Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 32
 Fyrir kl. 20:20 á laugardaginn FRETTASKOTIÐ SÍMÍNN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 Konan á myndinni og aðrir gestir nýju strætisvagnaskýianna sem sumir segja að haidi hvorki vindi né vatni, fá viss skilaboð með augiýsingaáreitinu sem blasir við. Þarna bfður kona eftir vagninum sínum utan skýlis í súldinni með Hagkaupspokann, en inni í skýlinu er kona með allt á þurru. „Be some body“ eru skilaboð hennar tii reykvískra farþega. Já, vertu eitthvað! DV-mynd Hilmar Þór skiptavinum sínum. Hann var þrátt fyrir lítinn árangur látinn greiða fyr- ir þjónustuna og það var ekki fyrr en eftir nokkra mánuði sem allt var komið í stakasta lag. Hann sagði auk þess að hann hefði þessa mánuði rætt við nær alla starfsmenn not- endaþjónustunnar. Hann fékk svo í gær upphringingu frá Landssíman- um þar sem honum var tilkynnt að allt væri nú komið í stakasta lag og Landssíminn ætlaði að bæta honum tjónið. Hann sagðist, sem notandi Netsins, hafa búist við ókeypis áskrift en fékk í staðinn leik- húsmiða. „Ég hef engan áhuga á því að fara í leikhús," sagði notandinn i samtali við Vísi. -hb Forystumaður kvótalausra: Helgarblað DV: Mesti íþrótta- maðurinn í Helgarblaði DV er ítarlega greint frá niðurstöðum skoðanakönnunar DV þar sem spurt var hver væri mesti íþróttamaður íslandssögunnar. Fjall- að verður um mestu íþróttamenn sem ísland hefur alið og afrek þeirra. Fjallað verður í máii og myndum um sögu Jóhönnu Sigurðardóttur frá því hún var flugfreyja til dagsins í dag. Rætt er við Friðrik Inga Rúnars- son, jakkaklædda körfuboltaþjálfar- ann sem hefur hrúgað upp bikurum á síðustu árum, og Kristján Þórð Hrafnsson rithöfund. Kynlíf Amerík- ana verður einnig í brennidepli, paradís hinna feitu verður lýst í ferðagrein svo og skrýtnasta ár mann- kynssögunnar: 1998. í erlendu fréttaljósi verður fjallað um fall fjármálafurstanna í Rússlandi. -sm/-þhs Gróf áreitni Pólverja Ungur Pólveiji fór ítrekað undir pils hjá flugfreyjum og sýndi þeim grófa lítilsvirðingu i flugi Flugleiða- vélar frá London til Keflavíkur í gærkvöld. Maðurinn, sem var mjög drukkinn, hafði einnig kveikt sér í tvígang í sigarettu um borð. Fjórir lögreglumenn komu til að handtaka manninn þegar vélin kom að Leifs- stöð. Þegar um hálf klukkustund var eftir af fluginu ákvað íslenskur sessunautur Pólverjans, Pjetur Sig- urðsson, dómari í knattspyrnu og ljósmyndari DV, hreinlega að leggj- ast á manninn til að halda honum. „Pólverjinn hélt þá bara áfram að tala og tala - allt á eigin móðurmáli - þangað til við lentum. Ég sagði bara já og nei með ákveðnu milli- bili. Siðan komu lögreglumennimir strax til að handtaka manninn," sagði Pjetur. Pólverjinn svaf í fangageymslum lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli i nótt. Rannsóknarlögreglumenn yfir- heyrðu hann síðan í morgun. Kær- ur liggja fyrir á hendur manninum fyrir grófa kynferðislega áreitni og reykingar um borð í vélinni. -Ótt Tekjur af mistokum Vandræðagangur hefur verið hjá Intemetþjónustu Landssímanans á undanfórnum mánuðum og eru dæmi um að notendur hafi verið meira og minna sambandslausir við Netið í u.þ.b. fjóra mánuði. Notandi sem Vísir.is ræddi við í gær sagðist hafa ítrekað reynt að tengjast Netinu í gegnum Landssímann en vegna breytinga á notendaþjónustu fyrir- tækisins hafi það gengið brösulega. Engu að síður sá Landssíminn ástæðu til að rukka sama mann fyr- ir árangurslaus símtöl. Að mati við- mælanda Vísis gat sú upphæð numið þúsundum króna á tímabilinu. Landssíminn hafði því tekjur af vandræðum sem hann skapaði við- og vill meira Einn af forystumönnum baráttu- sveitar kvótalausra sjómanna, sem hóta að sigla á haf út og veiða í trássi við lög, seldi þorskkvóta fyrir 20 millj- ónir fyrir skemmstu. Nú vill hann meiri kvóta: „Ég seldi 27 tonna þorskkvóta í neyð og fékk um 20 milljónir fyrir hann. Ég sá aldrei þessa peninga sjálf- ur,“ segir Yngvi Harðarson á Yngvi Harðarson ásamt baráttusveit kvótalausra og lög- manni: Viggó Einarsson, Yngvi Harðarson, Hilmar Bald- ursson lögmaður, Jón Árnason og Sigurður Guð- mundsson. DV-mynd ÞOK lifi eða dey,“ segir Yngvi, sem enn á Hrafhseynni frá Homarfirði. „Bankinn stillti mér upp við vegg, annaðhvort borg- aði ég skuldir mínar eða ég færi ekki meira á sjó.“ Yngvi segir að bankar hleypi smáútgerðar- mönnum eins og sér áfram upp að vissu marki, en svo komi að skuldadögum: „Það er allt veðsett í botn, íbúðar- hús okkar sem annað og þeir myndu taka bömin sem veð ef það væri hægt. Þetta gengur ekki lengur og eina vitið er að greiða einfaldlega 10 prósenta veiðileyfagjald af öllum lönduðum afla. Það era fleiri en ég sem sitja í súpunni og margir miklu verr. Það verður að breyta þessu kerfi, alveg burtséð frá því hvort ég 60 tonna kolakvóta óg 16 tonna ýsu- kvóta. Yngvi er kominn til Reykjavíkur, ásamt baráttusveit kvótalausra, til að beijast áfram. Hyggjast þeir ná fundi sjávarútvegsnefhdar og reyna áð leysa málið án þess að þurfa að sigla bátum sínum á haf út á kvóta- lausar veiðar. -EIR Seldi kvótann * ■2°^ • 3°fi* x / Vr w : % rfiltr * 4 ír"K: f • J • * V v ^ / • * v ^ 4°a * je • Veðrið á morgun: Snjókoma eðaél vestanlands Á morgun verður norðaustan- gola eða kaldi og snjókoma eða él við norðvesturströndina. Suð- vestan stinningskaldi og slydduél verða sunnan- og vestanlands en léttir til austanlands. Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig en vægt frost norðvestan til. Veðrið í dag er á bls. 29. Ingvar Helgason hf. r Sœuarltöföa 2 Sími 525 8000 wivw.ih.is I I I I I I I I \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.