Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 15
Payback:
ma
Payback, sem gerð er eftir skáldsög-
unni The Hunter eftir Donald E.
Westlake (skrifaði hana undir dul-
nefninu Richard Stark), er fræg
sakamálasaga sem áður hefur verið
kvikmynduð og var það breski leik-
stjórinn John Boorman sem gerði sög-
una ódauðlega í Point Blank árið
1967, kvikmynd sem löngu er orðin
klassísk og þykir með betri sakamála-
myndum sem gerðar hafa verið. í
Point Blank lék Lee Marvin hlutverk
hins ólánssama glæpamans Porters
en í Payback er það Mel Gibson sem
leikur Porter.
Payback gerist í svartri veröld þar
sem karlmenn eru morðingjar, konur
hórur og löggur styðja þá sem borga
mest. Við fylgjumst með tveimur
glæponum, Porter (Mel Gibson) og
Val (Gregg Henry), sem hafa framið
stórrán. Þegar kemur að því að skipta
fengnum kemur í ljós að Porter hafði
gert þau mistök að treysta vini sínum.
Val er sem sagt stunginn af með alla
peningana og eiginkonuna og gerir
tilraun til að-myrða Porter. Eins og
síðar kemur í ljós hefði Val átt að
framkvæma síðasta atriðið fyrst áður
en kom að peningunum og eiginkon-
unni því eftir misheppnaða morðtil-
raun vill Porter að sjálfsögðu pening-
ana sína, eiginkonan skiptir minna
máli og enginn er öruggim um líf sitt
meðan Porter er í þessum ham.
Auk Mels Gibsons og Greggs
Henrys leika í Payback Maria BeUo,
sem leikur gleðikonuna Rosie sem
Porter hafði þekkt fyrr á árum, Dav-
id Paymer, William Deyine,
Dehorah Kara Unger, Bill Duke og
Lucy Liu.
Leikstjóri myndarinnar og hand-
ritshöfundur er Brian Helgeland
sem meðal annars skrifaði handritið
að L.A. Confidental. Hann á þó minna
í myndinni en í fyrstu mætti halda.
Helgeland hafði lengi gengið með
þá hugmynd í maganum að endurgera
Point Blank og meðan hann og Mel
Gibson voru að starfa við Conspiracy
Theory (Helgeland skrifaði handritið)
færðist þessi hugmynd í tal og Gibson
leist það vel á að gera myndina að
hann ákvað að framleiða og leika í
henni og bauð Helgeland að leikstýra.
Allt gekk samkvæmt áætlun þar til
Mel Gibson leit á fullgerðu kvikmynd-
ina eins og Helgeland vildi hafa hana.
Leist honum ekkert á útkomuna og
vildi taka aftur sum atriðin og breyta
útliti myndarinnar. Ekki er á hreinu
hvað það var sem Gibson mislíkaði en
því hefur verið haldið fram að honum
hafi fundist persónan sem hann lék
vera gerð of neikvæð. Helgeland vildi
ekki breyta og þá kom í ljós að þegar
á reynir ráða stjörnurnar og
Helgeland var rekinn.
Frumsýningu myndarinnar var
seinkað um hálft ár og talið er að Gib-
son hafi endurgert um helming
myndarinnar. Greinilegt er að Mel
Gibson veit hvað hann syngur þegar
kemur að markaðslögmálum því
Payback hefur slegið í gegn í Banda-
ríkjunum og nálgast 100 milljón doll-
ara i tekjur og hafa dómar um hana
verið yfirleitt jákvæðir. Þrátt fyrir
ósætti þeirra félaga fékk Helgeland að
halda leikstjóratitlinum og hefur ekk-
ert verið að básúna ósætti þeirra, öf-
ugt við leikstjóra American History
X, Tony Kaye, sem einnig er frum-
sýnd hér á landi um þessa helgi en
hann eyddi megninu af leikstjóra-
launum sínum í aö auglýsa það að
myndin væri ekki eins og hann vildi
hafa hana. -HK
4
Payback, sem frumsýnd er í dag 1 >
Sam-bíóunum og Stjömubiói, er gerð
eftir skáldsögunni The Hunter. Það
er einnig Point Blank sem gerð var
1967 og leikstýrð var af breska leik-
stjóranum John Boorman með Lee
Marvin, Angie Dickinson, Keenan
Wynn og Carroll O’Connor í aðal-
hlutverkum. Point Blank fékk strax
mikla athygli og frábæra dóma og er
í dag klassísk sakamálamynd sem
hefur haft afgerandi áhrif. John
Boorman byggir upp mynd sína á
sérstakan máta og hefur henni verið
líkt við avant-garde þriller i um-
hverfi sem gæti verið tekið úr bók v
eftir Kafka. Point Blank gerist í Los
Angeles, borg sem tekur á sig nýja
ímynd í kvikmynd Boormans. Lee
Marvin leikur misheppnaðan
krimma sem leitar hefnda gegn eig-
inkonu sinni og besta vini sem hafði
svikið hann en í hefndarleit sinni
týnist hann nánast í dularfullri
glæpaveröld. Mikið lof hefur verið
hlaðið á breiðtjaldskvikmyndatök-
una sem var í höndum Philips H.
Lathrops og leikstjórn Boormans en
hann þótti koma með evrópska
glæpamyndahefð inn í amerískt
þema. -HK
Þú qætir fenqið reikninqinn endurqreiddan
og mida fyrir alla á stórmyndina Payback!
Það eina sem þú þarft að qera að merkja þér reikninqinn oq setja hann
í Payback kassann hjá qjaldkeranum. Hlustaðu svo vel á Svala á
FM 95.7 milli klukkan 16 oq 19 frá þriðjudeqinum 6. apríl til föstudaqsins
9. april. Á hverjum deqi drequr hann út einn heppinn qest sem fær
reikninqinn sinn endurqreiddan auk miða fyrir alla matarqestina á hina
frábæru stórmynd Payback með Mel Gibson.
Freistaðu qæfunnar og hver veit!
FRUMSYND
REYKJAVIK
12. mars 1999 f Ókus
15