Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 Fréttir Ólga um borö í Vatneyri BA 238 við komuna til Patreksfjarðar: Ahöfnin vissi ekki um glæpinn sem seldur er á eina króna kílóið en ef kílóið kostar 130 krónur. Þessi frægi þorskur sem Vatneyr- in landaði á Patreksfirði í gærmorg- un var veiddur á Fontinum suðaust- ur af landinu. Upp úr hádegi í gær var ekið með hann til Brjánslækjar þar sem hann var settur um borð í flóabátinn Baldur sem sigdi með hann yfir í Stykkishólm. Þaðan var honum svo ekið til Reykjavíkur og Þorlákshafnar þar sem hluti af hon- um var settur um borð í Herjólf og siglt til Vestmannaeyja. Það má segja að þama hafi fiskur- inn næstum því verið búinn að fara hringinn í kringum landið. „Fiski- stofumenn og ríkislögreglustjóri geta reynt að elta hann í gegnum fiskvinnsluvélarnar og jafnvel reynt að troða honum til baka alla leið. Það er bara ekki hægt,“ sagði Svav- ar útgerðarmaður í gær. „Ég vil fyr- ir dómstóla með málið - til þess var leikurinn gerður - þetta er leikur um líf og dauða á landsbyggðinni." -EIR Kvótastríðið: Fiskistofa fór húsavillt með kæruna á Svavar DV, Patreksfirði: í allan gærdag beið Svavar Guðna- son, útgerðarmaður á Patreksfirði, eftir því að vera boðaður í yfir- heyrslu hjá sýslumanninum á staðn- um. „Það er eins og hann vilji ekki tala við mig. Ég er búinn að reyna að hringja í hann oftar en einu sinni,“ sagði Svavar síðdegis í gær. Þórólfur Halldórsson sýslumaður beið hins vegar rólegur á skrifstofu sinni og sinnti Svavari útgerðar- manni sem minnst: „Við þurftum að bíða eftir að löndun úr Vatneyri lyki því fyrr höfðum við ekki öll gögn í höndun- um, “ sagði sýslumaður. „Reyndar hefði verið eðlilegra hjá Fiskistofu- mönnum að beina kærunni til efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra því þar eru þeir menn sem eiga að rannsaka málið. Við sendum kæruna til þeirra og ég á von á að menn frá þeim komi hingað á morg- un. Það er ekki flogið meira i dag,“ sagði Þórólfur Halldórsson, sýslu- maður á Patreksfirði. -EIR Fulltrúi frá Fiskistofu á tali viö Björn Kristjánsson, skipstjóra á Vatneyri, skömmu eftir að lagst var aö bryggju í gær- morgun. DV-mynd ÞÖK .Þrír úr áhöfn Vatneyrarinnar viö komuna til lands: Loftur Indriðason yfirvél- stjóri og hásetarnir Tómas Waagfjord og Kristinn Kristinsson. DV, Patreksfirði: „Það er verið að gera okkur að at- hlægi um land allt,“ sagði kokkur- inn á Vatneyri BA 238 skömmu eft- ir að skipið lagðist að bryggju á Pat- reksfirði í gærmorgun með 35 tonn af þorski, veiddum utan kvóta. „Mér var ekki sagt sagt það fyrr en á fosutdaginn að við værum að veiða kvótalausan fisk. Þá var ég þegar búinn að fara í einn túr og veiða kvótalaust án þess að vita af því,“ sagði kokkurinn og átti þar við 20 tonn af þorski sem landað var á Eskifirði og seldur í Hull í Bret- landi í fyrradag. Hásetarnir um borð báðu kokk- inn um að hafa sig hægan, hér væri verið að vinna nauðsynlegt verk. Reyndar höfðu hásetamir Tómas Waagfjord og Kristinn Kristinsson meiri áhuga á að komast til Spánar og það helst strax: „Við emm búnir að reikna það út að best er að fljúga til Svíþjóðar og kaupa Spánarferðina þar,“ sagði Tómas og var þar með farinn í land ásamt félaga sínum að leita að kaffi- húsi. Kokkurinn fylgdi i kjölfarið en ætlaði til Reykjavíkur. Áður hafði útgerðarmaður skips- ins, Svavar Guðnason, kallað hvem áhafnarmeðlim fyrir sig einn af öðr- um og gert samning um að hann keypti aflann úr kvótalausu veiði- ferðinni á eina krónu kílóið þegar markaðsverð þennan morgun var 130 krónur á kílóið. Með þessu lagi ætlaði útgerðarmaðurinn að sjá við yfirvöldum sem ætluðu að gera söluverð aflans upptækt. Og það fæst minna fyrir 35 tonn af þorski Aflabresturinn í rækjuveiðinni: Ráðherra krafinn um aðgerðir Einar K. Guðfinnsson, alþingis- maður Vestfirðinga, lýsti þeim vanda sem við er að fást í rækjuveið- um og vinnslu í utandagskráram- ræðu á Alþingi í gær. Hann sagði að sá aflabrestur sem verið hefur und- anfarið og þriðjungs skerðing á heildarrækjukvóta í ofanálag hefði komið mjög illa við fjölmörg útgerð- arfyrirtæki og byggðarlög sem byggðu afkomu sína að miklu eða öllu leyti á þessari grein. Hann lýsti eftir aðgerðum flokksbróður síns, Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráð- herra í þessu máli og spurði hvort ekki yrði að endurskoða aðferðir við stofnmat á rækju í framhaldi af því skipbroti sem stofnmat HAFRÓ á rækju hefur beðið. Frá 1. september til 31. janúar hafa veiðst 12.400 tonn af rækju sem er um helmingur þess sem veiddist á sama tima í fyrra. Ástandið á rækju- miðunum er þannig að sögn Einars að fátt bendi til þess að þess að það náist að veiða upp í útgefinn rækju- kvóta, jafnvel þótt að nýlega sé búið að skerða hann um þriðjung frá því sem ákveðið var i upphafi fiskveiði- ársins. í ljósi þess sagði Einar að margir teldu að þriðjungs skerðing myndi ekki hafa nein áhrif á heildar- veiðina en myndi einungis leiða til tilfærslna á rækjukvóta milli út- gerða sem eiga aflaheimildir í rækju, enda væru þegar dæmi um skip sem hefðu leigt frá sér allar rækjuveiði- heimildir. Skerðingin hefði hins veg- ar slæm áhrif á útgerðir og vinnslu- fyrirtæki sem vildu nýta aflaheim- ildir sínar til að afla hráefnis til inn- anlandsvinnslu. Þær verði nú að taka aflaheimildir á leigu dýrum dómum frá skipmn sem ekki sjá sér hag í að nýta eigin heimildir. Einar K. Guðfinnsson benti á að í 9. grein fiskveiðistjómunarlaganna væra úrræði til þess að mæta vanda sem skapast vegna samdráttar á ein- stökum sviðum sjávarútvegs. Hann spurði sjávarútvegsráðherra hvort hann teldi ekki rétt að beita heimild- um laganna til að halda eftir afla- magni til að ráðstafa til þeirra útgerða sem verða fyrir mestum tekjumissi vegna skertra aflaheimilda í rækju. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði að HAFRÓ væri að vinna að þróun aðferða við stofn- mat á úthafsrækju til að styrkja ráð- gjöf um þennan mikilvæga nytja- stofn. Vandamál við aldursgrein- ingu rækju hefðu komið í veg fyrir að hægt væri að nota hefðbundin reiknilíkön við að meta stofnstærð. Þorsteinn sagðist ekki geta svarað því á þessu stigi málsins hvort heimildarákvæðum níundu greinar fiskveiðistjórnarlaganna yrði beitt. Fyrst yrði ráðgjöf HAFRÓ að liggja fyrir og það yrði vart fyrr en á vori komanda. -SÁ Stuttar fréttir dv Siv efst Framsóknarflokkurinn í Reykjaneskjör- dæmi hefur ákveðið fram- boðslista sinn. Efst er Siv Frið- leifsdóttir, í öðru sæti er Hjálmar Árna- son, í því þriðja er Páll Magnússon og Drífa Sig- fúsdóttir í fjórða. Flugvöliur í sjónum Borgarráð hefur samþykkt að fela borgarverkfræðingi og skipu- lagsstjóra að skoða helstu um- hverfisþætti og umhverfisáhrif í frumúttekt á nýjum flugvelli í Skerjafirði og íbúðabyggð í Vatns- mýrinni og á núverandi flugvall- arsvæði. Mistök í álverinu Brunamálastofnun telur að mis- tök og misskilningur hafi valdið því að starfsmaður Álversins i Straumsvík þurfti að hringja tvisvar í Neyðarlímma og leita sjálfur eftir aðstoð frá slökkviliði Reykjavíkur þegar eldur kviknaði í álverinu í vetur. RÚV greindi frá. Búnaðarbanki hagnaöist Hagnaður Búnaðarbanka ís- lands nam 876 milljónum króna á síðasta ári fyrir skatta. Að teknu tilliti til skatta var hagnaðurinn 649 milljónir króna. Sömu úrslit Niðurstaða í prófkjöri Samfylk- ingarinnar á Norðurlandi eystra er óbreytt eftir endurtalningu í dag. Sigbjörn Gunnarsson er með tíu at- kvæði umfram Svanfríði Jónasdóttur í fyrsta sætið. RÚV greindi frá. Miöborgarstjórn Borgarráð hefur skipað sex manns í nýja miðborgarstjóm. Formaður er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir en aðrir stjómarmenn eru Bolli Kristinsson, Þorkell Sig- urlaugsson, Eva María Jónsdótt- ir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Styrkir bjórhátíö Borgarráð hefur samþykkt að veita Samtökum ferðaþjónustunn- ar 500 þúsund króna siyrk til aö fagna því að tíu ár em liðin frá endurlögleiðingu bjórs á íslandi. Samtökin ætla að efna til viku- langrar hátíðar á veitingahúsum með áherslu á bjór, mat og menn- ingu. Viðskiptavefur VB á Vísi.is greindi frá. Aðalverktakar í mýrina íslenskir aðalverktakar viija reisa 30 þúsund manna byggð með um tíu þúsund íbúðum og allt að 500 þúsund fermetra af at- vinnuhúsnæði í Vatnsniýrinni. Byggja á fimm til sjö hæða hús við breiðstræti og reiknað er með umfangsmiklum bílageymslum neðanjarðar. Viðskiptavefur VB á Vísi.is greindi frá. Skólabörn yfirheyrð Tugir sakborninga og vitna hafa verið yfirheyrð á síðustu vikum vegna sex kæra foreldra grunnskólanema í Hagaskóla til lögreglunnar. Kært er vegna ein- eltis, líkamsárása og morðhótana nemenda á hendur skólafélögum sínum. Dagur greindi frá. Nýr forsetaritari Róbert Trausti Ámason, sendi- herra í Kaup- mannahöfn, verður forseta- ritari í byrjun april þegar Kornelíus Sig- mundsson, sem gegnt hefur starfinu undan- farin ár, verður sendiherra ís- lands í Finnlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.