Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Blaðsíða 3
m g ö m æ 1 i e f n i Skrautlegir skór. Skór eiga vera eggjandi og vekja athygli. Að ekki sé talað um nú þegar við blasir í tísku- búðvmum að sumarfot landsmanna verði öll grá að lit. Nú er um að gera að krydda grámygluna aðeins og skarta litrík- um skóm, jafnvel útsaumuðum eða loðnum. Þá verða menn eins grúví og bóhem og þeir geta orðið. Ofbeldisannáll herstöðvaandstæð- inga verður á dag- skrá menningar- viku þeirra i MÍR á morgun. Gisli Rún- ar Jónsson og félag- ar munu taka til umijöllunar bar- smíðar, meiðingar og hvers kyns fautaskap úr bar- áttusögu samtakanna. Spennandi efni í skemmtilegum húsakynnum. Kventannlæknirinn á horni Snorrabrautar og Laugavegar sem spilar sáliunessu Mozarts á meðan hún borar í tennurnar. Sjúkling- arnir hverfa inn í draumaheim og gleyma stað og stund. Að Sálumess- unni lokinni býður hún rafmagnst- annbursta með raðgreiðslum. Þorsteinn Kragh við Fazioli-flygilinn í Garöabæ kom Tónlistarskólinn í Garðabæ og sagði: Eg skal gera það Snjóbretti - leiktæki þeirra sem halda að þeir séu eilifir. Hvað er eitt fótbrot þegar þú ert ungur. Þú lætur félagana bara skrifa nafnið sitt á gifsið og svo grær allt fljótt og vel. Aftur í brekkuna - upp og niður og út á hlið Flugdrekakynning á sunnudag- inn. Á túninu vestur af Glæsibæ fá allir að prófa að stýra risastórum tvlspotta flugdrekum. Þessir drekar eru þess eðUs að þegar tökum hefur verið náð má gera aUar kúnstir; lykkjur, hringi og gott ef ekki Immelman. Gæta ber þess að stjómandinn sé sjálfur nægilega þungur miðað við vindstyrk svo hann takist ekki á loft og hverfi út í buskann með drekanum. Richard Clayderman fær að leika á Fazioli flygil þegar hann heldur tónleika í Laugardalshöllinni um páskahelgina. Þorsteinn Kragh, um- boðsmaður hans hér á landi, gekk bónleiður til búðar víðast hvar þeg- ar hann reyndi að útvega Clayderm- an flygil við hæfi. Clayderman leik- ur ekki á minni flygla en níu feta þegar hann kemur fram opinber- lega. „Ég reyndi að fá flygil hjá þeim hjá Sinfóníunni en þeir harðneituðu eftir að hafa haldið stjómarfund um málið. íslenska óperan neitaði líka og flygillinn í Seðlabankanum náði ekki níu fetum,“ sagði Þorsteinn Krag. „Þá neitaði Ólafur Laufdal á Brodway að lána sinn flygil, sagðist hafa slæma reynslu af því að láta hann úr húsi.“ Umræddir flyglar eru allir af Steinway-gerð og Þorsteinn Kragh var farinn að örvænta þegar bjarg- vætturinn birtist og hjálpin kom úr Garðabæ. „Tónlistarskólinn í Garðabæ bauðst til að lána mér splunkunýjan Fazioli-flygil sem er sá eini sinnar tegundar hér á landi. Hann er hand- smíðaður, stærri en Steinway og það eru aðeins til átta eintök af hon- um í veröldinni. Umboðsmenn Claydermans ytra sögðu mér að Clayderman hefði rekið upp stór augu þegar hann frétti að hann fengi að leika á Fazioli á íslandi og lét þau orð falla að það væri heiður fyrir sig að fá að spila á slíkan grip,“ sagði Þorsteinn Kragh. Þorsteinn segir að það sé hneyksli hversu fáir flyglar séu til á landinu af þessari stærð. Og það sé ljóst að þeir liggi ekki á lausu þegar þarf að nota þá. Því hefur hann i félagi við aðra ákveðið að stofna hlutafélag um kaup á níu feta flygli sem verð- ur leigður út þegar þörf krefst. „Árið 2000 er að ganga í garð og þá verðir Reykjavík ein af menning- arborgum Evrópu. Þá rekur hver tónlistarviðburðurinn annan og ég efast ekki um að næg eftirspurn verður eftir nýja flyglinum okkar. Það skyldi enginn treysta á velvilja Sínfóníunnar í þessum efnum," sagði Þorsteinn Kragh. 30 þúsund mann r Ef garnírnar gaula hendir Magnús einhverju á gríllið. Hann vill að fólk fari í sund, fái sér eina kollu og fari síðan í göngutúr Ef allir íbúar í Breiðholti tækju upp á því að bregða sér á j hverfispöbbinn væri tæpast pláss fyrir þá alla. Nikka-Bar er eina krá- in í Breiðholti og tekur aðeins 50 manns í sæti. íbúarnir í Breiðholti eru hins vegar 30 þúsund. j „Ég vil hafa opið lengur. Ég opna klukkan fimm en verð að loka klukk- i an hálftólf. Um ellefuleytið fara gest- . irnir að ókyrrast og drífa sig niður í ' bæ. Hvað haldið þið að það kosti?“ spyr Magnús Ingólfsson, vert á Nikka-Bar, sem er í stöðugri baráttu fyrir lengri afgreiðslutíma. „Skilyrði fyrir að hafa lengur opið er að ibúð- , arhús sé ekki nær en 50 metrar. Hjá | mér er næsta hús bílskúr í 53 metra p fiarlægð en samt stendur leyfið í yf- lí irvöldum,“ segir Magnús sem ræðir málið reglulega við Helga Hjörvar í borgarstjóm. „Hjá mér eru fjölmarg- ir gestir sem vinna á óreglulegum tíma, eins og hjúkrunarfræðingar og leigubílstjórar, og þeir þurfa ekki að flýta sér heim klukkan hálftólf." Á Nikka-Bar spila menn bridge, tefla og kasta pílum. Stundum er spilaður blús. Breiðhyltingar drekka Egils gull og hot & sweet með. Magn- ús segir að það sé sagt „hæ!“ við alla sem koma inn. Þetta sé hverfispöbb. Ef garnirnar gauli í einhverjufn hendi hann á grillið. „Mér finnst að fólk eigi að fara í sund, drekka síðan eina kollu og fara í göngutúr. Þetta gera margir héma í Breiðholti þó þeir séu ekki endilega alkóhólistar. Fleiri eru þó hræddir við að gera þetta af ótta við að verða stimplaðir drykkjumenn. Þessu þarf að breyta. Nikka-Bar er fyrir fólkið," segir Magnús sem áður átti hlut í byggingafyrirtæki. „Ég seldi minn hlut og sat svo á Nikka-B- ar og hugsaði mitt ráð; hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur. Þá frétti ég að Nikki væri að hugsa um að selja og ég gerði honum tilboð sem hann tók. Ég stóð með honum í þijár vikur á barnum til að læra fagið og síðan hef ég verið hér. Þetta gengur fmt.“ Magnús býður öllum Breiðholts- búum að heimsækja sig um helgina. Þó aðeins 50 í einu. Poulenc í 4 kaffileikhúsinu Ómar er kallakall — vinsælustu sjónvarps- menn landsins Heimspeki og anarkismi - teiknimyndasögur í Norræna húsinu Hinn eini sanni þungarokkari j_Q Ford undan- úrslit: Skoða |á Keikó morgun 12-13 Sögutími, hetjan og glæpa- maðurinn — frumsýn- ingar kvik- myndahús- anna a aa c Óskarinn í nýju Ijósi: - klúður, vand- ræbagangur og Ijóðrænt réttlæti 16 Líficf eftir vinnu Iríálað ni sús Kristur súperstjar r að gera við borl hnngleikahus Listin heim Gamall Forsíðumyndina tók Hilmar Þór af keppendum í Ford-keppninni. 26. mars 1999 f Ókus 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.