Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Blaðsíða 23
Þeir sem sáu kynningarmyndir á blaðamannafundi Sony um PlayStation 2 sögðu að grafíkin hefði verið svo stór- kostleg að hún hefði helst minnt þá á tölvuteiknimyndina Toy Story. PlayStation 2 á leiðinni: Gríðarlegt stökk Wm Yfirburðir PlayStation 2 Aöal klukkuhraði -tölur í megariöum 300 Marghyrningar (Polygons) - Qöldi á sekúndu PlayStation 2 Dreamcast o o o cö o o o s' H o o o o <0 co Vlnnsluminni (RAM) i.PlayStatíon 2 32MB Direct Rambus-RAM ) ; ÍDreamcast 16MB (auk 8MB vídeo-RAM, 2MB hióö-RAMl) ÍNIntendo 64 4MB Rambus-RAM (stækkanleít i 8MB)1 ÍPIayStatlon 2MB (auk 1MB vídeo-RAM, 512kb hióö-RAM)! I síðustu viku rann loksins upp sú stund sem allir PlayStation- aðdáendur hafa beðið eftir: Sony tilkynnti að næsta kynslóð PlayStation-tölva væri væntanleg á markaðinn. Að und- anfömu hafa gengið alls kyns tröllasögur um fyrirbæriö og vora margir jafhvel famir að búast við að ekkert yrði af því að tölvan kæmist nokkurn timann á markað. Þó svo Sony hafi ekki viljað kalla tölv- una annað en „næstu kynslóð PlayStation" þá hafa fjölmiðlar tek- ið sig til og nefnt hana því frumlega nafhi PlayStation 2 eða PS2 til einföldun- ar. Tölvan verður gríðarlegt stökk frá þeirri PlaySta- tion sem nú er á markaöinum og tæknilega mun hún skjóta öllum tölvum sem nú eru á markaðnum ref fyrir rass eins og sjá má af með- fylgjandi grafi. PlayStation 2 mun geta tekið við gögnum bæði af venjulegum geisla- diskum og DVD-diskum. Sony hefur þó lýst því yfir að sennilega verði ekki hægt að spila DVD-kvikmyndir á PS2 því annars væri hætta á að sala á DVD-spilurum fyrirtækisins myndi hrynja. Að öllum líkindum verður hægt að nettengja tölvuna og þannig spila leiki á móti ööram á Netinu. Þetta ætti aö gleðja alla PlayStation-aðdá- endur sem hafa horft með öfundar- augum á eigendur PC-tölva sem hafa getað spilað nettengt um tals- vert skeið. Kemur á næsta r m ari PlayStation 2 mun að öllu leyti geta spilað venjulega PlayStation- leiki og því þurfa væntan- legir kaupendur ekki að hafa áhyggjur af því aö eldri leikir verði úreltir um leið og nýja tölvan er keypt. Að sögn Sony-manna er tölvan væntanleg á mark- aðinn í Japan fyrir lok mars árið 2000. Þeir sem til þekkja telja þó líklegt að stefna fyrirtækisins sé að koma tölvunni fyrir í jólapökkum þarlendra í ár. Tölvan mun þó ekki vera væntanleg til Vestur- landa fyrr en haustið 2000. Enn er ekki ljóst hve mikið tölvan kemur til með að kosta en Sony- menn segja að takmarkið sé að haida henni innan 400 dollara marksins (um 30.000 krónur). Það finnst þó mörgum dýrt og ekki er ólíklegt aö verðið lækki taisvert eft- ir að tölvan kemur á markaðinn. Á Tölvuvef netmiöilsins Vísis er hægt að finna tengla á heimasiður sem fjalla ítarlega um PS2 og sýna m.a. hreyfimyndir sem gefa til kynna hvemig leikir komi til með að líta út í tölvunni. Helmilistölvur oq notnotkun Fýrirtækið l.F.D er hefur þróað gagna- grunninn „íslenska fyrirtækjadiskinn" sem er „stærsti gagnagrunnur sinnar teg- undar hérlendis", eins og segir í fréttatil- kynningu fyrirtækisins. Grunnurinn er geymdur á einum geisladiski fyrir tölvur og inniheldur hann nöfn allra íslenskra fyrirtækja ásamt heimilisfangi, póstnúm- eri og sveitarfélagi, kennitölu, síma- og faxnúmerum. Diskinum er dreift í 45.000 eintökum tii allra fyrirtækja á landinu. Almennum tölvueigendum veröur gert kleift aö nálg- ast diskinn sér aö kostnaðarlausu á fjöl- mörgum stöðum, t.d. á bensínstöðvum, hjá tölvusölum og víöar. Diskurinn býður upp á fjölmarga mögu- leika, bæði fýrir einstaklinga og fyrirtæki, en hann má t.d. nýta til að prenta út dreifilista og límmiða. Leitarmöguleikar á diskinum eru mjög fjölbreyttir en einnig er hægt aö leita í gagnagrunninum á Net- inu þar sem hann verður uppfærður mán- aðarlega. Þar má einnig fmna nánari upp- lýsingar um Islenska fyrirtækjadiskinn. Slóðin er http://www.ifd.is/ ísienski fyrirtækjadiskurinn: Stærsti gagna- grunnur sinnar teg undar hérlendis éi §kj alaskápar Traustir - vandaðir ÓLAFUR GÍSLASON & CO HF SUNDABORG 3 SÍMI 568 4800 EG SKRIFSTOFUBÚNAÐUR ÁRMÚLA 20 SÍMI 533 5900 Læknar f l l • • • Auglýst er eftir læknum til starfa í heilsugæslusveit innan friðargæslusveita Atlantshafsbandalagsins (SFOR) í Bosníu-Hersegóvínu. Sveitin mun starfa undir verkstjórn breska hersins skv. samningi milli ísienskra og breskra stjórnvalda. Leitað er að duglegum, samviskusömum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt við erfiðar aðstæður, eiga auðvelt með að umgangast aðra og taka leiðsögn. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gott vald á ensku og hafi mikla aðlögunarhæfileika. [ ágúst 1999 mun heilsugæslusveitin gangast undir þjálfun í Bretlandi. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf um miðjan september 1999 og að ráðningartíminn verði sex til sjö mánuðir. í Upplýsingar um kaup og kjör fást á alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun, fyrri störf, tungumálakunnáttu og meðmælendur, sendist t utanríkisráðuneytinu, alþjóðaskrifstofu, Rauðarárstíg 25,150 Reykjavík. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 1999.Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur, nema annað sé sórstaklega tekið fram í umsókninni. Fyrirliggjandi umsóknir skulu staðfestar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.