Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 26
40 Fenmingargjafahandbók DV MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999 Fræðsluefni eftir siðbreytingu MartBÍnn Lúter hafn- aði í fyrstu fermingunni og taldi hana ekki sakra- 1 menti. í stað hennar átti að koma fraeðsla um meginþaetti kristinnar trúar. í því skyni gaf hann út fraeði sín árið 1539, baeði hin meiri og minni. Þau styttri voru í upphafi eink- um ætluð sóknarprestum, predik- urum og heimilisfeðrum sem kennsluefni handa bömum og öðr- um fáfróðum og ólæsum og eru þau til i nokkrum gerðum. Brátt þótti samt nokkrum siðskipta- mönnum sem þörf væri á ein- hvers konar prófi eða staðfestingu á kunnáttu barna i kristindómi þótt ekki héti sú athöfn sakra- menti. Ferming var því tekin upp aftur sums staðar á svæði mót- mælenda fyrir miðja 16. öld, að minnsta kosti tímabundið. Ekki er víst að ferming hafi nokkru sinni lagst af með öllu á íslandi eftir siðbreytingu og ljóst er að Guðbrandur biskup Þorláks- son beitti sér fljótt fyrir því að hún yrði almennt tekin upp. Gísli Jónsson Skálholtsbiskup tók brátt undir við hann. Þessa sér stað í prestastefnusamþykktum beggja árin 1573, 1574 og 1576. Guðbrand- ur tekur síðan af skarið og gefur árið 1596 út bækling með titilinum „Sú rétta Confirmatio". Þar mun að finna elstu leiðbeiningu um fermingu í lúterskum sið á Norð- urlöndum. Kverið Fræði Lúters þóttu hér sem annars staðar heldur strembin fyrir börn án nokkurrar skýring- ar. Því var brátt tekið að setja saman kver þar sem efni þeirra var einfaldað og sundurgreint. Þannig komu þau út í þýöingu Guðbrands biskups 1599 í svo- nefndri leikmannabiblíu en á til- tilblaði hennar stendur að það sé katesismus Lúters „samsettur og aukinn með stuttum og einfoldum spurningum og andsvörum fyrir ungmenni og einfalt almúgafólk". Önnur trúfræðslubók eftir Lúter, Biblía Parva, kom út 1596 og 1622 í þýðingu Arngríms Jónssonar lærða. Hún var í 123 greinum og skiptist í spurningar og svör. Gísli Þorláksson Hólabiskup þýddi enn eitt rit sem runnið er frá Lúter, Examen catecethicum sem fyrst kom út á Hólum 1674. Á titilblaðinu segir að þetta séu „stuttar og einfaldar spurningar út af þeim litla Catechismo Lutheri, hvar til að leggjast nokkrar góðar og nauðsynlegar bænir fyrir ungdóminn út af þeim tíu Guðs boðorðum og öðrum catechismi pörtum". Jón Arnason Skálholtsbiskup gaf út kver sem oftast var kallað Jónsspurningar en hét fullu nafni „Spurningar út af fræðunum samanteknar handa bömum og fáfróðu almúgafólki“. Það kom út nokkrum sinnum á bilinu 1722-41. Ponti Þeir Harboe og Jón Þorkelsson höfðu einnig meðferðis nýtt barnalærdómskver eftir danska guðfræðinginn Erik Pontoppidan i þýðingu Halldórs Brynjólfssonar, síðar biskups. Það hét fullu nafni: „Sannleiki guðhræðslunnar í ein- faldri og stuttri en þó ánægjan- legri útskýringu yfir þann litla barnalærdóm eður Catechismum hins sæla Dokt(oris) Mart(ini) Lutheri innihaldandi allt það sem sá þarf að vita og gjöra er vill verða sáluhólpinn." Af nafni höf- undar gekk það hins vegar al- mennt undir uppnefninu Ponti og þessi fyrsta prentun 1741 kallaðist þó Rangi-Ponti því menn þóttust finna í henni 170 rangar þýðingar og 160 prentvillur að auki. Bókin kom Fimm árum seinna út í þýð- ingu séra Högna Sigurðssonar og sex sinnum eftir það, seinast á KUISTILKGUk BARNALÆRDÓMUR KPTJU l.CTKUSKKI KKNNINUL'. iinKtiKmK: IlKI/íI IIALFHANAKóDK RKYKJAVIK I«77. I ttUUTUUPjr IÚHK» Hólum 1781. Lífseigasta spurningakver á eft- ir Ponta var „Lærdómsbók í evangeliskum kristilegum trúar- brögðum handa unglingum" eftir Balle Sjálandsbiskup sem fyrst kom út 1796 og síðan 25 sinnum, Fermingargjafir Nýir tímar spaun ; • f Verðfrá 7.900 kr. Gull-úrið Axel Eiríksson Álfabakka 16, Mjóddinni, s. 587 0706 Aðalstræti 22, ísafirði, s. 456 3023 Sólkrossinn Tákn fyrir trúna á hið jákvæða, sérstæður silfurkross með kúpt- um steini (grænum, rauðum eða bláum). Verð með festi kr. 4.8S0 Stærö 2,8 cm. Hönnuður: Axel Eiríksson Gull-úrið Axel Eiríksson Álfabakka 16, Mjóddinni, s. 587 0706 Aðalstræti 22, Isafirði, s. 456 3023 Vútíxltik <^a|íí* d tjóiu Ueidi. ÍSatín hlýranáttkjólar. ! Verð kr. 1.990. ÍSatínnáttföt m/bómuli \að innan. Verð frá kr. 2.990. Cds Glæsibæ, sími 588 5575 úra og skartgripaverslun Laugarvegi 5 • S 551 3383 SHfurskartgripir með iitríhum steinum. # • ) Men 1.700, lokkur 1.300, hringur 1.300, armband 3.500 kr. rn Jiin Skimun^ssen úra og skartgripaverslun Laugarvegi 5 • S 551 3383

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.