Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 10
24 Fermingangjafahandbók DV MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999 „Með fermingunni er ég að staðfesta skírn- ina, “ segir Bergþára Kvaran þegar hún er spurð um tilgang ferm- | ingarinnar. Berþóra er eins og önnur ferming- arþörn í Hallgrímskirkju nemandi í Austurþæjar- skála. Aðeins eru tveir 8. bekkir í skálanum þetta árið sem er mikil faskkun frá því sem áður var í þessum skóla. F>ar sem nemend- | urnir eru fáir þekkjast þeir nokkuð vel. Ferm- ingardagur Bergþóru er 7 1. apríl. Kannski ég spili á pfanóið fyrir gestina - segin Bengþóna Kvaran Berþóra er ánægö með fermingar- fræðsluna og telur sig hafa lært mikið. „Ég hef fengið svör við ýms- um vangaveltum. Til dæmis hef ég fengið skýringu á því af hverju við erum skírð.“ Berþóra á eina eldri systur sem fermdist borgaralega fyrir átta árum. Berþóra átti þess kost að velja um hvaða leið hún vildi fara. „Foreldrar mínir leyfðu mér að taka mína ákvörðun. Ég vildi frekar fermast í kirkju. Mér flnnst borg- araleg ferming ekki nógu hátíðleg. Ég er líka trúuð og vil staðfesta skírnina," segir hún ákveðið. Bergþóra viðurkennir að það sé svolítið meira fyrir því haft að vera stelpa en strákur á þessum degi. Hún fer í greiðslu klukkan 7 að morgni fermingardagsins. Undan- farið hefur hún farið í nokkra ljósa- tíma. „Annað ætla ég ekki að gera en ég býst við að eldri systir mín farði mig svolítið. Alls ekki mikið, bara pínulítið þannig að það sjáist varla,“ segir Bergþóra. Hún er þeg- ar búin að kaupa kjól og skó. Kjóll- inn er síður með hlýrum, svartur að lit. Skórnir eru gráir bandaskór. „Þetta er í tísku núna. Ég fékk að kaupa þau föt sem mér langaði mest í.“ Berþóra er í bama- og unglinga- kór Hallgrímskirkju. Hún hefur lært á píanó í sjö ár og hefur gaman af. Hún ætlar kannski að spila fyrir gestina sína í fermingarveislunni. „Mér líst nú ekkert alltof vel á það en mamma vill það endilega," segir Berþóra Kvaran. -jáhj NITESTAR 300 -10°C. Hlýr og góður fyrir útilegur sumar, vor og haust. Fylling; spiral hollow fiber. Blár/grár að innan. 2.0 kg. Strekkpoki fylgir. -5°C. Góður i sumar- útileguna. Fylling; silicon- hollowfiber. Svartur/orange að innan. I.6 kg. ODYSSEY 35 I. Bakpoki fyrir dagsferðir. Ýmsir litir.4 utanávasar. Bólstrað bak. SEGLAGERDIN ÆGIR SAVANNA 350 4 manna kúlutjald m/fortjaldi. Stórt og rúmgott. Þyngd 4.4 kg. SAHARA 250 Flott 2-3 manna kúlutjald m/fortjaldi. Þrír fíberbogar. Mjög stöðugt. 5.1 kg. Veislan verður leikur einn fyrir mig - segir Edda Jónasdóttir, móðir Bergþóru „Ég styð Bergþóru eindregið í gegnum þetta fermingarferli, líkt og ég studdi eldri dóttur mína sem fermdist borgaralega fyrir nokkrum árum. Þær hafa þetta val og ég virði þeirra ákvörðun," segir Edda Jónasdóttir, móðir Berg- þóru. „Mér sýnist sem fermingin hérlendis byggist mikið á siðum og venjum. Ég hef búið í Bretlandi og Bandaríkjunum um skeið. í þessum löndum og Norðurlönd- unum er hlutfall þeirra sem ferm- ast miklu lægra. Hér má ekki skera sig úr hópnum. Ég fann það þegar eldri dóttir mín fermdist borgara- lega að margir urðu hneykslaðir. Námskeiðin sem fylgja borgara- legu fermingunni finnst mér ákaf- lega þroskandi." Veislan verður haldin á efri hæð- inni á Sóloni Islandusi en þar vinn- ur Edda. Hún ætlar sjálf að sjá um veisluföng. „Það vill til að áhugamál mitt er að elda og baka. Mér líður best í eldhúsinu og því verður veislan leikur einn fyrir mig." -jáhj ■ ... J ÍMjehí Kfl ,! plV'Jí • Fermingar fynn á öldum Eftir skírnina þar ferminguna næst að í lífi einstaklingsins. Að kaþ- ólskum skilningi er ferm- ingin eitt af sakrament- um kirkjunnar. Upphaf- lega mátti aðeins þiskup ferma og var því oft tal- að um að þörn væru biskupuð. Fór fermingin fram á þann hátt að krossmark var gert á enni fermingarbarnsins með krisma, sem var blanda af olífuolíu og við- smjörs eða balsams, sem biskupinn hafði vígt á skírdegi og átti að endast allt árið. Upphaflega var smuming þessi hluti af skímarathöfninni og átti sér stað strax að niðurdýfingu lok- inni. Skyldi þessi hluti athafnarinn- ar tákna gjöf heilags anda sem veitt væri við skímina. Mismunandi aldur fermingarbarna Á fyrstu öldum kristni skírðu biskupar einir. Með stækkun safn- aða var prestum hins vegar veitt umboð til að framkvæma athöfn- ina. Biskup annaðist síðan ferm- inguna sem fór fram síðar eða þegar barnið komst á biskups fund. Víðast í Evrópu fóm ferm- ingar á miðöldum til dæmis fram í sambandi við biskupsyfirreiðir eða vísitasíur sem gátu verið farn- ar með margra ára millibili í hin- um ýmsu hlutum biskups- dæmanna. Ytri aðstæður réðu því mestu um hvenær böm vom fermd. Fermingarbörn vora þess vegna á mismunandi aldri, allt frá þvi að vera nokkurra vikna gömul upp í það að vera því sem næst fullvaxta. Þar sem mögulegt var að koma á fastri skipan voru bömin oftast 7 til 12 ára gömul. Þar sem svo háttaði til áttu þau að hafa hlotið alla þá uppfræðslu í kristnum fræðum sem kirkjan krafðist af fulltíða félögum sinum. Má ætla að hér á landi hafi ferm- ingaraldur á miðöldum lengst af verið nokkuð reglulegur vegna fremur tíðra yfirreiða biskupa. Próf í kristnum fraeöum í kjölfar siðbreytingarinnar var lögð aukin áhersla á uppfræðslu í kenningu kirkjunnar eins og eðli- legt má teljast eftir það breytinga- skeið sem á undan var gengið. í kirkjum lútherskra manna var nú almennt tekið að krefjast ákveð- innar þekkingar í kristnum fræð- um af öllum þeim er ganga vildu til altaris. Þar sem ferming hafði þegar á miðöldum verið notuð til að kanna kunnáttu fermingar- barna leið ekki á löngu áður en endurskoðuð fermingarathöfn með þetta hlutverk að megin- inntaki komst á innan mótmæl- endakirkna. Próf í kristnum fræð- um, fyrirbæn og blessun vom helstu efnisþættir í þessari nýju evangelísku fermingu. Athöfnin hafði þar með fengið lykilhlutverk á sviði trúarkennslu kirkjunnar en taldist að guðfræðilegum skiln- ingi ekki bæta neinu við skírnina eins og verið hafði i kaþólskum sið. Hins vegar var hún snemma gerð að skilyrði fyrir þátttöku í kvöldmáltíðinni í þeim löndum þar sem hún á annað borð var tek- in upp. Athöfnin var nú fram- kvæmd af prestum og fór hún fram árlega í hverju prestakalli. Allt fram á þessa öld var ferming- araldurinn nokkuð breytilegur og réðst að mestu af því hvenær hver og einn taldist hafa lært nægilega mikið til að standast þekkingar- kröfur kirkjunnar. Á 18. öld var venjulegt að böm væru fermd 9-12 ára gömul. Það var þó síöar talið fullungt þsir sem bömin áttu að hafa náð nægilegum þroska til að taka athöfnina alvarlega. Hækk- aði fermingaraldurinn því nokkuð og varð brátt svipaður og nú er. -jáhj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.