Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 8. MARS 1999 2$ I>V Fréttir Angelsen hótar lokun miðanna DVi Ósló: Peter Angelsen, sjávarútvegsráð- herra Noregs, hótar að láta loka miðum í Barentshafi verði ekki lát á smáfiskadrápi rússneskra og einnig norskra togara þar. Slík lok- un nær þó aðeins til norskrar efna- hagslögsögu, þar sem Rússar fá að veiða. Eftir sem áður er ófundið ráð til að stöðva veiðar Rússa á smá- fiski í rússneskri lögsögu í Barent- hafi. Angelsen segist munu taka málið upp við Rússa í næsta mán- uði. Mælingar síðustu daga sýna að allt að fjórðungur afla togara í Barentshafi er undir kílói að þyngd og hafa norskir sjómenn, sem DV hefur rætt við, látið í ljósi áhyggjur um framtíð þorskstofnsins í Barentshafi og þar með lífsafkomu fólks í Norður-Noregi. Sjómenn vilja að bannað veröi að kaupa smáþorskinn, og hafa skorað á Angelsen að beita sér fyrir alþjóð- legu banni. Hugmyndin er að fá ís- lendinga til að vera með í slíku banni. Við þessari bón hefur ráð- herrann ekki orðið. í leiðöngrum norskra hafrannsóknaskipa síðustu daga hefur mjög lítið fundist af stór- þorski í Barentshafi, og mest ókyn- þroska smáfiskur. Arvid Ahlquist, framkvæmda- stjóri Sjómannafélagsins í Troms- fylki, lýsti þeirri skoðun sinni í DV á þriðjudaginn að smáfiskadrápið nú væri verra en Smuguveiðamar síðustu sex árin. „Það er verið að drepa fiskinn sem við ætluðum að veiða og lifa af eftir fimm til tíu ár,” sagði Arvid við DV. -GK Það þarf hraustmenni til að standa í vírasplæsingum. Áhöfnin á rækjutogaranum Hersi frá Þorlákshöfn var á fullu við splæsingarnar í Reykjavíkurhöfn þegar Ijósmyndari DV var á reglubundinni eftirlitsferð um höfnina. DV-mynd Sveinn Akureyri: Iðnfræöinám í Danmörku Kynningarfundir um ibnfræbinám á ensku Tæknileg hæfni, sem og enskukunnátta á háu stigi, er blanda sem meira og meira er krafist í atvinnu- auglýsingum fyrirtækja. Notib IV2 ár í ab nema ibnfræbi í viburkenndum dönskum skóla sem sérhæfir sig í frama í alþjóblegu atvinnulífi. Öll kennsla fer fram á ensku. Danska útskriftarskírteinib er enn fremur jafngilt sem Higher National Diploma, HND, í Bretlandi og gefur þar af leibandi rétt til áframhaldandi náms sem Bachelor (tæknifræbi) eba Master of Science (verkfræbi), til dæmis í breskum háskóla. Skólinn ábyrgist húsnæbi fyrir nemendur í Sonderborg. Fundir verba haldnir á eftirtöldum stö&um: Ibnskólanum Borgarholtskóla Opinn fundur á í Reykjavík 16. mars. Hótel Esju 16. mars, 15. mars. kl. 18.00. KSI skorar á bæjaryfirvöld DV, Akureyri: Ársþing Knattspymusambands ís- lands, sem haldið var á dögunum, skoraði á bæjarstjóm Akureyrar að taka ekki ákvörðun um að leggja Ak- ureyrarvöll niður án þess að jafn góð eða betri aðstaða komi í staðinn. Kaupfélag Eyfirðinga og Rúm- fatalagerinn sóttu um það fyrir nokkru að fá að byggja stórmark- að á þeim stað þar sem Akureyrar- völlurinn er og er málið til af- greiðslu hjá bæjaryfirvöldum. Lít- ið hefur fregnast af meðferð máls- ins hjá Akureyrarbæ, enda um Kaupþing Norðurlands: Framkvæmda- stjórinn hættur mjög viðkvæmt mál að ræða þar sem miklar tilfinningar spila inn í hjá mörgum. Ljóst er að ef völlurinn verður tekinn undir stórmarkaðsbygg- ingu þarf að verja hundruðum milljóna króna til að byggja upp sambærilega aðstöðu á öðrum stað i bænum, en talið er að ekki verði hægt að gera það á íþróttasvæðum KA eða Þórs vegna plássleysis. -gk Nánari upplýsingar um fundartíma fást í viökomandi skóla. TEKNISK AKADEMI S Y D Grundtvigs Allé 88, 6400 Snnderborg DANMARK Nánari upplýsingar fást: í síma: 0045 7412 4242 e-mail: eucsyd@eucsyd.dk Totem@uk.kollegie6400.dk DV, Akureyri: Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hefur látið af störfum sem fram- kvæmdastjóri Kaupþings Norður- lands hf. Hann hefur starfað hjá fé- laginu frá árinu 1996 og tók við sem framkvæmdastjóri um síð- ustu áramót. Breytingar urðu á eignaraðild Kaupþings Norðurlands nýlega þegar Sparisjóður Norðlendinga keypti meirihluta hlutafjár og í kjölfarið urðu breytingar á stjórn félagsins. Að sögn Jóns Björnsson- ar, stjórnarformanns Kaupþings Norðurlands, eru starfslokin gerð í fullri sátt beggja aðila. „Við töld- um að áherslur nýrrar stjórnar og framkvæmdastjóra um frcuntíð fé- lagsins féllu ekki nægjanlega vel saman og það var samkomulag beggja aðila að stíga þetta skref,“ segir Jón. -gk S veitar stj ór nar menn —slökkviliðsmenn! Vantar slökkvibíl í þína byggð en fjármagn til kaupa af skornum skammti? Leiörétting: 2000 fermetrar Þau leiðu mistök urðu í DV fyr- ir helgi að sagt var að Kaupfélag Austur-Skaftfellinga hefði reist 200 fermetra vöruskemmu. Hið rétta er að vöruskemman er 2000 fermetrar. Hvernig hljómar þá: MERCEDES BENZ UNIMOG 1300 L 4x4 torfærutröll, með3000 lítra tank og 2 stiga dælu á DEM: 145.000, um kr. 5.950.000? Sportvörugerðin hf. Mávablið 41, 105 Rvík, sími 562 8383, fax 562 8382. ■MMMMi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.