóður Högna- staðaættarinnar, Jónssonar. Móð- ir Markúsar var Guðrún, systir Ingibjargar, langömmu Eðvarðs Sigurðssonar alþm. Guðrún var dóttir Jóns, b. í Galtafelli, Bjöms- sonar, b. í Vorsabæ, Högnasonar, lrm. á Laugarvatni, Bjömssonar, bróður Sigriðar, móður Finns Jónssonar bisk- ups. Móðir Jóns var Bryngerður Knútsdótt- ir, systir Sigríðar, ömmu Tómasar Guð- mundssonar skálds, Hannesar þjóðskjala- varðar og Þorsteins Hagstofústjóra, Þorst- einssona. Móðir Guð- rúnar var Guðrún Guð- mundsdóttir, pr. í Hruna, Magnússonar, pr. á Þingvöllum, Sæmundsson- ar, pr. í Miklabæ, Magnússonar, b. í Bræðratungu, Sigurðssonar. Móðir Sæmundar var Þórdís Jónsdóttir (Snæfríður íslandssól). Móðir Ágústs var Jóhanna Sveinbjömsdóttir, b. í Ási, Jóns- sonar og Kristínar Einarsdóttur, systur Ingveldar, langömmu Steinþórs Gestssonar, fyrrv. alþingismanns. Guðrún var dóttir Guðmundar, veitingamanns í Reykjavík, bróð- ur Guðmundar, langafa Jóhanns Hjartarsonar stórmeistara. Guð- mundur var sonur Ámunda, b. á Sandlæk, Guðmundssonar, og Guðríðar Guðmundsdóttur, b. í Langholti, Björnssonar. Móðir Guðríðar var Guðrún Ámunda- dóttir, smiðs og málara í Syðra- Langholti og vefara í Innrétting- unum í Reykjavik, Jónssonar. Móðir Guðrúnar Guðmundsdótt- ur var Kristín, systir Magnúsar, prófasts og alþm. á Gilsbakka, foður Péturs ráðherra. Kristín var dóttir Andrésar, hreppstjóra í Syðra-Langholti, bróður Helga í Birtingaholti, afa Jóhanns Briem listmálara, fóður Katrínar list- málara. Andrés var sonur Magn- úsar, alþm. frá Syðra-Langholti, Andréssonar, langafa Ásmundar Guðmundssonar biskups. Móðir Magnúsar var Margrét Ólafsdótt- ir, hálfsystir Gísla í Vatnsholti, afa Ásgríms Jónssonar myndlist- armanns. Gísli var einnig langafi Sigurbjargar, ömmu Jóns Óskars Hafsteinssonar myndlistar- manns. Móðir Margrétar var Marín Guðmundsdóttir, ættfóður Kópsvatnsættar, Þorsteinssonar. Móðir Andrésar í Syðra-Lang- holti var Katrin Eiríksdóttir, ætt- föður Reykjaættar, Vigfússonar. Móðir Katrínar var Ingunn Ei- ríksdóttir, ættfoður Bolholtsætt- ar, Jónssonar. Hörður Ágústsson. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Bæjarflöt 2, breyting á deilskipulagi í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Bæjarflöt 2. Með breytingunni er verið að gera nýja aðkomu að lóðinni frá Rimaflöt Tillagan verður til sýnis í sal Bongarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00-16:15 frá 5. febrúar til 5. mars 1999. Ábendingum og athugasemdum vegna ofan- greindrar kynningar skal skila skriflega til Borgar- skipulags Reykjavíkur fyrir 19. mars 1999. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Borgarskipulag Reykjavíkur Bridge: Gestalisti Bridgehátíðar Miklar breytingar hafa orð- ið á gestalista Bridgehátíðar siðustu dagana. ítalska lands- liðið sendi óvænt afboð og Kyle Larsen og Alan Sontag hafa einnig tilkynnt forfoll. Sem betur fer fáum við frænd- ur okkar Norðmenn til að fylla í skarðið, en þaðan kemur sterk sveit: Tor Helness, Jon Egil Furunes, Boye Brogeland og Erik Sælensminde. Sveit Zia Mahmood verður þannig skipuð: Zia, Bamett Shenkin, Ralph Katz og Steve Garner. Bræðumir Lars og Knut Blas- ket, ásamt Claus Christiansen og Frederik Bjerregárd koma frá Danmörku. Ekki er enn ljóst hver verður spilafélagi franska landsliðsmannsins Christians Mari. Allir sterk- ustu íslensku spilararnir mæta að sjálfsögðu líka á Bridgehátíð. Til hamingju með afmælið 5. febrúar 90 ára Ámi Marinó Rögnvaldsson, Austurbyggð 17, Akureyri. Pálína ísaksdóttir, Mýrargötu 18a, Neskaupstað. 85 ára Jenný Jónsdóttir, Núpabakka 25, Reykjavík. 75 ára Sigurbjörg J. Þórðardóttir, Þinghólsbraut 72, Kópavogi. Sigurður Geirsson, Miðtúni 9, Höfh. 70 ára Gísli Magnússon, Bergstaðastræti 65, Reykjavík. Ingunn Ingvarsdóttir, Hagamel 22, Reykjavík. Steinunn S. Jónsdóttir, Eikjuvogi 28, Reykjavík. Sveinn Helgason, Grænavatni 3, Reykjavík. 60 ára Amy Eva Eymundsdóttir, Brimnesi, Höfðahreppi. Ragnheiður Erlendsdóttir, Hólavegi 36, Sauðárkróki. 50 ára Bryndís Ragnarsdóttir, Ystabæ 9, Reykjavík. Emma Nueva Surban, Kambaseli 38, Reykjavík. Ingimar ísleifsson, Sólvöllum, Rangárvallahreppi. Jón Ragnar Jónsson, Breiðvangi 6, Hafnarfirði. Lilja Kristensen, Hafnargötu 22, Vogum. Magnús Jónatansson, Eyktarási 2, Reykjavík. Nils Jens Axelsson, Dalalandi 8, Reykjavik. Oddný Eiríksdóttir, Fannafold 199, Reykjavik. Róbert Jónsson, Kötlufelli 5, Reykjavík. 40 ára Bjargey Ingólfsdóttir, Háhæð 10, Garðabæ. Erla Dís Axelsdóttir, Grundarlandi 4, Reykjavík. Friðrik Rafnsson, Mávahlíð 29, Reykjavík. Guðríður Hjaltadóttir, Suðurgötu 69, Hafnarfirði. Gunnar Kristjánsson, Eyrarholti 3, Hafnarfiröi. Halldór Berg Jónsson, Lindarbergi 50, Hafnarfirði. Hjörtur Sveinsson, Strandaseli 7, Reykjavík. Jóhann Friðrik Valdimarsson, Stóragerði 25, Reykjavík. Karen Guðmundsdóttir, Gnmdarhúsum 18, Reykjavík. Kristinn G. Vilmundarson, Jöifabakka 24, Reykjavík. Marta Grettisdóttir, Lækjarsmára 92, Kópavogi. Ómar Öm Ragnarsson, Borgarvík 24, Borgamesi. Þorbjörg Auður Sigþórsdóttir, Öldugötu 2, Flateyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.