Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Síða 18
32 Fenmíngangjafahandbók DV MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999 Frá borgaralegri fermingu í Ráhúsinu í Reykjavík árið 1995. Hefð hefur myndast fyrir því að ungmennin komi fram og leiki á hljóðfæri, fari með Ijóð eða haldi ræður í tilefni dagsins. Hvað er bonganaleg ferming? íslenska orðið ferming er þýðing á iatneska orðinu „confirmare" sem merkir að styðja og styrkja. Tiigangur með borgaralegri fermingu er að efla heilbrigð og far- saet viðhorf unglinga til lífsins og kenna þeim að bera virðingu fyrir manninum, menningu hans og umhverfi. Með kirkjulegri fermingu staðfestir einstaklingurinn skimarheit og játast kristinni trú. Mörg ungmenni á ferm- ingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ung- menni er borgaraleg ferming góður kostur. Allir sem áhuga hafa geta fermst borgaralega, jafnvel þótt þeir telji sig trúaða eða tilheyri trúfélagi. Fermingarbörnin sækja vönduð námskeið þar sem þau læra sitthvað sem er góður undirbúningur fyrir það að verða fullorðinn með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Börn úr mörgum skólahverfum mynda fermingarhópa sem hittast u.þ.b. 12 sinnum. Sérstakir kennarar kenna og hafa umsjón með hópunum og auk þeirra eru gestafyrirlesarar. Kennt er eftir sérstakri námskrá og er fjallað um viðfangsefni eins og fjöl- skylduna, lífsviðhorf, frelsi, ábyrgð, hamingju, gleði, sorg, samskipti, mannréttindi og réttindi unglinga, jafnrétti, siðfræði, efahyggju, baráttu fyrir friði, samskipti kynjanna, um- hverflsmál o.fl. Kennsluaðferðir eru þær helstar að bömin hlusta á fyrir- lestra, ræða saman og vinna verkefni. Hápunktur fermingarinnar er virðuleg lokaathöfn sem foreldrar barnanna skipuleggja og stjóma með hjálp Siðmenntar. Þar eru bömin sjálf í aðalhlutverkinu. Þau koma fram prúðbúin, flytja ávörp, ljóð og sögur og spila á hljóðfæri. Að lokum fá þau skrautritað skjal til staðfestingar á því að þau hafí lokið fermingamám- skeiðinu. Fyrst var fermt borgaralega hér á landi 1989. Vorið 1997 vom 50 börn á höfuðborgarsvæðinu og tvö á Noröur- landi fermd borgaralega. Kynning, skráning og skipan námshópa Skráning á námskeiðið fer fram í síma 557 3734 eða hjá hopeful@is- landia.is í september ár hvert em fermingar- námskeið vetrarins kynnt í blöðum og með póstkorti sem sent er á mörg heimili barna á fermingaraldri, auk stöðugrar kynningai' á vefsíðum Sið- menntar. Þar er auglýstur umsóknar- frestur og kynningarfundur fyrir ung- menni og foreldra sem haldinn er rétt áður en fresturinn er úti. Foreldrar þurfa, helst strax á kynn- ingarfundinum, að velja þrjá til fimm úr sínum röðum í foreldraráð sem hefur m.a. það hlutverk að skipu- leggja lokaathöfnina. Fulltrúi Sið- menntar (stjórnarmaður eða kennari) starfar með foreldraráðinu og miðlar reynslu fyrri ára án þess þó að taka fram fyrir hendumar á foreldrunum. Þegar skráningarfresturinn er úti kemur til kasta stjórnarinnar að skipa þátttakendum i námskeiðshópa og ráða kennara hvers hóps. Æskileg hópstærð er 16 einstaklingar en hópar utan höfuðborgarsvæðisins geta verið mun fámennari. Kennarar hópanna kenna sjálfir meirihluta námskeiðs- ins. Þeir velja í samráði við fulltrúa stjórnar hvaða efnisþætti þeir taka sjálfir og hvaða gestafyrirlesara þeir fá til að koma. Námskeiðið byrjar meö eins konar íjölskyldufimdi en þá mæta foreldrar eða forráðamenn með unglingnum sínum fyrsta námskeiðskvöldið. Markmiöið er að brúa kynslóðabilið, ýta undir kynni nemenda og virkja foreldra til þátttöku í námi bama sinna. Fundir þessir hafa gefist vel. Námskeiðið er u.þ.b. 24 kennslu- stundir og stendur alla jafna frá janú- arbyrjun til marsloka. Gert er ráð fyr- ir tveimur 40 min. kennslustundum í senn, vikulega, með frímínútum á milli. Til greina kemur að þjappa námskeiðinu saman á færri daga. Lokaathöfnin er haldin í lok mars eða í apríl. Foreldraráð velur stað og stund í samráði við stjóm Siðmennt- ar. Æskilegt er að tveir til þrír hópar á sama svæði sameinist um athöfn og er þá eðlilegt að hafa sameiginlegt for- eldraráð. Fjórmál Námskeiðsgjöld era u.þ.b.8000 kr. á hvert ungmenni. Athöfnin hefur kost- að u.þ.b. 3000 kr. að auki. Siðmennt ber íjárhagslega ábyrgð á námskeið- unum en foreldraráð á lokaathöfn- inni. Ef námskeið skilar hagnaði rennur hann í félagssjóð Siðmenntar og ef tap verður stendur Siðmennt straum af því. Siðmennt hefur ekki notið neinna fjárveitinga eða styrkja nema fyrstu starfsárin en þá veitti menntamála- ráðuneytið styrk. Tekist hefur að halda kostnaðinum lágum vegna tals- verðar sjálfboðavinnu stjórnarmanna Siðmenntar og einstaka foreldra. Einnig munar miklu að félagið hefur notið ókeypis húsnæðis fyrir nám- skeiðin hjá ýmsum menntastofnun- um. Námskeiðsgjöldin hafa nægt fyrir þóknun fyrirlesara og hluta af um- sýslu. Það er hlutverk hópstjóra og gjald- kera Siðmenntar að innheimta nám- skeiðsgjöldin. Helmingur gjaldsins er innheimtur áður en námskeiðið hefst og hinn helmingurinn þegar það er u.þ.b. hálfnað. Markmið fermingarnámskeiðanna Tilgangur borgaralegrar fermingar er að efla heilbrigð og farsæl viðhorf ungmenna til lífsins. Leitast er við að kenna þeim að bera virðingu fyrir manninum, menningu hans og um- hverfi og að vera ábyrgir borgarar. Markmiðin eru eftirfarandi: Að nemendur vinni með lífsvið- horf, viðhorfin til sjálfra sín og ann- ars fólks. Viðhorf og afstaða skipta miklu um það hvemig lífi fólk lifir, hvemig því líður í daglegu amstri og hvemig lifsstil það temur sér. Þess vegna er brýnt að rækta afstöðu sina til lífsins þegar á unglingsárum. Að nemendur læri á eigin tilfinn- ingar, jafnt gleði sem sorg. Þeir búi sig jafnt undir að njóta gleðistunda og mæta áföllum, stórum og smáum. Þeir læri að „líta á heiminn sem nýj- an“ þegar miklar breytingar eiga sér stað í lífinu. Það sem fólk nær ekki tökum á í þroskakreppu unglingsár- anna getur hrjáð það allt lífið. Að nemendur læri að treysta eigin dómgreind, bera ábyrgð á lífi sínu og taka afstöðu. Þeir skilji nauðsyn þess að þykja vænt um sjálfa sig og hugsa vel um bæði líkama og sál. Að nemendur læri að þekkja hvatir sínar og þrár og að virkja þær í stað þess að láta stjómast af þeim í blindni. Þeir temji sér m.a. þá afstöðu að sækjast ekki eftir því sem ekki fæst. Að nemendur þjálfist í samskiptum við félaga sína og fjölskyldu. Þeir læri að greina tvöföld skilaboð og keppist við að láta orð og athöfn fara saman, að standa við orð sín og hvetja aðra til hins sama. Kennarinn fylgist með samskiptum í hópnum og tekur þau til umræðu þegar tækifæri gefast í því skyni að bæta þau og eíla vináttu og traust í hópunum. Til grema kemur að láta hópinn setja sér samskipta- eða siðareglur. Að nemendur læri um réttindi og skyldur í samfélaginu; um lög, reglur og fjármál. Dæmi: almenn mannrétt-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.