Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVKUDAGUR 17. FEBRÚAR íþróttir M í sumar verður boðið upp á fyrstu hópferð héðan á keppni í Formúlu 1 kappakstrinum, hina frægu Silver- stone-keppni í Englandi. Það er einn stærsti íþróttaviðburður þar í landi ár hvert. Samvinnuferðir-Landsýn bjóða upp á ferð á keppnina dagana 8.-12. júlí en keppnin sjálf er sunnu- daginn 11. júlí. Þórður, Bjarni og Jóhannes Guöjóns- synir léku i fyrsta skipti allir meö Genk i belgisku A- deildinni i knatt- spymu um siöustu helgi en liöiö vann þá Aalst, 1-2, á úti- velli. Þeir léku þó ekki allir í einu þvi Þórður var farinn af velli þegar Jó- hannesi var skipt inn á. Stefán Þ. Þórðarson tryggði Brann sigur á Helsingborg, 3-2, með gull- marki í framlengingu á æfingamóti i knattspyrnu á La Manga á Spáni á mánudag. Stefán hefur þar með gert 4 mörk i 4 leikjum Brann í ferðinni. „Ég lcet mörkin tala," sagði Stefán við Bergensavisen, sem hrósaði hon- um mjög fyrir frammistöðuna. Stefán hafði áöur verið gagnrýndur af blað- inu og þjálfurum Brann fyrir að nýta ekki fjölda marktækifæra í leik gegn Stabæk á dögunum. Svo gceti farið að tvö lið frá Kanarí- eyjum yrðu i A-deildinni spænsku á næsta tímabili. Kepnin er gríðarlega hörð í B-deildinni en Las Palmas, Osasuna, Malaga og Rayo Vallecano era öll með 42 stig i efstu sætum. Sevilla, sem átti um áratugaskeið sæti i efstu deild, er í 7. sæti með 37 stig, en allt kapp er lagt á að liðið komist í hóp þeirra bestu í vor. Malaga var lengi í efstu deild en féll alla leið niður í C-deildina. Nú eru allt aðrir tímar og liðið stefnir í efstu deild að nýju. Tony Yeboah, sem flestir muna eftir þegar hann lék með Leeds á sinum tíma, framlengdi i gær samning sinn um eitt ár við þýska liðið Hamburg SV. Yeboah kom til Hamborgar frá Leeds 1997. Frederic Dehu, varnarmaður franska A-deildarliðsins Lens, mun ganga i raðir spænska stórliðsins Barcelona eftir timabiliö. Dehu er 26 ára gamall varnarmaður sem leikið hefur með Lens undanfarin 8 ár. Daniel Passarella, fyrrum þjálfari Argentínumanna, er efstur á óska- lista forráðamanna Atletico Madrid um að taka við þjálfun liðsins af Arrigo Sacchi. Passarella hætti þjálf- un Argentinumanna eftir HM síðast- liöið sumar og hefur verið orðaður við þjálfarastöðu landsliðs Úrúgvæ. Valdimar Gríms- son, landsliðsmað- ur í handknattleik og leikmaður Wuppertal, er í 7. sæti yfir marka- hæstu leikmenn þýsku A-deildar- innar í handknatt- leik. Þessir eru markahæstir: Kyung-Shin Yoon, Gummersb 161/21 Daniel Spehan, Lemgo........137/48 Lars Christiansen, Flensburg 131/62 Zoran Mikulic, Nettelstedt. . . 127/26 Nikolaj Jacobsen, Kiel......121/56 Aleksandr Tutschin, Minden . . 118/0 Valdimar Grímsson, Wuppertal 115/47 Róbert Duranona er í 13. sæti með 93 mörk og Dmitri Filippov í 14. sæti með 92 mörk. Maurice Green tóskt ekki að slá heimsmet sitt í 60 metra hlaupi eins og hann stefndi að á innanhússmóti í Madríd í gær. Green kom fyrstur í mark á 6,49 sekúndum en heimsmetið sem hann setti á sama stað fyrir ári síðan er 6,39 sekúndur. Þór komst að nýju i toppsæti 2. deildar karla í handknattleik í gærkvöld þegar liðið vann Völsung á Húsavik, 21-25. Staðan í deildinni er þessi: Þór A. 15 12 2 1 404-284 26 Fylkir 15 11 3 1 431-290 25 Víkingur 13 9 3 1 365-249 21 Breiðablik 14 7 1 6 348-330 15 Fjölnir 15 5 2 8 354-342 12 Völsungur 13 3 1 9 267-355 7 Hörður 15 3 1 11 294-406 7 Ögri 14 0 1 13 227-434 1 -VS/GH/JKS oka Bland i Judit Rán Ezstergal og Herdís Sigurbergsdóttir fylgdust með lokaæfingu kvennalandsliðsins í handknattleik fyrir leikina gegn Króatíu i Kaplakrika igær. Þær verða fjarri góðu gamni i þeim leikjum eins og leikjum Hauka og Stjörnunnar en báðar urðu þær fyrir því óláni að slíta hásin og leika ekki meira á þessu tímabili. DV-mynd E.ÓL m NBA-DEILDIN Urslitin í nótt Philadelphia-Milwaukee . . 92-93 Iverson 23, Ratliff 21, Geiger 17 - Robinson 18, Hill 16, D.Curry 16. New Jersey-Detroit ........97-82 Van Hom 35, Kittles 15, Murdock 13 - Hill 22, Stackhouse 15, Reid 9. Cleveland-Orlando..........90-78 Kemp 18, Potapenko 16, Newman 15 - Strong 14, Austin 12, Outlaw 11. New York-Toronto...........95-85 Houston 20, Ewing 16, Johnson 13 - Carter 17, Christie 16, Slater 12. Indiana-Miami..............78-89 Muilin 16, Smits 14, Rose 14 - Brown 22, Mouming 19, Hardaway 18. Chicago-Atlanta............67-83 Kukoc 27, Barry 10, Bryant 9 - Smith 17, Henderson 14, Long 13. Houston-Phoenix ..........109-92 Pippen 19, Olajuwon 19, Dickerson 18 - Gugliotta 14, Kidd 14, Respert 12. Seattle-Utah...............71-56 Payton 17, Ellis 11, Norris 9 - Malone 15, Russell 9, Fuller 8. LA Lakers-Charlotte.......116-88 Shaq 20, Fox 20, Jones 19 - Phills 20, Reid 13, Armstrong 12. Sacramento-Boston ........101-98 Webber 22, Williamson 22, Divac 16 - Mercer 24, Pierce 19, Walker 17. LA Clippers-Vancouver . . . 89-93 Taylor 21, Wright 15, Murray 12 - Mack 22, Rahim 20, Bibby 17. Staðan, sigrar / töp: Austurdeild: Milwaukee 4/1, Orlando 5/2, Atlanta 5/2, New York 4/2, Miami 4/3, Ind- iana 4/3, Philadelphia 4/4, Cleveland 3/3, Detroit 3/4, Boston 2/3, New Jersey 2/4, Washington 1/3, Toronto 1/4, Chicago 1/5, Charlotte 1/5. Vesturdeild: Seattle 6/0, Utah 6/1, Houston 5/1, Minnesota 4/2, Portland 3/2, LA Lakers 4/3, Phoenix 4/3, San Antonio 4/3, Sacramento 3/3, Vancouver 3/3, Golden State 2/5, Dallas 1/6, Denver 1/6, LA Clippers 0/6. Seattle vann mjög öruggan sigur í uppgjörinu við Utah og er nú eina taplausa liöið í deildinni. Utah gerði aðeins 56 stig sem er lægsta skor liösins í deildarleik og stigi frá metinu í NBA en Indiana gerði 55 stig í leik í fyrra. ..c Theodór Guöfinnsson, landsliösþjálfari kvenna í handknattleik: Hrasðist ekki skelli - kvennalandsliöið hélt út í morgun og mætir Króötum tvívegis um helgina Theodór Guðfinnsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, hefur valið 15 leikmenn til að leika tvo leiki gegn Króatíu 19. og 21. febrúar í undankeppni HM. Leikirnir fara báðir fram ytra, sá fyrri í borginni Osijek og sá síðari í Slavnoski Brod. Eftirtaldir leikmenn voru valdir: Markverðir: Fanney Rúnarsdóttir, Tertnes, Helga Torfadóttir, Bryne, Hugrún Þorsteinsdóttir, Fram. Aörir leikmenn: Ágústa Björnsdóttir, Gróttu/KR, Björk Ægisdóttir, FH, Brynja Stein- sen, Minden, Dagný Skúladóttir, FH, Eivor Blön- dal, Val, Gerður B. Jóhannsdóttir, Val, Guð- munda Kristjánsdóttir, Víkingi, Harpa Melsted, Haukum, Hrafnhildur Skúladóttir, Bryne, Inga Fríða Tryggvadóttir, Stjömunni, Ragnheiöur Stephensen, Stjörnunni og Svava Sigurðardóttir, Víkingi. Landsliðið hélt utan nú í morgunsárið en liðsins bíða tveir mjög erfiðir leikir. Thelma fer ekki Mikil meiðsli hafa verið að hrjá íslenska lands- liðið í vetur og allt fram að síðustu æfingu liðs- ins. Þrátt fyrir að Theodór hafi bætt tveimur leik- mönnum við hópinn frá því í leikjunum gegn Rússum í janúar varð landsliðið sjálfvalið þegar upp var staðið. Af þeim 17 leikmönnum sem hófu æfingar fyrir leikina gegn Króötum féllu tveir út vegna meiðsla, Judit Estergal sleit hásin á æfingu og Thelma Ámadóttir er meidd í baki og taldi Kristján Ragnarsson, sjúkraþjálfari liðsins, ekki á það hættandi að senda hana í erfitt ferðalag við þær aðstæður. „Ég valdi 17 leikmenn fyrir þessa Króatíuferð og bætti þar með við tveimur leikmönnum frá því í leikjunum gegn Rússum í janúar. Þetta gerði ég í ljósi þess ástands sem var á liðinu þá þar sem ég var oft ekki með nema 10 leikmenn á æfingu, bæði vegna meiðsla og veikinda. En með því að kalla inn nýja leikmenn jók ég möguleikann á því að breyta og eins að hafa leikmenn tilbúna ef eitt- hvað kæmi upp á,“ sagði Theodór. - En nú hefur þú þurft að bregðast við því að missa báða leikstjómendurna, Herdísi Sigur- bergsdóttur og Judit Estergal, út vegna meiðsla, hvernig leysir þú það verkefni? Ágústa og Brynja á miðjuna „Ágústa og Brynja, sem voru í hornunum, koma inn á miðjuna í stað Juditar og Herdísar. Judit var búin að vera slæm í olnboga og í öxl og átti ég alveg eins von á þvi að hún yrði ekki með svo ég tók Guðmundu inn í hægra hornið og Dag- nýju inn í vinstra hom, þar sem Ágústa var áður. Ég tel mig vera með það sterkasta sem völ er á í stöðunni, það er þó ljóst að ég er án fjögurra lyk- ilmanna í íslenskum kvennahandbolta í dag, sem eru: Auður Hermannsdóttir, Halla María Helga- dóttir, Herdís Sigurbergsdóttir og Judit Estergal. Þetta eru lykilleikmenn bæði í sókn og vörn. Þetta era hlutfallslega sterkari varnarmenn, hver um sig, heldur en þeir leikmenn sem ég hef yfir að ráða núna og við þurfum að breyta aðeins um vamaraðferð hjá okkur.“ Spila með vörnina framar „Ég hef ekki leikmenn núna sem ég get teflt fram og spilað 6-0 vöm, þannig að ég verð að spila vömina aðeins framar og fara jafnvel út í 3-2-1 vöm á móti Króatíu. Króatarnir hafa mjög hávaxið lið og líkamlega sterka leikmenn, ekkert ósvipað uppbyggt lið og Rússamir, þ.e. snögga hornamenn, stórar skyttur og stóran línumann. Ég hefði kosið það að spila 6-0, eins og okkur tókst svo ágætlega á móti Króatíu í Tyrklandi, en sá möguleiki er tæpast fyrir hendi nú,“ segir Theodór. íslenska liðið hefur leikið þrjá leiki gegn Króa- tíu og tapað þeim öllum. Fyrsti leikurinn var í undankeppni HM árið 1997, þar sem ísland tapaði 16-21 hér heima í góðum leik. Síðan kom stór skellur í útileiknum 34-8 og loks lék íslenska lið- ið gegn Krótatíu á æfingamóti í Tyrklandi fyrr í vetur og tapaði þar með þriggja marka mun í góð- um leik, eftir að hafa verið yfir 13-11 í hálfleik. En er Theodór ekkert hræddur við að leika báða leikina úti, hafandi í huga hversu slæma útreið landsliðið fékk í síðustu ferð sinni til Króatíu? Spila langar sóknir „Ég hefði vissulega viljað fá annan leikinn hingað heim og jafnvel báöa en HSÍ taldi það fjár- hagslega best að gera þetta svona, að spila tvo leiki við Rússa hér heima og báða leikina gegn Króötum úti. Ég er ekki hræddur við það að lenda í skelli eins og þeim sem við lentum í gegn Króötum 1997, en ef leikmenn verða ekki vel stemmdir og vakandi þá gætum við fengið útreið eins og þá sem við fengum gegn Rússunum hér heima. í þessum leikjum, sem við erum að tapa svona stórt, er alltaf það sama að gerast. Óvönduð vinnubrögð í sóknarleik okkar sem skilar sér í hraðaupphlaupum og mörkum andstæðinganna, þ.e. of stuttar sóknir. Þessu hef ég verið að hamra á og benda þeim á að til þess að ná fram eins hag- stæðum úrslitum og okkur er unnt þá þurfum við að stjórna hraðanum í leiknum. Við verðum að halda okkar sóknum í lengra lagi og halda hraða- upphlaupum frá þeim í lágmarki. Málið snýst um það að ná löngum, vönduðum sóknum sem enda með skotum, sagöi Theodór Guðfinnsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. -ih MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 49 íþróttir Brynjar samdi við Örgryte Brynjar Bjöm Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspymu, skrifaði síödeg- is í gær undir tveggja ára samning við sænska A-deildar liðið Örgryte og lék sinn fyrsta leik með félaginu í gær sem var óopinber æfingaleikur. Brynjar lék í Noregi á síðasta keppnistimabili. Hann gekk til liðs við norska A-deM- arliðið Válerenga í fyrra frá KR en náði ekki að vinna sér fast sæti í liðinu. Hann var leigður til Moss í byrjun júlímánaðar en varð fyrir því óláni að fót- brotna þar og gat ekki byrjað að spila aftur með liðinu fyrr en í haust. Erik Hamrén, þjálfari Örgryte, sagði í samtali við DV að hann væri mjög ánægður með að fá Brynjar í liðið. Hann væri sterkur og fjölhæfur leikmað- ur sem hann hefði mikla trú á. Hamrén mundi vel eftir Brynjari þegar hann lék með KR-ingum gegn AIK í Evrópukeppninni en hann var þá við stjóm- völinn hjá AIK. Valur Fannar Gíslason var til reynslu hjá Örgryte á sama tíma og Brynj- ar en ljóst er að honum verður ekki boðinn samningur við liðið að svo stöddu. -EH/GH Körfuknattleikur: Henning og Bjarni fá ekki leikheimild Körfuknattleiksmennimir Henning Henningsson og Bjami Magnússon, sem ný- lega skiptu um félög í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, Henning úr Skallagrími í Hauka og Bjami úr ÍA í Grindavík, fá ekki leikheimild með nýju félögunum á þessu keppnistímabili. Þeir höfðu báðir félagaskipti eftir 5. janúar en óheimilt er að skipta um félag eftir þann tíma nema sérstakar ástæður liggi að baki, eins og segir í reglugerð KKÍ. Félagaskiptanefhd KKÍ tók þessi mál fyrir á fúndi sínum og taldi að félagaskipti Hennings og Bjama flokkuðust ekki undir sérstakar aðstæður og gaf þeim því ekki leikheimild. Þetta er endanlegur úrskurður en þeim er heimilt að leika áfram með sínum gömlu félögum en að öðrum kosti verða þeir löglegir í lok leiktíðarinnar. Henning var leystur undan samningi við Skallagrím í síðasta mánuði og er flutt- ur úr Borgamesi í Hafnarfjörð og töldu Haukarnir víst að hann fengi grænt ljós á félagaskiptin vegna búferlaflutninga. í tilviki Bjarna háttaði þannig til að Skaga- menn sögðu upp samningi við hann vegna fjárhagsvandræða og ákvað Bjarni að ganga í raðir Grindvíkinga. -GH Keegan ráðinn í dag Samkvæmt fféttum enskra fjölmiðla í morgun verður Kevin Keegan ráðinn lands- liðsþjálfari Englands í knattspyrnu í dag. Hann fundaði með enska knattspymusam- bandinu í gærkvöld og talið er að hann hafi fengið vilja sínum' framgengt og muni halda áffam í starfi hjá Fulham, en þar er hann samningsbundinn sem knattspyrnustjóri til sumarsins 2000. Þá er talið líklegt að Keegan fái Peter Be- ardsley með sér sem þjálfara hjá landsliðinu en Beardsley þjálfar nú undir stjóm Keegans hjá Fulham. -VS KR-ingar héldu hátíðlega upp á 100 ára afmæli sitt í gær. Aðalstjórn KR afhjúpaði minningarskjöld í anddyri hússins í Aðalstræti 6 en þar var félagið formlega stofnað fyrir 100 árum. í Ráðhúsi Reykjavíkur var móttaka í boði aðalstjórnar. Þar kynnti Ellert B. Schram útgáfu bókar um 100 ára sögu KR sem hann ritstýrði. Á myndinni afhenda Ellert og Kristinn Jónsson, formaður KR, þeim Birni Bjarnasyni menntamáiaráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra fyrstu eintökin af bókinni. DV-mynd E.ÓI. ENGLAND Southampton keypti 1 gær sóknar- mann frá Lettlandi, Marian Pahars aö nafni. Hann er 22 ára og hefur skorað grhrunt fyrir meistaraliðiö Skonto Riga. Southampton greiðir um 120 milljónir króna fyrir piltinn. Samvinnuferðir-Landsýn bjóða upp á hópferð til Englands um páskana. Fyrirhugað er að sjá leik Aston Villa gegn West Ham á fostudaginn langa, 2. apríl, og annaðhvort Liverpool- Ev- erton eða Wimbledon-Manchester United laugardaginn 3. apríl. Brian Robson, knattspymustjóri Middlesbro, er á höttunum eftir Ge- orgiuo Kinkladze sem nú er á mála hjá Ajax. Þangað kom þessi snjalli Georgíumaður fyrir níu mánuðum frá Manchester City en hefur fengið fá taekifæri. Robson er tilbúinn að greiða 4,5 milljónir punda fyrir leik- manninn. Ryan Giggs leikur ekki með Manchester United þegar liðið mætir Arsenal í kvöld. Alex Ferguson hafði i hyggju að tefla Giggs fram en á æf- ingu í gær varð ljóst að ekki gat orð- ið af því. Giggs hefur ekki náð sér af meiðslum og þarf lengri hvíld. Arsenal verður án þriggja sterkra leikmanna í leiknum gegn Man.Utd. Emmanuel Petit og Dennis Bergkamp taka út leikbann og Martin Keown er meiddur. Mark Viduka, sem Celtic keypti frá Króatfu Zagreb fyrir fjórum mánuð- um, hefur æft að undanförnu með skoska liðinu og lék með 21-árs liðinu í gærkvöld. Útlit er fyrir að hann verði kominn í aðailiðið innan skamms. Skoski landsliósmaðurinn hjá He- arts, David Weir, er á leiðinni til Ev- erton en Leeds og Liverpool voru einnig með augastaö á þessum sterka leikmanni. Dundee hefur óskað eftir viðræðum við nágranna sína í Dundee United um hugsanlega sameiningu liðanna. Peter Mar, stjórnarformaður Dundee, sagði að knattspyrnan væri ekkert annað en viðskipti og vonaðist eftir jákvæðum viðræðum við for- ráðamenn Dundee United. Dion Dublin, framherjinn snjalli hjá Aston Villa, þarf að gangast undir aðgerð vegna kviðslits og talið er að hann verði frá keppni næstu 6 vikurnar. -JKS/VS/GH Tottenham á Wembley Tottenham tryggði sér í gærkvölKæti í úrslitaleik ensku deildabikarkeppninn- ar í knattspyrnu með því að bera sigurorð af Wimbledon, 1-0, í síðari undanúrslita- leik liðanna en þeim fyrri lyktaði með markalausu jafntefli. Það var norski landsliðsmaðurinn Steffen Iversen sem skoraði sigurmarkið með fallegu bogaskoti frá vítateig á 39. minútu leiksins. Þetta er í fyrsta skipti í 8 ár sem sem Tottenham leikur til úrslita á Wembley en andstæðingamir í úrslita- leiknum verða annaðhvort Leicester eða Sunderland. Þau mætast í kvöld en Leicester vann fyrri leikinn, 2-0. Tottenham hefur nú leikið 12 leiki í röð án taps og George Graham, knattspyrnu- stjóri félagsins, hefur heldur betur náð að rétta gengi liðsins af eftir að hann tók við stjórninni í upphafi leiktíðarinnar. Jóhann ekki með I B-deildinni vora tveir leikir á dagskrá í gærkvöld og lyktaði báðum með jafn- tefli. Norwich og Barnsley gerðu marka- laust jafhtefli og Watford og Huddersfield skildu jöfn, 1-1. Jóhann B. Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Watford. Hermann skoraði annan leikinn í röð ÍD-deildinni gengur hvorki né rekur hjá Hermanni Hreiðarssyni og félögum hans í Brentford. Liðið tapaði fyrir Swan- sea á útivelli, 2-1, og er í 4. sæti deildar- innar. Hennann skoraði mark Brentford, sitt annað mark í jafnmörgum leikjum, og jafnaði metin en Swansea skoraði sigur- markið 6 mínútum fyrir leikslok. -GH Kevin Keegan hefur hrifist af samvinnunni hjá Dwight Yorke og Andy Cole. ^ Kevin Keegan um Dwight Yorke: Isinn ofan á kökuna Kevin Keegan, knattspymustjóri Fulham og líklega næsti landsliðsþjálf- ari Englendinga, segir að Dwight Yorke sé maðurinn sem geti fært Manchester United Evrópumeistaratitilinn í ár. „Yorke er klassaleikmaður. Hann er mikill markaskorari og stór kostur hans sem leikmaður er að hann er alltaf að búa eitthvað tU. Kaup Alex Fergusons á honum eru hverrar krónu virði,“ segir Keegan og bætir því við að Yorke hafi verið munurinn á milli Manchester United og Fulham þegar liðin áttust við í bikarkeppninni á sunnudaginn. „Yorke er maðurinn sem kemur tU með að skipta United öUu máli í meist- aradeUdinni. Auðvitað þarf hann hjálp frá meðspUurum sínum en mitt mat er að Yorke geti upp á eigin spýtur gert Manchester United að Evrópumeist- uram. Fyrir tímabUið sá ég það ekki fyrir að United gæti farið aUa leið í meistaradeUdinni en nú er ég annarrar skoðunar. Koma Yorke tU Old Traf- ford vegur þar þyngst og er ísinn ofan á kökuna hjá félaginu," segir Keeg- an. Eins og fleiri hefur Keegan hrifist af samvinnu Yorke og Cole í framlínu Manchesterliðsins á timabUinu. „Cole er betri leikmaður nú en þegar ég seldi hann frá Newcastle tU Manchester United. Hins vegar hefur það komið mér á óvart hvað hann hef- ur þurft langan tíma á Old Trafford til að sanna sig. Cole er frábær fram- herji sem á eftir að verða enn betri,“ segir Keegan. -GH HM kvenna í knattspyrnu: Bandaríkin og Danmörk spila opnunarleikinn Það verða Bandaríkin og Dan- mörk sem mætast í opnunarleik heimsmeistaramóts kvenna í knatt- spyrnu sem fram fer í Bandaríkjun- um í sumar. Leikurinn fer fram í East Rutherford í New Jersey þann 19. júní. Dregið var i riðla fyrir keppnina I fyrrinótt og þeir era þannig skip- aðir: Kórea, Nígería og Danmörk. B-riðill: Þýskaland, BrasUía, Mexíkó og Ítalía. C-riðill: Kanada, Japan, Rúss- land og Noregur. D-riðill: Kína, Ástralía, Ghana og Svíþjóð. Keppninni lýkur með úrslitaleik í Pasadena í Kaliforniu þann 10. júlí. -VS A-riðill: Bandarikin, Norður- LEIKURINN I KVOLD ÞÝSKIHANDBOLTINN í BEINNI Á BRBIDBANDINU Bad Schwartau-Eisenach (Sigurður Bjarnason og Róbert Duranona) llSí L J BREIDVARPID SJÓNVAtPSÞJÓNUSTA SÍMANS jP. Þýski handboltinn er sýndur beint í opinni f 0 dagskrá á Sýnishornarás breiðbandsins á mið- l > vikudögum. ÖUum leikjunum er lýst af marg- = reyndum íþróttafréttamönnum Sjónvarpsins. i YPIK 25.000 HBIMILI Á HÖFUÐBORGAR- SVÆDINU OG 800 HEIMILI Á HÚSAVÍK EIGA ÞESS NÚ KOST AÐ TENGIAST BREIÐBANDINU. Hringdu strax og kynntu frÉR MÁLIÐI mm 7474H Opið allan sólarhringinn J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.