Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 Spurningin Finnst þér þaö eigi aö leyfa hvalveiöar aö nýju? (Spurt á Akranesi) Hlynur Eggertsson vélvirki: Já, að sjálfsögðu. Guðmundur Einarsson af- greiðslustjóri: Já. Kristinn Pétursson verkamaður: Það er ekki spuming og alveg sjáif- sagt. Jón Jónsson verkamaður: Það er ekki spuming enda er ég gamall hvalfangari. Helgi Björgvinsson bifreiðar- stjóri: Ég er frekar hlynntur því ef það verður hægt að selja afurðimar. Lesendur_________________ Sjálfvirkur sleppi- búnaður um borð - skyldi ráöherranum hafa brugðið? „Var bara beðið eftir nýja búnaðinum? Lá ekkert á að hafa áhrif á ráðherr- ann fyrr en hann var tilbúinn?" - Sleppibúnaður um borö í skipi. Friðrik Ásmundsson skrifar f.h. Félags áhugamanna í Vest- mannaeyjum um öryggismál sjó- manna: í DV þ. 18. jan. sl. var kjallara- grein eftir Hjálmar Ámason alþm., „Bylting í öryggismálum þjóðarinn- ar“. - Þar kom m.a. fram að 6. janú- ar sl. hafi lokið á vegum Iðntækni- stofnunar prófúnum á sjósetningar- búnaði gúmmíbjörgunarbáta. - Og enn fremur segir: Með sanni má segja að þar með hafi fengist stað- festing á búnaði, sem veldur bylt- ingu hvað varðar öryggismál sjó- manna. Þessi nýi búnaður byggir á nemum á tölvu, sem sjósetur gúmmí- björgunarbáta með sprengingu. Samkvæmt upplýsingum frá Sigl- ingastofnun hcifa hvorki teikningar né þessi nýi hugbúnaður sést þar. Svo hann getur ekki fengið viður- kenningu þaðan eins og skylt er, samkv. ofangreindri reglugerð. Aft- ur á móti hefur sjósetningarbúnað- ur gúmmíbjörgunarbáta af Sig- mundsgerð, a.m.k. tvisvar fengið viðurkenningu Siglingastofnunar - síðast 6. mars 1995, og sem gildir til 6. mars árið 2000. - Framleiðend- ur/umboðsmenn Sigmundsútbúnað- arins, Vélaverkstæðið Þór hf. í Vest- mannaeyjum, hafa ekki fengið til- kynningu um að þessi viðurkenning sé fallin úr gildi. í grein þingmannsins kemur einnig eftirfarandi fram: Fróðir að- ilar fullyrða við mig, að með til- komu sliks búnaðar í skipum hefði mátt bjarga mörgum mannslífum (þama er átt við nýja búnaðinn). - Og einnig síðar: ítrekað hefur reglu- gerð um björgunarbúnað báta og skipa verið frestað, a.m.k. hvað varðar skylduna til að hafa sjálf- virkan sleppibúnað um borð í skip- um. Röksemdin hefur einatt verið sú, aö slikur búnaður sé ekki til staðar. Ýmsir hafa dregið þann rök- stuðning í efa og benda m.a. á bún- að frá Sigmund í Vestmannaeyjum. En eins og fram hefur komið hér, hefur Sigmundsbúnaðurinn hlotið viðurkenningu Siglingastofnunar. Það er þvi merkilegt aö þingmaður- inn, sem veit að reglugerð um þenn- an búnað báta og skipa hefur verið frestað hvað varðar skylduna til að hafa sjálfvirkan sleppibúnaö um borð í skipum, skuli ekkert hafa gert til að hafa áhrif á samgöngu- ráðherrann til þess að undirrita hana. - Var bara beðið eftir nýja búnaðinum? Lá ekkert á að hafa áhrif á ráðherrann fyrr en hann var tilbúinn? Þrátt fyrir að mörgum mannslífum hefði mátt bjarga? Sex sinnum hefur ráðherrann á undanfömum árum frestaö að und- irrita reglugerðina. Skyldi honum ekki hafa brugðið þegar hann sá í grein þingmannsins, að með tikomu slíks búnaðar hefði mátt bjarga enn fleiri mannslífum? Vonandi missum við þá ekki fleiri vegna stöðugra frestana á að skrifa undir reglugerðina. - En sem betur fer hafa allir útgerðarmenn 1 Eyjum sett sjálfvirkan sleppibúnað gúmmíbáta í skip sín og gerðu það allir strax árið 1981, með komu Sig- mundsbúnaðarins. Kona varaformaður Sjálfstæðisflokksins - Sólveig Pétursdóttir sú hæfasta Sigrún Geirharðsdóttir skrifar: Það er að mínu mati meira en tímabært að konur sjáist meira og taki sæti í framvarðarsveit Sjálf- stæðisflokksins. Þær hafa hingað til verið alltof kurteisar og fyrir vikið verður maður ekki mikið var við þær. Mér finnst það jafnframt mikið áhyggjuefni hvað fylgi Sjálf- stæðisflokksins meðal kvenna virð- ist dragast saman. Það hlýtur að vera eitthvert samhengi þama á milli. Ég vona þess vegna að Sólveig Pétursdóttir alþm. verði næsti varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Jafnframt vona ég að þaö verði til þess að draga úr þessum linnu- lausa áróðri sem maður verður var við alls staðar í garð flokksins, um að konur eigi ekkert erindi í hann, hvað þá að þær eigi að kjósa flokk- inn. Jafnframt vfl ég taka það fram að það er beinlínis rangt að konur láti ekki tfl sín taka innan Sjálfstæðis- flokksins. Ég fæ ekki betur séð en aö fjöldinn aflur af konum sé á fuOu í flokksstarfinu. Það er hins vegar rétt að við erum ekki nógu áberandi og úr því verður að bæta. Ég vO nú þess vegna eindregið hvetja aOa sjálfstæðismenn tO að styðja Sólveigu í varaformanns- embættið. Hún er í aOa staði hæf í það embætti, engu síður en Geir. Mér finnst einfaldlega kominn tími tO að karlamir sýni smákurteisi í þessum efnum. Reynsla þingmanna vanmetin? Ásbjöm skrifar: í sjónvarpsfréttum sl. þriðjudags- kvöld var viðtal, gott ef ekki á háð- um stöðvunum, viö Hjörleif Gutt- ormsson alþingismann, sem hyggst láta af þingstörfum og huga að öðr- um störfum. Hann ræddi málin fram og tO baka og kom vel fyrir að venju, skýrmæltur og glöggur og trúr sinni vinstri stefnu, sem hann telur aö eigi framtíð fyrir sér hér. þjónusta allan sólarhringii — eda hrmgid ■ sima >0 5000 íilli kl. 14 og 16 Vel er séð fyrir starfslokum þingmanna, þeir renna beint í sendiherrastöður, bankastjórastóla og víðar, segir m.a. í bréfinu. - Hjörleifur Guttormsson alþm. ( ræðustóli. Um það er ég nú ekki sam- mála. En látum það liggja mOli hluta. Hjörleifur kom því á framfæri, að verst væri að reynsla þing- manna væri ekki nógsamlega metin þegar kæmi að starfslok- um þingmanna og tók maður þau ummæli þannig að erfitt gæti reynst þingmanni að fá starf að loknum þingstörfum. - Þessu mótmæli ég eindregið. Ég sé ekki betur en einmitt þingmenn og þeir einir hafi ekki þurft að kvíða starfslok- um á þingi. Þeir hafa runnið í sendiherrastöðumar hver á eftir öðrum, eða í bankastjóra- stólana og bankaráðin. - Það er vel hugsað fyrir starfslok- um flestra þingmanna, öfúgt við það sem almennum launa- mönnum býðst, jafnvel há- menntuðum mönnum, sem fæstir þingmenn þó em. DV Gagnagrunnur og kvótamál - engin deila lengur Gunnlaugur skrifar: Þessi mál, sem voru í sviðsljósinu dag eftir dag og mánuð eftir mánuð aOt sl. ár, era nú ekki lengur um- ræðuhæf. Ástæðan? Jú, það er búið að samþykkja lög um hvort tveggja á Alþingi. Eftir það hafa fáir, jafnvel enginn áhuga á þessum málum. Mér sýnist sem bæði málin hafi leyst far- sæflega, þótt einhveijir séu tO sem vOji enn malda í móinn. En svona risa mál og hníga í þessu þrasgjarna þjóðfélagi. Og aUtaf koma ný í stað- inn. Nú er það pólitíkin og hatramm- ar deUur fram undan á öUum víg- stöðvum. Ég hlakka mikið til eins og aðrir sannir þrasarar. Dagsgamlar sjónvarpsfréttir Þorvaldur hringdi: Á timum tölvusamskipta i öUum greinum - líka fréttaþjónstu - á ekki að þurfa að biða með fréttir. Fréttir frá því í gær eru úreltar í dag. Þannig stend ég báðar sjónvarps- stöðvar að því að slá upp fréttum, bæði innlendum og erlendum, sem era orðnar minnst dagsgamlar og stundum eldri. Þannig sá ég t.d. breska frétt á Stöð 2 í gærkvöld, miðvikudag, um bólusetningu gegn inflúensufaraldri. Ég sá strax að þetta var orðin gömul frétt fyrir marga og aUavega þá sem horfa á „Sky News“ á degi hverjum. Ég hafði sem sé séð þessa frétt daginn áður. Úr því sjónvarpsstöðvarnar ís- lensku hafa nú einu sinni aðgang m.a. að þessum erlendu fréttastofum með gervihnattamóttöku væri auð- velt að nota þær samdægurs. Hjá „Sky“ t.d. eru sjónvarpsfréttir aUan sólarhringinn. Aldraðir sitji heima Sveinbjörn skrifar: Nú er mikið rætt um bætur tU handa öldraðum og endurskoðun eft- irlauna fyrir þennan hóp. Ekkert bitastætt hefúr samt komiö fram sem gerir eldri borgara og þá sem fara á eftirlaun bjartsýnni. Raunar mun ekkert gerast fyrr en eldri borgarar sjálfir taka af skarið og sýna mátt sinn og megin. Það gera þeir með þvi að sitja heima í næstu alþingiskosn- ingum og bíða þess að sjá hvemig staðið verður við loforðin þeim fil handa. Fara svo á kjörstað í þarnæstu kosningum og velja á þeim tíma þann flokk sem stendur upp úr að þeirra mati. Vinstri hreyfing og 4 þingmenn? Árni Einarsson hringdi: Ég fylgist grannt meö skoðana- könnunum um stöðuna í stjórnmál- unum, bæði DV-könnunum og öðr- um. Ég gat nú ekki annað en brosað þegar ég las að síðasta DV-könnunin sýndi að Vinstri hreyfingin - grænt framboð fengi 6,2% og 4 þingmenn - hefði bætt við sig einum þingmanni frá síðustu könnun. Og svo að flokk- ur Sverris Hermannssonar fengi 2 þingmenn. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þarna hlýtur eitthvað að fara milli mála, annaðhvort í taln- ingu úr könnuninni eða þá að hist hafi svona vel á fyrir Vinstri hreyf- inguna og svarendur verið svona ör- látir í hennar garð. Ég bíð eftir næstu könnun, hún verður mark- tækari, tel ég. Sjómanna- afslátturinn Lárus hringdi: Margir furða sig á því að bæði Al- þingi og ráðamenn, þ.m.t. ráðherrar, láta eins og ekkert sé þótt bent hafi verið á það órétflæti að heilu hóp- amir í kerfinu séu skráðir á skip þó að þeir fari aldrei á sjó en njóti samt sjómannaafsláttar í skattkerfinu. - Fólki stendur ógn af þessu órétflæti og krefst þess að þessi dæmalausa og úrelta ívilnun verði afnumin í eiO skipti fyrir öll.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.