Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 7
MIÐVKUDAGUR 17. FEBRUAR 1999 sandkorn Góðæri múkkans Hið fræga skip Vatneyrin BA frá Patreksfirði átti erfiða ferð fyrir Norðurland til heimahafnar með afla sem veiddur var utan laga og réttar. Á Húsavik komu um borð menn frá Stöð 2. Þar voru á ferð hinn ástsæli frétta- maður Jón Ár- sæH Þórðarson og tökumaður hans. Heimildar- mönnum ber saman um að múkkinn, sem gjaman eltir fiski- skip sem eru í aðgerð, hafi umsvifa- laust sett sig í startholur vegna yf- irvofandi góðæris þegar Vatneyri hélt frá Húsavík. Þannig hafi helj- armikið fuglager fylgt skipinu út Skjálfanda. Helst hefði mátt ætla að áhöfhin hefði verið í buUandi fiskaðgerð. Sú var ekki raunin en greina mátti menn Stöðvar 2 í keng aftur á skut skipsins þar sem þeir skiluðu múkkanum því sem þeir höfðu innbyrt um daginn. „Erfið fór Vatneyrar," sagði Jón Ársæll í fréttatíma Bylgjunnar en áhöfnin mun hafa spilað bridge alia heim- leiðina... Stórskotaliðið MikO átök miHi krata og aHa- baUa í Norðurlandskjördæmum enduöu með fullnaðarsigri krata, svo sem kunnugt er, þar sem Krist- ján MöUer frá Siglufirði trónir nú efstur í vestra en Sigbjörn Gunn- arsson krati i eystra. Ekki voru þó heimamenn einir í slagnum þar sem fréttist af stórskotaliðum bæði allabaUa og krata í kjördæmunum. Heimir Már Pétursson krussaði kjör- dæmin í umboði Margrétar Frí- mannsdóttur. Þá fréttist af Öss- uri Skarphéðinssyni þar sem hann lagði sínum mönnum lið á heimaveUi og sigraði þessu sinni... Erfitt að kyngja Ríkisútvarpið er enn í sárum eft- ir brottfor Önnu Kristine Magn- úsdóttur sem stýrði hinum vin- sæla þætti MUli mjalta og messu. Nú hljómar þáttur- inn á Bylgjunni á sama útsendingar- tíma á sunnudags- morgnum og aldnir flykkjast að við- tækjunum auk þeirra sem yngri eru. Ekki eru þó aUir sem harma brottfór útvarps- konunnar geðþekku því innan RÚV heyrist að hún hafi farið yfir strik- ið á dögunum þegar hún tók í við- tal fjölmiðlakonunginn Magnús Hreggviðsson. Anna Kristine er nefnUega lausapenni hjá Fróða í stopulum frístundum.... Hvar eru sjallarnir? Á Siglufirði gerðust þau undur og stórmerki í prófkjöri Samfylk- ingarinnar að rúmlega 800 af þeim 1100 manns sem eru á kjörskrá í bænum tóku þátt og flykktu sér um Kristján MöUer sem sigraði, en fyr- irframhafði Anna Kristín Gunnars- dóttir á Sauðár- króki verið talin sigurstranglegri. í prófkjöri Fram- sóknarflokksins á dögunum kusu um 400 manns á Siglufirði og hafa því aUs verið greidd um 1200 atkvæði í prófkjörum í bænum þar sem 1100 manns eru á kjörskrá. Er nema von að menn velti fyrir sér hver hlutur Sjálfstæðisflokksins verði þegar talið verður upp úr kjörkössum Siglfirðinga í vor.... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is Fréttir Norðmenn fylgjast með fréttum DV af smáfiskadrápi: Landamæraverðir í fiskveiðieftirlit - „uggvænlegt“ segja Norömenn um þorsktonnin 700 DV; Osló: „Eina nothæfa skýringin sem við höfum fengið er að skipulagsbreyting- ar í Rússlandi hafi leitt tU þess að landamæraverðir hersins hafi tekið við fiskveiðieftirlitinu. Þessir menn hafa enga reynslu af slíku eftirliti og vita varla hvað fiskur er. Svo virðist sem einhverjir óvandaðir menn nýti sér ástandið og veiði smáfisk tU sölu á íslandi og nú einnig í Englandi," seg- ir Johan WUliams, deUdarsfjóri í norska sjávarútvegsráðuneytinu, um ástæður þess að rússnesk skip bjóða aftur og aftur undirmálsfisk tU sölu í löndunum við norðanvert Atlantshaf. í samtali við DV sagði Johan að fréttir DV um 700 tonn af óseljanleg- um fiski úr Barentshafi væru „ugg- vænlegar" og að enn yrði reynt að fá skýringar í Rússlandi á af hveiju þetta gerist. DV greindi frá því að fiskinum hefði verið landað á ísafirði í síðustu viku. Johan sagði að fyrir fáum dögum hefðu rússnesk skip einnig reynt að selja undirmálsfisk i Englandi. í rússneska sendiráðinu í Ósló fékk DV þær upplýsingar að ekkert væri staðfest um sölu á smáfiski í öðrum löndum. Rússnesk yfirvöld gætu því ekki verið að hlaupa eftir lausafregn- um af málinu. 1 sendiráðinu þekktu menn ekki tU frétta DV um að undir- málsfiski hefði undanfarið verið land- að á ísafirði og í Hafnarfirði. HeimUdarmenn DV segja að spiU- ing í rússneska fiskveiðieftirlitinu hafi orðið til þess að landamæravörð- um hersins var falið að annast eftirlit- ið þótt þeir hefðu ekki haffær skip tU að fara út á Barentshafið um miðjan vetur. Eftirlitið er því í molum. Rússneskir eftirlitsmenn léku þann leik í fyrrahaust að falsa skýrslur um afla sem selja átti í Noregi. Undir- málsfiskur var sagður málfiskur og eftirlitsmennimir fengu við söluna í Noregi greiddan hluta af aflaverðmæt- inu i norskum krónum. Peningana lögðu þeir inn í norska banka. Þetta varð tú þess að landamæravörðunum var falið eftirlitið. Þeir eru hermenn 13 KO CÖ (/) ö) 3 Rússar hafa landað þorskkóðum á íslandi sem vakið hefur mikla athygli í Noregi. Þessi mynd var tekin þegar starfsmenn fiskvinnslu nokkurrar í Hafn- arfirði fengu seiði til vinnslu. DV-mynd E.ól. og mega ekki fara í land í Noregi. „Við höfum boðist tU að þjálfa landamæraverðina í að sinna þessu eftirliti og það er verið að vinna að því máli. En á meðan skapast miUi- bUsástand sem leiðir tU þess að rúss- neskir kaupmenn reyna að selja und- irmálsfisk á íslandi. Það er svo sem nógu slæmt að íslendingar taki smá- fiskinn í Smugunni þótt þetta bætist ekki við,“ sagði Johan Williams. -GK Finnur Birgisson arkitekt: Raunverulegur stuðningur DV, Akureyri: Finnur Birgisson alþýðuflokks- maður hafnaði í 5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra um helgina, en hafði stefnt á eitt af efri sætunum. Á heimasíðu sinni segir Finnur útkomuna lakari en hann hafi átt von á, en síðan seg- ir hann: „Engu að síður var stuðningur við mig verulegur því 1882 kjósend- ur (61,4%) vUdu hafa mig í ein- hverju af fjórum efstu sætunum. Sá stuðningm- er þeim mun meira virði að hann var ekki þvingaðm- fram af neinni kosningavél, hann var ekki kunningjagreiði sem ekki stendur tU að endurtaka í sjálfum kosning- unum, heldur var hann raunveru- legur stuðningur við Samfylkinguna og helsta baráttumál mitt, úrbætur í skattamálum í þágu ungra fjöl- skyldna." Með þessum orðum er ljóst að Finnur er að senda flokksbróður sínum, Sigbirni Gunnarssyni, tón- inn, en Sigbjöm sigraði sem kunn- ugt er i prófkjörinu. FuUyrt er að á vegum Sigbjöms hafi farið fram mikU „smölun" á Akureyri og tjöl- margir hafi mætt og greitt atkvæði sem ekki muni styðja Samfylking- una í vor. Orð Finns á heima- síðunni þykja lýsa vel þvi andrúms- lofti sem er innan Samfylkingarinn- ar á Norðurlandi eystra vegna úr- slita prófkjörsins. -gk ELFA f LEMMENS HITABLÁSARAR Fyrir verslanir - iðnaö - lagera Fyrir heitt vatn. Afköst 10 -150 kw Öflugustu blásararnir á markaðnum, búnir miðflóttaaflviftum og ryksíum. Betri hitadreifing - minni uppsetningarkostnaður, lægri rekstrarkostnaður. Hagstætt verð ími Farestveit & Co. hf. Borgarllipi 28 g 562 2901 og 562 2900 12" með 3 dleggjum <& lítill skammtur af brauðstöngum eða 9" hvítlauksbrauð 1290.- 16" með 3 áieggjum & eitt af eftirfarandi: 2L kók, 12" margaríta, 12" hvítl.brauð 1480.- Tvœr 16" pizzur, báðar með 2 áleggjum 1890.- 18" með 3 áleggjum <& 16" margaríta eða 16" hvítlauksbrauð 1790,- 18" með 3 áleggjum, stór skammtur af brauðstöngum <& 2L gos 1890,- 9" með 3 áleggjum 590.- 12" með 3 áleggjum 790.- 18" með 3 áleggjum 1190.- 18" með 3 áleggjum & 12" margarítu eða 12" hvítlauksbrauð 1490.- SERTTLBOÐ* I TAKT'ANA HEIM ££&$ 16" með 3 óleggstegundum <& 9" hvítlauksbrauð eða lítill skammtur af brauðstöngum 990.- gildir ekki á föstudögum og laugardögum Mýbýlaveg! f4 Cnodarvog! 44 AFMÆLISTILBOÖ - 16" með 3 áleggjum 16" með 2 áleggjum 16" með 1 áleggi 9" hvítlauksbrauð, C 9" margaríta eða lítill skammtur af brauðstöngum fylgir hverri pizzu SENTHEIM lágmark 5 pizzur 990.- 900.- 850.-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.