Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 29
13‘V FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 29 Eitt verka Stefáns Sigvalda í Gall- erí Geysi. Teikningar og olíumálverk Undanfarið hefur staðið yfir í Gallerí Geysi, Hinu Húsinu við Ingólfstorg, myndlistarsýning á verkum eftir Stefán Sigvalda Kristinsson. Stefán Sigvaldi er fiölfatlaður og sýnir bæði teikn- ingar og olíumálverk. Sýningin er opin í dag kl. 8-19 og um helgina kl. 12-18 og henni lýkur á sunnu- dagskvöld. Sýningar Norræn málaralist Farandsýning á norrænni mál- aralist, sem haldin er á vegum Carnegie-fjárfestingarbankans í Svíþjóð, er nú til húsa í Listasafni íslands. Sýningunni er ætlað að sýna það markverðasta í norrænni málaralist síðustu ára að mati fimm manna dómnefndar nor- rænna listfræðinga. Jafnframt hafa þremur listamönnum sem verk eiga á sýningunni verið veitt verð- laun samkvæmt vali dómnefndar- innar. Meðal listamannanna sem eiga verk á sýningunni eru Birgir Andrésson, Georg Guðni og Krist- ján Davíðsson. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Henni lýkur 21. febrúar. Umhverfismál Ráðstefna um umhverfismál verð- ur haldin á morgun á Hótel Húsavík og byrjar kl. 13. Ráðstefnan var áður auglýst 16. janúar en frestaðist þá sökum veðurs. Fyrirlesarar eru landsþekktir menn og umræðuefnin fjölbreytt og varða okkur öll. Fjallað verður meðal annars um nýtingu lands, skipulagsmál, áhrif gróðurs á loftslag, orkumál og umhverfisvitund almennings. Saga heimspekinnar Stjóm Félags áhugamanna um heim- speki ætlar að sýna nýja, þýska sjón- varpsþætti þar sem hinn virti þýski heimspekingur Hans-Georg Gadamer segir sögu heimspekinnar. Um er að ræða tvö sýningarkvöld, í dag og á morgun, kl. 18 í stofú 101 í Odda. Þætt- imir em textaðir á íslensku. Samkomur Skákþing íslands - Barnaflokkur Teflt verður í barnaftokki Skák- þings íslands 1999 dagana 13. og 14. febrúar í húsnæði Taflfélags Reykja- víkur að Faxafeni 12. Keppnin hefst kl. 13 á morgun, laugardag. Þátttöku- rétt eiga 11 ára böm og yngri. Félag eldri borgara í Ásgarði, Glæsibæ verður félags- vist kl. 13.30 í dag. Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 10 laug- ardag. í Þomaseli opnar Jón Jónsson eldri myndlistarsýningu á morgun. Ólafúr B. Ólafsson leikur á harmon- iku fyrir söng og dansi. Háskólafyrirlestur Ingvar Ámason, dósent í efnafræði við raunvísindadeild Háskóla íslands, flytur erindi sem hann nefnir „Niður- stöður NMR rannsókna á alkylafleið- um l,3,5-trisilacyclohexans“. Erindið er hluti af málstofu efnafræðiskorar og verður í stofu 158 í VR-II, Hjarðar- haga 4-6, í dag kl. 12.20. Kaffileikhúsið: Rússíbanadansleikir Hljómsveitin Rússiban- ar og Kaffileikhúsið efna til tveggja dansleikja í kvöld og annað kvöld. Rússíbanadansleikirnir í Kaffileikhúsinu hafa ætíð laðað að sér mikinn fjölda gesta sem nota þetta ein- stæða tækifæri til að sletta ærlega úr klaufun- um. Sannast þetta best á því að nú þegar er uppselt á dansleikinn laugardag- inn 13. febrúar. Þó em enn lausir miðar á fostu- dagsdansleikinn, þann 12. febrúar, en nú fer hver að verða síðastur að næla sér í einn slíkan. Skemmtanir Rússíbananir sjá um dansmúsfkina í Kaffileikhúsinu í kvöld og annað kvöld. Tónlist Rússíbana er sambland að tangó og salsa, slavneskum slögur- um og tilbrigðum við gömlu meistarana Brahms og Mozart - allt frábær danstónlist í flutningi einhverra bestu listamanna landsins. Rússí- bana skipa þeir Guðni Franzson, klarínettleikari, Einar Kristján Ein- arsson, gítarleikari, Tatu Kantomaa, harmónikuleikari, Jón Skuggi, bassaleikari, Kjartan Guðnason, trommuleikari, sem er þó fjarri góðu gamni þessa tónleika en trommuleikarinn Ásgeir Óskars- son leysir hann af. Veðrið í dag Rignir síðdegis Skammt norðvestm af Vestfjörð- um er 979 mb lægð sem hreyfist norðaustur. Um 700 km suður af Hvarfi er 985 mb lægð sem fer all- hratt til norðnorðausturs. í dag verður suðvestan stinnings- kaldi eða allhvasst og skúrir eða slydduél sunnan og vestan til en léttskýjað norðaustanlands. All- hvöss eða hvöss sunnanátt og fer að rigna vestan til síðdegis en rigning um mestallt land í kvöld. Snýst í suðvestan stinningskalda með slydduéljum vestan til i nótt. Hiti 1 til 6 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðvestan stinningskaldi með skúr- um en allhvöss eða hvöss suðaust- anátt og fer að rigna síðdegis. Suð- vestan stinningskaldi og slydduél í nótt. Hiti 1 til 5 stig. Sólarlag í Reykjavík: 17.51 Sólarupprás á morgun: 9.31 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.19 Árdegisflóð á morgun: 04.49 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Bergsstaóir Bolungarvík Egilsstaðir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavííc Stórhöfði Bergen Helsinki Kaupmhöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Halifax Frankfurt Glasgow Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Orlando París Róm Vín Washington Winnipeg skýjaö 6 rigning 4 5 léttskýjaö 4 úrkoma í grennd 3 alskýjaó 3 skúr á síö. kls. 2 skúr 3 snjóél 0 þokumóöa -9 þokumóða -4 þokumóöa -17 -5 ringing 7 rigning og súld 4 heiöskírt 4 lágþokublettur -5 heiöskirt -0 skýjaö -7 alskýjaö -2 súld 5 skýjaö -6 heiðskírt -7 alskýjaö 5 þoka í grennd -7 alskýjaö -3 slydda á síö.kls. 3 skýjaö -4 skýjaö 2 þoka -5 alskýjaó -7 skýjaö 7 heiöskírt 19 heiöskírt -3 skýjaö 1 snjókoma -6 heiöskírt 14 alskýjað -13 Góð vetrarfærð en víða hálkublettir Allgóð vetrarfærð er á þjóðvegum landsins, en víða er hálka og hálkublettir. Vert er að benda bíl- stjórum sem ætla um heiðar landsins um helgina Færð á vegum að vera á vel útbúnum bílum, því færð getur breyst skyndilega. Á sumum heiðum eru snjóþyngsli og einstaka heiðar eru ófærar. Astand vega v<V vV m ei o 9 / w O O m ^Skafrenningur El 13 E3 Steinkast m Hálka S Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir Qj ófært Œ1 Þungfært © Fært fjallabílum Dagur Leó Litli drengurinn á myndinni, sem heitir Dag- ur Leó, fæddist 28. októ- ber síðastliðinn kl. 05.15 á Barn dagsins fæðingardeild Landspítal- ans. Við fæöingu var hann 14 merkur og 52 sentímetrar. Foreldrar Dags eru Brynja Bernd- sen og Hjörtur Magnús- son og er hann þeirra fyrsta barn. Matt Damon leikur einn fjárhættu- spilarann. Fjárhættuspilarar The Rounders, sem Regnboginn sýnir, gerist í New York og segir frá lögfræðinemanum Mike McDermott sem hefur allt sitt líf verið snjall í spilum. Honum gengur vel í skólanum og á fallega kærustu en vinnur fyrir skóla- gjöldum sínum með því að spila póker. Eitt kvöldið tapar hann öllu og hættir spilamennskunni. En þegar fyrrum félaga hans, sem gengur undir nafninu Worm, er sleppt úr fangelsi fer hann að spila aftur. Upp frá þessu snýst líf þeirra félaga um póker og er spilað á ýmsum vafasömum stöðum ///////// Kvikmyndir og áöur en Mike veit af hefur hann ánetjast spilafíkninni á þann veg sem hann hafði aldrei ætlað sér. Tveir af vinsælustu ungu leik- urunum í Hollywood, Matt Damon og Edward Norton, leika pókerfé- lagana. í öðrum hlutverkum eru Gretchen Mol, John Malkovich, John Turturro, Martin Landau og Famke Janssen. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: The Waterboy Bíóborgin: You've Got Mail Háskólabió: Elizabeth Háskólabíó: Pleasantville Kringlubíó: Wishmaster Laugarásbíó: A Night at the Roxbury Regnboginn: The Siege Stjörnubíó: Stjúpmamma Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 6 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 Lárétt: 1 skúr, 6 heimili, 8 ekki, 9 illgresi, 10 svelg, 11 æviskeið, 12 dig- ur, 13 hagur, 14 féll, 16 forfaðir, 18 nabbinn, 19 tvíhljóði, 20 guðir, 21 út- lim. Lóðrétt: 1 málmbræðsluílát, 2 grandi, 3 japlaði, 4 hnífur, 5 orka, 6 grasflötur, 7 önugum, 13 venju, 15 tíma, 17 sjór. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 berg, 4 frá, 7 lifur, 9 ós, 10 æði, 11 tapa, 13 rusl, 14 urt, 16 ork- aðir, 17 púaði, 19 kú, 20 sté, 21 iðið. Lóðrétt: 1 blær, 2 eiður, 3 gutlaði, 4 frauðið, 5 ró, 6 ása, 8 fiska, 12 priki, 15 trúð, 16 ops, 18 út. Gengið Almennt gengi LÍ12. 02. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgengi Dollar 70,530 70,890 69,930 Pund 114,500 115,080 115,370 Kan. dollar 47,310 47,600 46,010 Dönsk kr. 10,6620 10,7210 10,7660 Norsk kr 9,1930 9,2430 9,3690 Sænsk kr. 8,8830 8,9320 9,0120 Fi. mark 13,3240 13,4040 13,4680 Fra. franki 12,0770 12,1500 12,2080 Belg. franki 1,9639 1,9757 1,9850 Sviss. franki 49,5200 49,8000 49,6400 Holl. gyllini 35,9500 36,1700 36,3400 Þýskt mark 40,5100 40,7500 40,9500 ít. lira 0,040920 0,04116 0,041360 Aust. sch. 5,7570 5,7920 5,8190 Port. escudo 0,3952 0,3975 0,3994 Spá. peseti 0,4761 0,4790 0,4813 Jap. yen 0,615800 0,61950 0,605200 írskt pund 100,590 101,200 101,670 SDR 97,680000 98,27000 97,480000 ECU 79,2200 79,7000 80,0800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.