Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 26
58 MIÐYIKUDAGUR 17. FEBRUAR 1999 Afmæli Eggert Kristmundsson Eggert Kristmundsson, sjómaður og bóndi að Efri-Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd, er áttræður í dag. Starfsferill Eggert fæddist í Stakkavík í Sel- vogi og ólst þar upp. Hann hóf ung- ur bústörf með foður sínum og fór ungur til sjós. Eggert var tuttugu og þrjár vertíðir á sjó hjá bræðrunum í Halakoti á Vatnsleysuströnd á Ágústi Guðmundssyni auk þess sem hann starfaði hjá þeim í landi í ell- efu ár. Þá var hann þrjár vertíðir til sjós hjá Sæmundi Þórðarsyni á Vatnsleysu auk þess sem hann stundaði búskap. Eggert flutti með fjölskyldu sinni að Efri-Brunnastöðum á Vatns- leysuströnd 1943 og býr þar enn fé- lagsbúi ásamt fjórum systkinum sinum. Fjölskylda Systkini Eggerts eru Gísli Scheving, f. 15.1. 1918, verkamaður að Brunnastöðum; Valgeir Scheving, f. 18.4. 1921, verkamaður í Reykjavík, var kvæntur Elsu Mikk- elsen sem er látin og eignuðust þau þrjú börn, Kristínu Láru sem gift er Hallvarði Sigurjónssyni en þau eiga fjögur börn og fimm barnabörn, Regínu Valgerði sem gift erHalldóri Þorvaldssyni og eiga þau þrjú börn og fimm barnaböm, og Ævar sem kvæntur er Bergþóru Viktorsdóttur en þau eiga þrjú böm; Elín Kristín, f. 13.4. 1923, hús- freyja að Bmnnastöðum og á hún tvo syni, Svavar Scheving sem lést 1986 og Skarphéðin Scheving sem var kvæntur Önnu I. Jónsdóttur en þau eiga þrjú börn og þrjú bama- böm auk þess sem Skarp- héðinn á eina dóttur með Guðrúnu Maríu Guð- mundsdóttur; Anna Sig- ríður, f. 12.5. 1924, hús- freyja að Sætúni á Vatns- leysuströnd, gift Hannesi Kristjánssyni og eiga þau fimm böm, Grétu Þóris- dóttur sem var gift Engil- bert Kolbeinssyni en þau létust bæði 1973 og ólu Anna og Hannes upp dóttur þeirra, Önnu Kapitólu, Grétar Ingiberg, Kristján sem kvæntur er Guðríði Jóelsdóttur og eiga þau þrjú börn, Láru Elínu Scheving, og Þórdísi Bergljótu; Valgerður, lést ársgömul; Hallgrímur, f. 1.7.1928, verkamaður í Keflavik, kvæntur Marý Auðuns- dóttur en hún á fjögur böm frá fyrra hjónabandi; Lárus Ellert, lést nokkurra daga gamall; Lárus Ellert, f. 3.1. 1931, verkamaður og bóndi að Brunnastöðum. Foreldrar Eggerts era Kristmund- ur Þorláksson, f. að Hamarskoti í Hafnarfírði 17.12. 1882, d. 11.7. 1973, bóndi að Stakkavík í Selvogi og sið- ar að Brannastöðum á Vatnsleysu- strönd, og k.h., Lára Elín Scheving Gísladóttir, f. að Ertu í Selvogi 6.9. 1889, d. 16.11. 1985, húsfreyja. Ætt Kristmundur var sonur Þorláks Guðmundssonar verkamanns og Önnu Sigríðar Davíðsdóttur hús- freyju. Lára Elín var dóttir Gisla Gísla- sonar bónda og Valgerðar Lárus- dóttur húsfreyju. Eggert Kristmundsson. Magnús Guðjónsson OK í TOPPFORMI MOSFELLSBÆ Vlfl BJODUM ÞÉR 1 BOOY PUMP Þessar stöðvar bjóða Body Pump: BETRUNARHÚSIÐ ERÓBIK-SPORT GYM-80 RÆKTIN ÞOKKABÓT HRESS HAFNARFIRÐI HRESS LlKANeiiÆKrOGljáS Magnús Guðjónsson sjómaður, Eyktarási 13, Reykjavík, er áttræð- ur í dag. Starfsferill Magnús fæddist í Bakkakoti á Rangárvöllum. Hann stundaði sjó- mennsku um árabil. Þá vann hann við húsaflutninga hjá Sveinbirni Pálssyni í sex ár. Síðustu starfsárin vann hann svo hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur á áranum 1972-86. Fjölskylda Magnús kvæntist 16.6. 1949 Önnu Margréti Þorbergsdóttur, f. 25.5. 1919, d. 6.6. 1972, húsmóður og verkakonu. Börn Magnúsar og Önnu Mar- grétar eru Alda María, f. 19.12. 1949, gift Tómasi Haukssyni og eru börn þeirra fjögur; Sævar Sigurpáll, f. 16.7. 1951, d. 28.9. 1994, var kvæntur Heklu Gunnarsdóttur og eru böm þeirra fjögur; Gunnar Daníel, f. 21.9. Leí.d'- 1952, kvæntur Margréti Sigurðardóttur og era bör þeirra fjögur. Barnabörn Magnúsar era átta. Dætur Önnu Margrétar fyrir hjónaband era Hjör- dís Magnúsdóttir, f. 29.1. 1939, gift Kristmanni Magnússyni; Guðrún Eg- ilsdóttir, f. 27.11. 1944, í sambúð með Richard G. Jónassyni. Systkini Magnúsar urðu alls tólf en níu komust á legg. Þau era Guðni, f. 19.8. 1915, d. 19.7. 1992; Pálína, f. 18.7. 1917, d. 29.3. 1973; Magnús; Sigur- jón, f. 29.5. 1920, nú lát- inn; Sigurgeir, f. 19.10. 1921, nú látinn; Guðrún, f. 1.1. 1923, d. 15.10. 1993; Ragnar, f. 6.12. 1923; Kristín, f. 27.7. 1927, d. Magnús 5.9. l979;Magnea, f. 6.5. Guðjónsson. 1929, d. 28.1. 1999. Foreldrar Magnúsar voru Guðjón Guðlaugsson, f. 14.5. 1891, d. 25.2. 1970, bóndi, og Guðbjörg Páls- dóttir, f. 11.7. 1886, d. 25.4. 1966, hús- freyja. Magnús verður heima á afmælis- daginn og tekur á móti gestum að Eyktarási 13, Reykjavík. DV Til hamingju með afmælið 17. febrúar 85 ára____________ Helga Lárusdóttir, Nýbýlavegi 42, Kópavogi. Sigriður Andrésdóttir, Álfaskeiöi 64, Hafnarfirði. 75 ára Aðalheiður Einarsdóttir, Einholti 8 C, Akureyri. Guxmþór Guðjónsson, Seljabraut 18, Reykjavík. Jón ívarsson, Vestur-Meðalholtum, Gaulverjabæjarhreppi. Martin B. Bjömsson, Stakkholti 3, Reykjavík. Þorgerður Kristjánsdóttir, Skútagili 7, Akureyri. 70 ára Sigríður Guðjónsdóttir, Miðtúni 19, ísafirði. 60 ára Aðalheiður Karlsdóttir, Laufvangi 7, Hafharfirði. Hún tekur á móti gestum í húsi Oddfellowa, Staðarbergi 2-6, Hafharfírði, laugardaginn 20.2. frá kl. 17.00. Sigurður Skarphéðinsson, Sigtúni, Mosfellsbæ. 50 ára Ágústa K. Magnúsdóttir, Vesturbergi 157, Reykjavík. Gísli Jónmundsson, Reykjavegi 24, Reykjavík. Guðrún Guðmundsdóttir, Breiðvangi 4, Hafnarfirði. Guðrún Kristjánsdóttir, Fálkagötu 26, Reykjavík. Jónína Ásgeirsdóttir, Túngötu 2, Bessastaðahreppi. Margrét Ragnheiður Björnsdóttir, Hvammsgerði 12, Reykjavík. Ragnar Þorvaldsson, Hraunbæ 62, Reykjavík. Wieslawa Binkiewicz, Ránarslóð 3, Höfn. Öm Amarson, Hólabraut 3, Höfn. 40 ára Inga Davíðsdóttir, sölu- og markaðs- stjóri, Galtalind 3, Kópavogi. Hún tekur á móti vinum og ættingjum í Veisluhúsinu í Glæsibæ í dag eftir kl. 20.00. Hallgrimur Kristinsson, Bogahlíð 4, Eskifirði. Helga Stefanía Magnúsdóttir, Hagamel 16, Akranesi. Hrönn Magnúsdóttir, Lindasmára 13, Kópavogi. Jónbjöm Bogason, Klettavík 3, Borgamesi. Sigurlin Sigurðardóttir, Suðurvangi 6, Hafnarfirði. Þuríður Linda Alfreðsdóttir, Aðalstræti 17, Patreksfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.