Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Blaðsíða 24
MÁNUDAGUR 8. MARS 1999 -92 ^ : > m * 3BíjjjJj jjíJ -j^Jíjjj . —s Allt er nú orðið viðfangsefni vísindalegra mælinga: Blóðprufa segir til um hversu funheit ástin er Amínósýra tengist fotugræðgi Átröskunin lotugræðgi, eða búlimía, snýst víst ekki bara um þá ósk að vera grannur. Ný rannsókn bendir til að lítið magn amínósýrunnar trypto-ph- an eigi sinn þátt í sjúkdómin- um. í rannsókninni var tíu fyrr- um lotugræðgisjúklingum gefin amínósýrublanda sem tryptoph- an vantaði í. Amínósýru þessa er að fmna í mörgum fæðuteg- undum og notar líkaminn hana til að mynda serótónín sem tek- ur þátt í stjórn á skapgerðar- sveiflum og matarlyst. Sjúklingarnir fyrrverandi reyndust hafa meiri áhyggjur af útlitinu og óttuðust meira að missa stjórn á áti sínu en sam- anburðarhópur tólf kvenna sem aldrei höfðu glímt við lotu- græðgi. Jestað bíða í 2 ár eftir getnaði Foreldrar sem ætla sér að eignast fleiri börn en eitt skyldu láta líða upp undir tvö ár áður en það næsta er þúið tfl. Bandarískir vísindamenn segja að þannig megi best tryggja góða heilsu næsta barns. Niðurstaða þessi fékkst eftir rannsókn á fæðingarskýrslum rúmlega hundrað og sjötíu þús- und barna i Utah á árunum 1989 til 1996. Vísindamennirnir skoðuðu hvort tíminn milli fæð- ingar eins bamsins og getnaðar þess næsta hefði áhrif á líkum- ar á erfiðleikum við fæðingu yngra barnsins. í ljós kom að böm sem voru getin minna en átján mánuðum eftir fæðingu eldra systkinis voru líklegri tfl að fæðast fyrir tímann eða vera léttari við fæð- ingu en þau sem vom getin 18 til 23 mánuðum eftir fæðingu hins. Enn verra reyndist hins vegar að bíða lengur en í 23 mánuði. Sumarið lengist 4 báða enda Vaxtarskeið jurtaríkisins í Evrópu hefur lengst um 10,8 daga frá því snemma á sjöunda áratugnum og það lengist með hverju árinu sem líður. Já, vorið kemur alltaf fyrr og fyrr og við getum þakkað það gróðurhúsaáhrifunum. Tré breiða ú laufkrónum sínum og plöntur blómstra sex dögum fyrr en fyrir þremur áratugum. Haustlitimir og önnur ummerki haustins sjást ekki fyrr en 4,8 ^dögum síðar. Vísindamenn við háskólann í Múnchen í Þýskalandi skoðuðu gögn um vöxt plantna á árabil- inu 1959 til 1993. Að því er fram kemur í bréfl vísindamannanna til tímaritsins Nature bendir allt til þess að hækkandi hita- stig eigi hér sök. Hvers á ástin eiginlega að gjalda? Nú eru ítalskir vísindamenn búnir að umbreyta þessu leyndardómsfúlla afli sem enginn skilur í hreina efna- fræði. Eða þar um bil. Sem sagt, vísindamenn þessir, sem starfa við geðlækningastofnun há- skólans i Pisa, segjast geta sannað, eða afsannað, með einfaldri blóðprufu hvort fólk er í raun og sann ástfangið. „Vísindaleg sönnun á ástinni," heitir það. Niðurstöður þessar merkilegu rannsóknar voru kunngerðar á ráð- stefnu í Flórens í liðinni viku og verða birtar í bandarísku vísindariti í þessum mánuði. Ekki verður annnað séð en að flkniefnalöggur í Suður-Ameríku hafl eignast nýjan og öflugan banda- mann í baráttunni gegn kókaíni. Hvorki er það tvífætlingur né fer- fætlingur heldur agnarsmár svepp- ur, með stilk grannan sem manns- hár og höfuð á stærð við sandkorn. Sveppur þessi er fjarskyldur ætt- ingi könnusveppsins og hann er þeirrar náttúru að geta drepið kóka- plöntuna, sem kókaín er unnið úr, með undraverðum hraða. Hann leggst á rætur kókaplötunnar og laufblöð, ef marka má rannsóknir á tilraunastofu, en lætur aðrar plönt- ur í friði, ólíkt illgresiseyði þeim sem nú er notaður í þessu skyni. Það var liffræðingur frá Venesú- ela, Efren Andrade, sem uppgötvaði sveppinn fyrir algjöra tilviljun árið 1992. Á þessum tíma sinnti hann rannsóknum á kókaíni. „Kvöld nokkurt tókum viö eftir smásækjum sveppum í vökvanum sem settum eitrið í. Samstarfsmenn mínir stungu upp á því að sveppim- Hvemig skyldu svo þessir ítölsku fara að þessu? Jú, þeir mæla einfald- lega magn efnisins serótóníns í blóð- inu. Fólk sem er ástfangið upp fyrir haus hefur aðeins um 40 prósent eðli- legs magns efhis þessa í blóði sínu. Slíkan samdrátt hefúr tfl þessa að- eins verið að flnna hjá fólki sem haldið er oflæti eða þráhyggju. Franska dagblaðið France-Soir greinir fl-á því að um tuttugu mann- eskjur, sem allar sögðust vera ást- fangnar, hafl tekið þátt í rannsókn- inni. „Það var nánast tilviljun að við uppgötvuðum fyrir tveimur árum hversu líkar blóðprufúr úr fólki með í framtfðinni verður kannski óþarfi að eyða kókaíni á báli. geðrænar truflanir og ástfóngnu fólki vora. í báðum tilvikum var um að ræða mikla minnkun serótóníns," segir prófessor Giovanbattista Cassa- no, stjómandi rannsóknarhópsins. Vísindamennimir tóku einnig eft- ir því að um leið og aðeins meira jafnvægi komst á ástarfunann fór lík- aminn aftur að framleiða meira serótónin. Og allt þetta er hægt að fá á hreint með einfaldri blóðprufu. Að sögn mun ekki hægt að kanna, til dæmis að átján mánuðum liðnum, hvort maki manns er enn ástfanginn. Líklega sem betur fer. Allir sem tóku þátt í rannsókninni skuldbundu sig til að hafa ekki kyn- ir yrðu fjarlægðir en ég vildi láta þá vera. Þremur dömum síðar höfðu þeir tvöfaldast að umfangi. Þeir nærðust á kókaíninu," segir Andra- de í viðtali við franska blaðið Libér- ation. Sveppinum er ýmislegt fleira til lista lagt. Hann getur til dæmis greint kókaínfíkn hjá sjúklingum á miklu nákvæmari hátt en hefðbund- in efnafræðipróf og þá getur hann komið upp um kókaínleifar á hönd- um manna eins og eitursala eða framleiðenda, löngu eftir að þeir hafa handleikið efnið. Andrade mun greina frá uppgötv- un sinni í tveimur visindaritum á næstunni, frönsku riti um sveppi og riti sem bandaríska vísindaakadem- ían gefur út. Stjórnvöld i Venesúela hafa sýnt sveppinum áhuga. Þau hafa jafn- framt hvatt Andrade til að fara var- lega þar sem eiturlyflaframleiðend- ur kynnu að hugsa honum þegjandi þörfina. mök með manneskjunni sem ástin beindist að. „Þetta snerist því bara um hina hreinu, rómantísku ást,“ segir Dona- tella Marazzitti, einn læknanna sem stóðu að rannsókninni. Sem vonlegt er hefúr rannsókn þessi vakið mikla athygli á Ítalíu. Ekki era allir jafnhrifnir af uppátæk- inu. „Ástin er mjög fólkin og maður ætti ekki að gera hana bara að leik með sameindir. Og það að mega ekki hafa kynmök eykur bara á erótísku spennuna," segir sálfræðiprófessor- inn Silvia Vegetti Finzi við háskól- ann i Padova. Líknarbelgir em vondir fyrir eyrun Liknarbelgir í bílum hafa bjargað ótal mannslífum en há- vaðinn sem myndast þegar þeir blásast út veldur hugsanlega heymarskaða. Tilraunir með líknarbelgina á öpum leiddu ekki í ljós neinn heymarskaða. Vísindamenn við sjúkrahús eitt í Leeds á Englandi segjast aftur á móti vita um tvö tilvik þar sem há- vaðinn frá líknarbelg olli heyrn- artapi og suði fyrir eyrum. Læknarnir vara við því í grein í breska læknablaðinu að búast megi við meiri skaða í framtíðinni vegna aukinna ör- yggiskrafna í bílum. Nú eru líknarbelgir bæði fyrir framan og tfl hliðar við ökumann og far- þega í framsæti i mörgum nýj- um bílum. Vegna takmarkaðs rýmis blásast hliðarbelgirnir miklu hraðar upp við árekstur og þeir em einnig nær eyranu. „Það er í raun furðulegt að ekki sé oftar tilkynnt um heyrn- artap eftir að líknarbelgir blás- ast upp,“ segir í grein Grahams Buckleys og samstarfsmanna hans. í atvikunum sem vísinda- mennimir flalla um urðu öku- mennirnir tveir varir við heyrn- artap og suð í báðum eyrum strax eftir að belgurinn blés upp. Annar ökumaðurinn, 38 ára gömul kona, hafði fullkomlega eðlilega heym fyrir. Hinn, 68 ára gamall karl, var aðeins far- inn að tapa heym en ástandið versnaði við slysið. Buckley og félagar hans telja ekki útilokað að vandinn sé út- breiddari en hann virðist vera þar sem margir kunna að tengja heyrnartapið öðrum þáttum slyssins og fólk man líklegast ekkert eftir hávaðanum úr líkn- arbelgnum. „Það er því óljóst hvort þessi tilvik eru einangruð eða hluti útbreiddari vanda," segja vís- indamennimir. Enginn vafi virðist leika á því að Sophie Rhys-Jones og Játvarður prins eru ástfangin. Einföld blóðprufa ætti að geta staðfest það í einum grænum hvelli, hafi þau skötuhjúin einhvern áhuga á slíku. Fíkniefnalöggan fær nýjan bandamann: Sveppur sólginn í kókaín

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.