Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 4
18 Fermingangjafahandbók DV MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999 Steinunn Anna Kjartansdóttir fenmdist í fyma: Missti sálmabókina í gólfið Á pálmasunnudag í fyrra gekk Steinunn Anna Kjartansdóttir að altarinu í Neskirkju til þess að fermast. Hún minnist þessa dags með mikilli ánaegju frá upphafi til enda. Fermingar- fræðslan var skemmti- leg, fannst henni. Oblát- an og messuvínið þótti henni hins vegar hræði- lega vont. „Fermingardagurinn var ofsalega skemmtilegur frá upphafi til enda. Ég fór í hárgreiðslu snemma að morgni, þaðan heim til að skipta um fót og beint upp í kirkju. Við vorum mjög mörg því þetta var vin- sælasti fermingardagurinn. Siðan vorum við kölluð inn í kirkjuna, stelpurnar fyrstar. Ég var mjög stressuð allan timann. Ég missti sálmabókina í gólfið og fannst sem allir kirkjugestir heyrðu hávað- ann,“ segir Steinunn Anna Kjart- Hálfum mánuði eftir fermingardaginn fór Steinunn Anna aftur í myndatöku. Þá var hún í hversdagsfötunum, með hjólabrettið og vin sinn Plató. Hann hafði sérstaka ánægju af því að stilla sér upp fyrir Ijósmyndarann. Ljósm. Bonni Nýfermd og mesta spennan horfin. Ljósmyndarinn tók bæði myndir í svarthvítu og lit. ansdóttir, nemi í Hagaskóla. En auðvitað heyrði enginn þegar sálmabókin datt enda sat Steinunn aftast og innst. Hún segir að kirkjan hafi verið full af fólki og sérstakt að vera í þeirri stöðu að allir horfi á mann. „Ég var svo tilbúin að mér fannst ég heyra nafnið mitt kallað oft og mörgum sinnum. Maginn var fullur af fiðringi og spennu," segir hún og brosir. Báöir sóknarprestar Neskirkju, sr. Halldór Reynisson og sr. Frank M. Halldórsson, sáu um fermingarmessuna. „Við vorum spurð hvort við vild- um lifa í samfélagi kristinna, fórum með Faðir vor og trúarjátninguna. Ég hafði lært mest af þessu áður í barnaskólanum," segir Steinunn Anna. Barnaskóla sótti hún hjá kaþ- ólskum í Landakoti. Eftir ferming- una var altarisganga sem foreldrar og nánasta fjölskylda tóku þátt í. „Mér fannst oblátan og messuvín- ið alveg hræðilega vont. Ég gat varla kyngt þessu,“ segir hún um altarisgönguna. Sáum um poppmessu Steinunn Anna sótti fermingar- fræðsluna allan veturinn með mik- illi ánægju. Hún segir að fermingar- börnin hafi tekið virkan þátt í messuhaldi vetrarins. „Okkur var ætlað ákveðið hlut- verk í hvert sinn sem gerir þetta skemmtilegra. Til dæmis mættum við í miðnæturmessu á aðfangadag. Þá gekk ég fremst með krossinn og félagar mínir á eftir með logandi kerti. Við venjulegar messur dreifð- um við sálmabókum. Síðan héldum við tvær poppmessur sem við sáum um sjálf með aðstoð prestanna. Það var mjög gaman að skapa okkar eig- in umgjörð." Steinunn Anna er vön að sækja messur með foreldrum sínum á jól- Allt fyrir vciðimanninn í fjölskyldunni nON THOMPSON Spinnhjól með 5 kúlulegum, _ _. .. jafnvægisstillingu, Ron Thompson ve.ði,akkar |ír|uraðlra> aukaHsp’ólu og 5 með ondunarfilmu fra áraábyrgð 9.990. Fluguhnýtingarsett fyrir byrjendur og atvinnumenn frá 3.Z40. Okuma hjól frá 2.990. ° F N A Ð 1 9 d O VEIÐIHORNIÐ —jj Sage flugustangirnar frábæru, frá 22.900. Hafnarstræti - veiðibúðin í bænum. Opið alla daga og til kl. 22 á fimmtudögum. Sími 551 6760 - Fax 561 4800. Systkinin Vilhjálmur og Steinunn Anna á fermingardaginn hennar. um. I fyrra fór hún í messu í kaþ- ólska söfnuðinum. Hún er nefnilega að velta fyrir sér kaþólskunni. „Ég var í Landakotsskóla og þar er bænahald á hverjum degi. Ég er trúuð og finnst gott að biðja og fara í kirkju. Mér líður alltaf betur á eft- ir. Því fylgir friður,“ segir hún. Fer til Skotlands í sumar Fermingarveislan var haldin í há- deginu eftir ferminguna. Boðið var upp á kalt borð sem móðir Stein- unnar og vinkonur hennar höfðu séð um. Á eftir voru kaffi, kökur og konfekt. Hefð hefur myndast fyrir því að fóðursystur hennar tvær baki fyrir veislur af þessu tagi enda listamenn á því sviði. Önnur sér um kransakökuna en hin marsipantert- una. „Veislan var alveg rosalega flott. Það er líka ágætt að hafa veisluna í hádeginu því við eyddum kvöldinu saman nánasta fjölskyldan," segir Steinunn. í fermingargjöf fékk hún peninga, myndavél, myndaalbúm, sálmabók, orðabækur og róðukross frá skólastjóranum sínum í Landa- koti, séra George. Frá foreldrunum fékk hún utanlandsferð. „Ég fór ekki í fyrra en núna í sumar ætla ég að vera hjá vinafólki í Skotlandi og læra ensku,“ segir Steinunn Anna. -jáhj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.