Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 Fréttir Stuttar fréttir :dv Maðurinn sem var ákærður fyrir að setja rán og þjófnað á svið í Háspennusalnum: Saklaus og vill fá skaðabætur - dómarinn var rétt tæpa tvo daga að komast að niðurstöðu Ungur maður var sýknaður af ákæru um að hafa sett á svið þjófnað og rán í spilasal. DV-mynd GVA Það tók Pétur Guðgeirsson héraðs- dómara ekki nema tæpa tvo daga að komast að niðurstöðu - sýknu - í máli ákæruvaldsins gegn ungum manni, sem var gefið að sök að hafa sett þjófnað og rán á svið með sex mánaða miilibili í spilasalnum Háspennu árið 1997. Honum hafði verið gefinn að sök fjárdráttur upp á samtals 1,7 milljónir króna og rangur uppljóstur. Dómur- inn komst hins vegar að þeirri ský- lausu niðurstöðu að „ekkert" hetði komið fram í rannsókn lögreglu og málsmeðferð ákæruvalds fyrir dómi sem hnekkti framburði sakbomings- ins, sem ávaUt hefur haldið fram sak- leysi sínu. „Ég var því miður búinn að missa trú á lögreglunni og ákæruvaldinu. Þegar dómurinn gekk (í gær) fékk ég hins vegar trú á dómstólum lands- ins. Það er gott að hafa verið hreins- aður af þessum áburði sem hefur staðið yfir í tæp 2 ár. Þetta gerði næstum því út af við fjölskyldu mína. Ég á tvö lítil böm - þetta bitn- aði líka á þeim,“ sagði maðurinn í samtali við DV skömmu eftir að sýknudómurinn var kveðinn upp. Orðalag í niður- stöðu dómarans um sakleysi mannsins, að því er varðar sviðsett rán af hálfu hans aðfaranótt 3. ágúst 1997, vekur at- hygli: „Ákærði hefúr frá upphafi verið stöð- ugur í frásögn sinni. Ekkert af því sem komið er fram við lögreglurannsókn og málsmeðferð fyrir dómi rekst á frá- sögn hans af atburðinum og sumt af því þykir beinlínis geta stutt hana.“ Atli Gíslason, verjandi mannsins, hafði eftirfarandi um málið að segja: „Við emm alvarlega að íhuga málshöfðun tii heimtu skaðabóta vegna þessarar atlögu að persónu skjólstæðings míns,“ sagði Atli. Ekki liggur fyrir hvort ákæravaldið mun áfrýja málinu, það hefur tvo mánuði til að taka ákvörðun um slíkt. „Mér léttir afskaplega," sagði hinn sýknaði maður. Aðspurður kvaðst hann á hinn bóginn ekki vita hvort hann eigi að vera hamingjusamur yfir máli sem einungis „sé verið að ieiðrétta". „Allan tímann sem lögreglan hef- ur rannsakað þetta mál hefur stefn- an hjá henni verið að loka því, í stað þess að upplýsa það þannig að rétt- lætið næði fram að ganga. Oft hefur verið litið á mann sem hlut en ekki persónu. Þetta er búið að vera mjög langur tími. Það er full ástæða til að feua fram á skaðabætur," sagði hinn sýknaði maður. -Ótt Loðnuvertíðin: Hólmaborg- in kvóta- laus DV, Akureyri: „Við erum á landleið með 1400 tonn sem við fengum í fjóram köst- um í gær og nú er kvótinn búinn,“ sagði Jóhann Kristjánsson, stýri- maður á Hólmaborg SU í morgun, en skipið var þá á landleið í sinni síðustu veiðiferð verði loðnukvót- inn ekki aukinn. Jóhann sagði að þokkaleg veiði hefði verið á miðunum vestur af Ingólfshöfða í gær en bræla var þar í nótt. Hann sagði að sú ganga sem er þar gæti ekki verið gangan sem ætti að bera veiðina uppi á vertíð- inni nú, fleiri hlytu að koma í kjöl- farið. „En vísindamennimir eru alltaf á ferðinni að skoða þetta og alltaf bjartsýnir. En við veiðum ekki út á bjartsýnina eina saman og verðum bara að bíða þangað til þeir gefa eitthvað frá sér þessir höfðingj- ar,“ sagði Jóhann. -gk Nautið Guttormur, sem er einn af fbúum Húsdýragarðsins, var vigtað í gær og reyndist 897 kíló. Guttormur hefur þyngst um 117 kíló á þremur árum. Gutti er eflaust stærsta naut á landinu en ef einhver vissi um þyngra naut mætti sá gjarnan hafa samband við Húsdýragarðinn. Til að geta vigtað jafn stórt og þungt dýr gaf Marel sérsmíðaða vigt sem á að þola 3000 kíló. DV-mynd Hilmar Þór Vélarvana við Krýsuvíkurbjarg DV, Suðurnesjum: Eldhamar GK13,250 tonna stálbát- ur úr Grindavík, varð vélarvana um eina sjómílu undan Krýsuvíkur- bjargi um klukkan 11 í gærmorgun þar sem hann var að netaveiðum. Ólafur Amberg, skipstjóri á Eld- hamri, sagði aö vindurinn hefði stað- ið með landinu. „Við vissum ekki hvort bátinn ræki frá landi eða upp með bjarginu þannig að við urðum að biðja um að- stoð, síðan kom í ljós að þetta var al- varleg bilum. Við vorum þá hálfhað- ir að draga netin," segir hann. Kailað var á aöstoð og kom þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LíF, á vett- vang en síðar kom í ljós að ekki þurfti á hjálp hennar að halda. Björg- unarbáturinn Oddur V. Gíslason dró síðan Eldhamar til móts við Sighvat GK 57 sem kom með bátinn i togi til hafnar í Grindavík um fjögurleytið í gær. Undir Krýsuvíkurbjargi hafa orðið mörg sjóslys í gegnum tíðina þar sem skip hafa orðið vélarvana og þau rekið upp. Má því segja að betur hafi farið en áhorfðist hjá áhöfh Eld- hamars. -AG Skipverjar á Eldhamri GK 13 komn- ir til hafnar í Grindavík. Ólafur Arn- berg skipstjóri er lengst tii vinstri. DV-mynd Arnheiður Þingmenn í tímahraki fyrir kosningar: Kosningabarátta úr ræðupúlti Alþingis „Það er ekkert sem útilokar að við höldum þingstörfum áfram ef menn geta ekki komið sér saman um af- greiðslu mála fyrir þingrof 10. mars,“ segir Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis. „Það styttist í kosningar og menn yrðu þá að heyja kosningabar- áttuna úr ræðupúlti Alþingis ef þeir vilja það frekar." Fjöldi máia bíður afgreiðslu Al- þingis og alls ekki sátt um mörg þeirra. Hvalamál- ið er umdeilt og tvö framvörp um skipulagsmál há- Ólafur G. Einarsson. lendisins fara ekki átakalaust í gegn. Þá era ótalin ríkisstjómarfrumvörp sem stjómin ætlast til að verði af- greidd. „Menn vilja hafa sem bestan tima í kjördæmum sínum fyrir kosningar 8. maí þannig að ég á ekki von á því að menn fari að tefja þingstörf að óþörfu. Þá hefst landsftmdur Sjáif- stæðisflokksins 11. mars, daginn eftir þinglok. En við megum ekki fara of geyst. Þó ég hafi verið meðmæltur hvaiveiðum verðum við að stíga var- lega til jarðar í því máli og það sama gildir um hálendið," segir Ólafur G. Einarsson og bætir því við að þing- menn verði að sætta sig við að einn daginn sé tíminn búinn. „Ég myndi gefa mönnum viku í mesta lagi eftir þinglok," segir þingforseti. -EIR Reykjavík kaupir jarðir Fulltrúar Reykjavíkur- borgar og Sess- elja Jónsdóttir, sveitarstjóri Ölf- ushrepps, undir- rituðu í gær sam- starfssamning um kaup Reykja- vikur á jörðum sem ná yfir stóran hluta Hengilssvæðisins. Ölfúshrepp- ur féll frá forkaupsrétti að jörðunum en fær þess í stað samvinnu við borgina um nýtingu jarðhita á svæð- inu. Verðlaunin á Vísi.is í morgun var opnaður á Vísi. is vefur íslensku tónlistarverðlaun- anna. Þar er að frnna alla upplýsing- ar um verðlaunin, verðlaunahafa og tilnefningar síðustu ára. Föstudag- inn 19. febrúar verða tilnefhingar þessa árs birtar á vefnum á sama tíma og þær birtast í DV. Jafnffam geta tónlistaráhugamenn þá greitt atkvæði sitt á vefhum I fýrsta sinn. íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í sjötta skipti laugardaginn 13. mars næstkomandi á Grand Hót- el Reykjavík. Sjóslysin dýr Hagfræðistofhun Háskólans met- ur heildarkostnað vegna sjóslysa á íslandi 3-4 milljarða, eða yfir hálfa milljón á hvem sjómann á ári. Britannica á Netið Verulegar likur eru á því að ein- staklingar, félög og fyrirtæki á Is- landi geti fengið fría netáskrift að al- fræðigagnagrunni Encyclopædia Britannica (EB) gegn því að ríkis- sjóður greiði útgáfunni 1,1 milljón króna á ári. Dagur sagði frá. Svavar til Kanada Eins og DV hefur sagt frá fer Svavar Gestsson, þingflokksfor- maður Alþýðu- bandalagsins, tO starfa í Kanada á vegum utanrík- isþjónustunnar þegar hann hættir störfúm á Alþingi í næsta mánuði. Hann mun taka við sérverkefhum hjá landafundanefhd. Sjónvarpið tekur undir með DV og segir að hann muni síðar verða sendiherra í Kanada. Of miklar breytingar Landsbyggðarþingmenn gagn- rýndu fyrirhugaðar breytingar á kjördæmaskipaninni við 2. umræðu um breytingar á kosningalögum í gær. Ýmist telja þeir nýju kjördæm- in verða of stór eða að vægi atkvæða jafnist of mikið, þéttbýlinu í hag. Reyna á kvótalögin Félagar í Landssambandi útgerðar- manna kvótalítilla skipa hyggjast halda á veiðar án þess aö hafa til þess kvóta og láta þannig reyna á fisk- veiðistjómunarlögin. Dagur segir frá. Frávísun Hæstiréttur hefúr staðfest frávís- unardóm í máli þar sem Klemenz Jónsson krafðist um fjögurra millj- óna króna bóta vegna slyss sem hann varð fyrir í íþróttahúsi Ólafs- ftarðarbæjar. Þyngdi ekki dóm Hæstiréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms vegna kynferðisafbrots gegn 12 ára bami. Héraðsdómur hafði dæmt manninn í fjögurra mánaða fangelsi og til greiðslu 200.000 ásamt vöxtum í miskabætur. Akæruvaldið krafðist þyngri refs- ingar en Hæstiréttur hafhaði þvi þótt sannað þætti að ákærður hafði framið brotið. Vísir.is sagði frá. Vestfirsk Samfylking Samfylkingin á Vestfjöröum hef- ur ákveðið fram- boðslista fyrir al- úngiskosningar í vor. Listann leið- ir Sighvatur Björgvinsson, for- maður Alþýðu- flokksins. í 2. sæti er sr. Karl V. Matthiasson, sóknarprestur í Grundarfirði, sem þjónaði ísfirðing- um um árabU á árum áður. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.