Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 18
50 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 SKEIFUNN117 • 108 REYKJAVIK SÍMI 581-4515 • FAX 581-4510 GÍNUR Rekki ehf. Helluhrauni 10, 220 Hafnarfirði . Sími5650980 . Sviðsljós__________________________________________ DV Jagger í meðferð við kynlifsffkninni Mick Jagger reynir nú í örvænt- ingu að bjarga hjónabandinu með Jerry HaU og hefur lofað að leita með- ferðar við kynlífsfikn sinni, að því að fuUyrt er í National Enquirer Online. Þegar í ljós kom síðastliðið haust að brasilíska fyrirsætan Luciana Morad ætti von á barni með Jagger fékk eig- inkona hans, Jerry Hall, loksins nóg. Hún bað um skUnað og heimtaði sinn skerf af auði þeirra. Jagger var nú al- defiis ekki reiðubúinn að láta frúna komast í aUa miUjarðana og reyndi að fá hjónavígslu þeirra lýsta ógilda. Það tókst hins vegar ekki og nú kveður við annan tón ef marka má frásögn slúðurblaðsins. Það heldur því fram að Mick Jagger sé að reyna að blíðka Jerry. Hann sé alveg niðurbrotinn eftir aUt sem gerð- ist og vilji forðast skilnað. Jerry, sem er ýmsu vön eftir 21 árs gamalt sam- band við Jagger, sé aftur á móti ekki alveg sannfærð um að alvara sé á bak við orð kappans. Hún á að hafa hlegið þegar hann kvaðst fús tU að fara i meðferð vegna kynlífsfíkninnar. Mun Jerry hafa bent á að ekki væri tU sú stofnun, hvorki í Englandi né Banda- ríkjunum, sem gæti læknað hann. En Jerry mun samt hafa sagt að hún vUdi gjarnan að hann reyndi. Jennifer og Brad alls ekki gift Nei, nei, nei! Jennifer Aniston og Brad Pitt eru ekki gift. Það segir að minnsta kosti Jennifer sjálf, leikkonan fræga úr sjón- varpsþáttaröð- inni Vinum. Svo virðist því sem orð- rómurinn um að þau skötu- hjúin hafi látið pússa sig saman á laun sé orðum aukinn. Því miður. „Nei, við erum ekki gift. Ég get ekki annað en hlegið að þessu öllu saman,“ segir Jennifer í við- tali við poppritið Rolling Stone. Og hefur bara gaman af. Oprah vill fyrsta viðtal Monicu Ameríska sjónvarpsstjaman og kjaftaþáttastjómandinn Oprah Winfrey hefur hótað Monicu greyinu Lew- insky, fyrrum lærlingi hjá Clinton, að sverta hana 1 beinni fái hún, það er að segja Oprah, ekki fyrsta viðtalið við hana. Þetta kemur fram í tímarit- inu George. Monica tók vel í hugmyndina í fyrstu en svo fór þó að samninga- viðræðurnar sigldu í strand þeg- ar byrjað var að tala um greiðslu fyrir viðtalið. í staðinn gerði Monica samning við Barböru Walters, taldrottningu ABC sjón- varpsstöðvarinnar. Oprah neitar að sjálfsögðu að hafa haft í hótunum við Monicu eða nokkum annan. Pierce Brosnan er í góöum félagsskap í Bilbao á Spáni þessa dagana. ítalska leikkonan Maria Grazia Cuccinotta er þar til að leika á móti honum í nýjustu myndinni um ofurnjósnarann James Bond. K tOSVuh r- 0 ú FJOL5KYLDU- 06 ^ HÚ5DÝRACARÐURINN Krakkaklúbbur DV, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, útvarpsstöðin Matthildur FM í samvinnu við Freyjukaramellur og Egils Mix bjóða öllum krökkum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn á öskudaginn. Við opnum garðinn kl. 13.00 Þá verður hægt að láta mála á sér andlitið, skoða dýrin og t.d bera sig saman við nautið Guttorm sem nú er nývigtað. Tígri verður á svæðinu og býður krökkum upp á nammi, Mixbræðurnir bjóða Mix, Freyjukaramellur láta sig ekki vanta á svæðið og útvarpsstöðin Matthildur verður í beinni. Kl. 13.30 verður kötturinn sleginn úr tunnunni með öllu sem fylgir. að því loknu verður farið að teyma hesta undir börnum auk þess sem starfsfólk Fjölskyldu og húsdýragarðsins mun stjórna ýmsum hópleikjum víðs vegar um garðinn. Foreldrar! Mastum með börnín í Fjölskyldu-00 Húsdýragarðinn milli klukkan eitt og fimm á öskudaginn. Síðdegis tekur venjubundin vetrardagskrá garðsins við: 15.30 er hreindýrum gefið 15.45 er dýrum í smádýrahúsi gefið 16.00 eru selirnir fóðraðir 16.15 hestum, kindum og geitum gefíð 16.30 svínum gefíð og mjaltir í fjósinu 17.00 garðinum lokað. Trúðurimi Tumi fer á flakk eftirtunnusláttinn og verður með stutt atriði hér og þar um garðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.