Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Side 19
Bjartmar Þórðarson á pínulitla fjólubláa Hondu sem heitir Dindill og er tveimur árum eldri en hann. Hann er með bíladellu og langar mikið til að gera Dindil litla upp. Hins vegar hefur hann lítinn tíma fyrir bíladelluna þar sem hann er á fullu núna í sýningum á Dirty Dancing sem sýnt er í íslensku óperunni. Hann leikur aðalhlutverkið og ku gera það vel, enda er þetta níunda sýningin sem hann tekur þátt í. Samt er Bjartmar bara nítján ára. Best a foJs áSk I wlCI Xr maður Bjartmar veit ekki hvað hann ætlar að verða þegar hann verður stór. Hann tekur stúdentspróf í vor og er að reyna að gera það upp við sig þessa dagana hvort hann ætti frekar að fara í fatahönnun eða álíka starf sem reynir á sköpunar- gáfuna eða að reyna að komast í Leiklistarskólann. „Ég vil geta fengið að nota sköp- unargáfuna alveg í botn. Mér finnst svo rosalega gaman að skapa. Ég lifi fyrir það. Mig langar samt líka mjög mikið í leiklistina og fá tækifæri til að læra að leika í einhveiju öðru en söngleikjum, sem eru frekar mikið léttmeti, og fara með bitastæðari texta. Hins vegar veit ég ekki hvort ég er tilbúinn að fórna öllu öðru sem mig langar til að gera fyrir leiklist- ina.“ Dragdrottningin Sýningin Dirty Dancing er sett upp á vegum Verzl- unarskóla íslands i tilefni árlegs nemendamóts skól- ans. Núna er Bjartmar á fjórða ári og sýningin er jafn- framt sú fjórða sem hann tek- ur þátt í. Hann hefur verið í einu aðalhlutverka í öll skiptin nema í fyrra þegar hann var í litlu en áberandi hlutverki sem örlagagyðjan Fjútúra í Mambo Kings. Hann segir að það hafi verið hugsað sem grín að hafa strák í hlutverkinu til að brjóta upp sýninguna. Annars er Bjart- mar ekki alls óvanur því að bregða sér í gervi kvenmanns. Fyrir tveimur árum vann hann titilinn dragdrottning íslands. „Þetta gerðist þannig að ég var að vinna á skemmtistaðnum Nelly’s þegar ég var spurður hvort ég vildi ekki vera með í keppninni. Ég ákvað að slá bara til og keppti svo i gervi Marilyn Monroe. Við- brögðin voru góð og mér fannst þetta rosalega skemmtilegt. Reynd- ar var þetta tímabil, sumarið fyrir tveimur árrnn, ekkert venjuiega skemmtilegt. Ég sleppti mér og djammaði mikið.“ Þó Bjartmar sé ekki orðinn tví- tugur segist hann vera byijaður að róast aðeins núna og fer ekki mik- ið út að skemmta sér. En hvert fer hann helst? „Ég skemmti mér með svo fjöl- breytilegu fólki að ég dreifist á hina og þessa staði. Líklega fer ég oftast á Spotlight. Ég þekki alla sem eru að vinna þar og marga sem skemmta sér þar.“ Kærastinn Líkt og flestir sem skemmta sér á Spotlight er Bjartmar samkyn- hneigður. Hann er alls ekki feim- inn við að viðurkenna það enda segist hann hafa vitað um samkyn- hneigð sína frá því hann man fyrst eftir sér. „Það er best að fela ekki hvem- ig maður er og koma hreint fram við ailt og alla. Fólk er líka orðið víðsýnna en áður og fordómar gegn samkynhneigðum hafa minnkað mjög mikið á síðustu árum. Þeir eru enn að minnka og það virðist vera orðið þannig að ef einhver sýnir fordóma þá er litið niður á þann hinn sama.“ Bjartmar er á fostu. Kærastinn hans heitir Guðni Krist- insson og , — 15 ara: Rocky Horror i Loftkastalanum 16 ára: Cats á vegum Verzló 16 ára: Sumar á Sýrlandi í Loftkastalanum 17 ára: Saturday Night Fever á vegum Verzló 17 ára: Evíta i íslensku óperunni 18 ára: Galdrakarlinn í Oz i Borgarleikhúsinu 18 ára: Mambo Kings á vegum Verzló 19 ára: Carmen Negra í íslensku óperunni 19 ára: Dirty Dancing á vegum Verzló ana tú baka. Auðvitað þyk- ir mér vænt um að þau skuli vera svona víðsýn. Þau leggja bæði hart að sér við að afla sér þekk- ingar á samkynhneigð af því að þau vilja ekki I standa á gati þegar talið I berst að þessu úti í bæ.“ Sæt(ur)? Bjartmar var kosinn dragdrottning íslands fyrlr tveimur árum. er í stjórnmálafræði í Háskólan- um. Hann er flórum árum eldri en Bjartmar og þeir búa saman heima hjá foreldrum Bjartmars, í lítilli íbúð þar sem fer mjög vel um þá. „Pabbi og mamma eru mjög ljúf og þeim líkar vel við Guðna. Stundum held ég meira að segja að þeim þyki vænna um hann en mig,“ segir Bjartmar og brosir. „Hann er alltaf að hjálpa mömmu við að þrifa og elda og svoleiðis og auðvitað fær hann endalaus prik í kladdann. Ég bauð foreldrum mín- um um daginn á leikritið Hinn fullkomni jafningi sem Felix Bergsson er með. Á eftir áttu þau kost á að fara í umræðuhóp og þau gripu tækifærið og töluðu sig út þar. Á eftir voru þau svo ánægð að þau vildu endilega borga mér mið- Leikarinn Einhvern veginn fellur Bjartmar ekki inn í þá mynd sem flestir hafa af Verzl- unarskólanemum. Hann hefur ríka þörf fyrir að skapa, er fijálslegur i klæðaburði og ekkert í hans fari bendir til að hann leggi viðskipta- eða lögfræði fyrir sig. Af hverju fór þessi piltur eiginlega í Verzló? „í rauninni var það félagslífið sem lokkaði en það er sérstaklega öflugt í Verzló. Ég sá líka fram á að fá í leiðinni stúdentspróf sem væri vel metið. Málið er að það er ómet- anlegt að fá tækifæri til að taka þátt í sýningum eins og Verzló hef- ur verið að setja upp - tilvalin leið til þess að koma sér á framfæri," segir Bjartmar og líklega hefur hann rétt fyrir sér. Að minnsta kosti hefur honum gengið vel að koma sér á framfæri og tekið þátt í fimm sýningum utan skólans. Þær eru Rocky Horror og Sumar á Sýr- landi, sem voru sýndar í Loftkast- alanum, Galdrakarlinn í Oz, sem sýndur var í Borgarleikhúsinu, og Evíta og Carmen Negra sem settar voru upp í íslensku óperunni. „Ég hafði aldrei stigið á svið áður en ég fór í Verzló. Ekki opnað kjaftinn, ekki sungið neitt. Hafði reyndar verið í samkvæmisdöns- um. Byijaði í því níu ára og dútlaði mér í því þangað til ég var tólf og byijaði þá að keppa. Ég hætti því svo alveg þegar ég byrjaði í Verzló." Bekkjakerfið í Verzló er það eina sem Bjartmar er ekki alveg nógu ánægður með. „Það hentar mér bara ekki nógu vel. Ef ég hefði vitað, þegar ég byij- aði í menntaskóla, að ég ætti eftir að hafa svona mikið að gera fyrir utan skólann hefði ég kannski ekki valið Verzló. Líklega hefði ég þá farið í skóla þar sem maður getur sjálfur ráðið hraðanum á náminu. Ég get það ekki í bekkjakerfinu og þegar ég útskrifast í vor verð ég þess vegna með miklu lægri ein- kunnir en ég kynni að hafa fengið annars. Ég sé samt alls ekki eftir því að hafa valið Verzló." Verzlingurinn Eru Verzlingar skemmtilegt fólk? „Þeir eru eins og annað fólk, sumir skemmtilegir en aðrir leið- inlegir. Og hún er ekki sönn, þjóð- sagan um að þar séu allir snobbaö- ir. Raunar gerir það mig alltaf reið- an þegar verið er að tala um snobb í þessum skóla. Kannski er satt að margir nemendanna koma frá heimilum þar sem foreldrarnir hafa verið í Verzló og í þessari gömlu viðskiptamenningu sem skapaðist út úr þessum skóla. Það fólk á kannski sumt hvert meiri peninga. Það er alkunna að krakk- ar láta oft stjómast af því hvað for- eldrarnir vilja þegar lagt er af stað í framhaldsskóla. Á síðustu fimm til tíu árum hefur orðið mikil breyting á nemendum Verzló. Áður var algengt að strákar mættu í jakkafótum í skólann en það er alls ekki þannig núna. Ég held að það sé erfitt að sjá einhvern mun á Verzlingum og öðm ungu fólki í þjóðfélaginu." Komið hefur fram í könnunum í Verzló aö um áttatíu prósent nem- enda skólans myndu kjósa Sjálf- stœöisflokkinn. Ert þú hœgrisinn- aöur eins og flestir viröast vera í Verzló? „Ég er alls ekki hægrisinnaður. Mér finnst skrýtið að svona marg- ir skuli vera hægrisinnaðir í Verzló. Ég vil skrifa þetta á for- eldrana aftur. Það er óhætt að bóka að góður hluti á eftir að herma eftir foreldrunum. Aðeins helmingurinn er kominn með kosningarétt og flestir eiga eftir að mynda sér sjálfstæðar skoðanir." Hvað um trúmál? „Ég trúi aðallega á máttinn sem fólk hefur og þá á sannfær- ingarmáttinn sem við búum yfir. Ef ég trúi að ég geti eitthvað þá get ég það. Ég get ekki trúað á eitthvað sem ég hef engar sann- anir fyrir. Mér finnst það bara - ég ætla ekki að segja heimskulegt af því að ég vil ekki fordæma skoðanir annarra - ekki sam- ræmast eðli mínu að trúa á eitt- hvað sem er ekki rökrétt. Og ef tekið er mið af vísindaþróuninni sem hefur orðið á síðustu öldum sést að trú er ekki rökrétt. Þess vegna er skynsamlegast að trúa á sjálfan sig,“ segir Bjartmar og þegar afrekalisti hans er skoðað- ur kemur í ljós að þar er á ferð- inni maður sem hefur bersýni- lega næga trú á sjálfum sér til að ná eins langt og hann vill í lífinu. -ILK 5. febrúar 1999 f ÓkUS FÓKUSMYND: HILMAFI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.