Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 35
MffiVIKUDAGUR 17. MARS 1999 Skátastarfið skemmtilegt - segin Tómas Halldór Pajdak Tómas Halldór Pajdak fermist frá Landakotskirkju í apríl. Hann hefur lagt sig fram í vetur við námið hjá sr. Denis. Aðaláhugamál hans er starfið með skát- unum. Hann býst við að hann fái útilegubúnað í fermingargjöf. Fenmingargjafahandbok DV 49 Undirbúningurinn óskop svipaður og hjá öðrum - segin Signíðun Halldónsdóttin, móðin Tómasan „Ég hef ekki alveg lak- ið fermingarfræðstunni því ég fermist ekki fyrr en 18. apríl. Ég hef ver- ið hjá sr. Denis í vetur en fer núna inn í hópinn sem ég fermist með í Landakotskirkju, “ segir Tómas Halldór Pajdak. prestar og djáknar, munkar og ein- setumenn, meyjar og ekkjur. Mjög var breytilegt hvaða dýr- lingar nutu mestrar hylli í Evrópu á hverjum tíma. Má ætla að þróunin hafi verið svipuð hér á landi þótt meiri festu hafi ef til vill gætt vegna þess hve litlar breytingar urðu á ís- lensku þjóðfélagi. Á 11. og 12. öld voru karlkyns dýrlingar af aðalsætt- um í miklum metum. í lifanda lífi höfðu þeir verið háklerkar eða kon- ungar sem margir hverjir höfðu lif- að að hætti stéttar sinnar í vellyst- ingum, sneru svo baki við fyrra líf- erni fyrir áhrif trúarinnar og liðu siðan píslarvætti eða sýndu verð- leika sína með öðrum hætti. Þeir dýrlingar innlendir og norrænir sem hér nutu mestrar hylli voru frá þessum tíma. Á 13. og 14. öld urðu dýrlingar úr alþýðustétt stöðugt vinsælli. Margar konur voru í þeirra hópi. Þessir dýrlingar áttu það sameiginlegt að hafa átt róttækt afturhvarf en það hafði leitt til and- stöðu við fjölskyldu og nánasta um- Hann er ánægður með nám- skeiðið í vetur hjá sr. Denis í Maríukirkjunni. „Við höfum ver- ið að fjalla um Jesú og Guð líkt og þeir sem fermast í þjóðkirkjunni. Ég hef verið kaþólskur frá fæð- ingu og aldrei efast um að það er mín trú.“ Tómas segir að það hafi verið hverfi. Breyting þessi hélst í hendur við þéttbýlismyndun á meginlandi Evrópu, eflingu borgarastéttar og aukna virkni leikmanna. Á 15. og 16. öld komust hástéttar- karlmenn aftur í meirihluta meðal þeirra dýrlinga sem mestrar hylli nutu. Margir þeirra sem teknir voru I dýrlingatölu á þessum tíma höfðu stundað trúboð meðal fram- andi þjóða eða tekið þátt í baráttu kaþólsku kirkjunnar gegn siðbreyt- ingunni og styrkt hana á hættutím- um. Hátíðadagar dýrlinga voru oftast nær dánardagar þeirra eða greftr- unardagar. Var litið á daga þessa sem himneska fæðingardaga dýr- linganna enda kölluðust þeir dies natalis á latínu sem bókstaflega þýðir fæðingardagar. Jarðneskir fæðingardagar dýrlinga voru hins vegar ekki haldnir hátíðlegir nema þegar Jóhannes skírari og María mey áttu í hlut. Flestir dagar ársins voru helgaðir minningu einhvers dýrlings en mjög var misjafnt með mim stærra skref að ganga til alt- aris á sínum tíma. Hann segist hlakka til fermingardagsins líkt og aðrir jafnaldrar. „Ég held að fermingin breyti mér sáralítið," segir hann. Skólafélagar hans eru flestir í fermingarfræðslu í sókn- arkirkjunni. „Mér finnst allt í lagi að vera án þeirra við ferm- ingarundirbúninginn. Við hitt- umst svo mikið þess utan. Ég hef í staðinn kynnst nýjum félögum sem ég fermist með,“ segir Tómas. Hann er pólskur í foðurætt og hefur farið að jafnaði annað hvort ár i heimsókn til ættingja í Pól- landi. Þar á hann ömmu og frændfólk sem gaman er að hitta. Aðaláhugamál Tómasar utan skóla er starfið með skátunum. Þar líkar honum vel og sækir vikulega skátafundi. Hann er jafn- framt flokksforingi jafnaldra. „Það er gaman að vera í skátun- um. Við forum í útilegur og fé- lagsskapurinn er skemmtilegur. Reyndar finnst mér að fieiri ættu að ganga í skátana. Ég geri ráð fyrir því að fermingargjafimar verði eitthvað tengdar þessu áhugamáli. Reyndar eru tjald, svefnpoki og bakpoki efst á óska- listanum," segir Tómas. ■ -jáhj hverjum hætti endurminning hans kom fram. Þegar um lítt þekkta dýr- linga var að ræða voru nöfn þeirra aðeins nefnd í einhverjum bænum hinnar daglegu messu. Aðrar hátíð- ir voru haldnar með vöku (vigilia) og fylgidögum (octava) og urðu meiri háttar pílagrímahátíðir. Eink- um kom dýrlingadýrkunin fram í bænum og textum tíðagjörðarinnar sem sumir hverjir voru sóttir i heil- agra manna sögur. Með tímanum fjölgaði dýrlinga- hátíðum og öðrum helgidögum mik- ið hér á landi sem annars staðar. Sú staða gat því komið upp að tvær há- tíðir rækjust á. Til dæmis gat ein- hver af hræranlegum hátíðum kirkjuársins rekist á fasta dýrlinga- hátíð eða, sem algengara var, að dýrlingahátíð bæri upp á sunnudag er aftur gat tengst einhverri höfuð- hátíð kirkjuársins, fengið við það aukna helgi og þar með yfirskyggt dýrlingahátíðina. Þá gat einnig komið fyrir að minnast þyrfti tveggja dýrlinga sama dag. Hér sem „Tómas er elsti sonurinn af þremur og því sá fyrsti sem fermist. Mér finnst hann mjög ör- uggur í sinni trú. Ég er hlynnt því að þeir séu innan kaþólska safn- aðarins eins og faðir þeirra þótt ég sé sjálf í þjóðkirkjunni. Sjálfri finnst mér margt jákvætt við kaþólskuna þótt ég hafi ekki skipt um trúfélag. Sumir hafa spurt um skriftirnar eins og það sé eitthvað óttalegt. Ég held að það sé gott að eiga vin í kirkjunni sem hægt er að tala við. Það er nú þannig að það fer ýmis- legt aflaga hjá öllum og maður breytir ekki alltaf rétt,“ segir Sig- ríður Ólína Halldórsdóttir, móðir Tómasar. Hún segir að fermingarundir- búningurinn sé ósköp svipaður og hjá öðrum hérlendis. Það sé hins vegar venja í flestum kaþólskum löndum að halda veglega upp á fyrstu altarisgönguna en gera minna úr fermingunni. „Við ákváð- um að gera líkt og tíðkast hér; að halda upp á ferminguna með annars staðar varð því að flokka há- tíðir eftir þeirri helgi sem á þeim var og setja reglur um hvernig lægri hátið skyldi víkja fyrir æðri. Gat það gerst með því að óæðri há- tíðin flyttist aftur á næsta hátíða- lausan dag eð helgisiðum hennar væri fléttað saman við siði þeirra æðri. Sýnir þetta hve flókið kirkju- ár kaþólsku kirkjunncir á síðmiðöld- um var orðið. Föstutímabilin Hér að framan hefur einungis verið fjallað um hátíðir kirkjuárs- ins. Það hafði þó aðra hlið þar sem voru föstur og bæna- og iðrunardag- ar. Föstutímabilin voru einkum tvö, langafasta fyrir páska og aðventa eða jólafasta. Jólafastan hófst fjór- um sunnudögum fyrir jól; nokkuð var hins vegar mismunandi hvenær langafastan hófst. Meginreglan var sú að hún skyldi standa í 40 daga til að minna á 40 daga reynslutíma Krists og 40 ár ísraelsmanna í eyði- mörkinni. stærri veislu. Eins er fermingar- dagurinn valinn með tilliti til þess að ferminguna beri upp á svipað- an tíma og hjá félögunum. Sigríður Ólína segist hafa orðið svolítið undrandi þegarTómas var boðaður til prestsins í hverfinu ásamt öðrum úr skólanum. Hann hafi hins vegar ekki farið enda til- heyrir hann öðru trúfélagi. “Það er eins og það sé gefið að allir ætli að fermast frá sömu kirkju. Ég hélt að það væri mjög Ijóst að hann tilheyrir ekki þjóð- kirkjunni. Sjálfur var Tómas svolít- ið hissa þegar skólafélagi benti * honum á að þeir ættu að vera saman í fræðslutímum hjá sóknar- prestinum. Það þarf að fara var- lega að unglingum þegar slíkt er annars vegar til að þeir haldi ekki að þeir séu öðruvísi. Tómas er mjög sjálfstæður unglingur og viss í sínu svo þetta kom ekki að sök í hans tilviki," segir Sigríður Ólína Halldórsdóttir, móðir Tómasar. m -jáhj Þar sem ekki var fastað á sunnu- dögum varð algengast að fastan hæfist á miðvikudegi fyrir fyrsta sunnudag í fóstu, það er öskudegi. Stóð hún því rúmlega sjö vikur. Síð- asta vikan fyrir páska, kyrravikan eða dymbilvikan, sem nú er oft ranglega nefnd páskavika, var víða ekki talin til föstunnar og þá hófst hún átta vikum fyrir páska. Loks var ekki fastað á laugardögum í or- þódoxu kirkjunni og ekki á fimmtu- dögum í kaþólsku kirkjunni. Þessir dagar voru því ekki taldir með og byrjaði fastan þá níu vikum fyrir páska. Er því oft einnig talað um níuviknafostu fyrir páska. Hvita- sunna og Mikjálsmessa voru einnig / undirbúnar með stuttum föstum. Þá voru og einstakir föstudagar fyrir margar helstu dýrlingahátíðirnar, auk fóstudagsins í viku hverri. -jáhj Heimild: íslensk þjóömenning, Trúarhœttir. Bókaútgáfan Þjóó- saga 1988. Úr ritgerö Hjalta Hugasonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.