Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 6
Þótt Bjarni Felixson sé að mestu
horfinn af skjánum nefndu þrir
þátttakendur hann samt sem besta
sjónvarpsmann landsins. Það voru
allt karlar. Bjarni er því kallakall.
Sömu sögu er að segja um Evu Mar-
íu Jónsdóttur i Stutt í spuna. Hún
fékk öll sín atkvæði frá körlum.
Hún er kallakona. Brynhildur
Ólafsdóttir, fréttakona á Stöð 2, er
hins vegar konukona. Öll þrjú at-
kvæðin hennar komu frá konum.
Aðrir sem fengu þrjú atkvæði voru
ungfréttamaðurinn Gísli Marteinn
Baldursson, sjónvarpskokkurinn
sjálfur, Siggi Hall, og Hemmi Gunn,
sem kom afgerandi best út af þeim
sem eru ekki lengur á skjánum.
Þrettán manns fengu tvö at-
kvæði. íþróttamennirnir Arnar
Björnsson og Buhbi Morthens, veð-
urfréttamaðurinn Ari Trausti Guð-
mundsson, gömlu kempurnar Helgi
E. Helgason og Ólafur Sigurðsson,
fréttamennimir Árni Snævarr, Jón
Gunnar Grjetarsson og Þröstur Em-
ilsson, menningarfrömuðurinn Jón-
atan Garðarsson, spumingahöfund-
urinn og dómgæslumaðurinn Illugi
Jökulsson, Þórhallur Gunnarsson
titringur og fígúrumar Örn Árna-
son og Marteinn Mosdal alias
Laddi.
Her manna fékk síðan aðeins eitt
atkvæði. Meðal þeirra vekur mesta
athygli fréttastjóri Stöðvar 2, Páll
Magnússon. Sú var tíð að hann var
talinn meðal allra vinsælustu sjón-
varpsmanna. Nú fær hann sömu út-
komu og margir undirmanna hans:
Helga Guðrún Johnson, Kristinn
Hrafnsson og Kristján Már Unnars-
son. Árni Þórarinsson getur heldur
ekki verið ánægður með sitt eina
stig miðað við að hann er með sinn
eigin þátt á góðum útsendingar-
tima. Ekki heldur Súsanna Svavars-
dóttir í Titringi en útkoma hennar
og Þorsteins kollega hennar (tvö
stig) hlýtur að vera þeim vonbrigði.
Það hlýtur hins vegar að ylja Leifi
Haukssyni og Stefáni Jóni Hafstein
um hjartarætur að einhver minnist
þeirra þótt þeir séu ekki lengur
fastir á skjánum - jafnvel þótt það
hafi bara verið einn þátttakandi að
þessu sinni. Margir fréttamanna
Ríkissjónvarpsins fengu eitt stig:
Gunnar Salvarsson, Hrannar Pét-
ursson, Kristján Kristjánsson, Erna
Indriðadóttir og gamli fréttastjór-
inn Helgi H. Jónsson. Af öðrum
sem fengu eitt stig má nefna Helgu
Brögu 1 Fóstbræðmm (þeir Fóst-
bræöur fengu reyndar eitt stig allir
saman), Magnús Jónsson veður-
stofustjóra og Sigursteinn Másson
sjónvarpsspæjara.
Ýmsir aðrir vora nefndir og sem
sumir hverjir em ekki beint fasta-
gestir á skjánum, eins og til dæmis
Edda Björgvinsdóttir. Þaö má því
sæta undmm að enginn nefndi ein-
hvem ráðherrann til, eins áberandi
sjónvarpsfígúrur og þeir eru.
12bestu að
mati kvenna
L L°g' Bergmann Eiösson
2. Elín Hirst
3. Omar Ragnarsson
4-5. Jón Ársæll Þórðarson
4-5. Sigmundur Ernir Rúnarsson
6- Bogi Agústsson
7. Ólöf Rún Skúladóttir
8. Ragnheiöur Clausen
9. Þorsteinn J. Vilhjálmsson
10-12. Edda Andrésdóttir
10-12. Eggert Skúlason
10-12. Hildur Helga Siguröardóttir
12
_ bestu að
mati karia
1. Ómar Ragnarsson
2. Jón Ársæll Þóröarson
3. Sigmundur Ernir Rúnarsson
4. Elín Hirst
5. Logi Bergmann Eiösson
t-7. Bogi Ágústsson
6-7. Ólóf Rún Skúladóttir
8. Þorsteinn J. Vilhjálmsson
9-12. Bjarni Felixson
9-12. Eva María Jónsdóttir
9-12. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
9-12. Ragnheiöur Clausen
batta
landsins
Fyrir síðustu helgi gerði DV
skoðanakönnun um hvern
landsmenn teldu vera besta
sjónvarpsmann landsins.
Það fór sem búast mátti við, sitt
sýndist hverjum. En það
má samt sem áður lesa úr
níðurstöðum könnunarinnar
hvaða sjónvarpsmenn það eru
sem njóta mestrar hylli.
Og svo geta menn náttúrlega
snúið könnuninni á hvolf og
velt fyrir sér hverjir njóta
minnstrar hylli - eða alls engrar.
n r 68
Omar Ragnarsson
Ómar sigrar í þessu vali vegna feiknalegra vinsælda sinna úti
á landi. Fyrir ofan Ártúnsbrekku er hann tvisvar sinum vin-
sælli en næsti sjónvarpsmaöur (Norðlendingurinn Sigmundur
Ernir). Á höfuðborgarsvæðinu er Ómar hins vegar ekki vin-
sælastur heldur næstvinsælastur. Logi Bergmann er vinsælli
á mölinni. Ómar er heldur ekki vinsælastur hjá konum - þar
lendir hann í þriðja sæti. Hinn sérstaki stíll Ómars - eins
konar þlanda af fréttum, þjóölegum fróðleik og umvöndunum
- er þvf ekki allra. Ómar er kallakall og landsþyggðarkall.
50
Logi Bergmann Eiðsson
Logi Bergmann er stjarna dagsins í dag - Ómar er sígildur,
stofnun f fslensku sjónvarpi. Og þaö eru einkum konur sem fá
stjörnur f augun þegar þær sjá Loga. Hann fær þriðjungi fleiri
atkvæöi frá konum en næsti maður (konan Elfn Hirst). Þessi
kvenhylli gerir Loga Ifka vinsælasta sjónvarpsmanninn á höf-
uöborgarsvæðinu. Logi er þvf konukall og borgarbarn. Kæru-
leysislegt öryggi hans heillar sföur karla og sveitafólk.
»==s---------------43
Elín Hirst
Þaö er stundum sagt að konur séu konum verstar en það
er bull - alla vega hvaö varðar Elfnu Hirst. Hún er - eða
var aö minnsta kosti - mesta karríerkona íslenska sjón-
varpsins. Og það kunna konur vel aö meta. Aðeins
kvennagulliö Logi Bergmann er vinsælli en Elfn meðal
kvenna. Og þá einkum borgarkvenna. Elín er ekki eins vin-
sæl úti á landi og I bænum. Ef til vill vegna þess aö hún
er einhvern veginn tengdari Stöð 2 en Ríkissjónvarpinu
þótt hún vinni á síðartalda staðnum.
Ragnheiður Clausen
Ragnheiður Clausen er þula nr. 1. Og
einhvern veginn hefur það verið svo f
gegnum tíðina að þaö er eina sætið í
þularklefanum. Einu sinni var þaö
Rósa Ingólfs, einu sinni Brynja X og
nú Ragnheiður. Hinar þulurnar hafa
bara verið frammi á gangi á meðan
stjarnan skfn. Það komst engin önnur
þula á blað. Og Ragnheiður, núverandi
kynþokkafyllsta kona landsins að mati
hlustenda Rásar 2, fékk mun fleiri at-
kvæði frá konum en körlum og kann
mörgum að finnast skrýtið.
=-/
Eggert Skúlason
Eggert er vinsælasti sjávarútvegs-
fréttamaður landsins. Það hljóm-
ar ef til vill ekki spennandi titill
en það er hins vegar afrek af
fréttamanni með þetta sérsvið að
ná upp f tíunda sæti listans. En
Eggert hefur ekki komist þetta
hátt vegna slorsins heldur vegna
þess hvað hann nýtur sín vel á
skjánum og þrátt fyrir slorið.
-7
Hildur Helga
Sigurðardóttir
Hildur Helga er stjarna
dagskrárdeildar Rfkissjón-
varpsins. Hún skín ekki
eins skært og hetjurnar á
Islandi í dag en nógsam-
lega til að skyggja á sam-
starfsmenn sfna við
Laugaveginn.
Jóhanna Vigdís
Hjaltadóttir
Það veröur að teljast frá-
bært af tiltölulega nýjum
fréttamanni að ná svona
hátt á listann. En frami
hennar hefur Ifka verið
skjótur innan fréttadeildar
Ríkisútvarpsins.
Þorsteinn J.
Vilhjálmsson
Þorsteinn Joð kemur f
humátt á eftir meistara sín-
um, Jóni Ársæli. Glettnisleg
Ijóðræna Þorsteins gengur
næstum eins vel f lands-
menn og glettnisleg mýkt
Jóns - einkum úti á landi.
Þrfr fjóröu af atkvæðum
Þorsteins komu utan af
landi. Ef til vill vegna þess
að hann er svolftið eins og
gáfaði strákurinn í þorpinu
sem lagðist I bækur.
SESESSSS-----------40
Jón Ársæll Þórðarson
Jón Ársæll er vinsælastur dag-
skrárgeröarmanna f sjónvarpi.
Fyrir utan lærlinginn hans, Þor-
stein Joð, þá eru það fyrst og
fremst fréttamenn sem raða
sér f efstu sæti vinsældalista
sjónvarpsmanna. Bragð Jóns Ár-
sæls gagnvart fréttamönnunum
er glettnisleg og dulítið upphaf-
in mýkt.
8 36
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
Maðurinn með arnaraugun hrepp-
ir fimmta sætið. Það getur hann
að nokkru þakkað ást lands-
byggöarmanna - og ef til vill fyrst
og fremst Akureyringa, sem halda
tryggð við sitt Braga-kaffi. Sig-
mundur er vinsælasti fréttamaður
Stöðvar 2 - fréttamaður nr. 1 á
Stöðinni. Öfugt við það sem
margur kynni að halda er Sig-
mundur rétt aðeins vinsælli með-
al karla en kvenna en hann er
fastagestur í greinum tímaritanna
yftr glæsilega menn sem allar
konur dreymir um.
S'27
Bogi Ágústsson
Bogi má una vel við sjötta
sætiö. Hann var eiginlega
hættur í fréttamennsku og
orðinn skrifstofublók i Út-
varpshúsinu þegar hann var
kallaöur aftur inn á fréttastofu
Ríkisútvarpsins vegna stjórn-
unarkreppu. Silfurhárið og
sannleiksröddin heillar lands-
menn - einkum höfuðborgar-
búa (kannski fyrst og fremst
KR-inga) en Bogi fékk tvo
þriðju af atkvæðunum frá
Reykjavíkursvæöinu. Bogi e'r
meiri kerlingasmellur en kalla-
kall.
Ólöf Rún Skúladóttir
Ólöf Rún hefur alltaf þótt fá-
dæma skjávæn og sá eigin-
leiki tryggir henni sjöunda sæt-
ið. Miðað við árangur hennar á
árum áður f kosningum Rásar
2 á kynþokkafyllsta kvenfólk-
inu gæti einhver haldið að
þennan árangur gæti hún
þakkað einhverjum dónum
sem horfa á fréttir af einhverju
öðru en fréttaþorsta. En svo er
ekki. Konur eru jafnspenntar
fýrir Ólöfu Rún og kallar.
Edda Andrésdóttir
Það er eitthvað við sjón-
varpsframkomu Eddu
Andrésdóttur sem virkar
á konur. Ef til vill sjá
þær f henni vinkonu.
■ Karlar
■ Konur
fc.
6
f Ó k U S 26. mars 1999