Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 10
10
ennmg
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 UV
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
Lykill að öðrum heimi
Ævintýri og tónlist í Gerðu-
bergi
Dönsku leikhúsmennimir Lars Holmsted
og Pia Gredal, sem hingaö koma aðallega til
aö sýna börnum og fullorðnum ævintýrið um
Þumalínu á nýstárlegan hátt, halda tvö nám-
skeið í Gerðubergi dagana 22.-25. febrúar fyr-
ir alla þá sem vinna með börnum og langar til
að gera eitthvað nýtt og óvænt.
Fyrra námskeiðið kalla þau „Inn í ævintýr-
ið“ og það verður 22.-23. feb. kl. 16-19. Þar
opna þau leiðir til leikrænnar tjáningar með
börnum og gefa hugmyndir um hvemig vinna
má með ævintýri í daglegu starfi. Námskeiðið
hefst á upphitun við undirleik trommusláttar,
síðan munu þátttakendur syngja, leika og
spinna út frá ævintýram H.C. Andersens.
Seinna námskeiðið heitir „Tónlist, taktur
og dans“ og verður 24.-25. febrúar kl. 9-12. Þar
verður komið með hugmyndir að því hvemig
hægt er að vinna með börn og tónlist og
kenndar æfingar sem styrkja meðfætt hryn-
skyn bama. Unnið verður með einföld takt-
munstur, lærðir og æfðir margir leikir þar
sem hrynjandin hefur völdin og blandað sam-
an trommuslætti, söng og dansi á afrískan
hátt.
Nánari upplýsingar veittar i Gerðubergi.
íslenska tríóið í úrslitakeppni
íslenska trióið sem í leika Sigurbjörn Bem-
harðsson fiðluleikari, Sigurður Bjarki Gunn-
arsson sellóleikari og Nina Mar-
grét Grímsdóttir píanóleikari
keppir nú til úrslita í hinni virtu
alþjóðlegu kammermúsikkeppni
Concert Artists Guild Competit-
ion í New York. Þetta er ein
stærsta tónlistarkeppni sinnar
tegundar í Bandaríkjunum og
fara úrslitatónleikarnir fram í
Lincoin Center listamiðstöðinni í
New York. íslenska tríóið mun
þar flytja tríó eftir Þorkel Sigur-
bjömsson auk verka eftir
Brahms og Sjostakovitsj.
Tríóið mun einnig leika á tón-
leikum í Washington DC í bústað
íslensku sendiherrahjónanna, og
í maí í vor kemur tríóið fram á
tónleikum í Nordic Heritage
Museum í Seattle. Þar ætla þau
meöal annars að flytja verk eftir Sveinbjöm
Sveinbjömsson og Jón Nordal i kammertón-
leikaröðinni Mostly Nordic.
Hafsteinn fékk verðlaunin
Winsor og Newton verðlaun Norrænu
akvarellsamtakanna fyrir árið 1998 vora veitt
Hafsteini Austmann myndlistarmanni fyrr í
þessum mánuði. í úthlutunarnefhd sátu Mort-
en Paulsen myndlistarmaður, Ingrid Blekstad
forvörður og Ylva Ronzier, fulltrúi Winsor og
Newton sem eru elstu framleiðendur akvarell-
lita í heimi.
Röksemdir nefndarinnar voru meðal ann-
ars þessar: „Val okkar á íslenska listamannin-
um Hafsteini Austmann grundvallast á sann-
færandi og persónulegum afstrakt tjáningar-
máta hans, þar sem hann tengir með góðum
árangri í myndum sínum kraftmikla byggingu
annars vegar og leik-
andi teikningu hins veg-
ar og reynir á þanþol og
mikilvægi litarins og
akvarellaðferðarinnar
(vatnslitaaðferðarinnar)
til hins ýtrasta. Með að-
ferð sinni tekst honum
að skapa sérstætt rými
þar sem oft má skynja
ley ndardómsfullan,
næstum dulrænan boð-
skap frá veröld undir yf-
irborðinu."
Nefndin var sammála um að svipsterkar
myndir Hafsteins búi yfir óvenjulegum list-
rænum krafti. Hafsteinn fæddist 1934 og lærði
list sína bæði hér heima og í París. Hann hef-
ur haldið fjölda einkasýninga á Norðurlönd-
um, í Englandi og Frakklandi auk heimaland-
isns.
Norrænu akvarellsamtökin voru stofnuð
1989 og meðlimir þeirra eru um 1700 talsins.
Markmið þeirra er að kynna akvarelllistina
og vekja áhuga manna á henni. Þau eiga aðild
að Norræna akvarelllistasafninu sem verið er
að byggja á Tjörn á vesturströnd Svíþjóðar eft-
ir samkeppni sem 386 arkitektar tók þátt í!
Samtökin hafa staðið að nokkrum stórum nor-
rænum akvarellsýningum og gefa út ársfjórö-
ungsritið Akvarelien.
Jónas Knútsson þýddi ævisögu
rómverska hershöfðingjans
Agricola eftir sagnaritarann Tacit-
us (borið fram Takitus eða Tasit-
us, hvort tveggja leyfilegt) fyrir
Hið íslenska bókmenntafélag fyrir
jólin. Latínan er gömul tunga og
blaðamanni varð fýrst fyrir að
spyrja hvers vegna ungur maður
hefði lagt á sig að læra hana svona
vel.
„Þaö má rekja þetta til þess að
ég las Ástríks-bækurnar af mikl-
um eldmóði þegar ég var strákur
og fékk varanlegan áhuga á Róma-
veldi,“ segir Jónas. „Ég lærði upp-
haflega kvikmyndagerð í Banda-
ríkjunum en þegar ég kom heim
sá ég að ekki yrði ég ríkur af því
starfi svo ég ákvað að finna mér
eitthvert praktískt nám uppi í há-
skóla - en valdi mér síðan fag sem
var ópraktískt og skemmtilegt.
Líklega verður það eins með latín-
una og kvikmyndagerðina, ég verð
seint ríkur á henni heldur, en
námið hefur verið mér gjöfult og
verkefnin eru ótæmandi þvi saga
vestrænnar menningar var lengi
skráð á latínu.“
- Mér skiist að þú getir jafnvel
skrifað sjálfur sögur á latínu.
„Ja, það hefur ekki reynt á það
enn þá, enda veit ég ekki hver
markaðurinn væri fyrir slikt,“
segir Jónas og glottir.
Bókmenntasögu má, líkt og allar aðrar
sögur, segja á marga mismunandi vegu.
Hefðbundnust er sú bókmenntasaga sem hef-
ur form frásagnar, skýrt upphaf, framþróun
og ris, og eina hetju sem oftast er þjóðin og
andleg og menningarleg þróun hennar. Þessi
erkifrásögn bókmenntasögunnar hefur þó sí-
fellt hopað á undanfomum áram og áratug-
um fyrir sögum sem hafa aðrar hetjur, frelsi
kvenna, baráttu stétta eða menningarlega
fjölbreytni svo dæmi sé tekið.
Bókmenntir
Jón Yngvi Jóhannsson
Bók Eiríks Guðmundssonar, Gefðu mér
veröldina aftur, er að mörgu leyti í anda
nýrri bókmenntasagna. í stað breiðrar bók-
menntasögulegrar lýsingar sem myndað gæti
hluta af stærri þjóðarsögu tekur hann sér
fyrir hendur að rekja einn afmarkaðan og
afar mjóan þráð allt frá Jóni Steingrímssyni
í lok átjándu aldar til Benedikts Gröndals í
upphafi þeirrar tuttugustu. Þráðurinn á
milli þeima tveggja er þróun þess sem Eirík-
ur kallar, að dæmi Michel Foucault, sjálfs-
tækni, þær aðferðir sem einstaklingurinn
beitir til að komast að persónulegum sann-
indum og búa þau til. Eiríkur heldur vel á
þessari aöferð og hún gefur honum færi á að
Tacitus var uppi í
Rómaríki á fyrstu öld eft-
ir Krist og frægasta rit
hans í okkar heimshluta er
Germanía sem fjallar um
germönsku villimennina
sem hann kynntist af eigin
raun. „Allar germanskar þjóð-
ir standa í þakkarskuld við
Tacitus fyrir þá bók sem Páll
Sveinsson þýddi listilega á sín-
um tíma,“ segir Jónas. „Reyndar
er Germania afar merkilegt rit
vegna þess að það er eiginlega
ádeila á Rómaveldi. Hann tekur
þessa barbara, eins og hann kallar þá, og
sýnir hve dyggðugir þeir era þó að þeir séu
svona framstæðir, en um leið undanskilur
hann athugasemdina: Sjáið hvernig komið er
fyrh' okkur, hinum siðmenntuðu Rómverj-
um. Þessi afstaða kemur líka fram í
Agricola."
Tacitus var embættismaður Rómarkeis-
ara, líklega landstjóri í Belgíu, en þegar
hann settist í helgan stein gaf hann sig að rit-
störfum. Ritið Agricola var sveinsstykki
ild um það hvernig menn glata
frelsi sínu og laga sig að ánauðinni
án þess þó að misbjóða sæmd sinni.
Þetta er hlutskipti sem margt nú-
tímafólk þekkir, og ef vel er að gáð
era ýmsir fleiri snertifletir við nú-
tímann. Bretar era að berjast iyrir
frelsi sínu á vígvellinum en þeirri
orustu hafa Rómverjar tapað heima
fyrir. Þeir keyptu sér frið frá borg-
arastyrjöldum með því að leggja öll
völd í hendur keisara - eins og
einnig era dæmi um á þessari öld -
og Tacitus sýnir lesendum hvernig
megi lifa við einveldi en um leið
býr í textanum söknuður eftir fyma
frelsi."
Jónas Knútsson: Rómverjar voru meiri fram-
sóknarmenn en Grikkir.
DV-mynd Pjetur
hans en Agricola var tengdafaðir
Tacitusar.
- Á þessi bók erindi við íslend-
inga núna?
„Já, hún á erindi við okkur,“
segir Jónas af nokkrum hita.
,Þetta er besta heimild sem til
er um Breta að fomu og þetta
er líka ákveðin tegund af
sagnfræði sem ekki er til leng-
ur. Tacitus var það sem enskir kalla
„gentleman historian", hann býr að mikilli
reynslu og segir afar vel frá, en hann vísar
ekki í heimildir. Hér er líka sögð saga
Agricola og ævisagnaformið hefur lengi ver-
ið afar vinsælt á íslandi.
Þetta er stjórnmálasaga og hersaga, jafnvel
mætti líta á bókina sem kennslurit í stjóm-
un eins og nú er sagt, og auk þess er hún
þrungin boðskap til þjóðar Tacitusar. Hann
er kominn af lýðfrjálsum mönnum og þó að
hann sé fæddur undir einveldi lifir lýðræðis-
hefðin í honum. Bókin um Agricola er heim-
- Hvaða áhrif hefur bókin haft í
aldanna rás?
„Tacitus hefur verið að í tvö þús-
und ár og haft ýmis áhrif á ólíkum
tímum. Hann var settur í skamma-
krókinn framan af af því hann bar
ekki kristnum mönnum og Gyðing-
um vel söguna í Annálum sínum,
svo var hann tekinn
í sátt sem merkur
sagnaritari en hann
hefur alltaf verið
umdeildur. Voltaire
og Napóleon voru
ekki hrifhir af hon-
um, Montaigne var
hins vegar afar hrif-
inn af ritum hans.
Hann þykir ekki
ýkja fræðilegur en
hann hafði gott vit á
hlutunum, gott
brjóstvit. Rómverjar
voru ekki eins mikl-
ir akademikerar og Grikkir,
þeir vora meiri framsóknar-
menn!“
- Hver er þá staða Tacitus-
ar á okkar dögum?
„Nútímamönnum hættir til að misskilja
hann. Á dögum Tacitusar hafði einn maður -
keisarinn - ráð allra í hendi sér. Þá lá beint
við að skoða hann sem einstakling vegna
þess að allt valt á breytni hans. Nútímamenn
horfa á strauma og stefhur, hagsögu, veður-
farsbreytingar og slíkt og finnst þetta ekki
ýkja merkileg úttekt hjá Tacitusi, meira í ætt
við slúður. Þess vegna er frekar litið á hann
sem rithöfund en sagnfræðing nú á dögum.“
- Með hvaða hugarfari á nýr lesandi að
nálgast bókina um Agricola?
„Það má líta á þessa bók sem lykil að
annarri menningu og það er alltaf hollt að
kynna sér aðra menningarheima, hvort sem
þeir eru í fomöld eða nútímanum. Það held
ég að sé besti leiðarvísirinn sem ég get gef-
ið.“
varpa nýju ljósi á stærri hræringar í hugs-
analífi og þróun sjálfsverannar á 18. og 19.
öld.
Heimildir Eiríks eru sjálfsævisöguleg
skrif, ekki einungis sjálfsævisögur
heldur einnig bréf, ekki síst
bréf Fjölnis-
manna, en
greiningin á orð-
ræðusamfélagi
þeirra er með því
besta í bókinni. Þá
er ekki síður feng-
ur í greiningu Ei-
ríks á sjálfsævisög-
um þriggja upplýs-
ingarmanna. Sú
kreppta sjálfsmynd
sem birtist okkur í
skrifum Magnúsar
Stephensens, Sveins
Pálssonar og Jóns
Espólíns veitir okkur inn-
sýn í flókna stöðu þeirra
manna sem lifðu upphaf ís-
lensks nútíma og sýnir enn
hversu sérstæð og þver-
sagnakennd íslensk upplýs-
ing var.
Þessi saga, sem er bráð-
skemmtileg og mikilsvert innlegg í umræð-
una um íslenska rómantík og upplýsingu,
hefði að sjálfsögðu ekki veriö dregin fram
nema af því hvernig Eiríkur notar kenning-
ar Foucaults á afskaplega frjóan hátt til að
greina heimildir sínar. Og þess vegna er
kannski ósanngjarnt að gagnrýna þetta
atriði bókarinnar. En stundum saknar
maður meira sjálfstæðis og gagnrýni í
meðferð Eiriks á Foucault og ekki síð-
ur á þeim skýrendum hans sem hann
styðst við.
Annað sem velta má fyrir sér
kemur ekki til af aðferöum Eiríks
heldur frásagnartækninni. í loka-
hluta bókarinnar er Benedikt
Gröndal kynntur til sögunnar
sem fulltrúi nýs mannskilnings,
og það er ekki laust við að þar
taki form þroskasögunnar svo-
lítið völdin, Benedikt stigur
fram sem lausn á vanda fyrir-
rennara sinna og lokar þar
með þeirri sögu sem hefst
með Jóni Steingrímssyni.
En slík lokun er kannski í
senn argasti tilbúningur
eins og Foucault hefur
bent á og ómissandi þeg-
ar segja á sögu.
Eiríkur Guðmundsson:
Gefðu mér veröldina aftur.
Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands
1998.
Siðmenning er ekki
sama og dyggð
Alltaf umdeildur
Að segja (bókmennta)sögu