Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999 34 Fermingargjafahandbók DV < ———————————■ Fermingarnámskeiðunum hjá Siðmennt vegna borgaralegra ferminga er skipt upp í tvo hópa vegna fjöldans. Hér er föstudagshópurinn mættur í eina af kennslustofum Kvennaskólans. DV mynd Sveinn Fyrsta borgaralega fermingin fór fram fyrir ellefu árum. i=>á fermdust fjórtán börn en naestkomandi sunnudag verða fermd 57 börn. Pefcfca verður fjölmennasta fermingin til þessa og fer hún fram í stóra sal Háskólabíós. Venja er að eitt foretdri sé fermingarstjóri og síðan koma gestir fram sem halda stutta tölu. Að þessu sinni verða það Páll Úskar söngvari og Porvaldur Porsteinsson rithöfundur sem aetla að koma fram. Undirbúningur barnanna hefur staðið í allan vetur á námskeiði sem Jóhann Björnsson heimspekingur sér um. Ég en ekki trúuð - segir Dagbjört Ósk Gunnansdóttin „Ég hef lengi verið á báðum áttum um tilvist Buðs. Eftir því sem ég hugsaði málið meira hall- asfc ég að því að Guð sé ekki til. Ég trúi því að við lifum eftir dauðann en ekki á vegum neins Guðs," segir Dagbjört Úsk Gunnarsdóttir, nemandi í Garðaskóla. Hún segir að trúmál séu rsedd heima hjá henni. Eldri bróður hennar fermdist kristilega fyrir þremur árum. „Við höfum fengið að ráða þessu sjálf. Ég vissi ekki einu sinni af þessum möguleika að fermast borg- aralega fyrr en i vetur. Ef þessi möguleiki væri ekki fyrir hendi hefði ég líklega sleppt öllu sem heit- ir ferming," segir Dagbjört Ósk. Hún er búin að kaupa fermingar- kjólinn sem er síður kjóll með kína- sniði og við hann verður hún í háum skóm. „Ég fer í greiðslu og svo hef ég verið í nokkrum ljósatímum," segir hún og roðnar pínulítið. Veislan verður heima og von er á 60-80 manns. Hún býst við því að fá ferm- ingargjafir en tekur skýrt fram að hún sé ekki að þessu tilstandi í von um gjafír. í frístundum æflr Dagbjört Ósk fótbolta, hlustar á tónlist en í þrjú ár lærði hún á píanó. Hún segist vera ánægð með undangengið nám- skeið. Fjallað hafl verið um ýmsa gagnlega hluti. „Ég þekki ekki nógu vel hvernig borgaralega fermingin fer fram en af okkar hálfu er undirbúningurinn sá sami. Þau hafa fengið að ráða því hvort þau vildu fermast eða ekki. Sonur okkar fermdist í kirkju, að eigin ósk, en Dagbjört Ósk valdi að fermast borgaralega," segir Áslaug Ragnarsdóttir, móðir Dagbjartar Óskar. „í minni fjölskyldu hefur verið nokkuð algengt að sleppa ferm- ingunni. Börnin mín eru skírð en ég er hvorki skírð né fermd en til- heyri þó þjóðkirkjunni eins og við öll. Ég er meira að segja í kirkjukór. Á sínum tíma tók ég þátt í öllum fermingarundirbúningnum þótt ég væri ákveðin í að fermast ekki. „Þetta er góður hópur og við höf- um spjallað svolítið saman. Ég hef ekki kynnst krökkunum neitt sér- lega vel enda komum við svona hvert úr sinni áttinni. Við eigum fermingardaginn sameiginlega," segir Dagbjört Ósk. ■ -jáhj Mér finnst börn eiginlega of ung þegar þau eiga að taka þessa ákvörðun. Þótt þau væru ekki nema ári eldri þegar þau fermast væri það betra.“ Fermingarveislan verður haldin heima og verður hún í engu frá- brugðin veislunni sem haldin var fyrir bróður Dagbjartar Óskar. „Dagbjört Ósk er eini nemand- inn í sínum skóla sem ætlar að fermast borgaralega. Mér finnst það viss styrkur hjá henni að taka þá ákvörðun að fylgja ekki hópn- um. í staðinn kynnist hún öðrum krökkum sem koma víðs vegar að, sem er alveg ágætt,“ segir Áslaug Ragnarsdóttir. -jáhj Er hvorki skfrð né fermd - segin Áslaug Ragnarsdóttin, móðin Dagbjantar <$utt dJtöttin MoMjOMXji 49 • iími 55/ 7742 tyollecj, / 4 k kandiMuSuí cjuUÁáLuneu, meípeAÍu. eða liemaÍitiUeinum. £mMdeq jjewUn/fCViCýjöf. /W/íæ 5.900 <$ull (^föttin JtcuufOveqi 49 • £í*ni 55/ 7742 Modei hAincfaAUteinianAiA, íök ivzndAmííoíiA c Mjikj-viMœij! VeMjná 5.900 QuiLháUmen. TjQull (Sföllin Jlauqau&ji 49 • £ími 55/ 7742 tyaUeCfiA. handimuSatiin. CfniUvuMaA meiiieinum eda iÍeinicudiA,. dkemmtilecf. jjedminCfOACfjöf VeAÍi/iá 4.600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.