Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999
13
Fréttir
Kínverska morgunleikfimin tætsí er hæg og mjúk en afar vandasöm. Hér er
aldrað íþróttafólk á Hrafnistu að æfingu undir stjórn Lovísu Einarsdóttur.
DV-mynd
Betra líf hjá eldri borgurum:
Líkamlegar fram-
farir á efri árum
Iþróttir eru líka fyrir eldra fólk.
Eldra fólk sem stundar íþróttir sýn-
ir sumt framfarir. Lovísa Einars-
dóttir íþróttakennari hefur undan-
farin tíu ár leiðbeint eldri borgur-
um á Hrafnistu í Hafnarfirði
og segir að reglubundnar æf-
ingar séu eldra fólki ekki síð-
ur nauðsyn en öðrum. „Það
hefur allt að segja að eldra
fólk stundi. íþróttir og holla
hreyfmgu eins og allir aðrir.
Það þarf að viðhalda liðkun, því
kalk vill setjast í liðina auk ýmis-
legs cmnars sem fylgir öldrun og fær
að þróast til hins verra ef ekkert er
gert í sambandi við hreyfingu,"
sagði Lovísa í samtali við DV.
Lovísa segir að erlendar rann-
sóknir sýni að fólk getur náö líkam-
legum framfórum á gamals aldri
með réttum æfmgum. Þar hafa hóp-
ar verið rannsakaðir með tilliti til
líkamsþjálfunar. Sjálf verði hún sí-
fellt vör við góðan árangur fólksins,
hún sé því ekki í vafa um framfar-
irnar.
Kínverskt tætsí og pútt
Mikil fjölbreytni er í íþróttalífmu
hjá þeim á Hrafnistu, sem dæmi má
nefna léttar æfingar í vatni, æfingar
við tónlist í sal, kínversku tætsí-
leikfnnina, auk þess sem hægt er að
bregða sér í tækjasal til að lyfta og
styrkja sig. Fyrir keppnisfólkið er
boccia á vetrum en pútt á sumrin.
Milli 50 og 60 manns stunda íþrótta-
starfið á Hrafnistu á hverjum
morgni undir stjóm Lovísu, ýmist í
sal eða laug. Hún fer einnig á hjúkr-
unardeildimar og hreyflr fólkið
sem þar er í hjólastólum eða
situr í dagstofunni.
Áhugi fólks vaknar
fljótt eftir að það er
byrjað að koma í tíma.
Sumir hafa ekki stundað
líkamsrækt árum saman þeg-
ar þeir koma í tímana hjá
Lovísu. Fólkið fmnur fljótt betri líð-
an af líkamsræktinni, og flest fer
það að stunda æfmgamar mark-
visst. Aðsóknin er mjög góð að sögn
Lovísu og fólkið mjög opið fyrir nýj-
ungum.
„Þegar við byrjuðum með púttið
þá vaknaði strax mikill áhugi. Ég
verð að játa það að ég náði frekar til
karlanna gegnum púttið. Þeim
fannst sumum að æfingarnar í saln-
um væru hálfgert dúllerí til að
byrja með. En svo þegar þeir fóm
að koma þá fundu þeir að þetta var
erfiðara en það sýndist og hafði
betri áhrif en þeir töldu," segir
Lovísa.
Hafnfirskir púttarar frá Hrafn-
istu em í vinsamlegu sambandi við
Keflvíkinga sem ráða yfir inniað-
stöðu í gömlu fiskverkunarhúsi sem
er orðið að paradís golfaranna, pútt-
klúbbur eldri borgara í Reykjanes-
bæ, glæsilega inniaðstaða, þar sem
einkum karlamir keppa sín á milli.
-JBP
Tveir meistarar
Bandaríkjamennirnir og sambýlis-
mennirnir Steve Garner og Cort
Larson komu hingað til lands í tilefni
af þátttöku Garners 1 Bridgehátíð ‘99.
Báðir eru þeir meistarar á sínu sviði.
Garner er einn af tíu bestu bridgespil-
urum í heimi, auk þess að vera
Bandaríkjameistari, en Larson er
Bandarikjameistari í hárskurði. Á
meðan á dvöl þeirra stóð var Larson
fenginn til að leiðbeina starfsfólki
hárgreiðslustofunnar Scala en hann
keppir og dæmir i hárskurði víða um
heim.
DV náði tali af parinu rétt áður en
Garner átti að vera mættur inn í sal
að keppa. Þeir búa í Chicago ásamt
tveimur köttum og tveimur hundum
og Larson segir að meistaratitlamir
séu þeim ekki fjötur um fót í sambúð-
inni. Hann segir að þeir hugsi ekkert
um það.
Þeir ferðast mikið saman en það
fylgir atvinnu beggja. Þeir ferðast líka
einir. „Ég fer þangað sem keppt er í
bridge en Cort þangað sem keppt er í
hárskurði," segir Garner.
Þegar þeir eru spurðir hvort þeir
tali mikið um bridge og hárskurð
heima segist Garner ekki hafa mikið
vit á hárgeiranum. Ætla mætti að
Larson hugsaði um hár sambýlis-
mannsins. „Þetta er þó stundum eins
og með smiðinn sem hugsar ekki um
Sambýlismennirnir Steve Garner
og Cort Larson á Hótel Loftleiðum.
DV-mynd Teitur
eigið hús,“ segir Gamer. „Hann hefur
svo mikið að gera að ég kann ekki
alltaf við að biðja hann.“
Timi er kominn til að fara inn í sal
að spila. Gamer sest við sitt borð.
Sambýlismaðurinn þarf að vera
frammi. Þar getur hann fylgst með
gangi mála.
Taktu þátt á Vísi.is
Þú gætir unnið Play Station tölvu og leik frá B.T.
Næstkomandi föstudag, þann 19. febrúar, verður kvikmyndin
Fear And Loathing in Las Vegas frumsýnd í
á ferðinni nýjasta mynd leikstjórans, og Monty Python
meðlimarins, Terry Gilliam. Myndin er byggð á samnefndri
og mjög þekktri bók Hunter S. Thompson og er byggð
á raunverulegum atburðum. Hunter var að vinna
að grein á vegum tímaritsins Rolling Stone um
mótorhjólakappakstur í Las Vegas en sökum
mikillar neyslu á hinum ýmsu efnum urðu skrifin þó
nokkuð öðruvfsi en ætlast var til. I stað þess að skila
inn grein um mótorhjólakappakstur skilaði Hunter bókinni sem myndin er gerð eftir.
Langar þig í Play Station tölvu ásamt einum leik?
Smelltu þér þá inn á Vísi.is og taktu þátt í léttum Vegas leik. Svaraðu þremur léttum
spurningum og nafn þitt er komið í pott. Þriðjudaginn 23. janúar verður einn heppinn
dreginn út og vinnur hann Play Station tölvu og leik frá B.T. 200 heppnir fá að auki miða
fyrirtvo á myndina.
Freistaðu gæfunnar í Vegas leik á Vísi.is!
www.visirJs
-SJ